Morgunblaðið - 14.05.1988, Síða 61

Morgunblaðið - 14.05.1988, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988 61 Lærum að lifa í friði við náttúruna Kæri Velvakandi. Fyrir skömmu birtist pistill í dálkum Velvakanda þar sem fundið var að því hve máfi hefur fjölgað og að hann sé orðinn áberandi við ströndina í Reykjavík. í öðru bréfi var talað um að máfurinn væri vargfugl og fýllinn settur í sama flokk. Nú hef ég mikið uppáhald á þessum fuglum og sé enga ástæðu til að kalla þá vargfugla. Ef til vill er engin ástæða til að kalla neitt dýr varg, nema kannski minkinn og manninn. Þessir fuglar, máfurinn og fýll- inn, eru hinir friðsömustu þó máftir- inn eigi það reyndar til að krækja sér í æðarunga þegar hart er á dalnum hjá honum. Eg er ekkert á móti því að egg þessara fulga séu nytjuð en að öðru leyti ætti að friða þá. Hneykslanlegt er þegar skot- veiðimenn eru að skjóta þessa fugla og aðra að gamni sínu án þess að ætla sér að nytja þá. Við mennimir verðum að læra að lifa í friði við náttúruna, það er ekki hægt að segja heilu tegundunum stríð á hendur þó nokkrir fuglar sé til smávægilegra óþæginda. Dræm aðsókn að Hrópi á frelsi Undarlegur tvískinnungnr, segir Grétar Hjartarson bíóstjóri KVIKMYNDIN Hróp á frelsi, sem greinir frá baráttu blökku- mannaleiðtogans Steves Biko og blaðamannsins Donalds Wood gegn suður-afriskum stjórnvöld- um, hefur fengið dræma aðsókn, að sögn Grétars Hjartarsonar, bíóstjóra i Laugarásbíói. Um 5.000 manns hafa séð myndina á 6 vikum. „Ég skil ekki að eftir allt það umtal og umíjöllun í öllum fjölmiðl- um, sem myndin fékk, skuli hún fá svona litla aðsókn," sagði Grétar. „Menn þykjast hafa svo óskaplegan áhuga á ástandinu í Suður-Afríku og aðskilnaðarstefnunni, en þegar sýnd er sannsöguleg mynd um ástandið, eftir frásögn lifandi manns, sem kom hér og var við frumsýninguna, koma 5.000 manns. Á sama tíma sjá 40.000- áhorfendur einhveija ameríska mynd um þijá menn og barn. Svo blaðra menn um apartheid á Al- þingi og leggja á viðskiptabann. Þetta er undarlegur tvískinnungur hjá íslendingum." Grétar sagðist reyndai' hafa séð allmarga þingmenn á myndinni, þar sem hann væri vanur að standa sjálfur í dyrunum fyrir sýningar. „Þeir hafa komið nokkrir, en ég man samt ekki eftir að hafa séð utanríkisráðherrann," sagði Grétar. Þessir hringdu . . Eigum við að borga fyrir landsbyggðina? Borgarbúi hringdi: „Fýrir nokkru birtist eitt af þessum bréfum í Velvakanda sem landsbyggðarbúum er svo tamt að skrifa. Þar er talað um forrétt- indi Reykvíkinga og því haldið fram að við sem búum í Reykjavík eigum að standa undir vegafram- kvæmdum á landsbyggðinni. Ég veit ekki betur en við gerum það en ég er ekki eins viss um að okkur beri að gera það. Lands- byggðarfólk hefur skapað sér alls kyns forréttindi útá það að það býr í dreifbýli. Það heftir her þing- manna til að beijast fyrir sig en vegna misvægis atkvæða höfum við Reykvíkingar varla kosninga- rétt. Ég legg til að Reykvíkingar fari að standa betur saman um hagsmuni sína. Það er ekki annað en sjálfsögð réttlætiskrafa að landið allt verði gert að einu kjör- dæmi.