Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÖNÍ 1988
hátt. Ég verð vitaskuld margs vísari
um lífshlaup Ingibjargar við lestur-
inn en jafnframt þykir mér vandast
málið, ekki vil ég endurtaka viðtal
Ólafs, þetta er einkennileg staða að
komast í. Að lestri loknum verður
stutt þögn og Ingibjörg stynur þung-
an, hún er óvenju lasin þennan dag,
hefur innvortis kvalir. Ég spyr hvort
ég eigi ekki bara að koma seinna
en hún vill að ég sitji hjá henni leng-
ur. Ég spyr hana hvort hún hafi
ekki haft áhuga á að giftast sem
ung stúlka. Hún leiðir mig afvega,
vill ekkert um slíka hluti tala. Hún
segir mér frá því þegar hún fór til
Reykjavíkur með systur sinni og
fékk dulræna ábendingu um hús-
næði þegar þær systur voru í þörf
fyrir slíkt. „Við vorum á gangi á
Bókhlöðustígnum, þá sagði ég
skyndilega við Steinunni systur mína
að hér væri húsnæði til leigu. Hún
sagði sem var að það stæði ekkert
um það í blaðinu sem við höfðum
til hliðsjónar við leitina. Við fórum
þó inn og hittum að máli myndar-
konu á íslenskum búningi með hvíta
svuntu. Hún var að þvo leirtau. Hún
hafði þá reyndar herbergi til leigu
en ekki í þessu húsi heldur á Laufás-
vegi 45. Þaðan var stutt bæði í
Kvennaskólann þar sem Steinunn
systir stundaði nám og í Kennara-
skólann þar sem ég fékk af rælni
að sitja tíma og tíma. Það endaði
með því að ég tók próf í nokkrum
greinum um vorið og sat í skólanum
veturinn eftir og lauk svo kennara-
prófi eftir tilskilið nám. Við systur
máttum lifa spart á þessum tíma.
Steinunn fór stundum út að
skemmta sér en ég var þá heima
að þvo og laga til, ég fór sjaldan á
skemmtanir þá. Við urðum að velta
hveijum tuttugu og fimm eyringi
fyrir okkur og höfðum gott af þeirri
reynslu. Við fengum mat sendan að
heiman, slátur, kjöt og kartöflur og
þess háttar. Einu sinni var ég tekin
til yfirheyrslu vegna matarsending-
anna. Lögreglan hélt að ég ætlaði
að selja matinn. Ég spurði þessa
ágætu menn hvort í þeirra bókum
stæðu einhveijar klásúlur um það
að fólk mætti ekki taka með sér
nesti til bæjarins. Þeir urðu að viður-
kenna að svo væri ekki og með það
féll málið niður. Þeim þótti þó nes-
tið víst nokkuð ríflegt."
Ég hjó eftir því í frásögn Ingi-
bjargar að hún fékk dulræna ábend-
ingu og spurði hana nánar út í þá
sálma. Hún vildi fátt segja um þau
mál enda kom nú Björg með hafra-
graut í skál fyrir Ingibjörgu og bar
mér slíkt hið sama á bakka ásamt
súru slátri. Ég tók þessari glaðningu
fagnandi enda fremur sjaldgæfar
veitingar í húsum í Reykjavík í dag.
Ingibjörg settist fram á stokkinn og
við spændum í okkur grautinn. Að
grautarátinu loknu þurrkaði Ingi-
björg sér um munninn og hóf að
segja mér sögur af dulrænum fyrir-
burðum sem hana hafa hent á
lífsleiðinni.
„Fyrir það fyrsta langar mig til
að segja frá því að ég hef séð sólar-
dansinn," segir hún. „Fólk heldur
að þetta sé vitleysa og hjátrú en það
er öðru nær. Ég vakti þrisvar sinnum
á aðfaranótt páskadags til þess að
sjá sólina koma upp. í tvö skipti var
dimmt yfir og sá ekki til sólar en í
þriðja skiptið sá ég sólina koma upp
og sá hana svona eins og skoppa
þrisvar sinnum upp á miðjan himin-
inn. Þetta er sólardansinn sem oft
hefur verið talað um en fáir séð.
Staðarfell í Dalasýslu.
Nemendur í liússtjórnardeild. Ingibjörg lengst til hægri.
hreyfingunni en hann var skotinn.
Hann var óskaplega líkur pabba
sínum.“ Ég sagði henni samt ekki
frá því sem ég hafði séð. Hún hefði
kannski ekki trúað því eða þá haldið
að þetta hefði verið komið frá hinum
vonda. Fólki þykir allt svona ótrú-
legt. En ekki skilur venjulegt fólk
t.d. rafmagnið, það er svo margt sem
maður ekki skilur þó maður hafi
afnot af því.
