Morgunblaðið - 29.05.1988, Side 61

Morgunblaðið - 29.05.1988, Side 61
QQO *■ OO <TTTr'v TCTMTT^CTOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988 na Við gullna hliðið Blús Árni Matthíasson Trúartónlist litra Bandaríkja- manna, „gospel“-tónlist, hefur alla tfð einkennst af sönghópum sem gjarnan syngja án tónlistar- undirleiks; „a cappella" eða „alla cappella". í mörgum kvart- ettinum var það og háttur söng- manna að likja eftir hljóðfærum til að gefa tónlistargrunn. Marg- ir kannast við Mills-bræður, sem sungu soul-tónlist, eða lita popp- tónlist síns tíma, en fremsti sönghópurinn sem blandaði saman hreinum trúartónlistar- söng og hljóðfæraeftirhermum var Gullnahliðs kvartettinn, The Golden Gate Quartet. Golden Gate kvartettinn hefur starfað samfleytt í 54 ár þegar þetta er ritað og enn er í kvartett- inum einn stofnmeðlima hans, Orl- andus Wilson, og annar sem hefur starfað með honum síðan 1940, Clyde Riddick. Kvartettinn var stofnaður f skóla í Norfolk í Virginíu af þeim William Langford fyrsta tenór, Willy Johnson barýtón, Henry Owens öðrum tenór og Orlandus Wilson bassa 1934. Um þær mund- ir voru Mills-bræður upp á sitt besta og höfðu sent frá sér plötur og komið fram í vinsælum útvarps- þætti. Kvartettinn, sem hét í upp- hafi The Golden Gate Jubilee Qu- artet, hóf feril sinn á að stæla Mills-bræður og á tveim plötum sem RCA í Þýskalandi gaf út í einu umslagi undir nafninu 35 Historic Recordings eru mörg lög sem koma ansi nálægt því að vera hermilög. Mills-bræður sungu aft- ur á móti ekki trúartónlist líkt og þá sem Golden Gate kvartettinn sérhæfði sig í og þegar fram liðu stundir tókst kvartettinum að skapa sér sinn eigin stfl. 1935 bauðst kvartettinum samningur við útvarpsstöð í Charl- otte í Norður-Karólínu og sú at- hygli sem söngur hans vakti varð til þess að Victor-útgáfufyrirtækið fékk kvartettinn til að taka upp nokkur lög fyrir Bluebird-merki fyrirtækisins. f ágúst 1937 tók Golden Gate kvartettinn síðan upp flórtán lög á tveimur tímum. Þau lög voru öll gefin út, smátt og smátt og endurútgefin af RCA- Victor fram undir 1949. Vinsældir laganna urðu slíkar að Victor tók mikið upp með kvartettinum næstu árin. Ekki skemmdi fyrir vinsæld- unum að meðlimir kvartettsins settu það ekki fyrir sig þó þeir tæku upp leikmannalög, ólíkt öðr- um trúartónlistarhópum. Það er því að finna á plötum með kvartett- inum lög eins og Stormy Weather og 01’ Man Moses. Öllu slíku var þó haldið innan skynsamlegra marká, enda var aldrei litið á Gold- en Gate kvartettinn sem poppsveit þrátt fyrir að lag og lag væri popp- lag. Orðspor kvartettsins barst til Johns Hammonds, sem vann þá að því að setja upp konsert sinn From Spirituals to Swing og hann fékk þegar kvartettinn til að koma fram þar. Þeir tónleikar urðu til þess að kvartettinn varð eftirsóttur til tónleikahalds í New York og víðar og fleiri upptökur fyrir Vic- tor fylgdu í kjölfarið. Haustið 1940 urðu fyrstu mannabreytingamar í kvartettinum að William Langford hætti og í hans stað kom Ciyde Riddick og hefur verið í kvartettin- um síðan. Þegar síðari heimsstyrj- öldin hófst voru þeir Orlandus Wilson og Willie Johnson kallaðir í herinn og menn komu í þeirra stað. Þeir gengu þó báðir í kvart- ettinn aftur að átökum loknum og þráðurinn var tekinn upp þar sem frá var horfið. Willie Johnson sagði skilið við félaga sína 1948 og í hans stað kom Orville Brooks. Þetta varð til að breyta söngstíl kvartettsins nokkuð, því vart gat maður komið í stað Willie. Kvart- ettinn fór nú að taka upp fyrir Mercury, en vinsældimar dvínuðu nokkuð. 1950 hætti Henry Owens með kvartettinum til að þjóna guði sem predikari og í hans stað komu fyrst Aiton Bradley og síðan Eug- ene Mumford. 