Morgunblaðið - 14.05.1988, Qupperneq 28
28
• MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988
----------1____.________________________
Sljórnarmyndun í Danmörku:
Jafnaðarmenn áttu fyrsta
leikinn í flókinni refskák
Árósum, frá Jens Anker Boje, Reportage Gruppen.
BARATTAN um ráðherrastólana f Danmörku verður æ reyfarakennd-
ari. Þrátt fyrir mikla hægri sveiflu f kosningnnum tókst jafnaðarmönn-
um, öllum að óvörum, að vinna fyrstu lotu f stjómarmyndunarviðræðun-
um. Poul SchlUter forsætisráðherra náði ekki stuðningi til að stjóraa
viðræðum um myndun nýrrar rfkisstjórnar. Flestir eru þó aammála
um að þrátt fyrir þokukennt ástand í stjórnmálum eftir kosningarnar
verði mynduð ný borgaraleg stjóra f Danmörku.
ikale venstre sem hafa óttast að
Það var leikflétta fyrir kunnáttu-
menn, þegar jafnaðarmenn komu í
veg fyrir að Schliiter yrði útnefndur
til að mynda nýja stjóm síðastliðinn
miðvikudag. Jafnaðarmenn vita sem
er að „þungavigtarflokkurinn", Rad-
ikale venstre, treystir ekki nýja form-
anni þeirra, Svend Auken. Fyrst
Auken var annar tveggja sem valið
stóð um hefði mátt ætla að Radikale
venstre myndi benda á Schluter sem
hinn kostinn. Því gerðu jafnaðar-
menn það að tillögu sinni að forseti
þingsins, Svend Jakobsen, yrði út-
neftidur til að hafa forystu í stjómar-
myndunarviðræðum. Þessa tillögu
gat Radikale venstre sætt sig við.
Svend Jakobsen nýtur mestra vin-
sælda allra jafnaðarmanna hjá Rad-
Schluter vildi aðeins málamyndavið-
ræður við jafnaðarmenn og að hann
vildi ekki mynda stjóm á breiðum
grundvelli.
Svend Jakobsen var útnefndur til
að kanna stöðuna. Borgaraflokkam-
ir, sem eiga samtals 89 þingmenn,
vildu að Schluter hefði forystu í
stjómarmyndunarviðræðum, 90
þingmenn völdu Jakobsen. Hinn B3
ára gamli þingforseti hefur fengið
hlutverk sáttasemjara. Hann mun
ræða við alla flokka sem eiga menn
á þingi og reynir eftir það að setja
saman steftiuskrá sem líkleg er til
að hljóta samþykki sem flestra
flokka. Þrátt.fyrir að Jakobsen sé
jafnaðarmaður á hann nú að takast
á við þetta nýja hlutverk án þess að
láta skoðanir sínar og hagsmuni
flokks síns hafa áhrif á gang mála.
Þetta gæti reynst mörgum ill-
mögulegt, en Jakobsen er ef til vill
eini danski stjómmálamaðurinn sem
getur greitt úr þeirri ruglingslegu
flækju sem ríkir í dönskum stjóm-
málum eftir kosningamar á þriðju-
daginn. Hann er ekki maður sem fær
menn gegn sér og rólegt fas og norð-
ur-jóskur framburður vekur traust.
Stjómarmyndunarviðræðumar
geta tekið langan tíma. Eftir þær
könnunarviðræður, sem nú fara
fram, þarf drottning að veita ein-
hveijum formlegt umboð. Fæstir trúa
á draumsýn Radikale venstre um
samsteypustjóm. Dönsku flokkamir
skiptast enn f fylkingar og sú stund
er ekki mnnin að hægt sé að rffa
niður þá hugmyndafræði sem býr að
baki skiptingunni. Valið stendur á
milli borgaralegrar rfkisstjómar og
stjómar jafnaðarmanna. Milli Schlöt-
ers og Aukens. Það er óhugsandi að
jafnaðarmenn vilji tefla fram öðmm
manni en Auken til þess eins að
þóknast Radikale venstre.
