Morgunblaðið - 14.05.1988, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988
Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur:
Tíundi hver lögreglumað-
ur á nú í málaferlum
Staða lögreglunnar áhyggjuefni og umræða nauðsynleg
JÓN Pétursson nýkjörinn form-
aður Lögreglufélags Reykjavík-
ur segir að nú séu til meðferð-
ar, á hinum ýmsu stigum í rétt-
arkerfinu, mál sjö lögreglu-
manna sem sakaðir eru um ólög-
mætar handtökur og harðræði.
Jón segir að þessi mál, og staða
lögreglunnar yfirleitt, séu sér
og öllum lögreglumönnum mik-
ið áhyggjuefni. Hann segir að
alls eigi nú um það bil tíundi
hver lögreglumaður í Reykjavík
í málaferlum, flestir vegna
áverka sem þeir hafa orðið fyr-
ir í átökum eða slysum í tengsl-
um við starf sitt. Jón segir að
þau þrjátíu ár sem hann hefur
fengist við lögreglustörf muni
hann ekki eftir að lögreglan
hafi verið í slíkri varnarstöðu
gagnvart almenningi sem nú.
„Þetta er ekki bara einkamál
þessarar stéttar, heldur spuming
um öryggi borgaranna," segir Jón
Pétursson. „Það er fráleitt, eftir
minni reynslu að dæma, að lögregl-
an beiti í dag meira harðræði en
áður, þvert á móti. Auðvitað er
ekkert að því að illa unnin störf
séu kærð, þau á ekkert frekar að
líða hjá okkur en öðrum. En í
málum eins og þeim sem mest
hafa verið til umfjöllunar eru höfð
endaskipti á hlutunum. Hvers kyns
uppáklaganir um harðræði virtist
vera orðinn nærtækur mótleikur
hjá þeim sem lögreglan þarf skipta
við. Það er eins og fólk geri sér
ekki lengur grein fyrir því hvert
er öryggishlutverk lögreglunnar,"
sagði hann. „Auðvitað getur verið
við okkur sjálfa að sakast að ein-
hveiju leyti en það þarf að taka á
þessu máli og skoða það. Það má
ekki vanta að fólk finni að okkar
störf séu unnin í þágu þess.“
Fjölmiðlar hafðir sem
grýla
„Núna er það mjög áberandi að
í nánast hverri einustu handtöku
er hótað blaðaskrifum. Blöð og
flölmiðlar eru höfð sem grýla á
lögreglumenn," sagði Jón. „Það
virðist vera staðreynd að lögregl-
unni hefui» ekki tekist að halda
sínum hlut eftir því sem samfélag-
ið hefur breyst, fjölmiðlum fjölgað
og öll umræða opnast. Það er orð-
ið áberandi hvað borgarar, áhorf-
endur, trufla mikið störf okkar
skipta sér af þeim og láta ekki
segjast; gefa okkur ekki vinnufrið.
Við finnum það líka að fáir virðast
standa með okkur. Það er svo kom-
ið að lögreglumenn eru orðnir
hræddir við að taka á málunum,
það vofir stöðugt yfir ótti við flöl-
miðla, kærur, yfirheyrslur, stöðu-
og ærumissi."
Málin ekki skoðuð í kjölinn
„í allri þessari umræðu sem
undanfarið hefur verið um lögregl-
una eru málin sjaldnast skoðuð
ofan í kjölinn. Það þarf að gera
því að það er greinilega eitthvað
að, við þurfum að fá umræðu um
þessi mál,“ sagði Jón. „Ég vil beina
orðum mínum til almennra borg-
ara. Öryggis þeirra vegna þarf að
snúa þessari þróun við og skoða
málin frá grunni. Hvað vill sam-
félagið að lögreglan geri, til hvers
er hún? Lögreglumenn vilja að
starfinu fylgi ábyrgð og það sé
borin virðing fyrir því. Eg þekki
ekki það sem ég er alltaf að heyra
og lesa að lögreglan sé að beita
valdi að óörfu en vissulega er það
þáttur í starfínu að beita valdi,
eiga í átökum við þá sem ekki láta
segjast."
