Morgunblaðið - 14.05.1988, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 14.05.1988, Qupperneq 48
• 48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988 t Móðir mín, ÓLAFÍA HALLDÓRSDÓTTIR, Vallargötu 14, Vestmannaeyjum. andaðist í sjúkrahúsi Vestmannaeyja miðvikudaginn 11. maí. Guðmundur Ármann Böðvarsson og systkini. t Móöir mín, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG JAKOBÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, andaðist aö morgni uppstigningardags á sjúkradeild Droplaugar- staða. Marvin Kjarval, Ásthildur Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Vinur minn, MARTEINN DALBERG, sem andaðist á Garðvangi 28. apríl veröur jarðsettur frá Útskála- kirkju laugardaginn 14. maí kl. 11 f.h. Fyrir hönd vina og vandamanna. Baldvin Njálsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNNUR SVEINSDÓTTIR frá Álafossi, Blómsturvöllum, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju laugardaginn 14. maí kl. 11.00 fyrir hádegi. Frfmann Stefánsson, Sveinn Frfmannsson, Sædfs Vlgfúsdóttir, Ásdfs Frímannsdóttir, Jónas Björnsson, Halldór Vignir Frfmannsson, Lilja Dóra Victorsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar, sonur og bróðir, DAÐI EYSTEINN JÓNSSON, Marbakkabraut 22, Kópavogl, veröur jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 16. maí kl. 15.00. Bára M. Eirfksdóttir, Marfa Björk Daðadóttir, Elfsabet Hjálmarsdóttir, Kristrún Lilja Daðadóttir, Elfsa Jónsdóttir, Atli Már Daðason, Guðmundur G. Jónsson, Marfa H. Jónsdóttir, Guðmundur H. Jónsson. t Þakka öllum sem veittu mór styrk og sýndu mér hlýhug í veikind- um og við andlát og jarðarför sambýliskonu minnar, MARÍU REIMARSDÓTTUR, Stöðvarflrðl. Elfs Sveinbjörnsson. t Þökkum öllum er sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát ást- kærrar sonardóttur okkar, LINDU BJARKAR BJARNADÓTTUR. Kristfn Kristjánsdóttir, Steingrfmur Bjarnason, Sogavegi 168. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúö og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GfSLA BJARNASONAR fyrrverandi verslunarstjóra, Efstalandl 8, Reykjavfk, Sérstakar þakkir til Gunnars Friörikssonar og fjölskyldu. Laufey'Árnadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Foreldranuniung’: Guðmundur Guðmundsson ogMáría M. Elíasdóttir Guðmundur Fæddur 9. júní 1915 Dáinn 24. september 1986 María Magðalena Fædd 17. desember 1915 Dáin4. mai 1988 María fæddist á Hallbjamareyri í Eyrarsveit á jólafostu 1915 nánar tiltekið 17. desember. Hún var því jólabam. Foreldrar hennar vom Jensína Bjamadóttir frá Þúfusteini og Bjami Elías Jónsson frá Hrauns- firði í Helgafellssveit, búandi hjón á Hallbjamareyri. María átti tvær systur, Olgu (sammæðra), sem ung fór til Noregs, og Guðlaugu, sem býr í Reykjavík. En þær vom mjög samrýmdar, Guðlaug og María, bæði sem böm og fullorðnar. í kringum Hallbjamareyri vom 6—7 bæir og var það kallað Eyrarpláss. Á þeim tíma átti fólk mörg böm. Ekki gat unga fólkið farið í bíó og sjaldan vom böll í sveitinni. En unga fólkið var ráðagott þá ekki síður en nú á tímum. Þeim áskotnaðist grammó- fónn og nokkrar plötur. Og svo var slegið upp balli á hlaðinu á Hall- bjamareyri. María var eftirsótt af ungu piltunum í sveitinni. Hún var fíngerð, dökkhærð og hafði stór, falleg augu sem einhver dulúð var í. Hún hafði góða kýmnigáfu og var fljót að sjá það spaugilega i tilve- mnni. Nágranni hennar, Guðmundur Guðmundsson frá Nýjubúð, varð hlutskarpastur þeirra ungu manna sem gerðu hosur sínar grænar fyrir Maríu. Þau bjuggu saman í nærri 50 ár. En Guðmundur lést fyrir um það bil 2 ámm. Fyrstu árin bjuggu þau með foreldmm Maríu á Eyri eins og þá var títt og Guðmundur stundaði sjó á vetmm. Nokkur ár bjuggu þau á Hömmm í sömu sveit. En 1948 losnaði ábúð á Hallbjamareyri, en þar var tvíbýli. Jóhannes, föðurbróð- ir Maríu, hafði búið þar. En hann lést árinu áður og eklcjan, Guðríður Sigurðardóttir, missti heilsuna og treysti sér ekki til að búa lengur. María