Morgunblaðið - 29.05.1988, Page 2

Morgunblaðið - 29.05.1988, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988 Morgunblaðið/Emilía Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs, tekur fyrstu skóflustungu að íbúðunum. 50 ára afmæli sjómannadagsins: Fyrsta skóflustunga tekin að íbúðum aldraðra í Garðabæ Á FÖSTUDAG var tekin fyrsta skóflustunga að öðrum áfanga verndaðra ibúða fyrir aldraða að Naustahlein í Garðabæ. Sjó- mannadagsráð í Reykjavík og Hafnarfirði byggja íbúðirnar. íbúðimar við Naustahlein verða 28 að tölu, allar í raðhúsum. Bygginamar verða ein hæð og mun hver íbúð hafa sérinngang og garð. íbúðimar verða mismun- andi að stærð, frá 60 fermetrum upp í 96 fermetra. Öll hönnun miðar við að hreyfihamlað fólk geti notað íbúðimar. Skóflustungan í Garðabæ var fyrsti liður í dagskrá vegna 50 ára afmælis sjómannadagsins. 2. og 3. júní mun forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir heimsækja Hrafnistu í Reykjavík og Hafnar- fírði og fylgjast með siglingu segl- skipa og fylgdarskipa þeirra inn á Rauðuvík við Reykjavík, sem fram fer 3. júní. Hátíðarsamkoma verður svo í Laugarásbíó sama dag. 4. júní verður kappróður á Reykjavíkurhöfn og björgunar- sveit SVFÍ mun sýna. Sunnudag- inn 5. júní verða svo aðalhá- tíðahöldin við Reykjavíkurhöfn, Snarfari og Siglingasamband ís- lands halda baujurall, boðið verð- ur upp á skemmtisiglingu um Sundin og fleira. Nýr minnisvarði um óþekkta sjómanninn verður vígður í Fossvogskirkjugarði og minningarguðsþjónusta verður í Dómkirkjunni. GÆFTIR hafa verið með ein- dæmum lélegar á humarvertíð- inni sem hófst síðastliðinn þriðju- dag. Hrafnkell Eiriksson fiski- fræðingur sem nýkominn er úr rannsóknarleiðangri á humar- miðum segir að veiði hafi reynst fremur treg á þeim svæðum sem mest hafa gefið af sér undanfar- in ár. Það mætti hugsanlega rekja tU fullmikillar veiði. „Við sáum ýmis teikn á lofti síðasta vor og minnkuðum kvótann til samræmis við það. Mér sýnist það hafa verið skynsamleg ákvörðun og hefði jafnvel mátt minnka kvótann enn frekar," sagði Hrafnkell í gærmorgun. „Hér er alls ekki um hrun að ræða. Við teljum okkur hafa náð góðri stjóm á veiðunum og mark- mið hennar er að koma í veg fyrir Húsavík: Snjóaði niður í sjó PRÝÐISVEÐUR var viðast hvar á landinu er Morgun- blaðið hafði siðast spurnir af í gær og var veðurútlit gott. Frá Húsavík bárust þó þær fréttir að snjóað hefði allt nið- ur í flæðarmál á föstudags- kvöldið og hiti farið niður undir frostmark. Einnig féll snjóföl á Egilsstöðum. Veður hafði þó batnað á Húsavík í gærmorgun og sólin glennti sig öðru hvoru á bæj- arbúa og gesti þeirra, en á Húsavík fer nú fram þing lions- manna. miklar sveiflur. Ég er hinsvegar ekki frá því að kvótahæstu skipin geti átt í nokkru basli að veiða upp f kvótann f ár,“ sagði Hrafnkell. „Það sem gerir okkur erfíðast fyrir er að það eru engin ytri skil- yrði sem skýra þessa tregu veiði. Sjórinn er í meðallagi hlýr og aðrar aðstæður með besta móti. Ég er þó alls ekki svartsýnn. Þótt