Morgunblaðið - 29.05.1988, Side 1

Morgunblaðið - 29.05.1988, Side 1
96 SIÐUR B 1L STOFNAÐ 1913 120. tbl. 76. árg. SUNNUDAGUR 29. MAl 1988 Prentsmiðja Morgunblaðaíns Afganistan: Franskur fréttarit- arináðaður Kabúl, Reuter. FRANSKI fréttaritarinn Alain Guillo, sem verið hefur i fangelsi í Afganistan fyrir njósnir, var leystur úr haldi í gær eftir að hafa afplánað fimm mánuði af tíu ára fangelsisdómi. Najibullah, forseti Afganistans, náðaði Guillo eftir að Mitterrand Frakklandsforseti hafði óskað eftir því bréflega að Guillo yrði leystur úr haldi af mannúðarástæðum. Talsmaður franska sendiráðsins vísaði því á bug að samið hefði verið um náðunina og sagði að í bréfi Mitterrands fælist engin viður- kenning á leppstjóminni í Kabúl. Hann lagði áherslu á að einungis mannúðarsjónarmið hefðu ráðið beiðninni. Tyrkir hóta að segja sig úr NATO Istanbul, Reuter. TURGUT Ozal, forsætisráðherra Tyrklands, gaf á föstudag í skyn að Tyrkir myndu íhuga úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu ef umsókn þeirra um aðUd að Evr- ópubandalaginu yrði hafnað. Tyrkir sóttu um fulla aðild í fyrra og er nú beðið eftir skýrslu frá framkvæmdastjóm bandalagsins þar sem umsóknin er metin. Ráð- herra í tyrknesku stjóminni, Ali Bozer, sagði þó á föstudag að stefna Tyrkja í þessum málum væri óbreytt. „Við viljum fyrst og fremst tengj- ast Evrópu en ef svarið verður nei- kvætt merkir það ekki að við útilok- um önnur bandalög," sagði Bozer. Grikkir eiga aðild að Evrópu- bandalaginu og hefur Kýpurdeilan blandast inn í umræður um aðild þeirra að bandalaginu. * Morgunblaðið/ólafur K. Magnússon Varptíminn genginn i garð Leiðtogafundurinn hefst í Moskvu á morgun: Staðfesting INF-samniiigs- ins sögð hafa góð áhrif Helsinki. Moskvu. Reuter. STAÐFESTING öldungadeildar Bandaríkjaþings á sáttmála risaveldanna um útifymingu meðaldrægra kjarnorkuflauga Félagsmálastofnanir í Svíþjóð: Félagsráðgjafar vilja fá vopn- aða verði og skothelt gler Ráðgjafi skotinn til bana í síðasta mánuði Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara INNGÖNGUDYR félagsmála- stofnana i Svfþjóð munu i fram- tíðinni verða undir eftirliti vopnaðra varða og sett verður upp skothelt gler framan við afgreiðsluborð stofnananna. Þessi nýlunda er tekin upp vegna morðs á félagsráðgjafa í Gávle í síðasta mánuði. Maður sem ekki fékk forræði bams síns varð svo hamstola að hann fór á félagsmálastofnunina í bænum og Morgunblaðsins. skaut ráðgjafann, sem hafði haft málið með höndum, til bana. Stéttarfélög ráðgjafa og ann- arra starfsmanna hjá félagsmála- stofnunum um allt land hafa frá því þetta gerðist krafist þess að komið verði upp skotheldu gleri í afgreiðslu- og móttökusölum stofnananna. Einnig hafa þeir farið fram á að gripið verði til þess að hafa vopnaða verði við inngöngudyr stofnana þyki slíkt nauðsynlegt til að tryggja öryggi starfsmanna. Engri starfstétt ætti að vera betur ljóst að varúðarráðstafanir eins og skothelt gler og vopnaðir verðir geta haft neikvæð áhrif á þá sem eru hjálparþurfí, en starfs- fólki félagsmálastofnana. Því hef- ur verið ákveðið að hrinda af stað upplýsingaherferð til þess að kynna fólki ástæður þess að grip- ið er tii þessara aðgerða. er talin munu hafa góð áhrif á viðræður á leiðtogafundi risa- veldanna, sem hefst í Moskvu á morgun. Pravda, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, sagði i gær að fundurinn ætti að leiða til betri sambúðar stór- veldanna í austri og vestri. Leiðarahöfundar Prövdu létu í ljós vonbrigði með að ekki skyldi takast að ljúka samningi um fækk- un langdrægra kjamorkuvopna í tæka tíð fyrir fundinn. Það væri þó engin dauðasynd því með góð- um vilja beggja risaveldanna mætti ljúka samningsgerðinni inn- an skamms. Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, hefur sagt að þeir Míkhaíi Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, kynnu að halda fímmta fund sinn til þess að undir- rita samning um langdrægu flaug- amar ef samningar tækjust áður en starfsdegi hans í Hvíta húsinu lyki, en það verður í janúar á næsta ári. Þegar öldungadeiidin hafði staðfest samning risaveldanna unr meðaldrægu flaugamar hringdi Reagan í leiðtoga þingflokkanna, Robert Byrd og Bob Dole, og færði þeim hinar beztu þakkir. Bauð hann þeim til Moskvu til að vera viðstaddir athöfn, þar sem Reagan og Gorbatsjov skiptast á staðfest- um eintökum af samningnum. Sú athöfn fer fram á miðvikudags- morgun og er hugsuð sem há- punktur leiðtogafundarins, sem lýkur næstkomandi fímmtudag. Æðstaráð Sovétríkjanna stað- festi samninginn um meðaldrægu flaugamar á aukafundi í gær- morgun. Nefnd beggja deilda þingsins lagði til í vikunni að samningurinn yrði staðfestur en sovézkir embættismenn segja að ákveðið hafí verið að bíða með endanlega afgreiðslu þar til fyrir lægi hver örlög hans yrðu á Bandaríkjaþingi. Reagan Bandaríkjaforseti átti í gær vinnufundi með helztu ráð- gjÖfum sínum í Helsinki, en þaðan heldur hann til Moskvu í dag. Sjá grein um leiðtogafund risa- veldanna i Moskvu á bls. 4-6 B.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.