Morgunblaðið - 14.05.1988, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988
63
KNATTSPYRNA
Atll EAvaldsson afþakkaði tveggja
ára samning við Bayer Uerdingen.
Hann verður löglegur með Val í 6.
umferð gegn Víkingum.
Atla boðinn
tveggja ára
samningur
Þjálfari Bayer Uerdingen kom
að máli við Atla Eðvaldsson í
gær og bauð honum tveggja ára
samning við félagið. Hann bað Atla
afsökunnar á því að
hafa ekki talað við
hann fyrr. Sagðist
hafa verið of upp-
tekinn við gengi
liðsins að undanfömu.
Atli afþakkaði og sagðist vera
ákveðinn í að fara heim til íslands
og leika með Val í sumar. Hann
sagðist þó hins vegar hafa hug á
að koma aftur til Þýskalands og
leika þá með öðru liði en Uerdingen.
Atli spilar sinn síðasta leik með
Uerdingen gegn Waldhof Mann-
heim í dag. Hann verður því lögleg-
ur með Val gegn Víkingum í 6.
umferð 19. júní.
Frá
Jóhannilnga
Gunnarssyni
i Þýskalandi
KNATTSPYRNA / 1. DEILD
Flautað til leiks um helgina
Fyrsta umferð hefst á morgun með þremur leikjum
Á morgun klukkan 17 hefjast
þrír fyrstu leikirnir f fyrstu
deild karla íknattspyrnu.
Fjórði lelkurinn verður á
mánudagskvöld, en viðureign
KA og Þórs hefur verið fre-
staðtil 16. júní.
Reykjavíkurmeistarar KR eiga
heimaleik gegn nýliðum
Víkings. Pyrsti innbyrðis leikur
liðanna í 1. deild var 15. júní
1955, KR vann 7:0 og Hörður
Felixson var fyrstur til að gera
þrennu í fyrstu deildar leik. Á
morgun verður ekki leikið á
heimavelli KR heldur á gervigras-
inu. „Það er slæmur kostur fyrir
leikmenn, dómara og áhorfendur,
en við því er ekkert að gera.
Maraþonið er rétt að byija og
vonandi verður keppnin drengileg
og laus við látbragðsleik, sem er
öllum til ama og gerir starf dóm-
aranna mun erfíðara," sagði Ian
Ross, þjálfari KR.
Keflavík, sem sigraði í Litlu bikar-
keppninni á dögunum, tekur á
móti Völsungum á morgun og
verður leikið á malarvellinum i
Keflavík. „Annað stendur ekki til
boða og því skiptir það ekki máli
— það er leikurinn, sem er aðaiat-
riðið. Ég vona að tímabilið verði
ánægjulegt fyrir alla og fram-
farimar haldi áfram," sagði Frank
Upton, þjálfari ÍBK.
Nýliðar Leifturs fá Skagamenn í
heimsókn á morgun. „Samkvæmt
spá flestra eigum við að falla með
sæmd, en það er enginn uppgjaf-
artónn í okkur. Við erum tilbúnir
í slaginn og það er gott að byija
gegn svo sterku liði sem Skaga-
menn tefla fram, því þá áttum
við okkur betur á hveiju við eigum
von á í surnar," sagði óskar Ingi-
mundarsoii, þjálfari Leifturs.
Fyreti heimaleikur bikarmeistara
Fram verður gegn íslandsmeist-
urum Vals á gervigrasinu á mánu-
dagskvöldið klukkan 20, en tiu
ár em liðin slðan liðin léku saman
í fyretu umferð. Þá vann Valur
3:0 og settu Atli Eðvaldsson, Al-
bert Guðmundsson og Ingi Bjöm
Alberts8on mörkin. „Við fómm
illa að ráði okkar í meistarakeppn-
inni og látum mistökin okkur að
kenningu verða. Það var margt
jákvætt í þeim leik og við stefnum
að sigri á mánudaginn eins og
ávallt," sagði Ásgeir Eliasson,
þjálfari Fram.
KNATTSPYRNA / NOREGUR
Stóll Teits orðinn heitur
Þrjú töp í röð og Brann eitt og yfirgefið á botninum
ÞRIÐJA umferð í norsku 1.
deildinnl fór fram á f immtudag-
inn. Brann sótti Sogndal heim
og mátti þola þriðja tapið í röð.
