Morgunblaðið - 14.05.1988, Side 34

Morgunblaðið - 14.05.1988, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAI 1988 Tónlistarfélagið í Reykjavík: Söngtónleikar í Islensku óperunni SÆNSKA mezzo-sópransöng- konan Marianne Eklöf og píanó- leikarinn Stefan Bojsten halda tónleika i dag, laugardaginn 14. maí, á vegum Tónlistarfélagsins í íslensku óperunni, og eru þetta siðustu tónleikar vetrarins. „Tónleikar þeirra Marianne og Stefans, sem þau héldu í Norr- æna húsinu fyrir u.þ.b. tveimur árum, vöktu mikla athygli og hrifningu áheyrenda," segir í frétt frá Tónlistarfélaginu. Marianne Eklöf stundaði nám í Tónlistarakademíunni í Stokkhólmi og lauk bæði einsöngvaraprófi og kennaraprófí 1981. Hún lagði sér- staka rækt við ijóðasöng með til- sögn Dorothy Irving og Erik Werba og stundaði auk þess framhaldsnám í söng við Juilliard skólann í New York hjá Daniel E. Ferro og í Lon- don hjá Vera Rosza. Hún hefur sungið víða í Svíþjóð, bæði á tón- leikum og í óperuuppfærslum, m.a. hlutverk Carmen í Malmö, og hald- ið tónleika í Bandarikjunum og víða í Evrópu. Stefan Bojsten lærði einnig við Tónlistarakademíuna í Stokkhólmi hjá Esther Bodin-Karpe og lauk einleikaraprófí 1978. Hann hefur unnið Jenny Lind styrkinn og Sonn- ing tónlistarverðlaunin, sem gerðu honum kleift að halda áfram námi, m.a. hjá Phyllis Sellick og Arthur Balsam. Hann hefur haldið einleiks- tónleika víða í Evrópu og einnig leikið talsvert kammertónlist. Á efnisskránni, sem er mjög ró- mantísk, eru vel þekkt og vinsæl lög eftir Brahms, Sibelius, Rach- maninov og Granados. Aðgöngu- miðar verða seldir við innganginn. (Fréttatilkynnmg) Skáter græða land við Úlfljótsvatn Skógræktarfélag skáta við ÚI- fljótsvatn er nú að hefja annað starfsár sitt. Markmið félagsins er gróðurvernd, uppgræðsla og skógrækt i landi skáta við Úlf- ljótsvatn. Á liðnu ári stóð félagið fyrir gróðursetningu á skjólbelt- Kópavogskirkja: Kórtónleikar ÁRLEGIR vortónleikar skóla- kóranna úr Kársnes- og Þing- hólaskóla verða laugardaginn 14. mai í Kópavogskirkju og hefjast kl. 17.00. Fram koma ljórar kórar, samtals 150 krakkar á aldrinum sjö til sautján ára. Stjómandi kóranna er Þórunn Bjömsdóttir. (Fréttatilkynning) um og skógarplöntum auk þess sem lúpínu var plantað í uppblásin svæði. í sumar verður verkinu haldið áfram og eru fyrirhugaðar fimm vinnuferðir. í þeirri fyrstu, sem verð- ur nú í dag, laugardaginn 14. maí, er ætlunin að taka lúplnur í Heið- mörk og koma þeim fyrir í uppblásn- um svæðum í Úlfljótsvatnsflalli. Síðar eru fyrirhugaðar vinnuferðir 21. maí, 28. maí, 4. júní og 11. júní. Ætlun er að gróðursetja í tijáreiti við Úlfljótsvatn og í hlfðina norður af Kvenskátaskólanum. Auk þess þarf að hlúa að eldri plöntum með áburðargjöf og tiltekt í ttjábeðum. Vinna alla þessa daga hefst kl. 10.30 og stendur fram eftir degi. Nýir félagar eru velkomnir til að njóta útiveru og uppgræðslustarfa, segir í fréttatilkynningu frá Skóg- ræktarfélagi skáta. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 13. mai. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Maðal- Magn Heildar- verð verð varð (lestir) verð (kr.) Þorskur 40,00 30,00 36,95 8,669 320.330 Þorskur(ósl.) 44,00 30,00 43,38 2,129 92.346 Ýsa 57,00 34,00 42,37 6,703 284.022 Samtals 27,33 35,708 975.867 Selt var aðallega úr Haferni ÁR og frá Hraöfrystihúsi Stokks- eyrar, Rafni hf. í Sandgerði, Aðalvör hf., Nesvör hf. og Ugga hf. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 35,00 35,00 35,00 3,500 122.500 Samtals 35,00 3,500 122.500 Selt var úr ýmsum bátum. FISKMARKAÐUR VESTMANNAEYJA hf. Þorskur 40,50 34,00 39,09 42,440 Þorskurfósl.) 33,00 33,00 33,00 4,345 Samtals 29,08 89,139 Selt var úr ýmsum bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA 1.658.778 143.385 2.592.235 Þorskur 43,00 30,00 33,12 39,475 1.307.330 Ýsa 50,00 21,00 34,88 29,185 1.017.920 Samtals 27,65 233,65 6.465.425 Selt var aðallega úr Bergvik KE og Ólafi Jónssyni GK. I dag verður boöið upp úr dagróörabátum klukkan 14.30. Orwnmetlsverð i uppboðsmörkuðum 13. maí. SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA Gúrkur(1 .fl.) 108,24 1,925 208.370 Tómatar(1 .fl.) 305,84 2,058 629.412 Paprika(græn) 304,40 1,415 430.720 Samtals 234,99 5,398 1.268.502 Einnig voru seld 1.900 búnt af steinselju fyrir 61.500 krónur eða 32,37 króna meöalverö. Næsta uppboö veröur nk. mánu- dag klukkan 7. Þáttakendur I námsdögum norræna brunavarða Morgunblaðið/Sverrir Slökkviliðið: Námsdagar norrænna brunavarða í Reykjavík NORRÆNIR slökkviliðsmenn eru staddir í Reykjavík þessa dagana, 13.