Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS BLAÐ Gamla klukkan, gamla klukkan gengur hæg og hljóð, alltafsína, alltafsína áratuga slóð. Þannig orti blind, áld- urhnigin kona á langri göngu fram og aftur um myrkan gang í íbúð sinni. láfið er hverfult. Nú standa Ingibjörgu Jó- hannsdóttur frá Löngu- mýri í Skagafirði ekki aðrar heilsubótargöngur til boða en þær sem stunda má innan veggja íbúðar hennar við Reyni- mel í Reykjavík. Það virð- ast harmræn örlög konu sem áður teygaði með áfergju þá angan og yndi sem íslensk náttúra ein getur veitt þeim börnum sínum sem hafa kynnst henni og lært að elska hana. Rætt við Ingibjörgu Jóhannsdóttur frá Löngumýri Ingibjörg lærði snemma að meta sína heimahaga. Hún fæddist árið 1905 að Löngumýri í Skaga- firði, elsta dóttir ungra hjóna sem þá höfðu þar nýskeð tekið við búskap, þeirra Jóhanns Sigurðs- sonar og Sigurlaugar Ólafsdóttur. Yngri dætur þeirra eru Ólöf Ragn- heiður, húsfreyja í Krossanesi í Skagafirði, og Steinunn, kennari á Hellissandi. Lífsgahga Ingibjargar hefur mótast af þeim hugsjónum sem hið bjartsýna aldamótafólk inn- rætti sínum börnum, þar sat jafnan hugsjónin um mannbót í fyrirrúmi. Sem barn og unglingur vann Ingi- björg foreldrum sínum á heimili þeirra og naut leiðsagnar þeirra og kennslu sem var henni gott vega- nesti þegar hún hóf kennaranám og störf seinna á ævinni. Hún varð ung kona skólastjóri Húsmæðraskólans að Staðarfelli og stofnaði svo nokkrum árum seinna sjálf húsmæðraskóla að Löngumýri og rak þann skóla um áratugi. Svo tóku örlögin í taumana. Göngunni eftir hinum björtu vegum lauk en við tóku myrkviðir þar sem hið eina leiðarljós var löngunin til þess að verða öðrum að liði í lífínu, sú löng- un hefur vakað með Ingibjörgu frá upphafí hennar vega. Slík hefur ver- ið lífsganga Ingibjargar Jóhanns- dóttur frá Löngumýri. Ég kem til Ingibjargar á Reyni- melinn í slagviðri og rigningu. Hún liggur fyrir þegar Björg vinkona hennar og löngum samkennari fylg- ir mér inn til hennar. Hún liggur undir rósóttri sæng með hönd undir kinn og horfir blindum augum móti mér. Hár hennar er hvítt og andlits- drættimir bera myndugleika vott. Ég sest á stól við rúmstokkinn og veit varla hvað segja skal. „Ég er með gigt,“ segir Ingibjörg. „Ég er oft verri af gigtinni þegar það er raki í loftinu, þetta er hlaupagigt eins og það var kallað einu sinni.“ Ég jánka því en hugsa um leið að aldrei hafi ég fyrr heyrt nefnda hlaupagigt. Seinna segir Ingibjörg mér að hlaupagigt sé gigt sem hlaupi hingað og þangað um líkamann. Ég finn að Ingibjörg er ekki laus við áhyggjur og hef orð á því. Hún neit- ar því ekki en segir að hún hafi nýverið misst góða vini yfir landa- mærin og aðrir séu veikir. Ég hugsa um hve dapurt það hljóti að vera fyrir aldrað fólk að sjá smám saman á eftir vinum sínum einum af öðrum. En um það tjóir ekki að tala, þetta er gangur lífsins eins og gjarnan er sagt við slík tækifæri. En það er ekki bara vinamissirinn sem íþyngir Ingibjörgu. Hún hefur líka áhyggjur af því að hún muni illa og jafnvel endurtaki það sem hún hefur áður sagt í ágætu blaðaviðtali sem Ólafur H. Torfason átti við hana í Heima er best fyrir rúmum tveimur árum. Hún er ekki í rónni fyrr en ég finn fyrir hana blaðið og les viðtalið upp-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.