Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988 IC I I IHI rVirMyNDANNA Eddie Murphy með hljóðnemann; úr myndinni „Raw“. Eddie á sviði Eddie Murphy mætir á næst- unni í Bíóhöllina í mynd sem sýnir okkur hann öðruvísi en við höfum áður séð hann; uppá sviði segjandi brandara. Bandaríkjamenn þekkja hann vel í því hlutverki, þannig hóf hann frægðarferil sinn, en í myndinni „Raw“, sem Robert Townsend („Hollywood Shuffle") leikstýrir, fáum við hér á skerinu loksins svo- litla innsýn í brandarakallinn Eddie Murphy á sviðinu. Myndin var tekin upp á ferðaiagi Murphys um Bandaríkin árið 1987 þar sem hann hélt fjölda sýninga og sagði brandara um allt milli him- ins og jarðar og ekki síst Holly- wood, Richard Pryor og Bill Cosby svo eitthvað sé nefnt. „Ég er grínari sem kohnst í bíómyndirnar," segir Murphy. „Ég byrjaði sem grínari uppá sviði og í því hlutverki líður mér best. Ég veit hvernig ég á að fara að því að láta fólk hlæja. Ég hef gert það frá því ég var unglingur." Murphy þótti mikið varið í gam- anmyndina „Hollywood Shuffle" um ungan, svartan leikara að reyna að koma sér áfram í Holly- wood, og hann bað leikstjórann Townsend um að leikstýra fyrir- sig„Raw“. Townsend var ekki lengi aö stökkva á tilboðið enda mikill aðdáandi grínarans. Gregory Hines og Willem Dafoe takast á við óþjóðalýðinn í sakamálamyndinni „Off Limits", sem gerist f Víetnamstríðinu. Lögguþriller í Saigon v68 McGriff og Perkins eru lög- reglur við glæparannsókna- deild bandaríska hersins í Saigon ' árið 1968. Þeir eru settir í að rann- saka morð á sex gleðikonum sem hafa verið myrtar en allar áttu þær börn með bandarískum hermönn- um og ýmislegt bendrr til að málið tengist háttsettum Bandaríkja- manni innan hersins. Þannig er málum háttað í saka- málamyndinni „Off Limits", sem sýnd verður í Bíóborginni. Með aðalhlutverkin í henni fara Willem Dafoe úr „Platoon" og Gregory Hines úr „White Nights" en mót- leikarar þeirra eru m.a. Fred Ward („The Right Stuff") og Scott Glenn („Silverado"). „Off Limits", sem hét „Saigon" þegar hún var sýnd í Bandaríkjunum, er leikstýrt af Christopher Crowe en þetta er hans fyrsta bíómynd. Hann vildi gera mynd í stíl við „Bullit" og Franska sambandið en vissi það alltof vel að hundruðir glæpamynda hafa verið gerðar á kunnuglegum stöðum New York- borgar, Los Angeles eða Chicago og ákvað að breyta svolítið til. „„Off Limits" er lögguþriller," seg- ir hann, „en það sem gerir mynd- ina sérstaka og óhefðbundna er að hún gerist í Saigon með Víet- namstríðið í bakgrunni." Myndin var tekin í Bangkok en þess má geta að stjórnvöld í Víet- nam buðu kvikmyndaliðinu að kvik- mynda í Ho Chi Minh-borg, sem áður hét Saigon. Boðið kom á fyrsta tökudegi í Bangkok og því var of seint að breyta um tökustað. Mynd um Belushi remur árum og átta mán- uðum eftir að framleiðand- inn Edward S. Feldman fór að vinna t því að koma bókinni „Wired" eftir Bob Woodward á filmu eru tökur nú loksins hafn- ar, Eíns og margir þekkja er bókin um líf og sviplegan dauða leikarans Johns Belushis. sínum tíma," segir Feld- man, sem framleitt hefur mynd- ir eins og „Save