Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 68
NÝTT FRÁ KODAK RAFHLAÐA SEM ENDIST OG ENDIST ffltttiiiMjifrtfr ALLTAF SOLARMEGIN SUNNUDAGUR 29. MAI 1988 VERÐ I LAUSASOLU 60 KR. Fornleifafundur í Viðey: Hvar sem við sting- um niður skóflu, alls staðar eru fomleifar - segir Margrét Hallgrímsdóttir fornleifafræðingur Vegg'hleðslur, sem líklega eru frá fyrstu öldum eftir landnám, fundust við uppgröft í Viðey í vikunni. Eru þær litlu austar en talið var að byggð hefði verið í Viðey. Einnig hafa fundist grafir að baki Viðeyjarkirkju en þar fundust um 60 grafir í fyrrasumar. Þá er ætlunin er að grafa upp rústir að baki Viðeyjarstofu í sumar, í framhaldi af upp- greftinum í fyrra. „Það er sama hvar við stingum niður skóflu hér í Viðey, alls staðar komum við niður á fornleifar,“ sagði Margrét Hallgrímsdóttir fornleifafræðingur en hún gerir sér jafnvel vonir um að finna rústir Viðeyjarklausturs í sumar. Vegghleðslumar fundust þeg- ar móöskuhaugur og útihús frá 18. öld sem fundust fyrr í mánuð- inum voru fjarlaegð en þau mynd- uðu um 4 metra háan hól ofan á hleðslunni. Þykkt gólflag var við hleðsluna og skýrar torf- hleðslur ofan á en enn er óljóst hvort um er að ræða rústir úti- húss eða skála. 5 metra löng hleðsla er komin í ljós en ekki er vitað hversu löng hún er alls, þar sem hún heldur áfram inn í hólinn. Ekki verður grafið lengra inn í hólinn í sumar en Margrét kvaðst vona að það yrði gert síðar þar sem framkvæmdaaðilar í Viðey hefðu sýnt fullan skilning á fomleifarannsóknunum. Ekki er vitað hver bjó í Viðey en sögusagnir em til um bónda, sem var búsettur í eynni áður en Viðeyjarklaustur var stofnað, árið 1226. „Jörðin var mjög bú- sældarleg, stutt að róa til fiskjar og eggjatöku auk þess sem byggð í Reykjavík var í næsta ná- grenni. Það er því mjög líklegt að snemma hafí hafíst búskapur í eynni," sagði Margrét. 8 manns vinna nú _að upp- greftri í Viðey á vegum Arbæjar- safns og bætast bráðlega fleiri í hópinn. Auk vegghleðslunnar hafa þegar fundist 2 grafír að baki Viðeyjarkirkju til viðbótar þeim 60 sem þar fundust í fyrra. Vom þær flestar frá miðöldum en það segir Margrét enn frekari vísbendingu um að klaustrið hafí verið þar sem ætlunin er að grafa í sumar. - v” Morgunblaðið/BAR Margrét Hallgrímsdóttir, fomleifafræðingur segir að torfhleðsl- umar sem komu í ljós i vikunni, séu skólabókardæmi um hvern- ig eigi að hlaða torfveggi. Líklegt er að þær séu frá 10. öld. Humarveiðin á Höfn: jjtflutiimgiir á heilimihuinri hækkar verðið um þriðjung Aflabrestur í upphafi vertíðar Höfn, Homafirði. Frá blaðamanni Morgunblaðsins, Hirti Gíslasyni. HUMARVERTÍÐIN frá Höfn í Homafirði, sem hófst fyrir viku, hefur verið afar slök. Nánast eng- inn afli hefur borist á land og muna menn varla eftir jafn slakri byrjun vertiðar. Auk þess er hum- arinn óvenjusmár að sögn sjó- • • Olvaður ók í Evja- fjarðara AÐFARANÓTT laugardagsins fór bifreið út af veginum við Kristnes- hæli i Eyjafirði og stakkst á kaf í Eyjafjarðará. Vegfarandi sá bilinn mara að mestu leyti i kafi og kallaði lögreglu til. Ökumann- ungum manni sem var gest- /.omandi á Akureyri, hafði tekist að komast út úr bílnum og fannst blautur og hrakinn á næsta bæ. Grunur leikur á að ölvun hafí vald- ið þessum ómarkvissa akstri manns- ins. Lögregla hafði hann með sér í hús á Akureyri, þar sem hann var látinn sofa úr sér. Maðurinn hafði fengið bílinn að láni hjá ættingja. manna og mikið rusl í aflanum. Verði vemlegur aflabrestur get- ur útflutningur á heilum humri bætt hluta skaðans. Með þeim hætti eykst útflutningsverðmæti um nálægt þriðjungi. Ari Þorsteinsson iðnverkfræðing- ur, starfsmaður Fiskiðjuvers Aust- ur-Skaftfellinga, hefur síðan á síðasta ári unnið að þróun, vinnslu og markaðssetningu á heilum humri í samvinnu við danskt fyrirtæki. Saia á töluverðu magni á viðunandi verði er talin tryggð í sumar. Enn- fremur er verið að huga að nýtingu úrgangs í súpukraft. Ari sagði í samtali við Morgun- biaðið að heita mætti að erfíðustu hjallamir væru að baki. Aðeins ætti eftir að sníða smærri