Morgunblaðið - 29.05.1988, Page 62

Morgunblaðið - 29.05.1988, Page 62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988 62 Kasparov hefur öruggt forskot á Karpov Skýk Margeir Pétursson Heimsmeistarínn i skák er óstöðvandi á fjögurra manna mótinu í Amsterdam í Hollandi. Kasparov hefur hlotið sex og hálfan vinning af níu möguleg- um, en keppinautur hans, sjálf- ur Anatoly Karpov, hefur að- eins hlotið fimm vinninga. Full- trúar heimamanna hafa báðir valdið vonbrígðum. Jan Tim- man er með þijá og hálfan vinn- ing og John Van der Wiel er langneðstur með tvo vinninga. Þremur umferðum er ólokið á mótinu og það er ljóst að til að Karpov verður að vinna heims- meistarann með svörtu ef hon- um ætlar að takast að stöðva hann. Þáttaskil urðu á mótinu með heppnissigri Kasparovs yfir Karpov í fimmtu umferð mótsins. Sú sögulega skák birtist hér í Morgunblaðinu á sunnudaginn var. Síðan þá hefur heimsmeistar- anum tekist að vinna Hollending- ana báða, á meðan Karpov varð að láta sér nægja jafntefli gegn þeim. Innbyrðis viðureign þeirra i níundu umferð lyktaði síðan með jafntefli eftir harða baráttu. Skák þeirra var nokkuð athyglisvert framhald á fræðilegri baráttu í Grunfeldsvöm, sem hófst í ein- víginu í Sevilla í vetur. Karpov kom með athyglisverða hugmynd, en Kasparov slapp út í endatafl þar sem virk staða hans tryggði Láttuekki sparifé þitt enda sem verðlausa minjagripi Veðdeild Útvegsbankans býður þér 10% vexti af skuldabréfum umfram verðbólgu: Það er engin hætta á að sparifé þitt rýrni í verðbólgunni ef þú fjárfestir í skuldabréfum okkar. Ávöxtun á eins, tveggja, þriggja og fjögurra ára bréfum er 10%. Hvert skuldabréf er með einum gjalddaga. Nafnverð bréfa eru: Kr. 5.000.-, kr. 25.000.-, kr. 50.000.-, kr. 100.000.- og kr. 250.000.-. VEÐDEILDARBRÉF ÚTVEGSBANKA ÍSLANDS HF. ER HÆGT AÐ KAUPA Á ÖLLUM AFGREIÐSLUSTÖÐUM BANKANS: VERÐBRÉFAA/LARKAÐUR ÚTVEGSBANKANS SÍÐUMÚLA 23, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 68 80 30 honum fyllilega nægar bætur fyrir peð. Karpov lenti því um síðir í vöm, en hélt jafntefli án mikillar fyrirhafnar. Tveir síðustu sigrar Kasparovs yfír Hollendingum tveimur virtust afskaplega fyrirhafnarlitlir af hans hálfu. Þeir höfðu hvorugir roð við honum í byijanaþekkingu og úrslitin í báðum skákunum vom ráðin í kringum 30. leik. Það má mikið læra af handbragði heimsmeistarans í þessum tveimur skákum. Ef svo fer sem horfír hækkar Kasparov verulega á stigum á þessu móti. Núverandi stigatala hans er 2750 og hann hlýtur að stefna að því að slá met Bobby Fischers, sem komst í 2785 stig eftir meðferð sína á þeim Tai- manov, Larsen og Petrosjan árið 1971 í einvígjum. Hvítt: Gary Kasparov Svart: John Van der Wiel Drottningarindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - b6 4. a3 Þetta var uppáhaldsafbrigði Kasparovs í æsku, en upp á síðkas- tið hefur hann sparað það. Hann beitti því einnig í fyrstu umferð gegn Van der Wiel. Þá svaraði Hollendingurinn með 4. — Ba6 5. Dc2 — Bb7 6. Rc3 c5, en náði aldrei að jafna taflið fyllilega. Nú heldur hann sig við algengasta afbrigðið. 4. - Bb7 5. Rc3 - d5 6. cxd5 - Rxd5 7. Dc2 — c5 8. dxc5 Hér áður fyrr var Kasparov vanur að tefla upp á miðborðið með 8. e4 — Rxc3 9. bxc3. En það hefur mikið vatn rannið til sjávar síðan og nú kýs hann frek- ar að hraða liðskipan sinni sem mest. 8. - Bxc5 9. Bg5 - Dc8 10. Hcl - h6 11. Bh4 - a5 12. Ra4 - Rd7 13. e4! Þetta er mjög mikilvæg endur- bót á skákinni Salov-Timman í Belgrad í haust, en sú skák leyst- ist fljótlega upp í jafntefli eftir 13. e3 - 0-0 14. Bb5 - Ba6 15. Bxa6 — Dxa6 16. De2. 13. - Rc7?! Eftir þetta lendir svartur í óþægilegri aðstöðu með stök peð á drottningarvæng, en aðrir leikir era heldur ekki sérlega traustvekj- andi. Framhaldið eftir 13. — R5f6 gæti orðið 14. Bxf6 - Rxf6 15. Bb5+ - Ke7 16. e5 - Rg4 17. 0-0 - Bxf3 18. gxf3 - Rxe5 19. De4 14. Rxc5 — bxc5 Þvingað, þar sem 14. — Rxc5? 15. b4! — Bxe4 16. Dc3 er augljós- lega mjög slæmt á svart, því peð- ið á g7 fellur. 15. Be2 — Ba6 16. 0-0 - 0-0 17. Hfdl - f6 18. Bg3 - Hf7 19. Bc4 - Bxc4 20. Dxc4 - e5 21. Rh4! - De8 21. — Da6 gekk ekki vegna 22. Dxf7+! og hvítur fær of mikið lið fyrir drottninguna. 22. Rf5 - De6 23. De2 - Hb8 24. Hd6 - De8 25. Hcdl - Rf8 26. F4! Rb5? Úr einu af herbergjum Hótels Óskar. Akranes: A Hótel Osk opið í sumar Sumarhótelið Ósk verður starfrækt á Akranesi i sumar eins og síðastliðið sumar. Hótelið er til húsa í nýrri heima- vist Fjölbrautaskóla Vesturlands á Vogabraut 4 og fylgir hverju herbergi bað og fsskápur. Nálægt hótelinu er vöramarkaður og í júlí verður tekinn í notkun ný útisundlaug nálægt hótelinu. Hótelið opnar fyrstu vikuna í júní og er opið til 25. ágúst. Skagaferðir bjóða einnig skipu- lagðar skoðunarferðir um Akra- nes og nágrenni. (Fréttatilkynning) Gróðrastöðin BORG, Þelamörk 54 Hveragerði, innganguraustan EDEN. Sfmi 99-4438 Fallegar garöplöntur - og verðið kemur þægilega á óvart. Tré og runnar um 150 tegundir Fjölær blóm 150-200 tegundir. Sumarblóm á 30 kr. Petuníur dahliur o.fl. á 120 kr. Kálplöntur á 25 kr. Opið alla daga kl. 9.00-22.00. _

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.