Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988
B 3
dyrnar og þá sé ég að það liggur
stigi uppá loftið og hún fer upp stig-
ann. Þá segi ég við sjálfa mig að
alltaf fari það batnandi. Líklega sé
eitthvert herbergi uppi sem ég hafi
aldrei séð. Mér finnst þetta svo mik-
il skömm að ég ákveð að fara upp
að sjá herbergið. Þegar ég er komin
upp í miðjan stigann þá tek ég eftir
því að það er reft yfir hann með
svörtu jámi, krossmark alveg yfir
hann, þar skilur með mér og stúlk-
unni. Um haustið kom stúlka sem
fór í þetta herbergi. Þessi stúlka var
nokkuð gildvaxin og mér var jafnvel
að detta í hug hvort hún myndi vera
ófrísk. Þegar læknirinn kom til að
skoða stúlkumar hálfum mánuði
eftir skólasetningu þá sagði hann
að þessi stúlka væri með æxli í
móðurlífinu og það yrði að skera
hana strax upp. Hún var skorin upp
á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Eg
hringdi á hveijum degi að vita hvern-
ig henni liði og alltaf var sagt að
henni væri að batna. En eina nóttina
vakna ég við að það situr stúlka á
stól við rúmið mitt. Þetta var svipur
og mér fannst endilega að þetta
stæði í sambandi við stúlkuna sem
var veik. Morguninn eftir var stúlkan
dáin.“
Ég spyr Ingibjörgu um tildrög
þess að hún tók við skólastjóm á
Staðarfelli, þá nýlega útskrifaður
kennari. „Ætli það hafi ekki byijað
með því að ég seldi Jónasi frá Hriflu
happdrættismiða, fór til hans uppá
skrifstofu. Hann fékk trú á mér og
bað mig seinna að taka að mér skól-
stjóm á Húsmæðraskólanum að
Staðarfelli. Ég hafði ekki menntun
í matreiðslu en fékk góða kennara
til að annast það en sjálf kenndi ég
bóklegu fögin. Það var fallegt og
stórstaðarlegt að líta heim að Stað-
arfelli og það var oft gaman á þess-
um árum mínum þar. Stúlkumar í
skólanum vom komnar til að læra
og voru mjög áhugasamar og þegar
frí voru þá komu konur af bæjunum
í kring sumar með harmónikku og
spiluðu. Ég hef haldið kunningsskap
við sumar af stúlkunum sem ég hef
kennt, af öðrum hef ég lítið frétt
eins og gengur. Nokkrir nemendur
mínir hafa skrifað mér bréf eftir að
vem þeirra í skólanum lauk og talað
um þau áhrif sem skólavistin hafði
á þær.“ Nú rís Ingibjörg upp við
dogg og kallar fram til Bjargar og
spyr eftir Steinunni systur sinni. Von
var á Steinunni og hún reynist vera
komin og kemur nú skjótlega á vett-
vang. Ingibjörg biður hana að fínna
fyrir sig bréf frá ákveðnum nemanda
og Steinunn er ekki lengi að því.
Ég fæ bréfíð í hendur og finnst ein-
kennilegt að handleika þetta gamla
og gulnaða bréf sem hefur að geyma
hjartans mál ungrar stúlku sem
mátti reyna mikið heilsuleysi strax
á unga aldri. I bréfínu segir m.a.:
„Þótt ekki sé nema um einn vetur
að ræða geta minningamar verið
margar. Mér fínnst eins og þessi
vetur sé bjartur sólargeisli í lífí mínu.
Það sem miður hefur farið sópast í
burtu eins og ský fyrir vindi, en það
göfuga og háleita, sem maður hefur
orðið fyrir áhrifum af, orðið eftir
sálarfylgsnum manns. Það hefur
vermt hjarta mitt og gert mig að
nýrri og betri manneskju, vakið hjá
mér sjálfsvirðingu og traust á sjálfri
mér.“ Ég legg bréfíð frá mér, Stein-
unn sest á dívan hinum megin í
herberginu og hlustar en Ingibjörg
Ingibjörg í hópi námsmeyja.
heldur áfram frásögninni þar sem
frá var horfíð. „Þetta var á stríðsár-
unum og einmitt vegna þess var
komið á fót bamaheimili á Staðar-
felli á sumrin svo taka mætti þar á
móti bömunum úr þéttbýlinu í sveit,
þar sem menn töldu þau óhultari á
þessum viðsjárverðu tímum. Það var
Rauði krossinn sem stóð fyrir þessu.