agnúa af. Helsta vandamálið hefði verið að koma í veg fyrir sortamyndun í humrinum. Með góðum þvotti og notkun efnalausna hefði tekist að hefta hana. Útkoma þessa væri veruleg hækkun afurðaverðs, um þriðjung. Humarinn yrði nær full- nýttur og skilaði bæði vinnslu og veiðum auknu fé. Þó útflutningsverðmæti ykist verulega mætti það ekki gleymast að með því að flytja humarinn heilan út í stað þess að senda aðeins hal- ann héðan þrefaldaðist magnið í vinnslunni og framleiðslu- og um- búðakostnaður yrði töluvert meiri en ella. Því fylgdi ennfremur kostn- aður að þróa þessa vinnslu og afla markaða fyrir afurðina. Það kæmi sér þó vissulega vel að vera undir aflabrest búinn með því að geta aukið verðmæti aflans á þennan hátt. Vertíðin hefur venjulega hafíst með mikilli veiði, 20-30 tunnum á Húsfnðunarnefnd hefur sypj- að beiðni Menntaskólans i Reykjavík um að sett verði tvö- falt gler í glugga skólahússins. Guðni Guðmundsson rektor MR sagði í samtali við Morgunblaðið að hann ætti erfitt með að sætta sig við þessa niðurstöðu þar sem fyrir kæmi, að nemendur og kennarar héldust illa við i ákveðnum hlutum skólans í verstu kuldaköstunum á veturna. bát í fyrstu túrum. Veður hamlaði veiðum í upphafi vikunnar en eftir að það gekk niður hefur nánast ekk- ert fengist. Bátarnir hafa sumir hveijir verið að landa smáslöttum í körfum en Þinganesið hefur landað mestu, tæpum tólf tunnum. Sjá einnig: „Slæmar gæftir og léleg humarveiði sem af er“, bls. Þór Magnússon, þjóðminjavörður og formaður Húsfriðunamefndar, sagði að skólahús MR væri friðað og þar sem talið væri að áðumefnd viðgerð myndi breyta húsinu tals- vert var beiðninni hafnað. „Við höfum hins vegar bent á aðra lausn í þessu máli, en það er að setja laus innri fög á gluggana. Það var meðal annars gert á Bessastöðum í fyrra og hefur reynst vel,“ sagði Þór. „Við vísuðum rektor á arkitekt Grímsey: Leggja bátunum sökum aflabrests AFLI Grímseyjarbáta hefur verið nánast enginn að undanfömu, að sögn fréttaritara blaðsins, Alfreðs Jónssonar. íhuga menn nú að hætta sjósókn í bili þar til úr ræt- ist. Fyrir skömmu reyndu tveir bátar fyrir sér við Kolbeinsey og hafði annar þijá þorska upp úr krafsinu, en hinn þijá seli. Var áhöfn þess síðarnefnda ánægðari með sinn feng þvi selurinn þykir mikil meinvættur. Afkoma hefur verið léleg í vetur og ekki hefur sölutregða bætt úr skák. Þó hefur fiskvinnslufólk haft næga atvinnu. Á liðnum vetri voru gerðir út um 12 bátar, vinna fjórir tugir manna í fískvinnslu og annað eins sækir sjóinn. Trillumar hafa verið að komast á flot ein af annarri. Að vonum fara eigendur þeirra sér fremur hægt og nota tímann til að dytta að bátum sínum. Sjómannadagurinn er í nánd og öruggt að þá verða allir í landi. Jafnmargir ferðamenn ogífyrra AÐ SÖGN ferðamála- og hótel- manna, sem Morgunblaðið ræddi við, verður ferðamannastraumur til landsins með svipuðu móti og í fyrra. Hótelin eru að mestu leyti fullbókuð í sumar og þjá Flugleið- um fengust þær upplýsingar að síðsumars væri góð nýting á ferð- um hjá félaginu, en heldur slakari í júni. Að sögn Boga Ágústssonar, blaða- fulltrúa Flugleiða, var aukning á farþegafjölda hjá fyrirtækinu fyrstu þijá mánuði ársins en aprílmánuður var afleitur vegna verkfalls verslun- armanna. „Við erum ekki enn komn- ir yfír lægðina, sem kom vegna verk- fallsins," sagði Bogi. „Það er eitt- hvað minna bókað fyrri part sumars en var í fyrra, en það jafnar sig síðan," sagði Bogi. Hann sagðisttelja að þessi tregða í júní væri bæði verk- fallinu að kenna, en einnig almennum verðlagshækkunum innanlands, sem ekki væru fallnar til þess að laða að ferðamenn. í þessu sambandi en rektor sendi okkur bréf nýverið þar sem hann lýsti óánægju sinni með þessa nið- urstöðu og bað okkur um að endur- skoða hana. Ég held hins vegar að það verði erfítt fyrir okkur að breyta þessari niðurstöðu, ef menn á annað borð vilja halda útiiti og gerð hússins,“ sagði Þór Magnús- son. 2. Húsfriðunarnefnd: Synjað beiðni MR um tvöfalt gler í glugga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.