Morgunblaðið - 29.05.1988, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988
45
Ný sending
- aldrei ódýrari!
Stærðir: 13" - 14" - 15"
Litir: Hvítir/ silfur
Seldir í settum eða stakir
HEIIDSALA
SMASALA
HABERG r
SKEIFUNNI 5A SÍiVII 91 8 47 88
HJÓLKOPPAR
í nýju búsáhaldadeildinni
er mikið úrval af fallegum
og hagnýtum vörum fyrir
heimilio. Góðar vörur á
góðu verði.
Afmæliskveðja:
Herdís Guðmunds-
dóttir, Hafnarfirði
Á morgun, 30. maí, verður frú
Herdís Guðmundsdóttir fyrrum
húsmóðir og ljósmyndari í Hafnar-
firði 90 ára.
Herdís er Borgfirðingur, en flutt-
ist ung til Hafnarfjarðar, ásamt
manni sínum, Guðbjarti Ásgeirs-
syni, bryta, sem látinn er fyrir all
mörgum árum. Þau hjónin eignuð-
ust 11 böm og ólu ennfremur upp
tvö fósturböm. Bæði voru þau list-
feng og vel þekkt sem áhugaljós-
myndarar. Hlutu þau á sínum tíma
margvíslega viðurkenningu fyrir
myndir sínar. Ljósmyndir þeirra em
merkar heimildir um liðinn tíma,
einkum frá sjó og sjávarútvegi og
sýna þær vel þróun þess atvinnu-
vegar, sérstaklega á fyrri hluta ald-
arinnar. Á þessu sviði hafa þau
hjón unnið óm°tpn)eo+
ir munu þó ekki síður minnast vel-
vildar hennar og hins glaðværa við-
móts. Með brosi sínu og hlýju hefur
hún á langri ævi brugðið birtu yfir
umhverfi sitt. Slíku fólki er gott
að kynnast.
Ættingja- og vinahópur Herdísar
er fjölmennur. Það munu því marg-
ir verða til að minnast hennar á
þessum tímamótum með þakklæti
í huga fyrir góð kynni. Síðustu árin
hefur Herdís dvalið á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Þar mun hún taka á
móti gestum í dag, 29. maí, á milli
kl. 15 og 17 í sal dvalarheimilisins.
Arni Grétar Finnsson
Herdís Guðmundsdóttir.
Tónleikar haldnir
í Norræna húsinu
TÓNLEIKAR verða i Norræna
húsinu miðvikudaginn 1. júni kl.
20.30. Þar munu Herdis Jónsdótt-
ir, lágfiðluleikari, og Sólveig
Anna Jónsdóttir, pianóleikari,
flytja verk eftir J.S. Bach, Nard-
ini, Schumann og Bloch.
Herdís Jónsdóttir er fædd og upp-
alin á Akureyri. Hún stundaði fiðlun-
ám við Tónlistarskólann á Akureyri
frá 10 ára aldri. Herdís lauk fiðlu-
kennaraprófí frá Tónlistarskólanum
í Reykjavík vorið 1986. Haustið eftir
skipti hún um hljóðfæri og hefur
síðan einbeitt sér að lágfiðluleik und-
ir handleiðslu Helgu Þórarinsdóttur.
Meðfram námi hefur Herdís stundað
kennslu og spilað í Sinfóníuhljóm-
sveit íslands. Á hausti komanda
hyggur hún á framhaldsnám í Þýska-
landi.
Sólveig Anna Jónsdóttir er einnig
Akureyringur. Hún steig fyrstu
skrefin á tónlistarbrautinni hjá
Ragnari H. Ragnar á ísafirði, en
stundaði nám við Tónlistarskólann á
Akureyri allt til ársins 1979. Sólveig
Anna var nemandi Halldórs Haralds-
sonar í Tónlistarskólanum í
Reykjavík og lauk hún píanókenn-
araprófi frá þeim skóla árið 1983
og einleikaraprófi ári síðar. Hún
stundaði framhaldsnám við háskól-
ann í Houston í Bandaríkjunum árin
1984—1987 þar sem aðalkennari
hennar var Nancy Weems. Sólveig
Anna býr nú í Reykjavík og starfar
við kennslu og píanóleik.
(Fréttatilkynning)
BÚSÁHÖLD
HÚ8A
■MIOJAN
SKÚTUVOGI 16 SÍMI 68 77 00
Osa£ÍSlA
r
RITVELAR
REIKNIVÉLAR
PRENTARAR
TÖLVUHÚSGÖGN