—16. mai í boði íslenskra kollega sinna á árleg- um námsdögum, sem haldnir eru til skiptis í Gautaborg, Stokk- hólmi, Helsingfors, Osló, Kaup- SÝNINGIN Börn hafa hundr- að mál en frá þeim tekin níutíu og niu hefur farið vfða um Evr- ópu og Norður-Ameriku síðan hún var fyrst sett upp á Moderna iistasafninu í Stokkhólmi 1986. í fréttatilkynningu frá Kjarvals- stöðum segir, að þetta sé yfirlits- sýning um uppeldisstefnu, sem þró- uð hafí verið í borginni Reggio Emilia á N-Ítalíu 8.1. þijátíu ár. Það eru einkum myndverk bam- anna sem aflað hafa stefnuhni frægðar og sérstöðu,' en uppeldis- fræðingurinn Loris Malaguzzio, sem er aðalfrumkvöðull stefnunnar, hefur gagnrýnt vestrænt skóla- kerfí, sem hann telur svipta bömin möguleikanum til alhliða skynjunar á “málunum 100“, en upphefja rök- hyggju og kerfíshugsun. Aðferð hans gengur undir nafninu sjón- rænt uppeldi og er aðal áhersla lögð á það að þjálfa augu og snertiskyn bamsins, vekja forvitni þess og ímyndunarafl og örva það til skap- andi tjáningar. Sýningin á Kjarvalsstöðum sam- anstendur af myndverkum bama Þjóðminjasafn: Teikningar skólabarna SÝNINGU f Bogasal Þjóðminja- safnsins á teikningum skólabama í tilefni af 125 ára afmæli safnsins lýkur á morgun, sunnudag. íjóðminjasafnið hélt teiknisam- keppni skólabama í tilefni af af- mælinu og bárust safninu á annað þúsund mynda. Aðeins hluti þeirra mynda eru á sýningunni, en allar verða myndimar varðveittar í safn- inu. Sýningin er opin í dag, laugar- dag, frá kl. 13.30-16.00 og á sama tíma á morgun, en það er jafnframt sfðasti sýningardagur. Aðgangur að sýningu þessari er ókeypis. mannahöfn og Reykjavík í öðrum hveijum hring, eða á 11 ára fresti. Stofnað var til þessara námsdaga árið 1937 og hafa Islendingar verið þátttakendur í þessu samstarfi og fjölda ljósmynda með sýningar- textum. síðan 1954. Hvert aðildarfélag sendir 12—13 þátttakendur en íslenskir slökkviliðsmenn 7. Á námsdögunum er fjallað um kjör og aðbúnað brunavarða, örygg- ismál og ýmsa aðra faglega þætti. Af dagskrárliðum á námsdögunum að þessu sinni má nefna fyrirlestur um björgunarskóla Slysavamafé- lags Islands, Áhrif vaktavinnu á flölskyldulíf og frítíma, auk erindis um eyðni. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, býður þátttakendum til móttöku, en lokahófíð er í boði Reylq' avíkurborgar. Stjóm námsdagana er skipuð einum fulltrúa frá hveiju aðildarfé- lagi og auk stjómarfunda í tengsl- um við námnsdagana sjálfa kemur stjðmin saman einu sinni á ári. (Úr fréttatilkymungu) Kápa bókarinnar um Siglufjörð Séra Bjarni Þorsteinsson Ný útgáfa bókar- ínnar um Siglufjörð BÓKIN Siglufjörður 1818- 1918—1988 er komin út i endur- bættri útgáfu hjá forlaginu MylIuKobba. Fyrri útgáfan kom út 1968 í tilefni af 150 ára verslunarréttindum og 50 ára kaupstaðarréttindum Siglu- fjarðar. Nú hefur saga áranna 20, sem liðin eru siðan, verið skráð og bætt við bókina auk um 150 mynda og nafnaskrár. Það var Ingólfur Kristjánsson sem tók bókina saman á sír.um tíma, en endurbætur hafa skráð þeir Guðmundur Ragnarsson og Benedikt Sigurðsson. í verkinu er fjallað um síldveiðar við ísland, landnám Norðmanna í veiðistöð- inni við Dumbshaf, baráttu fólks- ins í bænum á umbrotatímum, hvemig Siglufjörður þróaðist úr hreppnum á eyrinni í kaupstað, séra Bjama Þorsteinsson, sem réttnefndur er höfundur Siglu- flarðar, og þróun kaupstaðarins eftir síldarævintýrið. Þann 20. maí eru 170 ár liðin frá því að Siglufjörður öðlaðist verslunarréttindi og 70 ár frá því að hann öðlaðist kaupstaðarrétt- indi, og er meiningin að minnast þessara tímamóta með mikilli af- mælishátíð vikuna 13. — 20. ágúst í sumar. Endurútgáfa bókarinnar Sigluflörður 1818—1918—1988 er einnig liður f því að minnast þessara tímamóta í sögu bæjarins. Kjarvalsstaðir: Sýningin „Börn hafa hundrað mál“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.