Morgunblaðið - 29.05.1988, Síða 47

Morgunblaðið - 29.05.1988, Síða 47
morgunbiIaÍií), súNnudAgiír Ö9. MAÍ 1988 Hvítasunna ’88 í Neskaupstað: Fjölbreytt menningardagskrá Neskaupstað. MIKIÐ var um að vera í menn- ingu °g skemmtanalífi Norðfirð- inga um hvítasunnuhelgina. Hvitasunnuhópurinn, sem sam- anstendur af áhugamönnum um tónlistarlif i Neskaupstað, ásamt menningarnefnd bæjarins og fé- lagsheimilinu Egilsbúð stóðu fyr- ir þessum hátíðahöldum. Á fostudag opnuðu þau Karl Hjelm og Þuríður Una Pétursdóttir myndlistarsýningu í fundarsal Eg- ilsbúðar. Karl sýndi ljósmyndir og Þuríður Una vatnslitamyndir og olíumálverk. Sýning þeiija stóð fram á mánudagskvöld. Á fostu- dagskvöld var síðan dansleikur. Aðalhátíðin hófst svo á hvíta- sunnudag með fjölbreyttum tónleik- um. Flytjendur voru aðallega heimamenn en Norðfirðingar fengu einnig góða gesti, þau Ingibjörgu Guðjónsdóttur sópransöngkonu, sem kunn er af sigri sínum í ein- söngvarakeppni sjónvarpsins, og undirleikara hennar, David Knowl- es. Skólahljómsveit Neskaupstaðar undir stjóm Jóns Lundberg hóf tón- leikana en síðan rak hvert atriðið annað svo sem þverflautukvartett, þar sem athygli vakti að einn hljóð- færaleikaranna var ung stúlka sem kom hingað frá Englandi í vetur til þess að vinna í fiski en hóf um leið nám í Tónskóla Neskaupstaðar og Landssamband tók nú þátt í tónleikunum. Blokk- flautukvartett kennara úr tónskól- anum kom fram, kirkjukór Norð- fjarðarkirkju undir stjóm Ágústar Ármanns Þorlákssonar söng og sýndi að honum er fleira til lista lagt en bara að syngja sálma, Hild- ur Þórðardóttir lék einleik á þver- flautu við undirleik Sveinbjargar Halldórsdóttur, Ingibjörg Guðjóns- dóttir söng einsöng bæði ein með sínum undirleikara og með kirkju- kómum og Ullarbandið, níu manna djasshljómsveit, skemmti einnig áhorfendum á þessum tónleikum. Þeir voru sérlega vel heppnaðir og hinir fjölmörgu tónleikagestir fengu sjálfsagt allir eitthvað við sitt hæfí því þama hljómaði allt milli háklass- ískra verka og dúndrandi dixieland- tónlistar enda var flytjendum óspart klappað lof í lófa. Á hvítasunnudagskvöld var svo veislukvöld í Egilsbúð og síðan dansleikur um nóttina. Þess má svo að lokum geta að flölmenni sótti þessa menningar- og skemmtihátíð sem haldin var undir nafninu Hvíta- sunna ’88. - Ágúst Þrastarlundur við Sog opinn ferðafólki Ragnar Lár með málverkasýningu Selfossi. SÖLUSKÁLINN Þrastarlundur við Sogsbrú var opnaður um hvítasunnuna. Þar stendur nú yfir málverkasýning Ragnars Lár. Auk þeirra mynda Ragnars sem hanga á veggjum Þrastarlundar eru til sýnis í möppu gamlar myndir eftir Ragnar frá Reykjavík. Þrastarlundur er opinn virka daga í maí klukkan 9—22 og um helgar klukkan 9—23. í júní og í sumar verður að sögn starfsfólksins opið alla daga klukkan 9—23. Strax fýrstu dagana var mikil umferð við Sogsbrúna og nóg að gera í skálan- um. Á góðviðrisdögum staldra margir við í Þrastarlundi, bæði til að fá sér hressingu og til að njóta útivistar í skóginum. — Sig. Jóns. hjálparsveita: Vinnings- númer í happdrætti DREGIÐ var í happdrætti Lands- sambands hjálparsveita skáta 20. maí 1988. Eftirtalin númer komu upp: Mitsubishi Pajero 5D Super Wag- on jeppar: 115235, 117878, 131077, 141223. Volkswagen Golf C 3D 1600 bif- reiðar: 21952, 37726, 53322, 68676, 81871, 98377, 126990, 148192, 149397, 162637, 162766, 173244. Hringt verður í alla vinningshafa. Landssamband hjálparsveita skáta þakkar landsmönnum góðan stuðning. Vinningsnúmer birt án ábyrgðar. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Starfsfólk Þrastarlundar, Bertha Traustadóttir, Steinar Agnarsson og Steinunn Sverrisdóttir. FÆREYJAR 5^Tviku FLUGLEIÐIR -fyrír þíg- Æ Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Egilsbúð var þétt setin á tónleikunum sem haldnir voru á hvítasunnu- dag í Neskaupstað. ORLANDO FLUGLEIÐIR -fyrír þíg- REKURÐU LITIÐ FYRIRTÆKI? HYGGSTU ST0FNA FYRIRTÆKI? Ef svo er áttu erindi á námskeiðið stofnun og rekstur fyrirtækja, sem haldið verður dagana 6. til 11. júní. Meðal efnis: Frumkvöðullinn, stofnáætlun, markaðsmál, fjármál, form fyrirtækja og bókhald. Námskeiðið fer fram í kennslusal Iðntæknistofnunar í Keldnaholti. Þátttaka tilkynnist í síma 687000. nlÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS rekstrartæknideild. ISLENSK MYNDLIST e 2.000. Ásgrímur £[? Jonsson 2.500,- Gjöf, sem fræðir og gleður við öll tækifæri Glæsilegur bókaflokkur um íslenska myndlistarmenn ORagnar í Smára OEiríkur Smith OJóhann Briem OÁsgrímur Jónsson OMuggur OJóhannes Geir OTryggvi Ólafsson Allt eru þetta vandaðar, vel myndskreyttar bækur, skrifaðar af sumum okkar bestu höf- undum. Bækur, sem henta ein eða fleiri saman, sem tækifærisgjafír af öllu tilefni. Hafíð samband í síma 91-21960 eða lítið við í næstu bókabúð. LISTASAFN ASÍ LÖGBERG -1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.