Ég spyr Ingibjörgu hvort fleira
af hennar fólki sé skyggnt og hún
segir það vera. Nefnir til eina systur-
dóttur sína sem var allténd skyggn
sem barn. „Þegar hún var krakki,"
segir Ingibjörg. „Þá var hundur á
bænum sem krökkunum þótti óskap-
lega vænt um. Einu sinn ók bíll á
hundinn og drap hann. Barnaumin-
gjamir fara að gráta og svo jarða
þau hundinn með yfirsöng og setja
svo blóm á leiðið. En oft þegar hún
kom heim þá sá hún hundinn koma
hlaupandi á móti sér og dilla róf-
unni. Hún gleymdi því stundum að
hann var dauður."
Ég spyr Ingibjörgu hvort henni
þyki ekki óþægilegt að sjá framliðið
fólk en hún tekur því fjarri, segist
þvert á móti hafa gaman af því.
Viðurkennir þó að það hafi komið
fyrir hana að hræðast. „Það var
fyrir það að ég hélt að þar færi lif-
andi maður. Það var að vori til og
ég var ein heima. Það var glaða
sólskin og sterkur sólarhiti. Þegar
ég kom hingað inn þá man ég það
að daginn áður hafði ég gróðursett
plöntur hér úti í garði. Ég hugsaði
með mér að ef ég ekki vökvaði plön-
tumar strax þá myndu þær deyja í
sterkjunni. Ég vökvaði plönturnar
en gáði áður að því að loka mig
ekki úti. Nokkm seinna fer ég inn
og legg mig og hafði hálfopna hurð-
ina eins og ég er vön að gera. Síðan
sofna ég en vakna eftir skamma
stund við það að mér finnst eitthvað
einkennilegt í kringum mig. Ég lít
upp og sé að það stendur maður í
dymnum. Mér brá og hugsa: „Ham-
ingjan góða, ég hef skilið útidymar
eftir opnar og nú er kominn þjófur
inn.“ En það lifnaði nú heldur yfir
mér þegar ég sá að veran í dyrunum
leystist upp og varð að engu. Ég
athugaði útidymar og þær reyndust
harðlæstar.
Ingibjörg lýkur að segja mér frá
hinum dulrænu viðburðum í lífí sínu
með því að segja mér frá merkilegum
draumfömm sínum: „Mig hefur oft
dreymt ýmsa drauma sem komu svo
fram alveg nákvæmlega. Einhver
vera sýnir mér það sem á eftir að
koma fyrir, það hlýtur að vera, en
frekar vom það yfirleitt erfiðir við-
burðir sem mig dreymdi um. Ég
skal segja þér eitt dæmi frá Staðar-
felli. Það var áður en skólinn byij-
aði um haust. Ég þóttist vera stödd
uppá svefnherbergjagangi. Herberg-
in hétu vissum nöfnum og eitt her-
bergið hét Breiðablik, það var stærst
af þeim öllum. Mér fannst ég vera
að líta eftir hvort allt væri ekki
hreint og snyrtilegt í herbergjunum
áður en stúlkurnar kæmu. Eg kem
inn í Breiðablik og litast um og fer
svo út aftur. Þá tek ég eftir því að
það em tvennar dyr á herberginu
og segi við sjálfa mig: „Ja, nú er
ég hissa, ég er búin að vera héma
þetta mörg ár og hef aldrei tekið
eftir því að það em tvennar dyr á
þessu herbergi. Þetta er nú meiri
skömmin fyrir mig.“ Svo kemur
stúlka og gengur framhjá mér og
ég sé bara aftan á hana. Hún opnar
Ingibjörg Jóhannsdóttir
Þó þekkti ég hjón frá Grófargili í
Skagafirði sem sögðu mér að þau
hefðu séð sólardansinn tvo páska-
dagsmorgna og raunar þekki ég
fleiri sem slíkt hafa séð. Ég hef
margoft séð sólina koma upp í ann-
an tíma en það hefur aldrei verið
svona nema þennan eina páskadags-
morgun.
