Morgunblaðið - 14.05.1988, Page 37

Morgunblaðið - 14.05.1988, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988 37 Stal bíl á Akur- eyri o g kveikti í homim í Sandgerði FIMMTÁN ára danskur piltur, sem hafði verið vinnumaður á Grund í Eyjafirði um hálfsmán- aðar skeið, stal bfl á Akureyri aðfaranótt sl. miðvikudags. Pilt- urinn keyrði bflinn suður um nóttina, alla leið til Sandgerðis þar sem hann kveikti i honum. Pilturinn stal fyrst bíl á Grund og keyrði hann til Akureyrar, þar sem hann skildi hann eftir. Hann gerði tilraun til að bijótast inn í bifreið með Ó-númeri án árangurs, en komst síðan inn f bfl af gerðinni Toyota Camiy árgerð 1986 og hélt áleiðis suður. Þegar komið var í Skagaflörðinn braust pilturinn inn á bensfnsölu á bænum Kúskerpi og stal þar bensíni á bílinn. Pilturinn var handtekinn í Reykjavfk sfðdegis á miðvikúdag og verður honum komið til síns heima innan tíðar, þar sem ekki tfðkast að sakfella svo unga menn, að sögn Daníels Snorrasonar rannsóknarlögreglu- manns á Akureyri. Rögnvaldur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hell- issands, var eigandi bflsins. „Ég var á ráðstefnu SIF og geymdi bflinn minn á bílastæði hjá Hótel Stef- aníu, þar sem ég bjó. Bfllinn er gjörónýtur, en það er lán í óláni fyrir mig að hann var í kaskó svo ég fæ tjónið bætt,“ sagði Rögn- valdur. Hann vildi koma kæru þakk- læti á framfæri til lögreglumanna á Akureyri fyrir skjót viðbrögð og sagði þjónustuna sem þeir hefðu veitt til fyrirmyndar. Alþýðuhúsið: Tónleikar Yggdrasil J AZZKLDBBUR Akureyrar heldur tónleika í Alþýðuhúsinu á Akureyri á morgun, sunnudag, kl. 15.00. Á tónleikunum kemur fram hljómsveitin Yggdrasil frá Færeyjum. Hljómsveitina skipa: Kristian Blak, John Tchicai, Yasuhito Mori, Christian Jormin, Lelle Kullgren og Anders Hagberg. Einna þekktastur féiaganna er John Tchicai, en hann hefúr spilað með kunnum hljóð- færaleikurum f gegnum tíðina, eins og John Coltrane, Archie Shepp, John Lennon, Niels Henning Örsted Pedereén og hljómsveitinni Bumin’ Red Ivanhoe. Yggdrasil hefur nú þegar sent frá sér fimm stórar hljómplötur og sú sjötta er á leið- inni. Morgunblaðió/RÞB Einar Ólafsson og Björgvin Ingvarsson, nýir eigendur þvottahússins Mjallhvítar. Nýir eigendur Mjallhvítar Eigendaskipti urðu fyrir skömmu á þvottahúsinu Mjall- hvíti, Hólabraut 18, eða f sama húsi og útsala ÁTVR er til húsa. Mjallhvít var fyrst komið á lagg- irnar fyrir 28 árum sfðan. Þeir Einar Olafsson og Björgvin Ingv- arsson keyptu fyrirtækið af Baldvini Asgeirssyni, en þeir eiga og reka einnig fatalitunina Höfða, sem er til húsa á Fjölnis- götu 4B. Mjallhvít annast þvotta fyrir fyr- irtæki og einstaklinga auk þess sem boðið er upp á þvott og strekkingu á dúkum. Auk eigendanna vinna tveir starfsmenn hjá fyrirtækinu. Leikfélag Dalvíkur: Þættir úr verkum Davíðs Stefánssonar LEIKFÉLAG Dálvfkur sýnir nm þessar mundir leikþætti, sem byggðir eru á verkum Davfðs Stefánssonar. Leikfélagið er komið á 45. ald- ursárið og hefur starfað nær óslitið frá stoftiun. í gær var frumsýnd dagskrá, sem byggð er á verkum Davíðs Stefánssonar. Dagskráin, sem ber heitið „Komið, sláið um mig hring“, samanstendur af leik- þáttum úr Gullna hliðinu og þáttum úr leikgerðum Sólons Islandus, kvartettsöng, einsöng og ljóðaupp- lestri. Leikstjóm, hönnun leikmynd- ar og lýsingar er í höndum Kristj- áns Hjartarsonar, sem er félagi í Leikfélagi Dalvíkur. Þátttakendur og starfsfólk við sýninguna eru á milli 20 og 30. Sýningar verða út maímánuð og sýnt verður í Sam- komuhúsinu á Dalvík. Minninjr: Marel Eiríks- son - Grindavík Fæddur 17. október 1901 Dáinn 5. maf 1988 í dag verður móðurbróðir minn, Marel Eiríksson, jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju, en hann lést í sjúkradeild Hrafriistu í Hafnarfirði 5. mai sl., 86 ára að aldri. Marel var fæddur hinn 17. októ- ber árið 1901, að Húsatóftum í Grindavík, en fluttist með