Ég hafði umsjón með bamaheimilinu
á Staðarfelli fyrsta sumarið sem það
var rekið þar. En hugur minn var
mikið heima á Löngumýri hjá foreld-
rum mínum. Systur mínar voru báð-
ar farnar að heiman og mér fannst
ég þurfa að vera nær foreldrum
mínum og ákvað að kveðja Staðar-
fell þó mér hafí líkað þar vel og
stofna skóla á Löngumýri. Ég hef
alltaf verið órög að fara út í fyrirsjá-
anlega erfíðleika af því ég hef trúað
því að guð hjálpaði mér. Á Löngu-
mýri byggði ég viðbótarhúsnæði árið
1944 og þar og í gamla húsinu sem
foreldrar mínir höfðu byggt hóf ég
starfsemi húsmæðraskóla. Skólann
rak ég í fjöldamörg ár og hélt jafn-
framt áfram að taka börn á sumrin
að tilhlutan Rauða krossins. Seinna
voru á Löngumýri sumarbúðir Þjóð-
kirkjunnar. Þannig kynntist ég fjöl-
mörgum elskulegum börnum sem
hafa orðið mér minnisstæð. Ég hef
alltaf haft gaman af að vera með
bömum. Það er nú svo með mig að
jafnvel nú er barnið í sálinni lifandi
og hefur gaman af að hitta önnur
böm til að leika sér við þau, ég hef
alla tíð haft gaman af að hlæja og
var hið mesta hláturfífl á mínum
yngri árum. Ég átti oft í vandræðum
vegna þessa eftir að ég tók við skóla-
stjóm, það sótti svo að mér hlátur-
mildin að ég varð stundum að leggja
á flótta til þess að verða mér ekki
-til skammar. Barnið í mér hafði
gaman af sögum og ævintýmm og
oft á kvöldin sagði ég bömunum
sögur sem ég samdi jafnóðum. En
það fór að versna í því þegar þau
báðu mig kvöldið eftir að endurtaka
söguna, þá mundi ég hana ekki og
ruglaði öllu saman og svo voru þau
að leiðrétta mig og úr öllu saman
varð mikill hlátur.
Það var eitt sinn seint um kvöld,
á stríðsámnum, að ég heyrði ein-
hveija ókyrrð inni hjá bömunum þó
komið væri fram yfir háttatíma. Ég
fór inn til þeirra og þá stóðu þau öll
á miðju gólfi og héldu hvert í annað
svo óskaplega hrædd. Þá var hundur
úti á hlaðinu sem var að spangóla
en þau héldu að þetta væri loftvarna-
merki. Árið 1944 lét ég reisa stóran
svefnskála og það gekk allt vel.
Börnin brögguðust vel hjá mér, þau
vom lystug og þyngdust mörg vel
yfír sumarið. Lengi vel var ég bara
með telpur en þegar Sumarbúðir
þjóðkirkjunnar tóku til starfa þá var
ég með drengi. Ég var að mestu
orðin blind þegar ég flutti frá Löngu-
mýri. Ég fór þaðan af því að ég
fann að hveiju dró. Maður verður
að geta þekkt nemenduma til þess
að vera fær um að kenna. Síðustu
árin varð ég að kenna allt uppúr
mér. Það var þá orðið erfitt fýrir
mig að lesa. En lengi framan af las
ég mikið og reyndi að tileinka mér
það sem kom fram nýtt í kennslunni.
Síðan ég varð blind held ég mikið
kyrm fyrir heima og afþakka flest
boð. Hér heima get ég farið um allt
og bjargað mér en mér fellur illa
að fara burtu þangað sem ég verð
að láta hjálpa mér á allan hátt. Blind-
an kom ekki skyndilega, eins og
fyrr sagði, heldur varð ég smám
saman sjóndaprari. Ég missti þó al-
veg lestrarsjónina á einni viku. Ég
hafði lesið mikið um veturinn og var
búin að kaupa mikið af bókum sem
ég átti ólesnar, ég fæ ennþá verk í
mig þegar ég heyri auglýstar bækur
sem mig langar til að lesa. Þó þykir
mér ennþá verra að geta ekki unnið
neitt að garðyrkju. Mig dreymir oft
enn að ég sé að gróðursetja blóm
eða tré. Heima á Löngumýri rækt-
aði ég upp garð frá byijun og þar
hafði ég líka matjurtarækt, m.a.
kálrækt, ég hafði þá lært það mikið
í garðyrkju að ég gat þetta. Það óx
vel hjá mér og þegar ég kom á fæt-
ur eldsnemma á morgnana byijaði
ég oft á að telja hvað hafði sprung-
ið út mikið frá því morguninn áður.