„Maður heyrir á götunni að það
sé óhætt að lemja lögguna, hún
megi ekki veija sig. Stundum virð-
ist manni að stjómvöld og dómstól-
ar séu á sama máli,“ sagði formað-
ur Lögreglufélagsins. „Það hefur
sýnt sig að það er varasamt fyrir
Morgunblaðið/Bjami
Jón Pétursson formaður
Lögreglufélags Reykjavíkur.
tvo lögregluþjóna að vera saman
á gangi í miðbænum á föstudags-
og laugardagskvöldum. Það er
hættulegt. Við þurfum að vera
þrír eða ijórir. Okkur finnst að
verið sé að grafa undan löggæsl-
unni. Ég fullyrði að fyöldi fólks
þorir ekki út úr húsi þegar kvöld-
ar,“ sagði hann.
„Það leynir sér heldur ekki að
sumir flölmiðlar láta sér ekki annt
um að kanna báðar hliðar mál-
anna, þegar fundið er að störfum
lögreglunnar. Það er jafnvel borið
fé á þá sem vilja segja krassandi
sögur. En það eru tvær hliðar á
öllum þessum málum, þótt kæ-
rendumir reki oft sinn hluta á al-
mannafæri getur lögreglan ekki,
stöðu sinnar vegna, rætt einstök
mál ofan í kjölinn á opinberum
vettvangi.“
Við viljum umræðu
„Einhverra hluta vegna eru öll
samskipti lögreglunnar við fjöl-
miðlamenn ekki eins góð og ég
man eftir þegar ég var að byija í
þessu," sagði Jón Pétursson. „Þá
vom blaðamenn eins og Atli Stein-
arsson, Hallur Símonarson, Öm
Eiðsson og Steingrímur Sigurðs-
son, Ólafur K. Magnússon, Sveinn
Þormóðsson og Guðjón Einarsson
vinir okkar sem nutu trúnaðar og
kunnu með hann að fara. En ein-
hvem veginn tókst ekki að við-
halda þessu á tímum breyttrar
blaðamennsku. Það er áhyggju-
efiii. Lögreglumálefiii em stór og
mikill fréttamarkaður og við vitum
og eigum að sætta okkur við að
um okkar verkefni er, og verður,
§allað í fjölmiðlum," sagði Jón.
„En undanfarín misseri hefur okk-
ur fundist pressan neikvæð og við
viljum breyta þessu. Fréttnæmi
hlutanna gerir það auðvitað að
verkum að fram kemur skökk
mynd af vemleikanum og heimur-
inn virðist verri þegar sagt er frá
því sem miður fer. Samkeppni um
markaðinn æsir menn upp í að
mála allt í sterkum litum. Fréttnæ-
mið og athyglin ráða öllu. Hvað
er hægt að gera til að snúa þessu
við? Það er spuming um öryggi
borgaranna að veikja ekki lögregl-
una. Við viljum fá umræðu um það
til hvers fólk ætlast af okkur. Við
viljum umfram allt halda í það að
fólk telji sig geta leitað til okkar
eftir aðstoð í hvers konar vanda.
Við leggjum þunga áherslu á að
vera eins og venjulegt fólk, með
kosti þess og galla að vera maður,
og að þurfa ekki að einangrast frá
samfélaginu eins og sums staðar
hefur orðið hlutskipti lögreglu,"
sagði Jón Pétursson formaður Lög-
reglufélags Reykjavíkur.
Afmæliskveðja:
Vilborg Kristjáns-
dóttir á Ölkeldu
NÚ eru senn liðin 15 ár frá því
fundum okkar Vilborgar Kristjáns-
dóttur bar saman f fyrsta sinn. Það
var síðsumarkvöld í ágúst 1973. Ég
var að koma norðan úr landi og
þreyttur eftir langa ferð og hafði
verið boðin gisting á Ölkeldu. Á þeim
tíma var búandi á Ölkeldu Guðbjart-
ur Gfslason, sonur Vilboigar, og kona
hans, Ásdfs Þorgrímsdóttir, og böm
þeirra hjóna, Vilborg, löngu orðin
ekkja og hætt búskap, enda stóð hún
þá á áttræðu. Ég sé hana fyrir mér
þessa öldmðu konu, fíngerða og fág-
aða í fasi, höfðinglega og fríða sýnum
þrátt fyrir háan aldur. Og nú eru
senn liðin 15 ár frá þessu kvöldi og
Vilborg á Ölkeldu er enn meðal okk-
ar og engu líkara en öll þessi ár
hafi látið hana ósnortna á ytra borði,
þótt hún hafi orðið fyrir þeirri sáru
reynslu að sjá á bak syni sínum,
Guðbjarti, í blóma lífsins nú fyrir 4
árum. Ég veit að það var henni þung-
bær raun, en á langri ævi hefur hún
lært það sem mest er um vert, að
taka því sem að höndum ber með
jafnaðargeði og í fullkomnu trausti
til höfundar lífsins, hvort sem það
er gleði eða sorg, meðlæti eða mót-
læti.