“ Hversu margir karlmenn? Þröstur hringdi: „Ég er félagi í Kvenréttindafé- lagi Islands og ég er ekki sáttur við að þess er aldrei getið hveru hátt hlutfall af heildarfélagatölu karlmenn eru. Væri ekki hægt að bæta úr þessu?" Hraðakstur á Skúlagötu J.P.J. hringdi: „Ég bý innarlega á Skúlagöt- unni og verð vitni að því að þar er stundaður kappakstur á hveiju kvöldi. Hvemig stendur á því að hér eru ekki settar upp hraða- hindranir eins og gert hefur verið á Vesturgötu og víðar. Eins þyrfti að setja upp hraðahindranir á Rauðarárstíg. Fjölmargt eldra fólk býr við þessar götur og er það í mikilli hættu eins og um- ferðin er orðin. Vonandi þurfa ekki að verða mörg dauðaslys hér til að borgaiyfírvöld taki við sér.“ Góð grein María hringdi: er birtist í Velvakanda þriðjudag- inn 10. maí. Ég er sammála öllu sem í þessari grein stendur." Fyrirmyndar fararstjórar Jóna Gísla hringdi: „Ég fór á vegum Lífeyrissjóðs Sambandsins til Benidorm fyrir nokkru og langar mig að óska Samvinnuferðum Landsýn til hamingu með hina ágætu farar- stjóra sem þeir hafa þar, Erling og Grétu. Ég var ekki ánægð með allt í ferðinni en þó ég hafí víða farið hef ég aldrei kynnst öðrum eins fararstjórum og vil þakka þeim sérstaklega fyrir vel unnin störf." Vísnakeppni Vísnavinur hringdi: „Ekki hefur enn verið greint frá úrslitum í Vísnasamkeppni Tóbaksvamanefndar. Vil ég biðja þá sem að henni stóðu að gera svo vel að gera grein fyrir niður- stöðum sem fyrst. Vænti svars í Velvakanda." Slæm umgengni Ellen hringdi: „Sjón er sögu ríkari. Það var ljótt að sjá hvemig umhorfs er við Umferðarmiðstöðina en sjón- varpið fjallaði um þetta mál fyrir skömmu. Það er vonandi að augu forráðamanna opnist, þvílík land- kynning á ómenningu. Og þama á fjöldi fólks leið um, bæði inn- lendir og erlendir ferðamenn. Það var sannarlega tímabært að vekja athygli á þessum sóða útgangi sem er á öllu þarna. Hafi bílstjór- inn þökk fyrir að koma þessu á framfæri við sjónvarpið. Sannar- lega er af meiru að taka hvað varðar slæma umgengni. Ekki er fagurt um að litast í kring um skólana. Tillaga mín er að skóla- yfírvöld ættu að taka einn dag þegar skólum lýkur og láta nem- „Mig langar að koma á fram- færi þakklæti til Einars Ingva Magnússonar fyrir greinina „Lág- launafólk er fjölmennasta stéttin" endur hreinsa umhverfís skólana Þakklæti til Ríkisútvarpsins fyrir þættina Dagmál og í dagsins önn. Þetta eru stuttir en fróðlegir þættir sem ber að þakka fyrir.“ JnmoESTone STÓRFELLD VERÐLÆKKUN á nyjum sumarhjólbörðum! OPIÐ I DAG FRÁ KL. 10-4 Vegna tollalækkunar um áramótin og hagstæðra magninnkaupa getum við nú boðið hina þekktu BRIDGESTONE sumarhjólbarða á ÓTRÚLEGU VERÐI. Dæmi um verð: Stærð Verö 155 SR 13 Kr. 2.600.- 165 SR 13 Kr. 2.900.- 175 SR 14 Kr. 3.800.- 175/70 SR 13 Kr. 3.900.- 185/70 SR 14 Kr. 4.200.- STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR FRÁ OFANGREINDUM VERÐUM ER 7% en að auki getum við boðið mjög hagstæð greiðslukjör: VILDARKJÖR VISA eða EUROKREDIT: Lág eða engin útborgun — og jafnar mánaðarlegar greiðslur allt upp í 8 mánuði! Sendum gegn póstkröfu um land allt. Stuðlaðu að öryggi þínu og þinna I umferðinni í sumar — nýttu þér hagstætt verð okkar greiðsluskilmála og kauptu NÝJA úrvals BRIDGESTONE hjólbarða undir bílinn!! DEKKJAMARKAÐURINN FOSSHÁLSI 13—15 (vestan við nýja Bílaborgarhúsið) SÍMI 68-12-99

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.