Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988 B 15. Skyndilega lyfti Langjökull af sér þokunni og ögraði okkur með skœru sólskini. Lending á Langjökli. Næturgisting á isbreiðunni. Súpu og kexpása þjá Þórarni, Sigurjóni, Báru og Ingvari. um í skæðadrífu. Baron von Richthofen lætur þetta ekki á sig fá. Það er troðin ný flugbraut og önnur tilraun gerð, með mig aftur í hlutverki stuðara. Að þessu sinni eru sporamr reknir á kaf í tvígengismótorinn. Það hef- ur ekki aðrar afleiðingar en þær, að leiðangursfélagamir grípa fyrir augun, þegar við siglum á enn meiri ferð en áður út af flugbraut- inni. Við gerum þijár tilraunir í viðbót en komumst þá að þeirri niðurstöðu að eitt slys á dag dugi alveg og að þessar æfingar séu of ævintýraleg- ar. Við hverfum frá áætlunum okk- ar um flugmyndatökur og leyfum Bruce að fara einum í loftið. Það er farið að halla degi þegar J Bruce tekst loks að lyfta sér frá jöklinum. Hann hnitar hringi yfir höfðum okkar, hækkar sig í flug- hæð og tekur stefnuna á Hveravelli. Okkur hafði vart miðað nema um 7 kílómetra á 60 kílómetra löngum jöklinum þegar birtu tók að bregða. 'Allar áætlanir um að „strauja" jök- ulinn voru fallnar úr gildi. Við dróg- um fram tjöldin og bjuggum okkur undir að veija einni og jafnvel tveim nóttum á jöklinum. A meðan við grófum skjóigryfju fyrir tjöldin á jökulbreiðunni lýstu síðustu sólar- geislamir upp heiðskíran sjóndeild- arhringinn í vestri. Rauðlitaður skafrenningur skreytti frostkalda- jökulnóttina. Hot dog Það liðu tveir sólarhringar í basli og ófærð áður en við náðum loks Hjakk, spól og spilvírar. Uppi á Langjökli gat færið varla verið verra. Lognið á undan storminum á Hveravöllum. Brotist norður fyrir Hofsjökul. Ófærðin reynir á allt sem brotnað getur. Hjólaleg- umar hjá Guðmundi eru ekki það eina sem gefur sig. Á Djöflasandi við rætur Langjökuls tóku við aurbleytur jafn ógreið- færar og sjálfur jökullinn. dæmi hans á sínum bfl. Þetta voru engar stórsprungur, ekkert sem góður spilvír gat ekki bjargað. Skyndilega gellur rödd Bruce við í flugradíóinu. Við eigum erfitt með að koma auga á opnu flugvélina hans á skærbláum himninum. Smám saman lækkar hann sig og við sjáum hann baða út öngunum þúsund metrum fyrir ofan okkur. Eftir að hafa kannað vindátt hefj- umst við handa við að troða og merkja fyrir hann flugbraut á jökul- breiðunni. Brautin okkar reynist vel til lend- ingar en síður til flugtaks. Bruce kemst ekki í loftið aftur og ég fæ að kenna á því. Ég sit í framsætinu með kvikmyndatökuvélina í fanginu þegar mislukkað flugtak endar snögglega úti í snjóskafli og við hverfum samferðamönnunum sjón- til Hveravalla. Snjóþunginn á jökl- inum tók bæði á taugamar í okkur og spilvírinn hjá Siguijóni og er niður kom reyndist aurbleytan okk- ur síst auðveldari yfirferðar. Þegar við nálguðumst Hveravelli kom Bruce fljúgandi á móti okkur. Hann hafði notið gestrisni veðurat- hugunarfólksins í tvo daga og ekki lent í erfiðleikum á leiðinni yfir jök- ulinn. Hann hafði þurft að lenda á Kjalvegi til að bæta eldsneyti á aðalgeyminn en að öðru leyti var för hans tíðindalaus. Hann þarf að hafa mig með sér um borð til að eitthvað gerist. Það sannaðist þegar útsýnisflug okkar Bruce til að skoða vatnsmagnið í Blöndu endaði á girðingarstaur veð- urathugunarstöðvarinnar á Hvera- völlum. Við flugtak rákumst við í staurinn, rifum vinstri vænginn og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.