í okkar fámennu kirkjusókn á
Staðastað eru þeir fáir sem hafa lá-
tið sér jafnannt um kirkju sfna sem
Vilborg á Ölkeldu. Vart hefur liðið
svo ár síðan ég kom hingað vestur
sem prestur þessa safnaðar, að Vil-
borg hafi ekki á einn eða annan
hátt minnst kirkju sinnar með þvf
að færa henni fjárupphæð af sfnum
litla lífeyri eða höfðinglegar gjafir,
nú sfðast á liðnu ári forkunnarfagran
altarisdúk ofinn. Fyrir allt þetta færi
ég henni þakkir nú á 95 ára af-
mælinu og eins fyrir ógleymanlegar
samverustundir á heimili hennar á
Ölkeldu og vináttu alla við okkur
hjón og heimili okkar. Enn kemur
hún til kirlg'u og gengur óstudd til
sætis sfns, þótt öldina eigi hún senn
að baki. Það er ævintýri líkast að
eiga slíkt fólk í hópi sóknarbama og
viss munaður að hafa fengið að kynn-
ast því.
Vilborg var á yngri árum ákaflega
fríð kona og glæsileg, bar hógværa
reisn og höfðingsbrag í fasi, og þótt
hún hafi lagt öll þessi ár að baki og
mikla lífsreynslu þá fylgir henni enn
þetta höfðinglega yfirbragð sem fyrr,
hógværð og festa í hennar skæru
og gáfuðu augum og röddin lág og
hlý. Égminnistþess hversu skemmti-
lega ræðu hún flutti í 90 ára af-
mæli sínu, skýra og rökhugsaða,
hógværa og hnitmiðaða, þar voru
nú ekki elliglöpin á. Og enn er hugur
hennar tær og minnið ófölskvað.
í 73 ár hefur Vilborg átt heima
hér á Ölkeldu eða allt frá því hún
giftist Gísla Þórðarsyni bónda þar
árið 1915, en þá var Vilborg á 22.
ári. Vilborg kom frá Hjarðarfelli í
Miklaholtshreppi, hálfsystir Guð-
bjarts Kristjánssonar bónda og
hreppstjóra þar. Foreldrar hennar
voru þau hjón Kristján Guðmundsson
bóndi á Hjarðarfelli (d. 1902) og
Elín Ámadóttir frá Stafholti. Gísli á
Ölkeldu, eiginmaður Vilborgar, var
einn af merkustu bændum sinnar
tíðar hér vestra og vann hér mikið
að félagsmálum bænda og fram-
faramálum héraðsins. Hann átti sæti
í hreppsnefnd um langt árabil eða
frá 1919—46 og var hér oddviti um
12 ára skeið og formaður skóla-
nefnda var hann frá 1934—47. Þau
Vilborg héldu skóla á heimili sínu
um fjölmörg ár og var það lengstum
6 mánaða skóli og stór hluti bam-
anna úr sveitinni því i heimavist á
Ölkeldu. Öllum þessum bömum var
Vilborg sem besta móðir, og ég minn-
ist þess sem vinkona mín ein sagði
um Vilborgu er hún minntist þessara
löngu liðnu vetra sem hún var í skóla
ung telpa á Ölkeldu: Hún Vilborg
var eins og móðir okkar, hún hefði
ekki getað verið okkur betri þótt við
hefðum verið bömin hennar. Og
þannig hefur Vilborg Kristjánsdóttir
reynst öllum sínum samferðamönn-
um, bömum öllum sem móðir og
öðrum ráðhollur vinur, einlæg, hlý
og góð.
Vilborg og Gísli eignuðust 7 böm
og ólu að auki upp einn son sem þau
gengu í foreldra stað. En böm Vil-
borgar og Gísla á Ölkeldu eru þessi:
Þórður, búfræðingur, bóndi á Öl-
keldu II, kvæntur Margréti Jóns-
dóttur. Elín Guðrún, húsfreyja, gift
Þórði Kárasyni lögregluvarðstjóra í
Reykjavík. Alexander, ókvæntur
heima á Ölkeldu. Kristján Hjörtur,
búfræðingur, áður bóndi á Fossi í
Staðarsveit, nú búsettur í Borgar-
nesi, kvæntur Rannveigu Jónsdóttur.
