Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988 B 11 en áður en yfír lýkur verða þær vafalaust þijár. Kynslóðirnar þrjár Fýrsta kynslóðin er sú, sem menn kannast best við, og selst nú hvað grimmast. Til þess að menn efist ekki um skynsemi þess að fjárfesta í þeim geislaspilurum, sem nú eru á markaði, skal skýrt fram tekið að þessi kynslóð á ekki eftir að úreldast í venjulegri merkingu orðs- ins, því þrátt fyrir tilkomu nýrra kynslóða mun hún lifa góðu lífí við híið hinna tveggja. Hér ræðir um hinn hefðbundna geislaspilara, ætl- aðan til hljómflutnings. Hægt er að fá hann í öllum stærðum og gerðum, með eða án hins ótrúleg- asta aukabúnaðar. á viðráðanlegu verði — að mirinsta kosti samkeppnisfærir við full- komnustu mjmdbandstæki — og diskamir munu að öllum líkindum ekki kosta nema þriðjung af því, sem bestu myndbönd kosta. Það ætti að lækka útleigugjald og kann enfremur að verða til þess að fólk kaupi sér uppáhaldsdiskana frekar en að leigja þá. Gagnadiskar Yfírleitt gerir fólk sér ekki grein fyrir því hvílíkt gífurlegt magn upp- lýsinga kemst fyrir á einum leysi- disk. Menn hafa óljósa hugmynd um að það komist rúmur klukkutími af tónlist fyrir á honum — svona svipað og 9. sinfónían — en þar með er bara ekki öll sagan sögð. Hver leysidiskur getur tekið um 500 megabyte af tölvuupplýsingum, en til þess þyrfti ríflega 700 venjulega tölvudisklinga. Þetta segir ótölvu- fróðum vitaskuld lítið, en til glöggvunar má geta þess að al- fræðiorðabók í 30 bindum kæmist Nú eru hins vegar komnar fram nýjar tegundir stafrænna mjmd- diska — bæði stórir, sem taka heilar kvikmyndir, og smærri diskar (jafn- stórir venjulegum geisladiskum), en á þeim má koma fyrir sex nínútna. myndskeiði og tónlist í 20 mínútur. Mjmdgæði þessara diska eru að sögn sérfræðinga hin bestu, sem möguleiki er á. Hljómgæðin eru vitaskuld hin sömu og á hefðbundn- um geisladiskum. Þessi geislaspilari getur einnig leikið eldri mjmddiska, þótt um gerólíka tækni sé að ræða. Einn aðalköstur þessara nýju spil- ara er þó sá að geta leikið átta tegundir leysidiska. Enn á eftir að koma í ljós hvort mynddiskamir lyðja sér jafnákaft til rúms og leysidiskamir hafa gert Nú eru komnir á markað spilarar, sem taka átta tegundir af diskum — bæði tónlistardiska og mjmddiska. Önnur kjmslóð er nýkomin fram á sjónarsviðið og hefiir það fram yfír þá fyrri að geta leikið diska af öllum stærðum, þar á meðal mynddiska. Sú þriðja verður að öll- um líkindum búin sömu kostum og undanfari hennar, en mun auk þess geta lesið gagnadiska til tölvunotk- unar. Mynddiskar Mynddiskar em reyndar engin nýjung, en fram að þessu hafa þeir átt erfítt uppdráttar. Ástæður fyrir því em ekki fullljósar, en yfírleitt er talið að mestu hafí valdið sú stað- rejmd að ekki er hægt að taka upp á þá. Þá vom myndgæðin ekki svo miklu betri en af myndbandi að þau hefðu afgerandi áhrif. Mjmddiskar þessir vom auk þess gerðir með hliðstæðutækni og í sjálfu sér lítið unnið með því að notast við diska fremur en mjmdband. (en hin öra sala þeirra kom fram- leiðendum reyndar algerlega í opna slq'öldu). Undirritaður telur að fyrr eða síðar verði menn með mjmd- diskaspilara og myndbandstæki hlið við hlið — svipað og er um plötuspil- ara og kasettutæki. Spilarinn yrði þó væntanlega skör hælra settur, að minnsta kosti er sá, sem þetta ritar, orðinn langþrejrttur á göllum myndbanda. Þau slitna, tmflast auðveldlega og standast aldrei sam- anburð við sjónvarpsútsendingar. Um gæði leigumjmdbanda hugsar maður ekki ógrátandi. Með tilkomu mjmddiska kjmni þetta að brejrtast. Þrátt fyrir um- fangið taka diskamir minna pláss í rúmsentimetmm talið, þola notkun margfalt