Morgunblaðið - 29.05.1988, Side 4

Morgunblaðið - 29.05.1988, Side 4
í*3pr TAM P9 PfTTOAnTJV04íT?> fJT<?A».IflWTO"OM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988 Skólagarð- ar Reykja- víkur hefja starfsemi Skólagarðar Reylgavíkur hefja starfsemi sína um mán- aðamótin. Innritun barna verð- ur 1. og 2. júní og hefst kl. 8.00 og er gjaldið 400 krónur, sam- kvæmt fréttatOkynningu frá Skólagörðunum. Öllum börnum á aldrinum 9—12 ára er heimil þátttaka. Skólagarðar eru reknir á sex stöðum í Reykjavík, í Skeijafírði, við Ásenda, í Laugardal, Stekkjar- bakka og Jaðarseli í Breiðholti og Ártúnshoiti í Árbæ. í Skólagörðum Reykjavíkur fá böm leiðsögn við ræktun á græn- meti og plöntum, auk þess að fara í leiki og stuttar gönguferðir í nágrenni við garðana til náttúru- skoðunar og fræðslu um borgina. Sumaráætlun SVR: Lengra á milli ferða eftir 1. júní SUMARÁÆTLUN strætisvagna í Reykjavík tekur gildi næst- komandi miðvikudag, 1. júní. Á leiðum 2 til 12 verða ferðir á 20 minútna fresti virka daga. Akstur um kvöld og heigar helst óbreyttur. Leiðir 13 og 14 aka á hálftíma fresti virka daga en aðeins á klukkustundarfresti kvöld og helgar. Ný leiðabók verður gefín út í júní þar sem tíundaðar eru aðrar breytingar á ferðum vagnanna. Brottför leiðar 13 frá Vestubergi er flýtt um mínútu, svo og brott- för leiðar 14 frá Skógarseli. Akst- ur á leið 15A hefst kl. 7.00 á helgi- dögum en leið 15B ekur milli Graf- arvogs og Lækjatorgs kl. 7.00 og 8.00 að morgni. Áætlun leiðar 19 verður flýtt um tvær mínútur síðdegis og leið 100 leggur af stað frá Lækjartorgi Qórum mínútum yfír heila tímann og frá Selási 25 mínútum yfír heila tímann. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sveinn Runólfsson ásamt landbúnaðarráðherra og gestum við opnun stöðvarinnar. Fræverkunarstöðin í Gunnarsholti. Landgræðsla ríkisins: ---S--------- Fræverkunarstöð tekin í notkun Jón Helgason landbúnaðarráð- herra gangsetur f ræverkunar- stöðina í Gunnarsholti. SftfOflM. NÝ fræverkunarstöð var tekin f notkun hjá Land- græðslu ríkisins f Gunnarsholti fimmtudaginn 26. maf. Með tilkomu stöðvarinnar getur Landgræðsl- an sjálf húðað innlent grasfræ til dreifingar úr flugvélum auk þess sem möguleikar opnast tíl meðhöndlunar á öðru fræi. Tækjabúnaður stöðvarinnar er fluttur inn frá Þýskalandi af Glóbus hf. en það fyrirtæki hefur ann- ast innflutning á húðuðu fræi fyrir Landgræðsluna. Framleiðandi vélanna er fyrirtækið Su ET sem séð hefur um húðun fræs sem sáð hefur verið hér á landi. Húðun fræjanna er nauðsynleg til þess að þyngja þau auk þess sem hún eykur spírunarhæfni þeirra. Þá kemur húðunin f veg fyrir að fuglar tíni upp fræ- in. Við húðunina er blanda af steinryki, kalki og kísilgúr, sem allt eru innlend efni, sett utan á fræin með iímblöndu og þau þurrkuð á mjög nákvæman hátt. Við húðunina fímmfaldast þyngd fræsins. f fræ- verkunarstöðinni er hægt að húða eitt tonn af fræi á dag. Sveinn Runólfsson forstjóri Landgræðslunnar kvaðst vænta mikils af stöðinni. Unnt væri að með- höndla allt fræ í henni hvort sem væri húðun með steinefhum til þyngingar eða húðun með áburði. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að meðhöndla lúpínufræ en mikillar uppskeru af því væri að vænta í haust. Þá væri stefnt að því að meðhöndla það melfræ sem Landgræðslan safnar og líka birkifræ, vegna rannsókna og til landgræðslu. Þýska fyrirtækið SU ET veitir starfsmönnum stöðv- arinnar nauðsynlega tækniþekkingu við starfrækslu stöðvarinnar og meðhöndlun á fræinu. Það hefur gert tilraunir með húðun á birkifræi en slík með- höndlun á því fræi tíðkast ekki erlendis og er því um nýjung að ræða. Við húðun á birkifræinu er sett utan á það þyngingarefni og áburður. Þessi meðhöndlun gerir það að verkum að mun auðveldara er að sá fræinu og það spírar betur. Það var Jón Helgason landbúnaðarráðherra sem formlega gangsetti vélar stöðvarinnar og lýsti við það tækifæri ánægju með verksmiðjuna og gagnsemi hennar fyrir uppgræðslustarf Landgræðslunnar. Hann vakti athygli á þeim árangri sem náðst hefði í uppgræðslu og lýsti því yfír að í Gunnarsholti yrði miðstöð fyrir uppgræðslu lands og fræverkunarstöðin væri liður í eflingu staðarins í þessu efni. — Sig. Jóns. Övíst að raunvextir lækki í kjölfar aukinnar samkeppni - segir Brynjólfur Helgason, aðstoðarbankastjóri Landsbankans BANKAMENN eru ekki á einu máli um hveijar afleiðingar þess yrðu að leyfa erlendum aðilum að eiga og reka banka hérlendis. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, segir allsendis óvist að raunvextir myndu lækka í kjölfar þess. Sam- keppnin myndi vissulega aukast en. ólíklegt sé að erlendir bankar veittu ódýrari þjónustu en inn- lendir. Benedikt Geirsson, aðstoð- arsparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, segir hins vegar að vafalaust myndu útlendir bankar bjóða betri kjör en íslenskir, vegna ódýrara fjár- magns. Þetta kom fram þegar leitað var álits bankamanna á gagnrýni Fyrrum starfsmaður ríkisendurskoðunar: Krefst 6 milljóna króna í bætur vegna brottrekstrar Telur sig hafa misst starf vegna brota annars FYRRUM starfsmaður rfkisendurskoðunar hefur höfðað mál fyrir Borgardómi gegn ríkisendurskoðun og fjármálaráðuneytinu. Manninum var vikið úr starfi sinu árið 1984 og telur hann að brottvikningin hafi verið óréttmæt og ólögleg. Hann krefst 6 miiljóna króna I skaðabætur vegna fjártjóns og miska. Maðurinn telur, að hann hafi misst starfið vegna brota annars starfsmanns ríkisendurskoðunar og sé látinn bera sök hans gagnvart almenningi. Maðurinn hóf störf í endurskoðun- ardeild fjármálaráðuneytisins, sem síðar varð ríkisendurskoðun, árið 1957. í febrúar 1984 barst honum bréf, undirritað af þáverandi §ár- málaráðherra og ríkisendurskoð- anda, þar sem honum var tilkynnt að honum væri sagt upp störfum frá og með 1. mars sama ár. í bréfínu var sagt að ástæður uppsagnarinnar væru þær, að þrátt fyrir Itrekaðar áminningar og áskoranir um að maðurinn bætti ráð sitt, hefði hann ekki sinnt þeim störfum, sem honum hefðu verið falin. Maðurinn mótmæl- ir hins vegar að honum hafí borist munnlegar eða skriflegar áminning- ar og því hafi ákvæði laga um rétt- indi og skyldur opinberra starfs- manna ekki verið virt. Eftir að maðurinn lét af störfum náði hann samkomulagi við §ár- málaráðuneytið um bætur fyrir stöðumissinn og miðaði þar við þá niðurstöðu lögftæðings, að hann gæti mest vænst 13 mánaða launa í bætur. Ástæður þess að hann krefst nú 6 milljón króna bóta um- fram þær eru meðal annars, að um það leyti sem honum var veitt lausn frá störfum voru birtar fréttir í fíöl- miðli um misferli starfsmanns ríkis- endurskoðunar. Telur maðurinn sig hafa ástæðu til að ætla, að uppsögn hans hafí verið tengd þessum meintu refsiverðu brotum. Ýmsir, sem ekki hafi þekkt því betur til mála, hafi tengt þessi atriði saman, þ.e. lausn hans frá störfum og fréttir um mis- ferlið. Þá hafí ekki verið staðið við hækkun launa til hans fyrir tvo síðustu mánuði hans í starfí, þó svo hafi verið kveðið á um í samkomu- lagi hans við fjármálaráðuneytið og rýri þetta lífeyrisréttindi hans. Þá hafí hann ekki notið réttar til ann- ars starfs