Ólöf Fríða, húsfreyja, gift Sverri
Gunnarssyni bónda í Hrosshaga í
Biskupstungum. Guðbjartur (d.
1984), búfræðingur, bóndi á Ölkeldu,
kvæntur Ásdísi Þorgrímsdóttur.
Lilja, sjúkraliði og húsfreyja, gift
Marteini, Níelssyni jámsmið í
Reykjavik. Fóstursonurinn er Kristj-
án Guðbjartsson, nú búsettur á Akra-
nesi.
Fátt er dýrmætara í lífinu en
bamalán og bamaláni hefur Vilborg
sannarlega átt að fagna. Hun nýtur
þeirrar gæfu að geta enn í sinni háu
elli búið í kjóli sonar síns, Þórðar,
og Margrétar, konu hans, á sínu
fagra heimili á Ölkeldu, þar sem hún
hefur lifað sínar bestu stundir. Þar
dvelst hún nú ásamt Önnu Olgeirs-
dóttur og einu af sínum fjölmörgu
bamabamabömum. Og á Ölkeldu
vonum við að hún fái að hverfa okk-
ur er þar að kemur, þessum stað þar
sem hennar langa og farsæla lífsstarf
hefur verið unnið. Við hér á Staða-
stað færum þér, Vilborg, okkar inni-
legustu þakkir fyrir góð kynni og
biðjum þér blessunar á 95. afinfælis-
degi þínum.
Rögnvaldur Finnbogason
Frá aðalfundi Sambands íslenskra sparisjóða.
Aðalfundur Sambands íslenskra
sparisjóða:
Rekstur sparisjóð-
anna gekk yfirleitt vel
ÁRSFUNDIR Sambands
íslenskra sparisjóða, Lánastofn-
unar sparisjóðanna hf. og Trygg-
ingasjóðs sparisjóða voru haldnir
7. og 8. maí sl. Á fundum þessum
kora fram að rekstur sparisjóð-
anna gekk yfirleitt mjög vel á
liðnu ári. í árslok námu heildar-
innlán í sparisjóðunum 10.611
mil(jónum króna en útlán spari-
sjóðanna 8.360 mil(jónum króna.
Höfðu innlán á árinu 1987 aukist
um 37,6%, en útlán um 47%. Sem
heild koma sparisjóðirnir í inn-
lánum næst á eftir Búnaðarbank-
anum að stærð.
í ársbyijun 1987 nam eigið fé
sparisjóðanna 1.090 milljónum
króna, en í árslok 1.490 milljónum
króna og hafði aukist um 400 millj-
ónir á árinu. Eiginfjárstaða flestra
sparisjóða er þannig mjög góð.
Ársfundina sátu um 90 fulltrúar
yfir 30 sparisjóða víðsvegar um
land. Á laugardagsmorgun var vígt
nýtt húsnæði sparisjóðanna á Rauð-
arárstíg 27 í Reykjavík, sem er um
500 ferm. að stærð og allt hið vist-
legasta.
Á fundunum voru lagðir fram
ársreikningar Lánastofnunar spari-
sjóðanna hf., en árið 1987 var
fyrsta heila starfsár hennar. Lána-
stofnunin er banki sparisjóðanna
þar sem þeir hafa viðskiptareikn-
inga sína og miðstöð erlendra við-
skipta sparisjóðanna. Hagnaður af
rekstri fyrsta starfsárið nam 20,1
milljón króna.
Tryggingasjóður sparisjóða
tryggir innstæðufé viðskiptamanna
sparisjóðanna og nam heildar-
ábyrgðarfé hans um 80 milljónum
króna í árslok.
Samvinna sparisjóðanna hefur
aukist ár frá ári undangengin ár
og er orðin mjög víðtæk. Innan
sparisjóðanna rikir mikill einhugur
um samstarfið, segir í fréttatilkynn-
ingu frá Sambandi íslenskra spari-
sjóða.
Á fundunum voru þeir endur-
lgömin Baldvin Tryggvason spari-
sjóðsstjóri, formaður Sambands ísl.
sparisjóða, Hallgrímur Jónsson
sparisjóðsstjóri, formaður stjómar
Lánastofnunar sparisjóðanna hf.,
og Þór Gunnarsson sparisjóðsstjóri,
formaður Tryggingasjóðs spari-
sjóða. Framkvæmdastjóri þessara
stofnana er Sigurður Hafstein.