Morgunblaðið - 29.05.1988, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988
SIGURVEGARI
D anski leikstjórinn Bille August,
sem hlaut gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes
um síðustu helgi, segir frá sjálfum sér
í samtali við Morgunblaðið
Dansk/sænska kvikmyndin
Pelle Erobreren, eða Pelle
sigurvegari, hlaut Gullna
pálmann í aðalkeppni
kvikmyndahátídarinnar í Cannes
um síðustu helgi.
Myndin er byggð á fyrsta af
fjórum bindum samnefnds
ritverks Martin Andersen IMexö,
og fjallar um samband einstæðs
föður og sonar hans í ömurlegri
tilveru landbúnaðarverkafólks
á Borgundarhólmi
á seinni hluta 19du aldar.
H till myndarinnar gæti
hæglega staðið fyrir feril leikstjóra
hennar, Bille August. Frá fyrsta
sjálfstæða verkinu, sjónvarpsleik-
ritinu Kim G. árið 1975, hefur hann
óumdeilanlega verið sigurvegarinn
í danskri kvikmyndagerð, og hlotið
ógrynni verðlauna og viðurkenn-
inga víða um heim. Hann hóf reynd-
ar að starfa við kvikmyndagerð sem
myndatökumaður, útskrifaðist sem
slíkur frá Danska kvikmyndaskól-
anum árið 1971, og hefur fílmað
um 15 breiðtjaldsmyndir í Sviþjóð,
þeirra þekktust sjálfsagt Karlmönn-
um verður ekki nauðgað, frá 1977.
En eftir Zappa, árið 1983, hefur
hann eingöngu fengist við leik-
stjóm. Sú mynd, og ekki síst fram-
hald hennar, Trú, von og kærleik-
ur, eru þær mynda hans sem
íslenskir áhorfendur hafa átt kost
á að sjá.
Kvikmyndafyrirtækið sem Bille
August hefur gert síðustu myndir
sínar hjá heitir Per Holst Film, og
hefur aðalbækistöðvar sínar í Aust-
urbrúarhverfí Kaupmannahafnar,
og ber gatan hið skemmtilega við-
eigandi nafn Lífsfangaragata. Þar
hitti ég þennan hógværa, næstum
vandræðalega feimna, leikstjóra
þremur dögum áður en hann flaug
til Cannes.
Nú má segja að Bille August
hafí staðið með gullinn pálma í
höndunum áður en hann gerði það
bókstaflega á mánudagskvöldið
var. Pelle búinn að sigra Skand-
inavíu, og útvega skapara sínum
15 milljóna dollara samning í Holly-
wood.
— Hvemig líður manni á
slíkum tímamótum: á leiðinni á
aðalkeppnina á einni mikilvæg-
ustu kvikmyndahátíð heims, og
síðan til starfa í miðstöð alþjóð-
legrar kvikmyndagerðar?
„Já, við erum að fara til Cannes
og það er vissulega spennandi að
sjá hvað kemur útúr þvi. Sjálfum
fínnst mér öll samkeppni af þessu
tagi algjör della; mér fínnst ekkert
vit í því að tefla saman sjálfstæðum
og ólíkum verkum eins og þar er
gert. Það er eins absúrd og að etja
saman Beethoven og Mozart. Hins-
vegar verð ég að viðurkenna þá
staðreynd að keppnin í Cannes er
gífurlega mikilvæg fyrir sölu kvik-
mynda á alþjóðamarkaði, og læt
mig því hafa það að mæta til leiks.
Þegar maður ber ábyrgð á mynd
sem hefur kostað um 30 milljónir
danskra króna verður maður að
gera allt sem stuðlar að því að hún
standi undir sér. Það skiptir aftur
á móti litlu máli hvort myndin sigr-
ar, því reynslan hefur sýnt að þær
myndir sem fá Gullna pálmann selj-
ast ekkert betur en hinar sem á
annað borð komast í keppnina."
Meira vildi hann ekki segja um
Cannes. Og þá er það Hollywood?
„Þetta með Hollywood er tilkom-
ið vegna myndarinnar Trú, von og
kærleikur, frá árinu 1984, sem á
ensku heitir Twist & Shout, og
varð mjög vinsæl þar vestra. Strax
þá fékk ég mörg tilboð frá ýmsum
stórfyrirtækjum, las fjölda hand-
rita, en þótti ekkert þeirra nógu
spennandi, — enda lífíð alltof stutt
til þess að eyða þvi f að gera miðl-
ungsgóðar kvikmyndir, þó það sé í
Hollywood. En ég var líka langt
kominn með undirbúning að Pelle
sigurvegara, sem hafði lengi verið
efstur á óskalistanum mínum, og
það hefði þurft eitthvað stórkostlegt
tii þess að ég frestaði honum. —
Nú, þegar Pelle var svo frumsýnd-
ur, komu hingað til Danmerkur
nokkrir bandarískir framleiðendur
og þá fóru mér að bjóðast betri
handrit, stærri og meira spennandi
verkefni. Málin hafa síðan þróast
þannig að ég er núna að byija á
mynd sem fjallar um spænska borg-
arastríðið. Þetta er amerísk mynd;
sérstaklega um þá Bandaríkjamenn
sem gerðust sjálfboðaliðar. Sagan
er sönn og byggir á bók eftir konu
að nafni Marion Marymann, sem
var þama ásamt manni sínum,
Robert hét hann. Hún hefst í
Bandaríkjunum á brúðkaupi þeirra,
og lýsir um leið andrúmsloftinu i
kreppunni miklu; vitundarvakningu
verkalýðsins gagnvart öfgakennd-
um afturhaldsöflunum. Þau fara í
brúðkaupsferð til Evrópu, upplifa
spennuna í alþjóðamálunum annó
1936, og hann ákveður að bjóða
sig fram í baráttuna gegn fasisman-
um á Spáni. Hún fylgir honum og
af þeim verður löng saga, sem er
hvort tveggja í senn ákaflega
spennandi og falleg, og nær há-
punkti í morðinu á eiginmanninum
skömmu fyrir lokaslaginn. Það er
verið að skrifa handritið núna, þrátt
fyrir að handritahöfundamir í
Hollywood séu í verkfalli, og höf-
undur þess heitir John Sayles."
