Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988 9 ■ Þrenningarhátíð Jóh. 3,1.-15. HUGVEKJA eftir séra GUÐMUND ÓLA ÓLAFSSON Nikódemus og eirormurinn „Þú ert lærifaðir í ísrael og veist ekki þetta?" Ekki var það nú notalegt ávarp né hógvær spuming. Nikódemus var öldungaráðsmaður og lærður maður. Og hver var Jesús svo sem — og hvaðan kom honum þessi vizka um endurfæðing af vatni og anda? En Nikódemus var engin furt- ur. Hann vissi, hvaðan Jesús var: „Rabbí, vér vitum, að þú ert læri- faðir kominn frá Guði. Enginn getur gert þessi tákn, sem þú gjör- ir, nema Guð sé með honum.“ Þó kaus hann að koma til Jesú í skjóli næturinnar. Það var vísast ekki leiðin til virðinga og vinsælda fyrir mann í hárri stétt og stöðu að leita sannleikans hjá meistar- anum frá Nazaret. Hvað lízt þér? Væri þetta ekki dálítið strembinn texti, segjum fyrir ungan kennimann, sem væri að hefja lífsstarfíð? — Þú ert orð- inn — eða ætlar að verða lærifað- ir Islendinga og veizt ekki þetta? Þú ætlar að fara að kenna fólki, hvemig komast skuli inn í ríki Guðs, hvemig stofna megi ríki Guðs á jörðu, og þú veist ekki, hvað endurfæðing er? Jú, það hefur svo sem borið við, að ungur prestur stæði skjálf- andi og hræddur frammi fyrir þessum orðum Jesú. Víst veit hann, hvaðan Jesús er, og veit, að orð hans em nokkurs verð og meira en það. En hvað veit hann um sjálfan sig, hví kom honum nokkm sinni í hug að Jesús hefði kallað hann til að kenna og pred- ika? Verður hann nokkum tíma nýtur til slíks. En textinn um Nikódemus, end- urfæðinguna og eirorminn er ekki aðeins erfiður ungum presti. Ef til vill er hann enn örðugri og háskalegri gömlum presti: Þú ert kennimaður, hefur látið, sem þú værir og vissir, — en hveiju hefur þú komið til leiðar? Hversu marg- ir hafa endurfæðst, þar sem þú varst, hversu marga leiddir þú inn í ríki Guðs? Síra Hallgrími var ábyrgðin hugstæð: Þú, Guðs kerinimann, þenk um það, þar mun um síðir grennslazt að, hvemig og hvað þú kenndir. Að lærisveinum mun lika spurt, sem lét þitt gáleysi villast burt, hugsa glðggt, hvar við lendir. Ps. 10 Svo þung var þessi ábyrgð, að um líf og dauða var að tefla, — ekki einungis líf og dauða kenni- mannsins, heldur einkum hjarðar- innar, sem honum var falin til forsjár. Og raunar eru Passíu- sálmamir allir trúarbarátta kenni- manns um lífið og dauðann. Það voru ekki einungis sálmamir tveir, sem fylgdu gjöfínni til Ragnheið- ar, biskupsdóttur, er heita máttu sorgarstef og harmabót. Stríðið í Passíusálmunum verður æ ákaf- legra og harðara, þegar á líður. Segja má, að allir seinni sálmam- ir endi á hrópi til hans, sem sigr- aði dauðann. Þar er að fínna, meðal margra gersema annarra, þessa stríðu, fögru og mikilúðlegu andlátsbæn, sorfna og lúna, eins og lífsreynt gamalmenni, örþrota: Þá sólarbirtunni’ eg sviptur er, sjón og heym tekur að dvína, raust og málfæri minnkar mér, myrkur dauðans sig sýna, í minni þér, Drottinn sæll, þá sé sonar þíns hróp á krossins tré! Leið sál til ljóssins mína! Ps. 41 Þar hrópar einnig kennimaður- inn gamli: Hversu gott væri, Jesú, að geta horfíð til þín á dimmri nóttu, eins og Nikodemus, fá að spyija þig. Vertu hjá mér á dauð- ansnóttu. „Vei mér! Það er úti um mig!“ hrópar spámaðurinn ungi í bók Jesaja, þegar hann sér dýrð Drott- ins í sýn. „Vei mér, — því að ég er maður, sem hefí óhreinar varir og bý meðal fólks, sem hefir óhreinar varir, því að augu mín hafa séð konunginn —!“ En einn af seröfum Drottins tekur glóandi stein af altari og bregður á varir spámannsins: „Sjá, þessi hefur snert varir þínar. Misgjörð þín er burtu tekin, friðþæg fyrir synd þína.“ Þá verður svarið eitt og skírt: „Hér er ég, send þú mig!“ Hvað er annað að segja, þegar Drottinn hefur tekið burtu mis- gjörðir, hreinsað og endurfætt til nýs lífs? Því að allt er frá honum og öllu varpað til hans, einnig ábyrgð predikarans, hinu þyngsta og yndislegasta oki. Hvað er ann- að að gera en benda dauðvona mönnum á eirorminn í eyðimörk- inni, — á hinn krossfesta á Gol- gata? Komið svo, konur og menn, að krossinum Jesú senn. Þótt nauðin þrengi þrenn, þar fæst nóg lækning enn. Hver sem eirorminn leit af Israels manna sveit, eitrið ei á þann beit. Öll stilltist plágan heit. Ps. 47 Sigrún Ólafsdóttir Margrét Hinriksdottir Brynhildur Sverrisdóttir lljá Fjárfestingarfélaginu í Kringlunni erlifandi peningamarkaður og persónuleg þjónusta. Stefán Jóhannsson FJARFESTINGARFEIAGIÐ Kringlunni 123 Reykjavík Sími 689700 Opið mánudaga til föstudaga kl. 10 — 18 og laugardaga kl. 10—14 LIFANDIPENINCAMARKAÐUR / KRINGLUNNI FJÁRMÁL FYRIRTd&?IIIS * IRÐBRéWUIIWUHM0IW Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa Gengi: 27. maí 1988: Kjarabréf 2,858 - Tekjubréf 1,412 - Markbréf 1,488 - Fjölþjóðabréf 1,268 RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN HUS21UBIX UÓSRITUNARVÉLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.