Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988 B 27 Örvæntingarfull leit að Lulu Fyrsta myndin sem Hanna Schygulla, ein fremsta kvik- myndaleikkona Evrópu sem unnið hefur með mönnum eins og R. W. Fassbinder, Jean-Luc Godard, Ettore Scola, Andrzej Wajda, Vol- ker Schlöndorff og Wim Wenders, kaus að leika í vestur í Bandaríkjun- um heitir „Forever Lulu" sem sýnd er í Regnboganum. Leikstjórinn er lítið þekktur Isra- eli sem vill svo til að er sonur borg- arstjóra Jerúsalemsborgar og hef- ur aðeins gert tvær líttkunnar myndir áður. Mótleikarar Schy- gulla eru tvær rokkstjörnur; önnur hefur verið kölluð „Garbó pönks- ins“ og hin var söngvari í hljóm- sveit sem kallaðist Skyrturnar. Schygulla er í hverjum ramma myndarinnar, sem Amos Kollek sonur Teddy Kolleks, borgarstjóra Jerúsalems, leikstýrir og skrifar handrit að. Mótleikararnir eru Debbie Harry eða „Blondie" og Annie Golden. Kollek kallar mynd- ina sína ævintýra-sakamála-gam- anmynd. Schygulla leikur Elaine Hines, örvæntingarfullan og gleðisnauð- an verðandi rithöfund sem dýrkar Virginíu Woolf. Á leið sinni að fremja sjálfsmorð með byssu í hendi hræðir hún tvo vegfarendur og annar missir frakkann sinn sem í eru skilaboð, dagsetning, heimil- isfang, íbúðarnúmer og nafnið Lulu. Elaine fer á staðinn og lendir í skotbardaga sem hún tilkynnir lögreglunni um og verður fræg fyr- ir. En hún heldur áfram leitinni að Lulu. Spurningin er: Hversvegna valdi hin eftirsótta og dáða Schygulla Þjarmað að Hönnu Schygulla í myndinni „Forever Lulu'*. „Forever Lulu“ sem sína fyrstu mynd í Bandaríkjunum? Svarið er einfalt: „Ég vildi leika í gaman- mynd.“ Og hún helduráfram: „Am- os bað mig að leika í myndinni í sama mund og það rann upp fyrir mér að ég hafði aðeins leikið í al- varlegum myndum og mér leiddist það." Lék hún í „Lulu“ vegna þess að hún var tekin í Bandaríkjunum og hún hafði lýst áhuga sínum á að leika í mynd þar? „Ég hefði valið þetta handrit þótt það hefði komið frá Spáni," er svarið. Uppáhaldsleikstjórarnir hennar bandarískir eru Woody Allen, Sid- ney Lumet, Martin Scorsese og umfram allt Stanley Kubrick. En leikstjórinn sem hún á mest að þakka er auðvitað Fassbinder sem hún vann með allt frá 1969 þegar þau gerðu Ástin er kaldari en dauðinn til ársins 1981 þegar Lili Marlene varð til. „Ég hefði aldrei komið fram í bíómyndum nema vegna hans,“ sagði hún. „Það var stórkostlegt ævintýri. Núna er ég bara eins og hver önnur leikkona," sagði hún svo. „Ég fer frá einum leikstjóra til ann- ars." Ástralski súpermaðurinn með elskunni sinni, sem Linda Kozl- owski leikur. fái hálfa milljón dollara fyrir hverja setningu sem hann segir í myndinni), nauðaeinfaldri lýs- ingu á góðum og vondum gæjum og hasar sem aldrei dettur niður geta kvikmyndahúsagestir frá Reykjavík til Rafalpindi notið Rambó-mynda án þess að hætta sé á að menningarfræðilegir þættirspilli ánægjunni. Samtölin, sem Stallone semur ásamt Shel- don Lettich, eru stutt eins og auglýsingatextar.„Hver ertu?" spyr vondi Rússinn (Marc de Jonge). „Þín versta martröð," svarar hinn hlédrægi Rambó. „Hver heldur þú að þessi maöur sé. Guð?" heldur Rússinn áfram og hefur greinilega ekki séð hinar tvær myndirnar. „Nei. Guð er miskunnsamur. Þessi er það ekki," er svarið. Persóna Rambós verður gagn- rýnendum vestra tilefni mikilla bollalegginga. í Newsweek er spurt: Hefur nokkru sinni verið uppi jafn óaðlaðandi ofurhetja og John Rambó? Hann er alger- lega húmorlaus, með ofsóknar- brjálæði og er algerlega áhuga- laus um gagnstæða kynið. Þessi hefndarþyrsta drápsvél hefði aldrei getað orðið til nema á níunda áratugnum. í The New York Times segir: Það er sama hver ástæðan fyrir hans lífshættulegu leiðöngrum er, eitt skal vera á hreinu; John Rambó stendur ekki í þessu af því hann hefur gaman af því. Hann hefur enga persónulega ánægju af því t.d. að festa snæri og grjót við andstæðing sinn og kippa pinn- anum úr handsprengju svo hún springur þegar maðurinn fellur oní neðanjarðarhelli. Nei, Rambó er lýst sem langþjáðum, trúföst- um manni sem vildi miklu frekar vera að lagfæra þakið á klaustr- inu sínu (sem hann er að gera í Eins manns herinn berst við Rússa f Afganistan; aumingja þeir. upphafi myndarinnar) en standa í bardögum. Ramó III var tekin í Thailandi, ísrael og Arizona en leikstjóri er Peter MacDonald sem áður var aðstoðarleikstjóri við Rambó II og kvikmyndatökumaður Ham- borgarahæðarinnar. Mike „Krókódíla“-Dundee er engu minna ofurmenni en John Rambó en hann er léttari í lund og hefur pláss fyrir stúlku í sínu lífi. Á sama hátt og Rambó verð- ur að bjarga sínum gamla yfir- manni verður Dundee að bjarga ástinni sinni (Linda Kozlowski) sem hryllilega Ijótir kólumbískir eiturlyfjasalar hafa rænt. Fyrri helmingur myndarinnar gerist í New York en seinni helmingurinn á heimasjóðum Dundee í óbyggðum Ástralínu þangað sem hann hefur gabbað illmennin og gefur þeim svolitla innsýn í ástr- alska óbyggðamenningu. ENGtABÖRNÍN Laugavegi 17.S.22201. 17. ] ú n í f • • o t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.