Morgunblaðið - 14.05.1988, Side 45

Morgunblaðið - 14.05.1988, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988 45 Kristín Hjálms- dóttir - Kornsá Nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín. Svo kvað skáldið um vorið þann tíma ársins, sem allir binda stærstu vonir sínar við. Nýtt líf kviknar bæði í gróðri jarðar og dýraríkinu. Farfuglamir koma. Mennimir fyllast fögnuði, vonum og þrám, sem hrinda burt kulda og kvíða vetrarins. Maímánuður er sá tími ársins, er býður upp á þetta allt, sem verð- ur svo fagurt og heillandi í sól, logni og kyrrð að mannssálin gleymir veruleikanum og heldur að skuggi og sorg sé víðs fjarri. En þetta getur brugðist eins og allt annað. Fyrir því varð Komsár- heimilið er Kristín Hjálmsdóttir, mágkona mín, lést þann 4. maí sl. Kristín og Gestur giftu sig í Sunnuhlíð árið 1954. Þau bjuggu þar í nokkur ár eða þar til þau keyptu Vio hluta Komsár, sem er ein af bestu og fallegustu jörðum í Vatnsdal. Komsá byggðu þau upp. Fyrst peningshús og síðan vandað tveggja íbúða einbýlishús, en Birgir sonur þeirra og Þómnn kona hans eiga stærri íbúðina. Þau hafa búið þar stækkandi búi síðustu árin, en Kristín og Gestur drógu saman seglin. Heimili þeirra Kristínar og Gests var hlýtt og vinalegt. Kristín tók fjölmörgum gestum sínum opnum örmum, var ræðin og skemmtileg, hafði sínar skoðanir á mönnum og málefnum og naut samræðna. Þama var gott að koma og fínna að þau nutu ævistarfsins í hlýjum ranni. Kristín kom til Reykjavíkur til rannsókna í vetur. Engum datt þá í hug, að hún ætti svo skammt eft- ir ólifað. En sláttumaðurinn með ljáinn var á ferð. Það vissi Kristín og tók því eins og hetja. Hún þráði að komast norður þótt helsjúk væri. „Ég vil sjá karlinn minn og böm- in,“ sagði hún og átti þá ekki síst við böm Þómnnar og Birgis sem vom sólargeislar á heimili hennar. „Já og sauðburðurinn, ég veit ekki hvort ég er fær um að aðstoða þá feðga mikið við hann núna. En ég get þó alltaf hitað kaffí og fylgst með lömbunum út um gluggann." Þannig var hugurinn bundinn lífí og starfí fram til hinstu stundar. Þegar ég kvaddi Kristínu mág- konu mína í síðasta sinn sagði hún. „Ég ætla að reyna að fara eftir ráðleggingum konunnar að norðan, en hún er líka sjúk. Hún kvaddi mig með þeim orðum að við skyld- um báðar brosa á meðan við gæt- um.“ Þannig var Kristín. Hún tók því sem að höndum bar með stillingu og ró, rétti öðmm hjálparhönd og studdi þann veika. Ég minnist þess ætíð hve hún var móður minni aldraðri nákvæm og hlý og gladdi hana oft á margan þann hátt, sem gerði henni lífíð létt- ara. Fyrir það á hún alúðarþakkir okkar systkinanna frá Sunnuhlíð. Þá þökkum við hjónin Kristínu fyr- ir Margréti, elstu dóttur okkar, sem var nokkur sumur hjá þeim Gesti í Sunnuhlíð. Margrét minnist Kristín- ar frá þeim tíma og ætíð síðan með mikilli hlýju. Með Kristínu Hjálms- dóttur er gengin góð og mæt kona. Guð blessi minningu hennar. Guðlaugur Guðmundsson Mig langar til að minnast móður- systur minnar, Kristínar Hjálms- dóttur, sem andaðist 4. maí síðast- liðinn, með nokkrum orðum. Stína frænka, eins og við systkinin kölluð- um hana alltaf, var í mínum huga svolítið sérstök