Dagblöð I Noregi gera því
skóna að stóll Teits Þórðarson-
ar só orðinn heitur.
Ifyrri hálfleik hjá Brann og
Sögdnal var fátt um fína drætti
— mikið þóf og skipulagsleysi f leik
beggja liða. f sfðari hálfleik lifnaði
yfír leik Sogndal og
á 75. mín. skoraði
Lasse Opleth. Þrem-
ur mínútum síðan
bætti Knud Christ-
iansen við öðm marki Sogndal beint
Frá
JóniÓttari
Karissyni
iNoregi
úr homspymu. Bjami var að-
þrengdur en hefði átt að geta bægt
hættunni frá.
Flest stærri dagblöð í Noregi nefna
þá örðugleika sem Teitur Þórðarson
hefur við að glfma eftir þijá tap-
leiki. Dagbladed segir m.a. :„Teitur
Þórðareon veit að dagar hans sem
þjálfara Brann em senn taldir ef
fram heldur sem horfír." Teitur
sagði eftir leikinn að leikmenn sfnir
þyrðu ekki að taka neina áhættu
og því væri ekki mikils að vænta.
Jafnt hjá Moss
Moss lék heima gegn Bryne og geiði
jafíitefli, 1:1. Eins og svo oft áður
HANDKNATTLEIKUR
Kristján Arason
skrifaði undir eins árs
samning við Tecca
Með þeim fyrirvara að félagið fái leik-
mennina Mats Olson og Melo til liðs við sig
KRISTJÁN Arason hefur skrif-
aö undir eins árs samning viö
spánska 1. deildarfólagið
Tecca. Hann mun fara til
Spánar strax eftir Ólympíu-
leikana í Seoul, en 1. deildar-
keppnin á Spáni hefst 26.
október.
Eins og hefur komið fram í
Morgunblaðirm, þá gerði
Tecca Kristjáni mjög gott tilboð,
sem togaði í og hann átti erfítt
með að hafna. „Eftir að ég hafði
kannað aðstæður og rætt við for-
ráðamenn félagsins hér í Santand-
er, þá ákvað ég að slá til. Það er
alltaf skemmtilegt að reyna eitt-
hvað nýtt. Þetta verður spennandi
verkefni," sagði Kristján í viðtali
við Morgunblaðið, stuttu eftir að
hann skrifaði undir samninginn
við Tecca á fimmtudaginn.
Olsen og IMeio til Tecca
„Ég skrifaði undir samninginn
með þeim fyrirvara að tveir sterk-
ir leikmenn komi einnig Tecca.
Spánski landsliðsmaðurinn Melo
og sænski landsliðsmarkvöiður-
inn Mats Olsen, sem leikur með
Kristján Arason hefur ákveðið
að leika með Tecca í spönsku 1.
deildinni næsta vetur.
Lugi, en hann hefur sagt já við
tilboðinu frá Tecca. Lugi er þó
ekki enn tilbúið að láta Olsen fara.
Ef þessir leikmenn koma ekki, þá
er ég ekki bundinn samningnum
frekar en ég vil,“ sagði Kristján.
Tecca er með herbúðir sina í Sant-
ander, sem er 200 þús. íbúa borg
vestan við Bilbao á Norður-Spáni.
Þar er mikill áhugi fyrir hand-
knattleik. Fyrirtækið Tecca, sem
framleiðir eldhúsinnréttingar á
Spáni, fjármagnar liðið. „Það var
tekið n\jög vel á móti mér hér og
forráðamenn félagsins sögðu að
þeir stefhdu á, að Tecca gerði
stóra hluti næsta keppnistímanil,"
sagði Kristján.
Fjórir íslenskir landsliðsmenn
hafa áður leikið með félagsliðum
á Spáni. Viggó Sigurðsson reið á
vaðið og lék um tíma með Barcel-
ona, en sfðan léku þeir Einar Þor-
vaiðarsson, Hans Guðmundsson
og Sigurður Gunnareson með lið-
um á Spáni.