Jafnaðarmenn em komnir í sókn
á ný. Þeim hefur tekist að hafa hem-
il á Schluter í fyrstu lotu. Nú vilja
þeir að samstaða náist um að ein-
angra Framfaraflokkinn, sem jók
fylgi sitt allra mest f kosningunum,
en hann er lengst til hægri af flokk-
unum. Þetta styðja radikalar. Þeir
em sammála jafnaðarmönnum og
Sósfalfska þjóðarflokknum f vamar-,
menningar-, umhverfis- og félags-
málum. Saman mynda þessir þrír
nauman meirihluta á þingi. Fyrmm
efuðust radikalir um hæfni vinstri-
flokkanna f efnahagssfjómun, en nú
er greinilega að verða breyting á því.
Margt bendir til þess, á pappímum
að minnsta kosti, að þessir þrír flokk-
ar nái saman en stóra spumingin er
hvort radikalar geti losað sig við
vantrúna á Svend Auken. í kosninga-
baráttunni hafa þeir margsagt að
þeir vilji hann ekki sem forsætisráð-
herra. Sé tekið mark á þvf má vænta
borgaralegrar ríkissfjómar.
Fjögurra flokka stjóm kemur varla
til greina á ný. Annars vegar vegna
þess að sfðasta rfkisstjóm fjögurra
flokka féll vegna innbyrðis deilna.
Hins vegar vegna þess að flögurra
flokka sfjóm með fulltingi radikala
er ekki nægilega sveigjanleg. Af til-
Svend Jakobsen.
finningalegum ástæðum er einnig
nauðsynlegt að sýna fram á, að lagt
sé inn á nýja braut. Margir giska á
að þetta myrka ástand f dönskum
sljómmálum verði leyst með því að
mynduð verði minnihlutastjóm Vens-
tre, fhaldsmanna og radikala.
Sumarbúðirnar
Ásaskóla
Gnúpverjahreppi
Hálfsmánaðar dvöl fyrir börn á aldrinum 7-10 ára. Góð iþrótta-
aðstaða, sundlaug, farið á hestbak og margt fleira.
Upplýsingar í símum 99-6051 og 91 -651968.
Trimmgallarbarna \
frá kr. 590 (fwá
Trimmgallar fyrir dömur JMr\
frá kr. 1.290 s Ym/\
Trimmbolír frá kr. 490
Gallabuxur barna / v < ■BHb
frá kr. 590 V v' Wijjmrr
Sportskór barna^^Sl a v /
frá kr. 290 X I
T-bolir, hvítír, kr. 190
Sokkar-3 pör-kr.250 ■f
Gúmmístígvél \ ■
frá kr. 500 ) \
Herranáttföt kr. 490
Leðugakkar frá kr. 4.900
Leðurskór frá kr. 500 _
IÐnAÐARMAMMAHÖSiriU ■
HALLVEIQARSTÍQ 1
Opið 12—18 vírka daga 10-16 laugardaga
Mynd tekin af sjónvarpsskjá þegar japanska sjónvarpið var með
beina útsendingu af hátindi Everest. Tólf menn komust á tindinn,
en aldrei hafa fleiri verið þar samtfmis.
Bein útsending
frá Everest-fjalli
FYRIR skömmu hittust tveir hóp-
ar fjallgöngumanna frá Japan,
Kina og Nepal í 8.848 metra hæð
á hátindi Everest-fjalls. Höfðu
þeir lagt upp samtfmis frá sitt-
hvorri hlið fjallsins. Annar hópur-
inn kleif tindinn sunnanmegin en
hinn norðanmegin, er þetta i
fyrsta sinn í sögunni sem tveir
hópar taka sig saman um að hitt-
ast á tmdinum.
