Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988 Tímasetning eldgossins á Thera á síðmínóskum tíma Vísindi Sverrir Ólafsson í ódysseifskviðu Hómers segir (þýðing Sveinbjöm Egilsson): „Mitt úti á hinu dimma hafi er land nokkurt sem heitir Krítey, það er fagurt land og fijósamt, og umflotið af sjó. Þar búa svo margir menn að varla verður tölu á komið, þar eru níu tigir borga." Þetta er ritað rúmlega áttahundr- uð árum fyrir timatal okkar og a.m.k. 500 árum eftir að stórkost- leg menning þessarar fögru eyju leið undir lok. Hrun þessa menn- ingarríkis hefur hingað til verið óleyst gáta. Nýlegar rannsóknir danskra, írskra og bandarískra vísindamanna koma til með að varpa nýju ljósi á þessar spuming- ar þar sem þær tímasetja með áður óþekktri nákvæmni náttúru- hamfarir sem trúlega áttu þátt í hmni Kríteyjar sem menning- arríkis. Fomleifarannsóknir á undan- fömum árum benda til þess að eldsumbrot á eyjunni Thera (Sant- orini), 120 kílómetra norður af Krít, hafi leitt til mikillar eyðilegg- ingar á svæðinu og átt stóran þátt í hmni mínóskrar menning- ar. Gosið lagði margra metra þykk hraunlög yfír byggðarsvæði eyj- unnar, en gosmöl þess barst yfir stóran hluta Austur-Miðjarðar- hafsins. Trúlegt er að eldgos þetta marki merkileg tímamót í menn- ingarsögu svæðisins og því er það áhugavert bæði fyrir fomleifa- fræðinga og jarðfræðinga. Sumir fræðimenn hafa freistast til að tengja atburði þessa frásögn Platóns af hvarfi Atlantis og eins nokkmm viðburðum sem varða brottför ísraelsmanna frá Egypta- landi og plágunum tíu sem sagt er frá í annarri bók Móses. Þar segir um nfundu pláguna (II. Mósebók 10,21): „Því næst sagði Drottinn við Móse: Rétt hönd þína til himins og skal þá koma þreif- andi myrkur yfir allt Egyptaland. Móse rétti þá hönd sína til himins og varð þá niðamyrkur í öllu Egyptalandi í þijá daga.“ Helsta vandamálið í þessu sam- bandi er að hingað til hefur ekki tekist að aldursgreina með nægj- anlegri nákvæmni eldgosið á Thera eða endalok menningar á Krít. Reynt hefur verið að tíma- setja gosið á gmndvelli fomleifa- rannsókna á svæðinu og eins hef- ur verið notast við aldursgrein- ingu með geislakoli. Aðferðir þessar gefa mismunandi niður- stöður sem sýna allt að því 150 ára frávik. Venjulega hefur verið talið að mínósk menning hafi liðið undir lok á ámnum um 1500 f. Kr. og að eldgosið á Thera hafí átt sér stað á milli 1626 og 1390 f. Kr. Margir telja trúlegt að brottför ísraelsmanna hafi átt sér stað um Gömul tré hafa aðstoðað fom- leifafræðinga til nákvæmrar aldursgreining- ar fomra menja. 1400 1500- 1600- 1700- 1800. Mike Baillie, einn af höfundum aldursgreiningarkerfis sem byggir á staðalmynstri ei- kartijáa. Með kerfi þessu er mögulegt að aldursgreina rúm- lega 7270 ára gamlan eikarvið. Línuritið sýnir árlegt meðal- sýmstig ískjarna sem teknir vom úr borholu á Suður- Grænlandi. Hámarksgildið (merkt með stjörnu) einkennir trúlega áhrif af völdum gossins á Thera á Santorini. 