Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988 62 Kasparov hefur öruggt forskot á Karpov Skýk Margeir Pétursson Heimsmeistarínn i skák er óstöðvandi á fjögurra manna mótinu í Amsterdam í Hollandi. Kasparov hefur hlotið sex og hálfan vinning af níu möguleg- um, en keppinautur hans, sjálf- ur Anatoly Karpov, hefur að- eins hlotið fimm vinninga. Full- trúar heimamanna hafa báðir valdið vonbrígðum. Jan Tim- man er með þijá og hálfan vinn- ing og John Van der Wiel er langneðstur með tvo vinninga. Þremur umferðum er ólokið á mótinu og það er ljóst að til að Karpov verður að vinna heims- meistarann með svörtu ef hon- um ætlar að takast að stöðva hann. Þáttaskil urðu á mótinu með heppnissigri Kasparovs yfir Karpov í fimmtu umferð mótsins. Sú sögulega skák birtist hér í Morgunblaðinu á sunnudaginn var. Síðan þá hefur heimsmeistar- anum tekist að vinna Hollending- ana báða, á meðan Karpov varð að láta sér nægja jafntefli gegn þeim. Innbyrðis viðureign þeirra i níundu umferð lyktaði síðan með jafntefli eftir harða baráttu. Skák þeirra var nokkuð athyglisvert framhald á fræðilegri baráttu í Grunfeldsvöm, sem hófst í ein- víginu í Sevilla í vetur. Karpov kom með athyglisverða hugmynd, en Kasparov slapp út í endatafl þar sem virk staða hans tryggði Láttuekki sparifé þitt enda sem verðlausa minjagripi Veðdeild Útvegsbankans býður þér 10% vexti af skuldabréfum umfram verðbólgu: Það er engin hætta á að sparifé þitt rýrni í verðbólgunni ef þú fjárfestir í skuldabréfum okkar. Ávöxtun á eins, tveggja, þriggja og fjögurra ára bréfum er 10%. Hvert skuldabréf er með einum gjalddaga. Nafnverð bréfa eru: Kr. 5.000.-, kr. 25.000.-, kr. 50.000.-, kr. 100.000.- og kr. 250.000.-. VEÐDEILDARBRÉF ÚTVEGSBANKA ÍSLANDS HF. ER HÆGT AÐ KAUPA Á ÖLLUM AFGREIÐSLUSTÖÐUM BANKANS: VERÐBRÉFAA/LARKAÐUR ÚTVEGSBANKANS SÍÐUMÚLA 23, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 68 80 30 honum fyllilega nægar bætur fyrir peð. Karpov lenti því um síðir í vöm, en hélt jafntefli án mikillar fyrirhafnar. Tveir síðustu sigrar Kasparovs yfír Hollendingum tveimur virtust afskaplega fyrirhafnarlitlir af hans hálfu. Þeir höfðu hvorugir roð við honum í byijanaþekkingu og úrslitin í báðum skákunum vom ráðin í kringum 30. leik. Það má mikið læra af handbragði heimsmeistarans í þessum tveimur skákum. Ef svo fer sem horfír hækkar Kasparov verulega á stigum á þessu móti. Núverandi stigatala hans er 2750 og hann hlýtur að stefna að því að slá met Bobby Fischers, sem komst í 2785 stig eftir meðferð sína á þeim Tai- manov, Larsen og Petrosjan árið 1971 í einvígjum. Hvítt: Gary Kasparov Svart: John Van der Wiel Drottningarindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - b6 4. a3 Þetta var uppáhaldsafbrigði Kasparovs í æsku, en upp á síðkas- tið hefur hann sparað það. Hann beitti því einnig í fyrstu umferð gegn Van der Wiel. Þá svaraði Hollendingurinn með 4. — Ba6 5. Dc2 — Bb7 6. Rc3 c5, en náði aldrei að jafna taflið fyllilega. Nú heldur hann sig við algengasta afbrigðið. 4. - Bb7 5. Rc3 - d5 6. cxd5 - Rxd5 7. Dc2 — c5 8. dxc5 Hér áður fyrr var Kasparov vanur að tefla upp á miðborðið með 8. e4 — Rxc3 9. bxc3. En það hefur mikið vatn rannið til sjávar síðan og nú kýs hann frek- ar að hraða liðskipan sinni sem mest. 8. - Bxc5 9. Bg5 - Dc8 10. Hcl - h6 11. Bh4 - a5 12. Ra4 - Rd7 13. e4! Þetta er mjög mikilvæg endur- bót á skákinni Salov-Timman í Belgrad í haust, en sú skák leyst- ist fljótlega upp í jafntefli eftir 13. e3 - 0-0 14. Bb5 - Ba6 15. Bxa6 — Dxa6 16. De2. 13. - Rc7?! Eftir þetta lendir svartur í óþægilegri aðstöðu með stök peð á drottningarvæng, en aðrir leikir era heldur ekki sérlega traustvekj- andi. Framhaldið eftir 13. — R5f6 gæti orðið 14. Bxf6 - Rxf6 15. Bb5+ - Ke7 16. e5 - Rg4 17. 0-0 - Bxf3 18. gxf3 - Rxe5 19. De4 14. Rxc5 — bxc5 Þvingað, þar sem 14. — Rxc5? 15. b4! — Bxe4 16. Dc3 er augljós- lega mjög slæmt á svart, því peð- ið á g7 fellur. 15. Be2 — Ba6 16. 0-0 - 0-0 17. Hfdl - f6 18. Bg3 - Hf7 19. Bc4 - Bxc4 20. Dxc4 - e5 21. Rh4! - De8 21. — Da6 gekk ekki vegna 22. Dxf7+! og hvítur fær of mikið lið fyrir drottninguna. 22. Rf5 - De6 23. De2 - Hb8 24. Hd6 - De8 25. Hcdl - Rf8 26. F4! Rb5? Úr einu af herbergjum Hótels Óskar. Akranes: A Hótel Osk opið í sumar Sumarhótelið Ósk verður starfrækt á Akranesi i sumar eins og síðastliðið sumar. Hótelið er til húsa í nýrri heima- vist Fjölbrautaskóla Vesturlands á Vogabraut 4 og fylgir hverju herbergi bað og fsskápur. Nálægt hótelinu er vöramarkaður og í júlí verður tekinn í notkun ný útisundlaug nálægt hótelinu. Hótelið opnar fyrstu vikuna í júní og er opið til 25. ágúst. Skagaferðir bjóða einnig skipu- lagðar skoðunarferðir um Akra- nes og nágrenni. (Fréttatilkynning) Gróðrastöðin BORG, Þelamörk 54 Hveragerði, innganguraustan EDEN. Sfmi 99-4438 Fallegar garöplöntur - og verðið kemur þægilega á óvart. Tré og runnar um 150 tegundir Fjölær blóm 150-200 tegundir. Sumarblóm á 30 kr. Petuníur dahliur o.fl. á 120 kr. Kálplöntur á 25 kr. Opið alla daga kl. 9.00-22.00. _
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.