betur en spólumar og mjmd- og hljóðgæði þarf ekki að rseða. Það sem mestu máli skiptir er þó líklegast það, að spilaramir eiga að sögn framleiðenda að vera hæglega fyrir á diskinum og væri þó talsvert rými eftir! Enn, sem komið er, em þó ýmis ljón í veginum. Venjulegir geisla- spilarar geta ekki lesið þessa diska og sumir diskanna em forritaðir þannig að ekki er sama hverskonar drif eða geislaspilari er notaður. Yfirleitt em menn þó trúaðir á að þessum vandkvæðum verði mtt úr vegi og að þriðja kynslóð geislaspil- ara líti brátt dagsins ljós, geislaspil- arar sem allt geti. Vafasamt verður þó að telja að geislaspilarar þessir verði almenn- ingseign í bráð, en hver veit nema tækniþróunin verði á þann veg að þeir muni fínnast í hveiju koti um næstu aldamót? Víst er um það, að verði þessir spilarar á viðráðanlegu verði, munu margir þeir, sem þegar eiga tölvu, láta freistast, enda um gífurleg gagnasöfn að ræða. Stafrænar kasettur Þrátt fyrir að margir lesenda hafí látið sannfærast um ágæti geisladisksins við þessa lesningu, em vafalítið einhveijir, sem spyija: „En hvað um þetta stafræna segul- band, sem við höfum hejrrt um? Ryður það diskunum ekki til hliðar? Er þetta enn eitt samsæri framleið- enda til þess að ginna ótíndan almúgann til þess að kaupa enn eitt tækið?" Menn geta náttúmlega leikið sér að samsæriskenningum, en hinar stafrænu kasettur, DAT (Digital Audio Tape), eiga lítt eftir að ógna veldi leysidiskanna nema á óbeinan hátt (en þá svo um mun- ar.) Stafræn segulbönd hafa verið til um nokkum tíma, en fokdýr og einungis notuð í stærri hljóðvemm. DAT er hins vegar, sem fyrr segir, í kasettuformi og ætlað almennum markaði. Það er svo álitamál hversu almennur sá markaður verður. DAT hefur það sér til ágætis að vera stafrænt, hægt er að taka upp á það og því fylgja ýmsir kostir aðrir, sem gera það einstaklega auðvelt í notkun. T.a.m. tekur það ekki nema um 30 sekúndur að hrað- spóla 90 mínútna snældu enda á milli. Miðað við diskana hefur það hins vegar nokkra galla, sem líkast til verða ekki leystir á næstunni. DAT er í raun ekki sambærilegt við kasettur, það er miklu skyldara mjmdbandssnældum, eins og sjá má á útlitinu. Á sama hátt fylgja því sömu ókostir og myndböndun- um. Þrátt fyrir að upptakan sé fullkomin eiga segulbönd það til að slitna með tímanum og miðað við þá tækni, sem nú er tiltæk, er ekki hægt að gera ráð fyrir fleiri en 60 endurspilunum áður en segulþjmn- an fer að flagna af sjálfu bandinu. Þá koma svipaðar truflanir og sjá má á slitnum mjmdböndum. Þær eiga að vísu ekki að koma sök fyrsta kastið, en truflanimar munu ágerast með tfmanum og við þeim er ekkert að gera. Fjmir hljóðver er DAT ákjósan- legt, að minnsta kosti til þess að gera lokahljóðblöndun á. Tækið er hræódýrt á mælikvarða hljóðvera og gerir nær sama gagn og hundr- að sinnum dýrari tæki — fyrir utan það að DAT-tækið er ekki flölrása. DAT-spólumar hafa þó dregið vissan dilk á eftir sér, því samtök rétthafa hafa náttúrulega af því talsverðar áhyggjur að hægt sé að gera fullkomnar upptökur. Telja þeir að „sjóræningjamir" svoköll- uðu muni notfæra sér þetta og taka upp af leysidiskum. Hin stafræna tækni gerir það nefnilega að verk- um að tuttugasta afrit af afriti er jafngott og uppmnalega upptakan. Til þessa hafa „sjóræningjamir" verið heftir af því að hinar ólöglegu upptökur þeirra eru jrfirleitt mun lakari en frummjmdin. Til þess að koma í veg fyrir þetta hafa rátthafar reynt að fá sam- þykkt lög, um að í DAT-tækjunum verði sérstakur tölvukubbur, sem komi í veg fyrir að hægt sé að taka upp af diskum, sem þannig eru merktir með rafeindaskilaboðum. Þetta hefur þó mætt talsverðri