frænka. Á hveiju vori í átta ár byijaði tilhlökkunin að komast í sveitina til Stínu frænku og Gests í Vatnsdalinn, fyrst í Sunnuhlíð og síðan að Komsá. Þessi tilfinning náði hám- arki eftir síðasta próf á vorin og daginn eftir var lagt af stað í sveit- ina, burstaklipptur strákur á nýjum gúmmískóm. Á haustin var haldið heim daginn fyrir fyrsta skóladag. og stundum þurfti að fá frí í nokkra daga. Á þessum árum, frá 6 ára aldri til 14 ára, mótast unglingurinn og þroskast. Þá er gott að eiga góða að. í sveitinni var maður fyrst og fremst til að hjálpa til og síðan eftir því sem árin liðu til að vinna sem fullgildur kaupamaður. Alltaf var ég þó tekinn eins og eitt af bömum þeirra hjóna. Ég var skammaður og hirtur þegar ég átti það skilið og hrósað og huggaður þegar þess þurfti með. í sveitinni lærði maður að vinna og borða það sem á borð var borið og þótti sjálf- sagt. Sumrin liðu við vinnu og leiki og vom alltof fljót að líða. Stína frænka var harðdugleg kona og hlífði sér aldrei og ætlaðist til þess sama af þeim sem í kringum hana vom. Alltaf var þó hægt að leita til hennar með sorgir sínar og vandamál og fá góð ráð. I sveitinni var alltaf gestkvæmt og glatt á hjalla. Gamla kaupafólk- ið var alltaf að líta við og systkini þeirra hjóna komu oft og dvöldu gjaman í nokkra daga. Þá sat mað- ur og hlustaði á fullorðna fólkið og var spurður álits og fékk að taka þátt í umræðunum og þótti töluvert til sín á slíkum stundum. Einhvem veginn fékk maður það á tilfinning- una að maður skipti einhveiju máli, var eitthvað meira en bara lítill strákur. Þannig var sveitavistin hjá Stínu frænku og Gesti. Á eftir mér fylgdu síðan öll fjög- ur systkini mín næstu tólf sumrin. Síðan tvær eldri dætur mínar, hvor sitt sumarið. Öll eigum við góðar minningar frá sveitavemnni, sem við emm þakklát fyrir að fá að geyma með okkur. Eftir að sveitavemnni lauk var ég og mín fjölskylda ævinlega vel- komin að Komsá. Þá var setið og spjallað og gamlir tímar rifjaðir upp. Því miður var það ekki nógu oft sem leið okkar lá þangað. Síðustu árin barðist Stína frænka hetjulegri baráttu við sjúkdóminn sem að lokum lagði hana að velli og bar þjáningar sínar í hljóði. Við hittumst síðast á fermingardegi sonar míns fyrir rúmum mánuði. Ekki var þá hægt að sjá það á henni að svo skammt væri eftir. Hún var létt í lund að vanda og gerði að gamni sínu þrátt fyrir að hún hefði ekki treyst sér til að koma til okk- ar. Þannig mun ég og mín íjöl- skylda ávallt minnast hennar. Ég vil þakka fyrir allt það sem Stína frænka veitti mér og ég mun ávallt búa að. Eftirlifandi manni hennar, Gesti Guðmundssyni, böm- um og bamabömum votta ég mína dýpstu samúð og bið þess að hún fái að hvíla í friði. Hjálmur Sigurðsson Nú er hún amma okkar dáin, hún amma Stína, eins og við kölluðum hana. Öll minnumst við ömmu Stínu með þakklæti fyrir þær stundir sem hún gaf okkur. Hvert okkar um sig á sína sér- stöku minningu, enda var samband okkar við ömmu Stínu mjög náið. Fyrir okkur sem búum í fjarlægð, á Akureyri og í Reykjavík, voru og em ferðir í sveitina ávallt mikið til- hlökkunarefni. Ekki þarf að til- greina sveitina neitt frekar, því í okkar huga