1446 f. Kr., jafnvel þó sumir fræðimenn hallist að árinu 1250 f. Kr. Tímaóvissan útilokar ekki að atburðina þijá hafi borið upp á sama tíma. Nýlega hafa þrír hópar vísinda- manna notað mismunandi aðferðir til að tímasetja gosið á Thera og eru niðurstöður þeirra mjög svip- aðar jafnvel þó nokkur ár beri á milli. Danskir vísindamenn hafa gert athuganir á sýrustigi niður- falls sem mælst hefur í íslögum Grænlandsjökuls. Þeir tóku sýni úr borholu á Suður-Grænlandi á dýptarbilinu 1145,49—1280,47 metrar, en ísinn á þessu dýpi er myndaður af snjó sem féll á árun- um 1900—1300 f. Kr. Með því að gera nákvæmar athuganir á breytingum sem hafa átt sér stað á sýrustigi íssins telja dönsku vísindamennimir að gosið á Thera hafi átt sér stað árið 1645 f. Kr. Á undanfömum árum hafa vís- indamenn við Queen’s-háskólann í Belfast unnið að umfangsmiklum Loftmynd af Thera eins og eyjan lítur út f dag. athugunum á árhringamynstri ævagamals viðar og eikartijáa. Öll tré einnar tegundar, sem vaxa á sama svæði, sýna mjög svipað mynstur árhringa. Breidd hring- anna er háð árferði og kemur lítill vöxtur fram í þunnum hring- um. Eftir langt og kerfisbundið starf hefur þeim tekist að setja saman nk. staðalmynstur fyrir árhringi eikartijáa, sem gerir þeim kleift að aldursgreina allt að því 7272 ára gamlan eikarvið. Aldursgreiningarkerfið sem þeir hafa sett saman gengur undir nafninu „oak-tree-ring-chrono- logy“ (OTRC). Vísindamennirnir í Belfast not- uðu OTRC til nákvæmrar aldurs- greiningar á viðarsýnum sem eru frá því á 17. öld f. Kr. Þeir athug- uðu sérstaklega tvö sýni frá Ant- rim, 30 km norðvestur af Belfast, sem sýndu mjög fátæklegan vöxt árið 1628 f. Kr., þannig að ár- hringar þeirra frá þessum tíma greindust ekki. Vísindamennimir telja að þetta sé afleiðing veður- farsbreytinga sem áttu sér stað vegna eldgossins á Thera. Það er vel þekkt staðreynd að aflmikil eldgos geta haft veruleg áhrif á veðurfar í fjarlægum löndum og nægir í því sambandi að nefna gosin í Tambora 1815 og Kraka- toa 1883. Rétt er að geta þess að starfs- hópurinn í Belfast hefur greint veilur í árhringum sem þeir telja afleiðingu eldgoss í Heklu frá því u.þ.b. 1150 f. Kr., en á grund- velli öskulagarannsókna er vitað að eldgosasaga Heklu nær a.m.k. 6600 ár aftur í tímann. Þeir fundu að 90% af þeim tijám sem þeir athuguðu höfðu óvenjulega rýra árhringi á árunum um 1150 f. Kr. Hjá 43% tijánna voru þetta þrengstu hringir á allri ævi þeirra. Belfast-hópurinn er sannfærður um að orsökin fyrir þessum þreng- ingum í lífí tijánna sé s.k. H„ Heklugos sem venjulega er talið að hafí átt sér stað fyrir 2800 ámm. Ef tilgáta þeirra er rétt er augljóst að gosið hefur átt sér stað nokkrum öldum áður, eða fyrir u.þ.b. 3135 árum. Rannsóknir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum sýna að gamall viður þar í landi sýnir einn- ig mjög takmarkaðan vöxt á árun- um 1628 f. Kr. til 1626 f. Kr. og telja viðkomandi vísindamenn að ástæðumar séu veðurfarsbreyt- ingar sem orsökuðust af gosinu á Thera. Niðurstöður þessar koma til með að endurlífga umræður um gosið á Thera og endalok mínó- skrar menningar. Árið 1967 hóf fomleifafræðingurinn Spyridon Marinatos uppgröft á. borginni Akrotiri á Thera. Á grandvelli rannsókna hans hafa flestir fræði- menn komist á þá skoðun að borg- in hafi eyðst í eldgosi um 1500 f. Kr. sem er talsvert frábragðið nýju niðurstöðunum. Trúlegt er að einhver hluti af niðurstöðum hans þarfnist endurskoðunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.