Þess má geta að Magnús Bergs,
landsliðsmaður í knattspyrnu, lék
með Racing Santander í knatt-
spyrnu fyrir fjórum árum.
byijaði Moss vel og fyrsta hálftfmann
gekk liðið sem smuið vél. Bæði hvað
varðar spil og marktækifæri. Á 31.
mín. skoraði Moss sjálfsmark og
taugaspenna og óöryggi geiðu vart
við sig. í seinni hluta síðari hálfleiks
vöknuðu leikmenn Moss til lífe á ný
ogsóttu hart að marki Bryne. Einni
mínútu fyrir leikslok náði Gjermund
Haugeneset að jafna fyrir Moss með
hörkuskoti. Gunnar Gfslason lék n\jög
vel og var besti leikmaður Moss ásamt
Haugeneset ogJohnsen.
önnurúralit
Strömmen - Tromsö______________....... 1:1
Valeringen - Djerrv 1919...........2:1
Kongsvinger- Roeenborg.............l;l
Molde - Lilleström_____________ 0:0
FRJALSAR
Pétur þrjá
sentimetra
frá óiympíu-
lágmarkinu
í kúluvarpi
- varpaði 19,97 metra
PÉTUR Guðmundsson, frjáls-
iþróttamaður úr HSK, varpaði
kúlunni 19,97 metra á innanfó-
lagsmóti ÍR á Valbjarnarvelli á
fimmtudaginn. Hann er þvf aö-
eins þrjá sm frá ÓL-lágmark-
inu.
Pétur hefur bætt sig verulega
frá því í fyrra. Hann varpaði
kúlunni 19,32 metra á móti í Port-
úgal í febrúar og nú bætti hann sig
um 65 sm. Hann er því til alls lfkleg-
ur í sumar. Þetta er þriðji besti
árangur íslendings frá upphafí.
Hreinn Halldórsson á íslandsmetið,
21,09 metra, sem sett var 1979.
Óskar Jakobsson á næst lengsta
kastið, 20,61 metra, sem var sett
1982.
Pétur hefur veri að kasta yfír 20
metra á æfingum. Hann tekur þátt
í Vormóti ÍR í næstu viku.
GOLF
Öldungamót
í Grindavík
Hjá Landsamtökum eldri
kylfinga eru mörg mót á
skrá í sumar, enda mikil þátt-
taka og leikgleði f þessum flokki.
Fyrata öldungamót sumarains
fer fram f dag, laugardag, á
golfvellinum við Grindavík.
Ræst veiður út frá kl 10-14 og
keppt verður bæði með og án
forgjafar, bæði f kvennaflokki
(yfír 60 ára) og karlaflokki (yfír
55 ára). Með tilliti til ástands á
golfvöllum núna, verður keppn-
isgjaldi stillt f hóf, þó er þess
að geta, að Grindavíkurvöllurinn
kemur betur undan vetri en
flestir aðrir vellir hér á suðvest-
urhominu. Hefur orðið að fresta
mótum, sem ákveðin voru
snemma f maf og er ástæðan
veðurfarið og óvenju mikill klaki
í jörðu.
FRJALSAR
VomtótÍR
Vormót ÍR í ftjálsum íþrótt-
um fer fram á Laugardals-
velli 17. maí og hefst kl. 18.30.
Keppt verður í 100 m hlaupi
meyja og pilta, 100, 400 og
3.000 m hlaupi karla, kúluvarpi
og langstökki karla. Einnig
verður keppt í sleggjukasti, en
þar hefst keppni kl. 17.30. í
kvennaflokki verður keppt f 100,
400 og 1.600 m hlaupi, kringiu-
kasti, spjótkasti og langstökki.
KNATTSPYRNA
Skuldir KRÍ
frá 1985
og 1986
Halldór Jónsson, fyrrum form-
aður Knattspymuráðs ísa-
§arðar, vill koma þvf á framfæri,
vegna fréttar Morgunblaðsins á
fimmtudaginn um að skuldir ráðs-
ins væru að mestu frá 1082 og
1983, að þær væru frá því 1985
og 1986. Leiðréttist það hér með.
Halldór sagði að rekstur Knatt-
spymunáðs ísafjarðar hafí gengið
n\jög vel á 1. deildarárunum.
Handknattleiksþjálfari
Ungmennafélag Selfoss óskar að ráða þjálfara
fyrir meistaraflokk og 2. fl. karla fyrir næsta keppn-
istímabil.
Upplýsingar gefur Sigurður Rúnar Elíasson, sími
99-1144 eða 99-2217 á kvöldin.