er bara um eina sveit að ræða. Hápunktur slíkra ferða er að fara einn í rútunni. Öllum reynist auðvelt að vita hvar fara á úr rútunni því Vatnsdalshólamir eru auðþekkt kennileiti og svo ekki síður vissan um það að á vegamót- unum bíður annað hvort afi á jepp- anum eða Birgir frændi. Þegar heim kom beið amma Stína síðan í dyrun- um með opinn faðminn og tók á móti okkur. Fyrir okkur sem áttum þess kost að búa í sveitinni í nánu sambýli við ömmu eru minningamar ekki síður sterkar og söknuðurinn sár. Hjá okkur ber sennilega hæst minn- ingar um hinar fjölmörgu göngu- ferðir sem amma Stína fór með okkur. Þessar ferðir tóku oft langan tíma, enda var margt að skoða og margt sem þurfti að fá skýringu á. Nú í seinni tíð, þegar vinnuþrek ömmu Stínu fór þverrandi voru ófá- ar stundimar sem hún sat og spil- aði við okkur. Ávallt lagði hún á það megináherslu að allir fæm eft- ir settum reglum. Oft var erfitt fyrir litla sál að viðurkenna ósigur, en enginn gat undan því skorist ef þannig spilaðist úr. Fyrir þessi atriði og allt annað sem amma Stína gaf okkur og gerði fyrir okkur viljum við þakka. Við erum þess fullviss að amma heldur áfram að fylgjast með okkur og vemda, þótt við verðum þess ekki vör. Blessuð sé_ minning hennar. Krístín, Armann Óli og Svanhildur. Hafþór og Gestur. Arnar og Elín. í dag er kvödd frá Þingeyra- kirkju Kristín Hjálmsdóttir frá Komsá í Vatnsdal. Er ég kynntist Stinu og systkinum hennar, þeim Steina, Boggu, Gumma, Ellu, Rúnu og Vinu, bjuggu þau á Kirkjuteig 15 í Reykjavík. Foreldrar þeirra, þau Steinunn Guðmundsdóttir og Hjálmur Þorsteinsson, voru þá bæði látin. Stína varð húsmóðirin á heim- ilinu með góðum stuðningi allra hinna. Gerðu þau hvert- fyrir annað allt sem þau máttu. Systkinin frá Hofsstöðum eru svo samofín hvort öðru að ekki er hægt sundur að greina svo vel sé. Marga baráttu háðu þau saman og marga sigra unnu þau, öliu var haldið til haga og öllu vel af sér skilað. í mars 1948 eignast Stína Hjálm Steinar Flosason, allar þóttumst við vinkon- umar eiga í Hjálmi og var því vel tekið. í kaupavinnu kynnist Stína hon- um Gesti sínum frá Sunnuhlíð, þar með var Stína aftur orðin sveita- kona, bömin urðu þijú og auga- steinar ömmu sinnar urðu bama- bömin sjö, allt er þetta gott fólk eins og systkinin á Kirkjuteig. Heimilisbragur hjá Gesti og Stínu varð eins og áður, hlýr og góður, reglusemin, nýtnin og myndarskap- ur alls ráðandi enda Stína með af- brigðum góð húsmóðir og svo var það tryggðin og frændræknin. Þeir sem voru aldraðir eða á einhvem hátt einir áttu umhugsun Stínu vísa, ætíð gat Stína bætt á sig fyrir aðra á sinn hljóðláta hlýja máta. Steini, eldri bróðirinn, var kallað- ur héðan burt langt um aldur fram, aðeins 44 ára gamall. Var sá ljúfí, góði, glettni Steini öllum harm- dauði. Að fá að kynnast virðingu, trausti og tryggð þessara systkina varð mér til þroska og gleði. Eins og áður reis Stína hæst er mest á reyndi, sýndi það sig í henn- ar sjúkrasögu, æðruleysi, trú, reisn og þakkir til allra og þessi einstaka umönnun tiLhinstu stundar, öðmm til handa. Ég þakka Stínu minni góðar stundir, ég veit að bömin hennar halda uppi hennar sóma. Þar sem góðir