the Tiger" og Vitnið, „var fólk í kvikmyndaiðn- aðinum sem vildi ekki að þessi bók yrði fest á filmu. Menn ótt- uðust að hún gæfi Ijóta mynd af Hollywood." Feldman segir að honum og meðframleiöanda hans, Char- les R. Meeker, hafi reynst mjög erfitt aö finna aðila innan stóru kvikmyndaveranna sem tilbúnir voru að leggja peninga í mynd- ina. „Á endanum fjármögnuð- John Belushi. um við alla myndina með pen- ingum frá Lion Breweries á Nýja Sjálandi. Þeir höfðu fjár- magnaö smærri myndir fyrir okkuráður, en þessi mun kosta 12 milljónír dollara." Leikstjóri myndarinnar er Larry Peerce en Earl Mac Rauch („New York, New York", „Buckaroo Banzai") skrifar handritið. Framleiðendurnir kusu að setja frekar óþekkta leikara í aðalhlutverkin, Michael Chiklis leikur Belushi en aðrir ieikarar eru Ray Sharkey, J.T Walsh sem leikur Woodward, Lucinda Jenney ieikur eigin- konu Belushis og Patti D’Ar- banville leikur Cathy Smith, konuna sem sat í 15 mánuði í fangelsi fyrir að gefa Beiushi skammtinn af heróíni og kók- aíni sem varð hans bani árið 1982. Hann var 33 ára. Rambó III og Krókódíla-Dundee II Tvær myndir sem sennilega eiga eftir að slást um efsta sætið á vinsældalistanum vestra í sumar Hvor ætli vinni kapphlaupið um milljónirnar? Hinn vöðvastælti Rússaskelfir Rambó III eða sá afslappaði Ástrali Krókódíla-Dundee II. Hinarvænt- anlegu metsölumyndir voru frumsýndar í Bandaríkjunum fyrir nokkru, „Dundee" í 2500 kvik- myndahúsum, sem er met, en Rambó í eitthvað færri. Hann slær þó Ástralann út f kostnaði. Rambó III kostaði 63 milljónir dollara og mun fjórðungur hafa farið beint í vasa stjörnunnar Sly Stallone. Myndin er þar með komin í valinkunnan hóp dýrustu bíómynda kvikmyndasögunnar. Það eru litlar líkur á öðru en að Rambó borgi sig upp og meira en það. Hún hefur hlotið jákvæða gagnrýni og þess ber að geta að fyrri myndirnar tvær hafa náð inn 390 milljón dollurum. En Krókódíla-Dundee er enginn aukvisi heldur. Fyrri „Dundee" myndin náði inn 380 milljónum og hún er vinsælasta erlenda myndin sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum. Þegar nýja Rambó-myndin hefst dvelur hetja vor í Búdda- klaustri í Bangkok í leit að innri friði. En skyldan er fljót að kalla og áður en varir er hann lentur í hættum langt inní Afganistan. Hans gamli vinur og kennari, Trautman höfðusmaður (Richard Grenna), hefur verið tekinn til fanga af Rússum og Ramó tekst á hendur að frelsa hann einn og sjálfur. Tímasetning Stallones er kannski ekki alveg hárfín. Rússar eru að hverfa frá Afganistan og kaldastríðshugarfarið er í mikilli lægð. Reagan er nú gestur í „hinu illa keisaradæmi" og meira að segja Nancy er hrifin af Leníngrad. En slík söguleg kald- hæðni á varla eftir að fara mjög í taugarnar á aðdáendunum. Rambó-myndir eru gerðar fyrir heimsmarkaðinn og standa á sinn hátt utan við pólitískt þref. Með sínum fáu samtölum (í Time er leitt getum að því að Stallone Sylvester Stallone snýr aftur f sínu uppáhaldsgervi; úr Rambó III. Paul Hogan snýr Ifka aftur í sfnu uppáhaldsgervi; úr Krókódfla- Dundee II.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.