hjá ríkisstofnun, en þann rétt eigi ríkisstarfsmenn næstu fímm ár frá veitingu lausnar, hafí þeir ekki átt sök á stöðumissinum. Loks telur maðurinn, að lausn hans frá störfum 1984 hafi feynst honum miklu þungbærari en hann hafí getað gert sér grein fyrir þá. Hann hafi tapað miklum tekjum og lausnin hafi gengið nærri heilsu hans og þá sérstaklega andlegri líðan. Honum finnist óviðunandi að hann skuli saklaus hafa verið tengd- ur meintu refsiverðu broti annars manns, sem um hafi verið fjallað í fjölmiðli, en sá gegni nú stöðu deild- arstjóra I ríkisstofnun. Víglundar Þorsteinssonar, formanns Félags íslenskra iðnrekenda, á íslenska bankakerfið, er fram kom í ræðu hans á framhaldsársþingi félagsins síðastliðinn fímmtudag. Víglundur sagði í ræðunni að heim- ild erlendra aðiia til eignar og rekst- urs banka hér væri ef til vill eina ráðið til að lækka raunvexti. íslenskt atvinnulíf þyldi ekki til lengdar að þeir væru miklu hærri en í nágranna- löndunum. Þá sagði Víglundur í ræðu sinni að íslenskt bankakerfí væri þung- lamalegt og dýrt í rekstri og þyrfti mikinn vaxtamun inn- og útlána til að standa undir kostnaði. Benedikt Geirsson segir að vissulega sé bankakerfið dýrt í rekstri þar sem um sé að ræða margar smáar eining- ar, en hann kveðst ekki vita hvað Víglundur sé að fara mað því að segja kerfíð þungt í vöfum. Ekki megi horfa á vaxtamuninn eingöngu þegar íslenskt bankakerfi sé borið saman við önnur. Útlendir bankar tækju yfirleitt mun hærra verð fyrir veitta þjónustu en íslenskir, sem hefðu aðaltekjur sínar af vaxtamun- inum. Þó sé þróunin hér sú að bank- ar reyni að hafa æ stærri hluta tekna af veittri þjónustu, sem stuðli að minnkandi vaxtamun. Ragnar Önundarson, bankastjóri Iðnaðarbankans, telur vaxtamun vera í hærra lagi hérlendis miðað við önnur lönd sem veita sambæri- lega lánaþjónustu; eingöngu litlar upphæðir til skamms tíma. Brynjólf- ur Helgason segir aftur á móti að munur á inn- og útlánsvöxtum hér sé almennt ekki hærri en gengur og gerist erlendis. Taka þurfi tillit til bindiskyldu og ávöxtunar af henni auk þess sem verðbólga hér sé meiri en í nágrannalöndunum. Ragnar Önundarson segir Iðnað- arbankann styðja hugmyndir um að tengja íslenskan fjármagnsmarkað stórum og fullkomnari mörkuðum úti I heimi, bæði hvað varðar inn- og útstreymi fjármagns en þar sé nauðsynlegt að gæta jöfnuðar. Telur Ragnar aukna samkeppni myndi leiða til lækkaðs verðs á þjónustu bankanna og lækkaðra vaxta á út- lánum, en Brynjólfur segir það ekki sjálfgefíð. Viðmælendur blaðsins voru sammála um að afar varlega þyrfti að fara í að opna íslensk bankaviðskipti útlendum aðilum. Borgarfjarðarheiði: Skiltíð hafði verið fjarlægt ÖKUMAÐUR vörubílsins, sem sökk í aurbleytu á Borgarfjarðar- heiði sl. miðvikudag, Helgi Hrafn- kelsson, hafði samband við Morg- unblaðið vegna fréttar þess af atburðinum. Umferðarskilti sem sagði til um öxulþungatakmarkanir á veginum hafði verið fjarlægt nokkrum dögum áður og Vegagerðin ekki sett upp annað I stað þess. Eftir að hafa ár- angurslaust reynt að ná í Vegagerð- ina til að fá upplýsingar um þunga- takmarkanir lagði Helgi upp I ferð- ina og hugsaði sér að létta á bílnum ef öxulþungatakmarkanir væru enn á veginum. Þar sem ekkert skilti var við veginn taldi hann að þungatak- mörkunum hefði verið aflétt og ók inn á hann. Að sögn Helga mun hann ekki þurfa að greiða sekt vegna atburðarins þar sem Vegagerðinf hefði viðurkennt að búið hefði átt að vera að setja upp nýtt skilti í stað þess sem var fjarlægt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.