menn fara, þar eru Guðs vegir. Öllum þeim er harm bera við fráfall Stínu Hjálms, votta ég og fjölskylda mín dýpstu samúð. Lilja Guðjóns Þá fyrst skiljum við dauðann þegar hann leggur hönd sína á ein- hvem sem við unnum, segir gamalt spakmæli. Erfíðri, en hetjulegri baráttu er lokið með sigri manrisins með ljáinn. Þegar ég sest niður til að hripa nokkur fátækleg orð eftir kæra mágkonu, fer ekki hjá því að minninganna töfratunga tali málið sitt. Kristín var fædd á Hofstöðum í Stafholtstungum í Mýrasýslu, dóttir hjónanna Hjálms Þorsteinssonar og Steinunnar Guðmundsdóttur, og var hún næstelst sjö systkina. Þar ólst hún upp til ársins 1945 er for- eldrar hennar bmgðu búi og flutt- ust til Reykjavíkur. Þau áttu þá við vanheilsu að stríða og létust bæði skömmu síðar með stuttu millibili. Það kom þá að mestu í hlut Kristín- ar, sem var elsta systirin, þá rúm- lega tvítug, að framfylgja hinstu ósk föðurins, að halda saman heim- ilinu og sundra ekki systkinahópn- um. Þegar systkinin voru öll komin vel á legg réðist Kristín sem kaupa- kona í Sunnuhlíð í Vatnsdal með Hjálm Steinar son sinn frumvaxta, sem hún hafði eignast með Flosa Sigurbjömssyni kennara. Þar kynntist hún verðandi eigin- manni sínum, Gesti Guðmundssyni," sannkölluðu valmenni, sem reyndist Hjálmi Steinari syni hennar sem besti faðir. Þau bjuggu í Sunnuhlíð til ársins 1962, en festu þá kaup á jörðinni Komsá í sömu sveit og bjuggu þar æ síðan. Kristín og Gestur eignuðust sam- an þrjú böm: Guðrúnu, sem búsett er á Akureyri, Birgi, sem býr á Komsá, og Gunnhildi, nema í Reykjavík. Bamabömin eru orðin sjö, sannkallaðir augasteinar afa og ömmu. Kristín skilaði um ævina miklu dagsverki. Hún var ein af hetjum hversdagslífsins. Að foreldrum hennar gengnum var að mestu varpað á hennar ungu herðar ábyrgð á enn yngri systkinum. Hún komst með miklum sóma $ gegnum yfirgengilegan vinnudag sveitahús- móðurinnar á mannmörgu heimili, þar sem höfðingsskapur og gest- risni voru í fyrirrúmi, og ekki spurt um klukku að loknum vinnudegi. Nú þegar leiðir skilja um sinn, er mér efst í huga þakklæti í garð Kristínar fyrir löng og ánægjuleg kynni, og ekki síst að hún reyndist bömum mínum ungum eins og besta móðir er þau voru hjá henni mörg ár í sumardvöl. Ég votta eiginmanni hennar, bömum, tengdabömum og öðmm ættingjum mína dýpstu samúð og bið þeim guðs blessunar, í fullri vissu þess, að hinir dánu em ekki horfnir að fullu, þeir em aðeins komnir á undan. Óskar Einarsson Eggert lést árið 1966. Sigurrós bjó áfram á Ásvallagötunni og hélt þar heimili ein til dauðadags, þótt síðustu mánuði hafi hún dvaíist á sjúkrahúsi. Það var henni mikið kappsmál að halda heimili sínu og reisn í lengstu lög þótt kraftamir væm á þrotum. Það var alltaf gaman að heim- sækja Sigurrósu á Ásvallagötuna. Hvenær sem gest bar að garði var hún alltaf tilbúin með kaffikönnuna og lumaði á pönnukökum og öðm góðu meðlæti handa gestum sínum. Það var gaman að spjalla við hana um liðna tíma og þær breytingar á þjóðlífínu sem hún hafði séð um dagana. Hún hafði sérlega gaman af því að gantast við bamabama- bömin þegar þau komu f heimsókn og átti það til að fara í eltingarleik við þau