Fjallgöngumaður frá Nepal lýsti
leiðangrinum sem, „heimsins mesta
afreki í fjallgöngu," en leiðangurinn
vann ekki aðeins sigur í Qallgöngu
heldur var unninn mikill tæknilegur
sigur. Þetta er f fyrsta sinn sem sjón-
varpsmyndavélar komust á tindinn
og f fyrsta sinn sem fólki gefst færi
á að sjá í beinni útsendingu klifur-
garpa komast á tindinn.
Stórbrotna myndatökuna má
þakka japanska sjónvarpinu (NTV)
og stærsta dagbiaði Japans Yomiuri
Shimbun, sem kostuðu leiðangurinn.
Þetta er fjölmennasti hópur sem
unnið hefur að þvf að sigra fjallið.
Yfir 200 manns unnu að undirbún-
ingi ferðarinnar og kostnaðurinn
nam 12,5 miiljónum dollara (náiægt
490 milljónum íslenskra króna). Leið-
angurínn, sem farinn var til að minn-
ast þess að 35 ár eru liðin frá því
Sir Edmund Hillary og fylgdarmaður
hans klifu fyrstir Everest f maí árið
1953, hófst í mars. Undirbúningur
fararinnar hófst rúmlega ári áður.
Japanskir tæknimenn þurftu að
hanna nýjan búnað sem hentaði til
fararinnar. Síðastliðið vor var byggð
undirstaða undir fimm tonna loft-
netsmastur sem komið var fyrir 2800
metrum meðan við hátindinn. Síðar
var sett upp stjórnstöð fyrir sjón-
varpsútsendingar með tveimur stór-
um rafölum í grerind við
mastrið. Japanska sjónvarpið sá um
hönnun á sérstökurá * gjónvarps-
myndavélum, sendum og rafhlöðum
sem bæði voru nægilega léttar og
sterkar til að henta til fjallaklifurs.
Japanskur sjónvarpsmaður hafði
slíka vél festa á hjálm sinn og vóg
hún innan við 600 grömm. Einn
starfsmanna japanska sjónvarpsins
hafði á orði að vélin væri með svo
flóknum búnaði að yrði hún skilin
eftir í Kína bryti það í bága við sam-
þykktir vestrænna ríkja um bann við
flutningi á hátæknibúnaði til komm-
únistaríkja.
Tækjabúnaðurinn virkaði óaðfinn-
anlega. Mjmdboð bárust frá hátindi
Everest til stjómstöðvarinnar fyrir
neðan, þaðan voru þau send mót-
tökutækjum þvert yfír fjallið til
gervihnattar yfir Indlandshafi. Á
sjónvarpsskjám víða um heim birtust
svo mjmdir frá tindinum sem voru
jafn tærar og háfjallaloftið á tindin-
um sjálfum. Japanska sjónvarpið
sýndi mjmdir frá höfuðstöðvum leið-
angursmanna og frá ferð þeirra á
tindinn. Þegar garpamir komust á
hátindinn fékk almenningur í Japan
að taka þátt í gleðilátum þeirra. Jap-
anska sjónvarpið leyfði ættingjum
mannanna að ræða við þá í beinni
útsendingu.
Ekki voru allir jafn hrifnir af þessu
uppátæki. Margir flallagarpar telja
að með því að fara með hátæknibún-
að til fialla sé verið að eyðileggja
ævintýraljómann sem jafnan hefur
stafað af slíkum ferðum. Einn þeirra
sem hafa gagnrýnt leiðangurinn er
fyrrum fjallgöngumaður frá Nepal.
„Það er ekki jafn ögrandi og spenn-
andi og áður að klífa fjöll,“ segir
hann. Þrátt fyrir þetta er fullbókað
fyrir leiðangra á Everest fram til
ársins 1990 og fullvíst að gangan á
hæsta fjall í heimi mun ekki valda
vonbrigðum þeim sem rejma að kiífa
tindinn.
Byggt & Newaweek