— Það hefur líka heyrst talað
um að þú leikstýrðir mynd um
Ku Klux Klan, með Dustin Hoff-
man í aðalhlutverki____
„Já, en hún hefur verið lögð til
hliðar í bili. Ég er ekki alveg nógu
ánægður með handritið eins og það
er núna, og fyrirtækið er það víst
ekki heldur. Það getur verið að það
verði tekið upp aftur á næsta ári,
og ef mér líst á það þá getur verið
að ég taki þetta verkefni að mér.“
— Hvaða fyrirtæki ertu að
vinna fyrir?
„Það heitir Tri Star Columbia,
en það er nú reyndar Coca Cola sem
á allt heila klabbið,“ segir Bille og
glottir. „En þetta breytist allt svo
hratt. . . Sko, bandaríski kvik-
myndaiðnaðurinn byggist að mestu
leyti á nokkmm stómm dreifíngar-
fyrirtækjum: Wamer, Columbia,
Universal og United Artists o.fl,
sem eiga langstærsta hluta mark-
aðarins, eiga bíóin, kvikmyndaverin
o.s.frv. Hvert þeirra þarf að fram-
leiða 10—15 leiknar myndir á ári
til þess að reksturinn gangi upp.
Og það skiptir engu máli hvort þetta
em gæðamyndir eður ei, bara að
þær skili gróða. Skjótfenginn gróði
er það sem allt batteríið gengur út
á. Þetta er auðvitað mjög ólíkt því
kerfí sem við þekkjum hér á Norður-
löndum, þar sem maður verður að
leita á náðir hjá ríkisreknum kvik-
myndastofnunum, sem starfa undir
menntamálaráðuneytum. Þær gera
listrænar kröfur til verkefnanna,
en meta þau ekki útfrá sölumögu-
leikum. Þessvegna er það skrýtin
upplifun fyrir mann að kynnast
þessum gallharða viðskiptamóral í
Hollywood. Sem felur meðal annars
í sér að leikstjórar og framkvæmda-
stjórar em afar ótryggir í sessi; ef
þeir gera bara eitt flopp fjúka þeir
samstundis. Það fólk sem maður
hefur haft samband við er allt í
einu ekki lengur til staðar og ein-
hveijir aðrir teknir við. Ég vona
bara að það verði ekki mannaskipti
hjá Tri Star næsta hálfa árið ...“
— Er farið að ræða um hvaða
leikarar verða í myndinni?
„Nei, handritið á að vera tilbúið
í lok júní eða byijun júlí og þá fyrst
verður farið að spá í leikarana. Ég
veit ekki enn hvort það verða leikar-
ar á borð við Dustin Hoffman, en
það er mögulegt. Hinsvegar er ég
ekki viss um að ég vilji fá ein-
hveija stórstjömu. Það væri að
sjálfsögðu mjög spennandi, en er
einnig að vissu leyti varasamt. Stór-
stimi em svo valdamikil; þau vita
vel að það em fyrst og fremst þau
sem selja myndimar. Mynd eins og
Jörð í Afríku hefði ömgglega ekki
orðið neitt vinsæl, ef Robert Red-
ford og Meryl Streep hefðu ekki
leikið í henni. Því miður. Robert
Redford er ekki bara Robert Red-
ford. Hann er stofnun, iðnaður;
ímynd sem verður að viðhalda og
vemda. Eitt dæmið um áhrifamátt
stjömuleikaranna er sagan af leik-
stjóranum sem hafði gengið ámm
saman með handrit sitt á milli risa-
fyrirtækjanna, áður en hann fékk
það samþykkt. Síðan þegar farið
var að ræða málið frekar fannst
fyrirtækinu að aðalkvenhlutverkið
væri alveg kjörið fyrir Börbm Strei-
sand. Og hún var ráðin. En það var
ekki liðin vika af tökutímanum,
þegar sauð uppúr á milli hennar
og leikstjórans, og þá var það hann
sem var látinn fara... Það er þann-
ig ekki víst að það væri heppilegt
fyrir mig í minni fyrstu mynd í
Hollywood að fara að leikstýra stór-
stjömu."