Frá því ég var barn hef ég orðið
vör við ýmislegt sérkennilegt, heyrði
hljóðfæraslátt og söng þegar ég var
unglingur. Það var eins og liði gegn-
um loftið ýmiskonar tónlist leikin á
strengjahljóðfæri, t.d. heyrði ég slíkt
áður en amma mín og nafna dó. Ég
varð líka snemma vör við hve út-
streymi er ólíkt frá fólki og það hve
misjafnt er að koma inná heimili,
það er svo misjafnt sem liggur í loft-
inu. Þetta eru hugsanir fólksins sem
hafa verið í stofunum. Ég hef líka
alltaf verið móttækileg fyrir hug-
skeytum. Oft þegar ég var úti á
túni að raka eftir að síminn kom þá
heyrði ég símann hringja, þó útilok-
að væri að ég gæti heyrt slíkt vegna
fjarlægðar. Þá tók ég sprett og þeg-
ar ég kom inn byijaði síminn að
hringja. Þannig var mér gert viðvart.
Þegar ég kom inn í þetta hús
fyrst fannst mér sem einhver kær-
leiksrík vera tæki mig í faðm sinn
og byði mig velkomna. Það ber enn
oft ýmislegt fyrir mig þó ég sé orð-
in blind svo einkennilegt sem það
er. Ég sé ekki lengur lifandi fólk en
ég sé dáið fólk. Það er eins og ég
hafi þriðja augað sem talað er um
í austurlandafræðum. Kannski sér
skyggnt fólk ekki á venjulegan hátt.
Ég held að framliðið fólk fái að skjót-
ast í heimsókn úr sinni veröld, rétt
eins og þú fórst frá þínu heimili hing-
að til mín, mér til gamans, blindu
konunni. Eins getur það fengið að
heimsækja blindu konuna." Nú bros-
ir Ingibjörg í áttina til mín. Ég spyr
hvort hún haldi að ailir framliðnir
geti gert sig sýnilega. Það er Ingi-
björgu til efs. „Kannski er það mik-
il áreynsla að leggja það á sig að
fara inn í efnið og gera sig sýnileg-
an og líklega ekki allir sem vilja
F.h. Ingibjörg, Björg vinkona hennar og samkennari, lengst til vinstri
er móðir Ingibjargar.
leggja svo mikið á sig segir Ingi-
björg. „í síðasta skipti sem ég fór
til Noregs þá tók ég eftir því í flug-
vélinni að ein vera stóð fyrir aftan
hvert sæti líkt og verndarvættur.
Ég sat hjá ungum hjónum og ég sé
að fyrir aftan manninn stendur kona
sem mér finnst ég kannast við. Ég
spurði þau því hverra manna þau
væru og kannast við ættir þeirra.
Ég segi við manninn „Ég þekkti nú
mömmu þína, við vorum saman í
kennaraskólanum." Það var einmitt
þegar hún gekk með þennan sama
unga mann. Þegar ég nefndi nafn
móður hans þá fór veran að brosa
og kinka kolli framan í mig. Þá sá
ég að þetta var mín gamla skólasyst-
ir og ég hafði gaman af að sjá hana.
Hún var lítið breytt enda dó hún á
unga aldri. Það fólk sem ég hef séð
nýlega hefur allt verið svipað og það
var þegar ég sá það seinast, sumt
orðið gamalt fólk. Þegar ég var í
Bergen kom ég einu sinni á heimili
hjá gömlum manni. Konan sem ég
dvaldi hjá tók til hjá honum einu
sinni í viku. Þegar hann vissi að ég
var Islendingur þá sagði hann við
vinkonu mína: „Ég á súran ijóma í
ísskápnum viltu nú ekki vera svo
góð að búa til römmegröd til að
gefa íslendingnum. Hún gerði það.
Maðurinn Iagði hvítan dúk á borðið,
diska og silfurskeiðar. Svo sagði
hann okkur að gera svo vel. En þá
koma tvær verur og setjast að borð-
inu með okkur. Þær notuðu ekki
stól því þetta fólk er léttara en loft-
ið og getur því setið á loftinu. Ég
sé strax að önnur veran er fyrrum
húsmóðirin í húsinu. Hún kinkar til
mín kolli þar sem hún sat í svörtum
silkikjól með gullnælu og uppsett
hár. Ég kinkaði kolli á móti svo hún
gerði sér ljóst að ég sæi hana. Með
henni var ungur maður. Ég tók eft-
ir því að hann líktist mjög gamla
manninum, hafði sérkennilegt and-
litsfa.Il og langa höku eins og hann.
Þau sátu við borðið en borðuðu ekki
neitt. Við borðuðum hins vegar eins
og hvert annað skikkanlegt fólk.
Að borðhaldinu loknu hverfa þessar
verur. Seinna spurði ég vinkonu
mína hvort gamli maðurinn hefði átt
einhver börn. „Já,“ svaraði hún.
„Hann átti son sem var í andspymu-
Ingibjörg með fullar fötur af húsdýraáburði i garð-
inn sinn á Löngumýri.