Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988 B 5 hans vegum, að því hvemig megi bæta ferðimar. — Hvað er það sem heillar þig mest í sambandi við Island? „Landslagið, vingjarnlegt fólk og gott veður." — Kanntu vel við veðurfarið hér? „Já, jafnvel þegar rignir, þó stund- um rigni heldur of mikið. En vin- gjamlegt fólk skiptir miklu máli. í þessu sambandi er gaman að segja sögu af því þegar ég og kanadískur félagi minn vomm staðnir að verki þegar við fómm í leyfisleysi um land- areign nokkra á Snæfellsnesi. Við höfðum farið yfir girðingu sem ein- hver hafði lagt niður. Þegar við kom- um til baka var bóndinn við annan mann að reisa hana við. Auðvitað vomm við skelfingu lostnir að lenda svona í flasinu á þeim. Sviti spratt út á okkur og við vissum ekkert hvemig mennimir myndu bregðast við þessu. Attum þess vegaa von á að byssum yrði beint að okkur. En í stað þess að reiðast hjálpaði bónd- inn okkur yfir girðinguna, heilsaði okkur með handabandi og leyfði okk- ur að taka myndir eins og við vild- um. Siðan bauð hann okkur heim til sín í kaffi og kökur. Kanadamaðurinn sem var með mér átti ekki orð. Hann sagði: „Veistu nokkuð. Það er fólkið sem gerir þetta land svo fallegt." Ég skrifaði sögu um þetta og í lokin sagðist ég vita hvers vegna mér þætti svo vænt um þetta land. Það væri ekki bara vegna þess að það væri fallegt og óspillt heldur líka vegna þess hve fólkið er fallegt og óspillt." — Hvað eigið þið von á að margir komi í ferðimar í sumar? „í fyrra komu hingað 45 manns á okkar vegum. Þetta er dýr útgerð og við töpuðum heilmiklum pening- um á þessu ævintýri okkar. I sumar vonumst við til að um 90 manns komi með okkur hingað og enn eigum við eftir að tapa á þessu." — Hvers vegna ertu þá að þessu? „Mér þykir þetta mjög skemmti- legt þrátt fyrir það. Peningar hafa aldrei skipt mig það miklu máli. Ég verð þó að viðurkenna að ég vonast til þess að einhvem tíma fái ég eitt- hvað í aðra hönd. Ástæðan fyrir því að við getum haldið áfram þrátt fyr- ir tapið er að fjölskylda Richard Lib- bys styður við bakið á okkur.“ Jeffrey Hunter hefur tekið fjölda mynda hér á landi. Hann segist líta svo á að það sé sitt ævistarf að taka myndir á íslandi. „En hér em svo margir fallegir s.aðir að mér tekst aldrei að ljúka ætlunarverkinu, sem er að mynda allt Island," segir hann. Síðar í sumar hyggst hann sýna úrval ljósmynda sinna í Bókaverslun Snæbjamar. Jafnframt er fyrirhuguð sýning á myndum hans á skrifstofu Flugleiða í Rockefeller Center í New York í haust. — En finnst honum ísland hafa breyst á þessum fáu ámm frá því hann kom hingað fyrst? „Það er ekki margt sem hefur breyst. Þó verð ég að nefna eina breytingu sem ég er að vísu mjög leiður yfir. Svo virðist sem ferðafólk sé orðið mun kæmlausara hvað varð- ar umgengni um landið. Mér finnst meira bera á alls kyns msli og það á hinum ólíklegustu stöðum. Mér leiðist að þurfa að hirða upp tóma sígarettupakka á Sprengisandi. Ég hirði upp allt msl sem verður á vegi mínum og hvet ferðafélaga mína til að gera það líka og henda alls ekki rusli. Það er mér mikill metnaður að skilja við staði sem við dveljum á hreinni en þegar við komum þang- að.“ Eins og til að leggja áherslu á orð sín beygði hann sig eftir tómum síga- rettupakka sem maraði i hálfu kafi í Biáa lóninu. „Það er nauðsynlegt að fá fólk til að hugsa um þessi mál.“ Þegar við vomm að kveðja hópinn spurði ég Jeffrey hvort hann væri ekki hræddur um að gefast upp á þessum ferðum þar sem bæði væri erfitt að ná til þeirra sem hefðu áhuga á þeim og þær skiluðu ekki hagnaði. Það leyndi sér ekki að hann var undrandi á þessari spumingu. Síðan sagði hann: „Ég gefst ekki upp. Það er engin hætta á því.“ Texti: Ásdís Haraldsdóttir Myndir: Ragnar Axelsson og Jeffrey Hunter Endurskoðun presta- kalla og prófastsdæma AÐ UNDANFÖRNU hefur starfað nefnd skipuð af kirkju- málaráðherra að ósk biskups- og kirkjuráðs til þess að endur- skoða núverandi löggjöf um prestaköll og prófastsdæmi. Nefndin hefur haldið marga fundi og ferðazt vítt um landið og er gert ráð fyrir því, að hún skili áliti sínu nú í sumar. Á þriðjudaginn kemur, þann 14. júní, boðar nefndin til fundar í Safnaðarheimili Bústaðakirkju kl. 20.30 til þess að ræða þessi mál almennt, en þó með sérstöku tilliti til mála í Reykjavíkurprófasts- dæmi. Þar mun formaður nefndar- innar, Þorleifur Pálsson, skrif- stofustjóri í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu, skýra frá málum, en sérstaklega er þess vænzt, að fundarmenn skýri frá skoðunum sínum og viðbrögðum við hug- myndum nefndarinnar. Á fund þennan eru boðaðar sóknarnefndir og prestar auk þeirra, sem starfa í söfnuðunum, og er fundurinn opinn öllu áhuga- fólki um þessi mál. (Fréttatilkynning) m Odýrar sumarbuxur Dömubuxur úr bómull í nokkrum stærðum og gerðum. Hverfisgötu 105 - S. 23444. BILASYNING LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 13-16. WAGONEER CHEROKEE TIL AFGREIÐSLU STRAX . jeep EGILL VILHJÁLMSSON HF. EiNKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202. ROK OG RIGNING - EKKERT MÁL Verd án fylgihluta: Stgr. kr. 6.830 (Kr. 7.190.) MECO útigrillin em alveg einstök. Með því að loka grillinu myndast yfirhiti sem gefur matnum hið eina sanna grill-bragð. Þú sparar tíma og kol og nærð betri árangri í glóðarsteikingu með MECO útigrilli. Að lokinni steikingu er grillinu einfaldlega lokað og þú slekkur þannig á kolunum, sem hægt er síðan að nota við næstu glóðarsteikingu. Með MECO-grillunum má fá ýmsa þægi- lega fylgihluti, svo sem teina, borð hita- skúffu og snúningsmótor. ÞÚNÆRÐ GÓÐUM ÁRANGRIMEÐ MECO-ÚTIGRILLL Hc|[[ ^ SÆTÚNl 8, REYKJAVlK - SÍMI 691515. HAFNARSTRÆTI 3, REYKJAVÍK - SÍMI691525. KRINGLUNNI, REYKJAVÍK - SÍMI 691520.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.