fengur- inn hafi verið rýr þegar við fórum yfír má þar ýmsu um kenna eins og veðri. Inn á milli komu góðar glefsur." Humarinn sýnir merki um hraðan vöxt og kvaðst Hrafnkell ánægður með nýliðun í stofninum. Ungur humar sem ekki hefur enn náð hæfílegum þroska lofar góðu. Ár- gangamir frá 1979 og 1980, sem hafa verið uppistaðan í afla, komu hinsvegar veikar út en búist var við. Humar verður verðmeiri með aldri og nær sjaldnast í fyrsta flokk fyrr en 10 ára gamall. Þannig hef- ur ’79-árgangurinn enn ekki náð kjöraldri. Mestur fengur fékkst undan Reylganesi, sérstaklega á svæðinu við Eldey. Við Vestmannaeyjar og undan Surtsey, þar sem veiðin var einstaklega góð í fyrra, fékkst á hinn bóginn lítill afli. Þá reyndu rannsóknamenn fyrir sér í Jökul- djúpi, þar sem ekki hefur verið veiddur humar undanfarin ár. Á árum áður voru fengsæl mið f Faxa- flóanum en í upphafí áttunda ára- tugarins var gengið svo mikið á stofninn að hann hrundi. „Skipstjór- ar hafa ekki séð ástæðu til þess að leita á önnur mið þar sem veiði hefur verið góð við suðurströndina. Ég teldi skynsamlegt að þeir reyndu fyrir sér í Jökuldjúpinu, því það kæmi öllum til góða ef veiðinni yrði dreift á stærra svæði," sagði Hrafn- kell. Kaupmáttur kom- inn upp fyrir Is- landsnietið frá 1982 VÍGLUNDUR Þorsteinsson, formaður Félags fslenskra iðn- rekenda, sagði á framhaldsárs- þingi félagsins, að kaupmáttur hefði náð hámarki á árinu 1987 og verið kominn 15% upp fyrir það sem hann reis hæst árið 1982 en það hefði hingað til verið hið staðfesta íslandsmet í kaupmætti. Víglundur Þorsteinsson sagði að á undanfömum 18 mánuðum hefðu lægstu laun á Íslandi hækkað um 75-80% og laun hærra launaðra hópa um 45-55%. „Á þessu tímabili hefíir kaupmáttur hækkað meir en dæmi eru um áður og náði hámarki á ár- inu 1987 þegar kaupmáttur atvinnu- tekna var kominn 15% upp fyrir það sem hann reis hæst árið 1982 en sá toppur var allt til ársins 1987 hið staðfesta íslandsmet í kaupmætti," sagði Vfglundur. I ljósi þessa árangurs sagði hann vera erfítt að skilja þá erfiðu kjara- samninga sem hefðu staðið f allan vetur, þar sem á endanum hefði verið fallið f eldri farveg og samið um launahækkanir sem hlutu að leiða til gengisbreytinga og þeirra gömlu vinnubragða sem ríktu í sam- skiptum vinnumarkaðarins hér á árum áður. Víglundur sagði að þó kaupmáttur atvinnutekna myndi ef til vill lækka um 6-8% á þessu ári samanborið við árið 1987 yrði hann samt sem áður 5-7% hærri í árslok 1988 en gamla kaupmáttarmetið frá 1982. Tveir misstu ökuleyfið LÖGREGLAN í Reykjavík svipti tvo ökumenn ökuleyfi aðfaranótt laugardagsins. Annar ók & 112 kflómetra hraða í Ártúnsbrekku, en hinn var gripinn á 133 kflómetra hraða á Kringlumýrarbraut. Nóttin var annars róleg um allt land og lítið um ólæti vegna ölvunar. Lögreglan þurfti að vanda að hafa afskipti af smá- ryskingum, en Iögreglumönnum kom saman um að fólk hefði hegðað sér óvenjuvel. Verkmenntaskólinn á Neskaupstað: Heimavistin boð- in út í annað sinn Slæmar gæftir og