and- stöðu og ólíldegt að verði samþykkt. Til þess að hafa vaðið fyrir neðan sig hafa framleiðendur DAT-tækj- anna þó komið málum þannig fyrir, a.m.k. til að bjnja með, að ekki er hægt að taka upp beint af geisla- spilurum, heldtir þarf merkið að fara í gegn um magnara eða annað tæki, þar sem því er breytt yfir í hliðstaeðumerki, en svo er því aftur brejrtt jrfír f stafrænt. Verði þetta svona í framtíðinni er virtaskuld lftið að græða á DAT-tækjunum fyrir aðra en þá, sem hyggjast taka upp eigið efni. Þar til þessi vanda- mál verða leyst er því hætt við að aðrir en tónlistarmenn, hljóðver og útvarpsstöðvar hafíu lítið við DAT að gera. Þegar menn hafa í huga hinar öru framfarir í rafeindatækni undanfar- in ár — ekki síst f hljómtækjageiran- um — geta menn þó verið vissir um að þessi tæki, sem hér hefur verið fjallað um, eiga ekki eftir að verða eilíf. Það munu koma fram á sjónar- svið önnur, betri og fullkomnari. En hvar værum við stödd ef sá for- faðir okkar, sem uppgötvaði eldinn, hefði ákveðið að það tæki því ekki að vera núa sprekum saman í sífellu, á þeirri forsendu að einn góðan veðurdag gæti hann rölt út í búð og kejrpt sér Zippo-kveikjara? Væntanlega værum við enn skjálf- andi í hellinum og það sjónvarps- laus. Andrés Magnússon. MEÐFERÐ LEYSIDISKA Það er hreint ekki sama hvemig farið er með leysi- diska, eins og sumir virðast telja. Diskamir eru ekki nærri því eins viðkvæmir og hljómplötur, en hafa eigi að síður sín takmörk. Óhreinindi geta líka haft óæski- leg áhrif, hvort sem um er að ræða kám eða ryk. Sé farið varlega með diskana geta þeir enst og enst, en það em þó nokkur atriði, sem hafa ber sérstaklega í huga. Það er ekki sama hveming leysidiskurinn er tekinn upp úr hylkinu. Sé tekið utan um jaðra hans og hon- um ljrft verða með tímanum skemmdir á innri jaðrin- um, en á honum snýst diskurinn. Þessar skemmdir þurfa ekki að vera miklar — örlftil mishæð eða útvíkk- un er nóg — þá riðar diskurinn lítið eitt við snúning, en það er nóg til þess að valda truflunum. Sérstak- lega kann þessa að gæta á sfðari lögum diskins. Til þess að forðast þetta er nóg að taka með þumal- fingri og löngutöng utan um diskinn, en nota vísifíngur til þess að þrýsta á hakið, sem skorðar diskinn í miðju. Óll óhreinindi em af hinu illa. Jafnvel þótt þó tmfli hljómgæði lítt eða ekki verður að hafa f huga að disk- urinn snýst með gejrpihraða inni f tækinu og lykagnir og önnur óhreinindi þyrlast af honum og stytta líftíma geislaspilarans. Kámir þú ekki á diskunum nægir jifír- leitt að nota mjúkan klút til þess að stijúka af diskin- um öðm hvom. Mundu að stijúka ekki eftir rákun- um, heldur frá miðju og út að jöðmm. Til em ýmiskonar hreinlætistæki og vökvar og gera þau flest gagn, en em misþægileg í notkun. Séu diskamir sérlega óhreinir er hins vegar einfaldast að þvo þá upp úr volgu vatni, hrista af þeim vatnið og þerra dropana með pappírsþurrku. Líkt og með hljómplötur er forvamarstarf mun árangursríkara en björgunaraðgerðir. Hér á eftir fara helstu reglumar í hnotskum: 1. Höndlaðu diskinn eins og hljómplötu. Taktu aldrei nema á jöðrum hans. 2. Þrýstu hakinu í miðju diskins niður þegar þú tekur hann úr hylkinu. 3. Settu diskinn ávallt í hylkið eftir notkun til þess að hann rykfalli ekki. 4. Stijúktu alltaf frá miðju og út, þegar strokið er af disknum. 5. Forðastu öll hreinsiefni önnur en vatn, alkóhól eða þau, sem sérstaklega eru til þess að hreinsa leysidiska. Svo framarlega sem diskurinn rispast ekki eða verð- ur fyrir öðmm meiriháttar áföllum áttu að geta átt leysidiskinn til lífstíðar að ofangreindum reglum fylgd- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.