1952 hættu þeir Orville Brooks og Eugene Mum- ford og var þá Orlandus Wilson einn eftir af upprunalegu stofnend- um_ kvartettsins. Á árunum uppúr 1950 var rokk- ið að trylla bandaríska æsku og Golden Gate kvartettinn átti erfitt uppdráttar líkt og flestir þeir sem sungu trúartónlist eða blús. 1955 fór kvartettinn í sína fyrstu tón- leikaför til Evrópu og fékk svo góðar viðtökur þar að tveimur árum síðar var Evrópa orðin helsti starfsvettvangur hans. 1959 flutt- ist kvartettinn til Parísar vegna samnings til tveggja ára og hefur búið þar síðan. í dag ferðast kvart- ettinn um gervalla Evrópu og skemmtir og fer í stuttar heim- sóknir til Bandaríkjanna öðru hvoru. Eins og áður sagði gaf RCA í Þýskalandi út tvöfalda plötu með söng Golden Gate kvartettsins fyr- ir nokkm. Þar á er að finna besta samansafn sem gefið hefur verið út með söng hans, lög sem tekin em upp á ámnum frá 1937 til 1939. I þeim lögum sem á plöt- unni em er sú útgáfa kvartettsins sem flestir telja þá bestu og víst er að mörg laganna em svo vel sungin að menn hlusta á agndofa. Gott dæmi um söngstflinn er Gold- en Gate Gospel Train, þar sem kvartettinn líkir eftir lestarhljóðum en fer síðan út í að „impróvísera" án orða að hætti Milis-bræðra. Ólfld Mills-bræðmm em þeir ekki að syngja saxófóna sem leika bara jass, þeir em líka að túlka tilfinn- ingar. Önnur lög sem minnisstæð em: When the Saints Go Marching In, sem er í óvenju hægri útsetn- ingu með skemmtilegum falsettu- stökkum barýtónsöngvarans Bill Langford; Massas in the Cold, Cold Ground sem sýnir að þó kvart- ettinn hafi fengið sitthvað frá Mills-bræðmm, gerði kvartettinn meira en bara stæla söngtækni þeirra; Noah og fleiri, enda þrjátíu og sjö lög á plötunum og í þeim margt sem áhugamenn um kór- söng, blús, jass og bara góða tón- list almennt geta haft gagn af að hlusta á. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja: Fengu Coldwaterskjöldinn fyrir gallalausa framleiðslu Morgunblaðið/Sigurgeir Glatt á hjalla & góðri stundu þjá stelpunum i Hraðinu , en starfs- fólk Hraðfrystistöðvar Vest- mannaeyja hefur skilað verð- launaverki. Hraðfrystistöð Vestmannae; sti- Morgunblaðið/Sigurgeir Jón Svansson yfirverksljóri Hraðfrystistöðvarinnar hjá viðurkenn- ingum sem fyrirtækið hefur fengið á undanfömum árum. var á sfðasta ári í 8. sæti SH-frysf húsa á landinu miðað við fram- leiðsluverðmæti, fyrir alls um 300 milljónir króna. A árinu 1987 var fyrirtækið 5. framleiðsluhæsta ftystihús SH á landinu. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja fékk fyrir skömmu mestu viður- kenningu sem Coldwater í Bandarikjunum veitir fyrir vöru- vöndun árlega. Þetta er þriðja árið i röð sem Hraðfrystistöð Vestmannaeyja fær sérstaka við- urkenningu fyrir vöruvöndun, en að þessu sinni fékk fyrirtækið Coldwaterskjöldinn ásamt 5 öðr- um frystihúsum innan Sölumið- stöðvarinnar sem sendu frá sér gallalausa vöru á tímabilinu frá 1. maí 1987 til 1. maí 1988. B>að var þessi sem heimtaði að Ricoh Ijósritunarvélin yrði keypt Orðið Ricoh lætur að líkindum ekki kunnulega I eyrum. En þar sem fóik kynnist Ricoh Ijósritunar- eða öðrum skrifstofuvélum með þessu heiti má búast við að önnur orð hljómi oft í eyrum: „Flott.“ „Ágætt,“ gæti forstjórinn sagt þegar verkin fara að ganga greiðar en fyrr. „Núl?" heyrist kannski I spumar- tón frá gjaldkeranum þegar við- haldsreikningamir lækka. „Flott" á áreiðanlegast eftir að heyrast oft frá öllum sem fá f hendur þau skýru Ijósrit sem Ricoh læturfrá sér. Örugg Ijósritunarvél með ein- staka kosti. (meira en hálfa öld hefur Ricoh framleitt skrifstofuvélar frá einu ófrávíkjanlegu sjónarmiði: Sjónar- miði notandans. Petta eru tæki sem orðin eru til vegna þess að framleið- andinn setti sig í þín spor, spor framkvæmdastjórans, gjaldkerans og notandans sem dreymir um tæki' sem vinna eins og hugur manns. Á grundvelli þessarar stefnu hefur Ricoh haslað sér öruggan völl I meiraen 130löndum. Loks er vert að hafa I huga að þetta er sú vél sem flest fyrirtæki f Japan nota - en þar í landi þykja menn sem kunnugt er hafa sæmi- legt vit á hagkvæmni í rekstri. Tækni sem allir falla fyrir. Tímamót í Ijósritun aCQhf SKIPHOLT117 105 REYKJAVlK SÍMI: 91 -2 73 33

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.