léleg humarveiði sem af er Morgunblaðið/BAR Fyrsti humaraflinn kom til Grindavikur í fyrradag. Það var Sigrún GK sem veiddi humarinn. BÆJARYFIRVÖLD á Neskaup- stað hafa hafnað öllum tilboðum í byggingu heimavistar við verk- menntaskólann. Að sögn Ásgeirs Magnússonar bæjarstjóra er ver- ið að endurskoða byggingaráætl- unina. Stefnt er að því að bjóða verkið út með breyttum forsend- um á föstudag í næstu viku. Þrjú tilboð bárust í byggingu heimavistarinnar, frá Byggðaholti á Eskifirði, Baldri og Oskari á Egilsstöðum og Framtaki á Reyðar- firði. Heimamenn buðu ekki í verk- ið. Byggðaholt átti lægsta tilboðið, 58 milljónir króna en kostnaðar- áætlun hljóðar upp á 54 milljónir króna. Heimavistinni er ætlað að leysa úr brýnni þörf nemenda. Þar eiga að rúmast 90 manns. Ætlunin var að byggja húsið f þremur áföngum, en þeim hluta sem útboðið náði til verða 15 tveggja manna herbergi og mötuneytisaðstaða. Ef lægsta tilboðinu hefði verið tekið hefði bærinn þurft að greiða á bilinu 13 til 16 milljónir króna umfram lög- bundið framlag ríkisins. „Við ráðum einfaldlega ekki við verkið og þurfum því að skera nið- ur, byggja ódýrara hús. Framlög ríkisins miðast við hinar frægu „normkrónur" en jafnframt er ætl- ast til þess að við svörum kröfum tfmans, bjóðum upp á aðstöðu fyrir fatlaða og annað sem reglugerðir kveða á um,“ sagði Ásgeir. Hann bjóst við því að í nýju útboði yrði . - ' "L'v f gert ráð fyrir því að húsinu væri aðeins skilað fokheldu. Það myndi væntanlega teQa bygpnguna, en við því væri ekkert að gera. Noregur: Björgvin er enn á sjúkrahúsi BJÖRGVIN Björgvinsson, sem lenti í námaslysi á Svalbarða fyrr í vikunni, liggnr enn á Haugasunds-sjúkrahúsi vegna meiðsla sinna. Hann hlaut meðal annars alvarlega brun- askaða. Bjöigvin var ásamt fleirum við slökkvistörf í námu 7, einni stærstu námu Longyearbyen á Svalbarða, þegar hrundi úr námu- þakinu ofan á hann og félaga hans. Var flogið með þá á Hauga- sunds-sjúkrahúsið. Björgvin er með alvarleg bruna- sár á fæti og hendi auk bijóst- skaða. Hann fór í aðgerð vegna brunaskaðanna síðastliðinn föstu- dag og fer í aðra aðgerð í dag. Engir réttíndalausir skóla- stjórnendur verða settir Kennarasamband íslands hefur bent yfirvöldum á að réttmdalaust fólk hafi ráðist til starfa sem skólastjórnendur víða úti á landi, að því er Sig- urður Helgason, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, segir I samtali við Morgunblaðið. Aðspurður um viðbrögð menntamálaráðuneytisins við þessum ábendingum, segir Sig- urður að enginn réttindalaus kennari verði settur aftur sem skólastjórnandi heldur auglýst eftir fólki með réttindi yfir sumarmánuðina. Það eru um 50 skólar úti á landi þar sem leiðbeinendur eru settir sem skólastjómendur, sam- kvæmt upplýsingum sem Morgun- blaðið aflaði sér. Eftir ábendingu Kennarasambandsins verða þeir ekki endursettir en ekki vildi Sig- urður segja til hvaða úrrasða yrði gripið ef fólk með réttindi fengist ekki í stöðumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.