þótt hún væri kominn um nírætt. Nú er Sigurrós horfín héðan á vit feðra sinna að loknu löngu lífsstarfí og laus við erfið veikindi síðustu mánaða. í huga mínum er efst þakk- læti yfir að hafa fengið að kynnast henni. Megi hún hvíla í friði. Ólafur G. Flóvenz Sigurrós Jónas- dóttir—Kveðja Þann 1. maí síðastliðinn lést á Borgarspítalanum Sigurrós Jónas- dóttir, á 92. aldursári. Ég kynntist Sigurrósu fyrst fyrir um 15 ámm er ég giftist sonardótt- ur hennar og alnöfnu. Sigurrós var þá 76 ára gömul en ótrúlega em og kvik í hreyfíngum. Þeim eiginleikum hélt hún fram yfír nírætt. Á þeirri löngu ævi sem Sigurrósu auðnaðist að lifa hér upplifði hún stórkostlegri þjóðfélagsbreytingar en nokkur önnur kynslóð hafði áður uppiifað í landinu. Hún tilheyrði þeirri kynslóð sem breytti íslandi úr vesöld til velmegunar, úr fomfá- legu landbúnaðarþjóðfélagi til tölvuvædds tækniþjóðfélags. Hún fylgdist með þróuninni sem má marka af því að síðustu æviárin bar hún jafnan nútíma tölvuúr. í lok nítjándu aldar var ísland undir danskri stjóm, fátækt bænda- samfélag með mikilli örbirgð og öll samhjálp af skomum skammti. Ár- ferði var erfítt og fólk að flýja í þúsundatali af landinu til Vestur- heims í von um betra líf. Inn í þann heim, sem er okkur yngra fólki á íslandi nú svo órafjarri, fæddist Sig- urrós á Landbroti í Kolbeinsstaða*- hreppi þann 13. ágúst 1896. Foreldr- ar hennar voru Jónas Gunnlaugsson og Elín Ámadóttir. Var hún elst bama þeirra. Jónas faðir hennar lést árið 1906 er hún var á 10. ári. Þá var Elínu fárra annarra kosta völ en að leysa upp heimilið og senda bömin í fóst- ur. Sigurrós fór þá til sr. Áma Þórar- inssonar og Elísabetar konu hans á Stóra Hrauni. Þar dvaldi hún fram til 16 ára aldurs er hún flutti á ný til móður sinnar sem þá var gift Jóni Magnússyni og bjó á Görðum í Kolbeinsstaðahreppi. Meðan fyrri haimsstyijöldin geys- aði flutti Sigurrós til Reykjavíkur í leit að atvinnu. í fyrstu vann hún sem ráðskona á einkaheimili vestur í bæ. Það kom þá meðal annars í hennar hlut að sjá um þvotta heimils- ins sem talsvert meir þurfti að hafa fyrir en nú tíðkast. Á tveggja vikna fresti eða svo var allur þvottur bor- inn á handbörum vestan úr Garða- stræti og inn í Laugardal í Þvotta- laugamar þar sem þvegið var. Þvott- urinn var síðan iðulega borinn blaut- ur og þungur sömu leið til baka. Síðar starfaði Sigurrós um skeið á Vífílsstaðaspítalann þar sem bar- áttan við berklana var í algleymingi. Árið 1921 giftist Sigurrós sveit- unga sínum vestan af Snæfellsnesi, Eggerti Guðmundssyni. Eggert starfaði lengst af sem verkamaður við Reykjavíkurhöfn. Lífsbaráttan var hörð á fyrstu búskaparárum þeirra, kreppan í algleymingi með tilheyrandi atvinnuleysi. Eggert var þó svo heppinn að hafa starf öll kreppuárin þótt kjörin hafí verið kröpp. Þau bjuggu í fyrstu vestur á Bráðræðisholti, síðar um nokkurra ára skeið á Freyjugötu 10A uns þau fengu íbúð í verkamannabústöðun- um við Ásvallagötuna árið 1935. Þar bjuggu þau síðan. Þeim Eggerti og Sigurrósu varð tveggja bama auðið, Pálínu verslun- arstjóra í Reykjavík og Jónas bók- sala í Árbæjarhverfi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.