Nú fer ég sjaldan út, það er ekki
hægt að blindur leiði blindan, Björg
er farin að sjá mjög illa líka, svo er
oft mikil hálka að vetrinum, við get-
um ekki farið út nema þá að sumr-
inu en þá er sjaldnast nokkur til að
fara með okkur, mitt nánasta frænd-
fólk býr langt í burtu frá mér og
hefur líka mikið að gera eins og
raunar flestir í dag. Meðalefnaðar
manneskjur hafa miklu meira að
gera í dag en konur í þeim kringum-
stæðum höfðu áður fyrr. Þá voru
flestar húsmæður heimavinnandi og
höfðu að auki stúlkur sér til hjálpar
en nú vinna konur utan heimilis og
þurfa svo að hugsa um heimilið þeg-
ar þær koma heim. Allur þorri
kvenna í dag hefur það svipað og
fátækar barnakonur sem unnu í fiski
höfðu það hér áður.
Fólk sem missir sjón er vissulega
svipt miklu en það þýðir ekki að
tala um það. Það er nauðsynlegt að
hugsa um eitthvað annað. Þegar ég
vaki á næturnar þá styttist nóttin
mikið þegar ég bið fyrir fólki, ég
bið fyrir mörgum sem eru lasnir eða
eiga eitthvað bágt. Þegar eitthvað
er að hjá manni á maður ekki að
hugsa um sjálfan sig heldur um
aðra, biðja fyrir þeim sem eiga bág-
ara. Hvort bænin 'hefur áhrif veit
ég ekki en hitt veit ég að maður
sjálfur hugsar þá ekki illt á meðan.
Ég hef þó fengið með fullri vissu
merkilegar bænheyrslur og trúi hik-
laust á framhaldslíf. Við erum
nokkrar konur sem erum í andlegum
bænahring, biðjum á sömu stundu.
Oft þegar ég bið finnst mér að það
fari heitur rafstraumur héma inn í
bijóstið," nú leggur Ingibjörg hönd-
ina á hjartastað.
Ingibjörg er af gamla skólanum
og vill endilega koma að þakklæti
til ættingja, vina og kunningja og
helst að telja upp nöfn þeirra allra.
Ég tek ekki vel í þá hugmynd. Þá
verður þögn en svo segir Ingibjörg:
„Þegar ég var bam þá safnaði ég
miklu af alla vega litum glerbrotum
og hafði þau í hillum í búinu mínu.
En núna á ég líka mikið af brotum,
þau em ekki eins og glerbrotin í
gamla daga heldur em þetta minn-
ingabrot, brot af alla vega litum
minningum sem geymast í þessari
einkennilegu hirslu sem við köllum
mannshuga. Þegar ég var send í
mína fyrstu sendiferð sagði mamma
við mig: „Gleymdu nú ekki að þakka
fyrir þig.“ Mér finrist ég verði að
þakka það að vera fædd á íslandi í
fallegu héraði á Norðurlandi og hafa
alist þar upp milli fagurra tinda sem
benda manni upp til himinsins. Ég
var svo lánsöm að alast upp með
góðu og elskulegu fólki, bæði skyldu
og vandalaúsu. Fyrir það er ég þakk-
lát og svo hitt, að hafa sem fullorð-
in átt þess kost að starfa með svo
mörgu ágætu fólki sem raun ber
vitni. Ég er þakklát öllu því fólki sem
hefur sýnt mér umhyggju og kær-
leika allt til þessa dags.“
Meðan Ingibjörgu verður tíðrætt
um þakklæti sitt situr Steinunn syst-
ir hennar á dívaninum gegnt okkur
og blaðar í gamalli bók. í þessari
bók er samansafn af ýmsum tæki-
færisvísum eftir Ingibjörgu. Stein-
unn tekur að lesa fyrir okkur úr
bókinni og ég sé á andliti Ingibjarg-
ar að fyrir blindum augum hennar
er brugðið upp ýmsum myndum frá
liðinni ævi sem tengdar eru ljóðun-
um. En það er eins með ljóðin og
endurminningarnar, úr hvoru
tveggja verður að velja, einni blaða-
grein eru takmörk sett. Ljóðið sem
ég valdi sem lokaorð þessa viðtals
er ekki betra en hin, heldur fellur
það vel inn það hlutverk sem því er
hér ætlað.
Horfnar slóðir hugur fer
hvar er dregin lína.
Bak við tímans brotið gler
bjartar stjömur skína.
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Ingibjörg, Björg, móðir Ingibjargar, og starfsfólk ásamt telpum sem voru í sumardvöl á Löngu-
Sumardvalarbörn í leikfimi á túninu að Löngumýri.