foreldrum sínum, þeim Rósu Samúelsdóttur og Eiríki Guðmundssyni, að Byggðarenda og ólst þar upp. Þau Rósa og Eiríkur eignuðust 7 böm og var Marel þeirra elstur. Eins og tíðkaðist í þá daga fór hann snemma að létta undir með föður sínum, við forejá heimilisins og þótt Eiríkur faðir hans væri annálaður dugnaðarmaður, mun ekki hafa veitt af, enda bömin mörg og veraldarauður af skomum skammti hjá þeim, eins og flestu alþýðufólki á þeim tímum. Marel lá heldur ekki á liði sínu, því 14 ára gamall fór hann að stunda sjóróðra á vetrarvertíðum, og þá fyret á opn- um árabátum, því um aðra farkosti var ekki að ræða. Frá þeim degi má segja að líf og starf Marels hafi verið tengt sjósókn og útgerð um 40 ára skeið. Er Marel komst til vits og ára fékk hann fljótt áhuga fyrir útgerð, sá hann réttilega að þar voru aukn- ir möguleikar fyrir duglega menn að koma sér áfram. Ekki byijaði hann þó stórt, því árið 1926 kaupir hann 6. part í báti Guðjóns Einare- sonar á Hliði, þannig að Guðjón átti helming á móti þeim Þoreteini Símonarejmi, Sigurgeir Jónssyni og Marel. Var hann í félagsskap með þeim flórar vertíðir, en selur þá sinn part og stofnar útgerðarfélag með þeim Guðjóni Gíslasyni frá Vík og Lárusi Jónssyni frá Bræðraborg. Allir voru þeir félagar ungir, en mjög dugandi sjómenn og fram- sæknir. Haustið 1929 kaupa þeir sér nýj- an bát, 7 tonn að stærð, var þetta opinn bátur með vél, en þilfarebátar þekktust þá ekki í Grindavík. Bátur- inn var hinn vandaðasti að allri gerð og hlaut hann nafnið Sæborg. Atti hann eftir að reynast hin mesta happafleyta. Guðjón var formaður fyretu árin og reyndist mjög aflasæll, t.d. var hann aflakóngur þær vertíðir, sem hann var með bátinn, en að þrem árum liðnum seldi hann Bjama Guðmundssyni sinn part í útgerðinni og sagði skilið við þá félaga. Nú var úr vöndu að ráða, enginn þeirra félaga var vanur formaður, enda þótt allir væru prýðis sjómenn, það varð þá að ráði að Marel tæki við bátnum, og þótti það meiri vandi en vegsemd, þar sem sæti Guðjóns var vandfyllt. Þetta lánaðist þó af- bragðsvel, því næstu vertíð urðu þeir félagar aflahæstir, sem fyrr, og var Marel sfðan aflakóngur sam- fleytt í 7 vertíðir, eða þann tíma sem þeir félagar áttu bátinn saman. Þá hafði Sæborgin verið aflahæst 10 vertíðir í röð og þótti það einstakt. Því var viðbrugðið í formannstíð Marels hversu árvakur hann var og svefnléttur og var það vissulega rétt, því oft svaf hann ekki mikið meðan stóð í róðrum, enda oftast fyretur á sjóinn, enn hann taldi mikilvægt að geta lagt veiðarfæri sín ótruflaður af öðrum, þar sem helst var aflavon. Mun hann eiga árvekni sinni samfara góðum sjó- mannshæfileikum að þakka vel- gengni sína, sem formaður. Marel var mjög fareæll formaður, þannig að aldrei kom neitt óhapp fyrir bát eða mannskap undir hans stjóm, enda þótt hann sækti sjóinn af kappi, eins og þeirra er vandi er mikið afla. Árið 1934 réðust þeir félagar í það að setja þilfar í Sæborgina og varð hún fyreti þilfarebátur, sem gerður var út frá Grindavík. Þetta framtak þeirra veitti bátnum aukna sjóhæfni og skipshöfninni þar af leiðandi meira öryggi, en erfiðleikar fylgdu því jafnframt, því þá voru allir bátar dregnir á land, að lokinni sjóferð og til þess notuð handknúin spil, en í þá daga var ekkert ömggt bátalægi til í Grindavík. Enda þótt báturinn væri ekki stækkaður þá þyngdist hann að sjálfsögðu við yfir- bygginguna og varð erfiðari á hönd- um, var jafnvel talið vafamál að takast mætti að róa honum frá Grindavík við þær aðstæður, sem þar vom og að framan er lýst. Þetta tókst þó giftusamlega og ekki leið á löngu þar til þilfarsbátar fóm _að ryðja sér til rúms í Grindavík. Út- gerðarfélag þetta var svo leyst upp kringum 1939, eftir 10 ára farsælt samstarf þeirra félaga. Ekki var Marel samt af baki dott- inn hvað útgerð snerti, því árið 1943 stofnsetur hann annað útgerðarfé- lag ásamt þeim bræðmm Agústi og Kristjáni