hafði alltaf þráð að komast fram í sveit og nú héldu henni eng- in bönd. Hún vildi fara heim að Eyri, annað kom ekki til greina. Það má segja um Maríu það sem skáldið frá Sandi sagði: Hún elskaði ekki landið en aðeins þennan blett. María var fróð um allan gróður og steina. Þá ekki síður um ömefni á því svæði sem hún bjó á. Hún hafði yndi af gönguferðum og þekkti hveija þúfu í nágrenninu. María var hljóðlát kona. Hún talaði lágt, ég heyrði hana aldrei hækka röddina. Kannski var það einmitt þess vegna sem maður tók svo vel eftir því sem hún sagði. Hún var trygglynd og vinföst. Þegar María var 8 ára kom lítill ársgamall frændi hennar og bróðir minn, Pétur Hraunfjörð, á heimilið og dvaldi þar nokkur ár. Hún leit ætíð á hann sem bróður sinn og annaðist hann af kostgæfni og kenndi honum að lesa sem hann hefur haft af ómælda ánægju af allt sitt líf. Með þeim var alltaf mjög kært. Síðastliðið sumar var ég á ferð í Eyrarsveit ásamt systkinum mínum, þá urðum við þeirrar ánægju aðnjót- andi að fá gistingu fram á Eyri hjá Maríu frænku okkar þó að við viss- um að hún væri ekki vel frísk. Datt engu okkar að ég held í hug að þetta yrði okkar síðasti fundur. En stuttu seinna veiktist hún alvarlega af hjartasjúkdómi þeim sem dró hana til dauða. Eins og marga af ættmennum okkar. María og Guðmundur eignuðust 5 mannvænleg böm, 4 dætur og ein son. Sem öll eru gift og eiga böm. María var bömum sínum og bama- bömum góð og ástrík móðir og amma. Það fór ekki hjá því að þau Guð- mundur og María lifðu miklar breyt- ingar í búskaparháttum. Allt frá því að nota orf og ljá og til þess að nota sláttuþyrlur. Eftir 1980 breytt- ist líka búmark, bændur voru hvatt- ir til að breyta til í skepnuhaldi, Guðmundur og María vom með fé, enda Guðmundur með afbrigðum Qárglöggur maður. En þau þurftu að fækka fénu vegna kvóta. Þeim var það heldur ekki sársaukalaust að enginn varð til að taka upp merki þeirra og halda áfram búskap. En það leggja ekki margir í búskap þegar allt er á hverfanda hveli í land- búnaði. Þau keyptu lítið hús í Gmnd- arfirði og Guðmundur fékk vinnu í frystihúsinu. En María kunni ekki við sig nema fram á Eyri. Hún notaði hvert tæki- færi sem gafst til að koma frameft- ir. Horfa á fjallið sitt, Eyrarfjall, í öllum þess litbrigðum. Þótt María væri heimakær heimsótti hún Magneu dóttur sína, en hún bjó í Svíþjóð nokkur ár með fjölskyldu sína. María dvaldi hjá þeim vetr- artíma ferðaðist þó nokkuð, heim- sótti Olgu, systur sína, í Noregi, þeim báðum til óblandinnar ánægju. Það liggurt ekki margt sýnilegt eftir 50 ára húsmóðurstarf. Húsmóð- ir fær ekki orðu fyrir atorku og dugnað. María vann verk sín hljóð eins og íslenskar húsmæður um ald- ir. Hún breytti mjólk í mat og ull í fat. Hún bætti og stagaði, þvoði og eldaði. Gekk að útivinnu 'a summm. Sinnti bömum og hvfldist áreiðan- lega oft lítið. En þetta em kvenn- mannsverkin. Þau er ekki hátt skrif- uð nema við hátíðleg tækifæri. Ég vil þakka Maríu, frænku minni, þá hlýju sem hún sýndi mér, litlu frænku sinni úr Reykjavík. Ég og systkini mín sendum bömum hennar, systmm og öðm venslafólki samúðarkveðjur. Blessuð sé minning mætrar konu. Guðlaug Pétursdóttir Mig langar með fáeinum orðum að minnast foreldra minna sem lát- ist hafa með stuttu millibili, en móð- ir mín verður jarðsungin frá Set- bergskirkju í dag, 14. maí. Faðir minn, Guðmundur Guð- mundsson, var fæddur að Nýjubúð í Eyrarsveit 9. júní 1915, sonur hjón- anna Jensínu Ingibjargar Níelsdótt- ur sem lést 1939 og Guðmundar Guðmundssonar sem enn er á lífi á nítugasta og áttunda aldursári. Hef- ur hann lengst af búið hjá dóttur sinni í Nýjubúð og síðar í Gmndar- firði en hefur nú dvalið um tíma ( sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Faðir minn var einn af fimm systkinum, eignaðist hann Qórar systur sem allar em á lífi. Móðir mín, María Magðalena Elí- asdóttir, fæddist að Setbergi í Eyrar- sveit 17. desember 1915, dóttir hjón- anna Valgerðar Jensínu