Sigurðssonum og Magnúsi Guðmundssyni, þeir keyptu sér 9 tonna þilfarebát, hina traustustu fleytu. Það skal haft til marks um hafnarekilyrði í Grindavík á þeim tíma, að þessi bátur þótti alltof stór fyrir þau litlu hafnarmannvirki, sem þá vom á staðnum. Þessi stórhugur þeirra félaga kom þó ekki að sök og gekk útgerð þeirra vel. Marel var ekki formaður á þess- um báti, en tók að sér flármál fé- lagsins og alla umsjón í landi. For- maður var aftur á móti Ágúst Sig- urðsson, hinn duglegasti sjómaður og reyndur formaður. Útgerð þeirra félaga gekk vel, enda Agúst afla- sæll. Hafnarekilyrði fóm nú óðfluga batnandi í Grindavík og þá stækk- uðu bátamir að sjálfsögðu. Þeir fé- lagar fylgdust með þróuninni og keyptu sér stærri bát árið 1950. Var sá bátur 24 tonn að stærð. Þennan bát gerðu þeir út í 4 ár, en slitu þá félagsskapnum. Marel var þá búinn að vera tengdur útgerð og sjómennsku í um það bil 28 ár. Eftir að Marel hætti útgerð og sjósókn var hann starfsmaður í Hraðfrystihúsi Grindavíkur hf., uns hann lét af störfum fyrir aldure sakir. Marel var sannarlega heppinn formaður, en ég tel að hann hafi ekki síður verið það í einkalífinu, því árið 1955 giftist hann Guðbjörgu Guðlaugsdóttur, frá Hópi í Grindavík, hinni ágætustu konu, og ^ eignuðust þau eina dóttur, Lám, sem var augasteinn föður síns. Einnig ólust upp hjá þeim tveir syn- ir Guðbjargar, frá fyrra hjónabandi, þeir Guðni og Guðlaugur Gústafs- synir og gekk Marel þeim í föður stað, eins og þeir væm hans eigin sjmir. Marel var dulur í skapi og flíkaði lítt tilfínningum sínum, en hann var ófeiminn að segja meiningu sína, ef því var að skipta og hélt þá fast fram sínu máli. Marel var prúð- menni og mjög traustvekjandi. Um leið og ég kveð frænda minn hinstu kveðju, langar mig til að þakka honum alla hans vinsemd í minn garð. Ekki síst þakka ég um- hyggju hans og góðvild við mig og móður mína, þegar ég sem lítið bam var að stíga mín fyrstu spor á gólfinu á Byggðarenda. Hafí hann og þau Byggðarendasystkin öll kæra þökk fyrir mig. Ég vil svo að lokum ftytja Guð- björgu, bömum hennar og tengda- bömum, svo og öðmm aðstandend- um mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðbrandur Eiríksson Jóna H. ísleifs- dóttir — Fædd 9. júní 1911 Dáin 7. maí 1988 „Þú ert gædd óvanalega miklum lífskrafti, ert hagsýn og skarp- skyggn í viðskiptum og framúrekar- andi vandvirk, við hvað sem þú fæst. Hið alúðlega viðmót þitt og góða skap gerir þig mjög vinsæla og aðlaðandi." Þessi lýsing stendur í afmælis- dagabók, við fæðingardag Jónu, tengdamóður minnar. Ekki gæti ég lýst henni betur, en þó bætt við: Hún var fómfús, bóngóð, hagmælt, trúuð og hjartahlý, mátti ekkert aumt sjá og studdi alltaf litilmagn- ann. Jóna Helga ísleifsdóttir hét hún fullu nafni, en var alltaf kölluð Jóna. Hún fæddist 9. júní 1911 á Hofi í Garði, elst þriggja bama ísleifs Minning Jónssonar útvegsbónda og konu hans, Júlíönu Bjamveigar Bjama- dóttur. Bræður hennar voru Bjami Ellert og Valtýr Sigurður, sem báð- ir em látnir. Jóna ólst upp í Garðinum til §ór- tán ára aldure, en þá fluttist fjöl- skyldan til HafnarQarðar. Þann 1. október 1932 gekk Jóna að eiga Sigurð Hallmannsson frá Lambhúsum í Garði, og hófu þau búskap í Hafnarfírði. Þar fæddust tvö elstu böm þeirra, Ágústa og ísleifur. Árið 1935 fluttu Jóna og Sigurður f Garðinn, og þar fæddust þeim þijú böm, Guðrún Ágústa, Hallmann Bjami, sem dó á fyrsta ári, og Hjörtur Siguijón. Bamaböm- in em nú orðin 21 og bamabama- bömin 22. Með heimilisstörfunum vann Jóna almenn störf, svo sem fiskvinnslu og fleira, og þegar hún hætti því, gat hún ekki setið auðum höndum og hóf að pijóna lopapeysur. Síðastliðin tvö ár dvaldi Jóna á hjúkrunardeild Vífilsstaða við góða umönnun hjúkmnarfólks og lækna, og eiga þau bestu þakkir fyrir. Ég vil þakka Jónu samfylgdina. Minningin um hana er björt. Erna Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.