Bjamadótt- ur sem lést 1968 og Bjama Elíasar Jónssonar sem lést 1958. Móðir mín eignaðist tvær systur sem báðar em á lífi. Foreldrar mínir ólust upp í Eyrar- plássinu, hann í Nýjubúð en hún á Halibjamareyri. Um 1940 hófu þau búskap í sambýli við móðurforeldra mína að Hallbjamareyri en á þeim tíma var Hallbjamareyri tvíbýli, í daglegu tali nefnt Efri- og Neðri- Eyri. Á Efri-Eyri bjó þá bróðir afa míns, Jóhannes Jónsson, ásamt konu sinni, Guðríði Sigurðardóttur. Bjuggu foreldrar mínir um tíma ásamt móðurforeldmm mínum að Neðri-Eyri en fluttu svo að Hömmm í sömu sveit. Var áranna á Hömmm ávallt minnst með ánægju, bjuggu þau þar til ársins 1948 en þá lést Jóhannes afabróðir minn og þau tóku við jörðinni Hallbjamareyri efri og síðar jörðinni allri er móðurfor- eldrar mínir hættu búskap. Bjuggu foreldrar mínir síðan á Hallbjamar- eyri allan sinn búskap. Bömin urðu fimm, en þau em: Berta f. 16.3. ’38, gift Daða Hinriks- syni, býr á ísafirði. Jensína Ingibjörg f. 23.5. ’39, gift Guðna Gúst- afssyni, býr í Gmndarfirði. Svava f. 15.2. ’47, gift Guðmundi Emanú- elssyni, býr í Ólafsvík. Magnea f. 3.4. ’50, gift Óla Bimi Gunnarssyni, býr í Gmndarfirði. Guðmundur f. 26.7. ’57, giftur Önnu Nielsen. Ég má líka til með að minnast þeirra systursona minna Guðna og Þóris sem dvöldu oft í sveitinni í lengri eða skemmri tíma ömmu og afa til óblandinnar gleði og sjálfum sér til góðs. Þess tíma var oft minnst af foreldrum mínum. Nú em bama- bömin orðin þrettán og bamabama- bömin átta. Foreldrar mínir vom af þeirri kynslóð sem vann verk sín í kyrr- þey, þekktu hvorki orlof né veikinda- daga en skiluðu sínu dagsverki til hinstu stundar. Það var ævinlega gestkvæmt á heimili foreldra minna, móðir mín með afbrigðum gestrisin. Það vom ekki margir sunnudagar yfir sumar- ið sem hún stóð ekki við að hita kaffi og baka pönnukökur handa gestum og gangandi. Faðir minn var glaður í góðra vina hópi og góður heim að sækja. Þeim þótti vænt um sveitina sína og gerðu ekki víðreist um dagana. Oft hafði verið rætt um að heimsækja bróður minn til Noregs en faðir minn var kallaður í ferðina löngu áður en það var framkvæmt. Ég hef oft hugsað um hvað það hefði getað orðið gam- an því honum fannst gaman að ferð- ast, var áhugasamur um allt sem hann sá. Við fóram til ísafjarðar saman fyrir nokkmm ámm og er það mér ávallt minnisstætt. Móður minni auðnaðist að heim- sækja bróður minn síðasta ár. Kom hún ánægð úr þeirri ferð þar sem hún hafði kynnst þeirri góðu fjöl- skyldu sem hann er tengdur og ekki skemmdi fyrir að hann hafði eignast dóttur sem hann gaf nafnið hennar. Varð það henni til mikillar gleði. Áríð 1985 keyptu foreldrar mínir sér hús í Gmndarfirði og höfðu þar vetursetu því heilsan var farin að gefa sig, en rætumar til sveitarinnn- ar vom sterkar. Ekki var snjórinn fyrr farinn úr Bjamarhafnarfjallinu og kvöldin orðin björt en þau vom farin fram eftir. Ég er þakklát fyrir þann stóra sjóð af góðum minning- um sem ég á um foreldra mína og árin í sveitinni. Við höfum verið lánsöm fjölskylda um dagana. Nokkmm dögum fyrir andlát móður minnar fæddist í flöl- skylduna lítil heilbrigð stúlka; sýnir þetta okkur ekki lífið í hnotskum, hinir eldri sem skilað hafa sínu hlut- verki hverfa á braut en ný kynslóð tekur við. Ég get ekki látið hjá líða að þakka Kjartani frænda mínum í Nýjubúð alla hans aðstoð við foreldra mína síðustu árin. Hann var traustur og góður nágranni sem alltaf var hægt að leita til. Einnig langar mig að þakka Guðlaugu móðursystur minni, eða Laugu frænku eins og við kölluð- um hana, alla hennar umhyggju fyr- ir móður minni, ekki síst núna síðustu mánuðina þegar sjúkrahús- legur og veikindi ágerðust. Hennar umhyggja var ómetanleg. Megi þau hvíla í friði og hafi þökk fyrir allt, Lýk ég þessum fátæklegu orðum með versinu sem móðir mín kenndi okkur öllum: Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Hallgrímur Pétursson) Svava Guðmundsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.