Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JUNI 1988 3-23 £>tendmr þam*., „ Laeri ð ab Iesa. cL sjö dögarn'? " HÖGNI HREKKVÍSI i f ,Ef*J fti í .a N ^ |; 'lí9H&M*' ‘ > Osljórn Kæri Velvakandi Samkvæmt fréttum renna nú ár- lega hvorki meira né minna en fimm milljarðar króna til landbúnaðarins í formi alls konar styrkja. Þetta er sagt jafngilda því að hver bóndi fái hundrað þúsund krónur í hveijum mánuði, það er meira en tvöföld lág- markslaun verkamanns. Það er ekki furða þó skattamir séu háir. En er þetta góð eða vond fjárfest- ing? Því ætti að vera fljótsvarað og svarið hlýtur að vera nei. Þetta er mjög slæm fjárfesting. Hvemig stendur á því að þessi óstjóm við- gengst í landbúnaðarmálum okkar ár eftir ár og áratug eftir áratug? Jón Baldvin talar um að nú verði að taka fé að láni hjá útlendingum til að greiða niður kjötið ofaní þá. Emm við að ganga af vitinu, íslendingar? Gunnar Myndin sýnir geimsvæðið með Tindþokuna sérkennilegn í for- grunni Starfslok kennara Til Velvakanda. Undirritaður gerði fyrirspurn til Hins íslenska kennarafélags í Vel- vakanda 26. apríl sl. um starfslok kennara, sem náð hafa 70 ára aldri. Margir kennarar hafa haft samband við mig og spurst fyrir um svar. Það kom nýverið, dagsett 2. júní. í bréfi sem menntamálaráðuneytið ritarHÍK 16.janúar 1987 segirm.a.: „Nú hefur komið fram ósk um það frá kennara að starfslok hans fylgdu almanaksári. Ráðuneytið telur að sú hefð sem myndast hefur henti skól- unum vel, að starfslok fylgdu skóla- ári, en nokkur venja mun það vera um aðra starfsmenn hins opinbera að starfsréttur fylgi almanaksári og því er mismunur á þessum reglum. Það er hins vegar æskilegt að um starfslok kennara gildi fastar reglur og því er óskað umsagnar yðar um málið." Hið íslenska kennarafélag sendir menntamálaráðuneytinu svarbréf 2. júní 1988: „Bréf yðar dagsett 16. janúar 1987 varðandi umsögn HIK um starfslok kennara var tekið fyrir á fundi stjórnar h. 16. maí sl. Afstaða stjómar HÍK er sú að kennarar fái að velja hvort þeir hætti störfum í lok þess almanaksárs sem þeir verða fullra 70 ára eða í lok þess skólaárs sem þeir verða fullra 70 ára ef því lýkur síðar. Með afsökun á síðbúnu svari til- kynnist yður þetta hér með.“ Samkvæmt þessum bréfum má ganga að eftirfarandi sem vísu, a.m.k. fyrir félaga í HÍK, að því til- skildu að menntamálaráðuneytið hafi samþykkt þessar reglur. 1) Þegar kennari verður 70 ára getur hann, ef hann óskar, verið í því starfí á því ári til 31. desember. 2) Kennari, sem verður 70 ára í september eða síðar á almanaksár- inu, getur, ef hann vill, verið í starfi til loka kennsluársins eða m.ö.o. fram í maí á næsta ári. Gunnar Finnbogason Á útjaðri lífheims og vitheims Til Velvakanda. Nokkur eru þau lönd, sem liggja að Norðurheimskautinu. Segja mætti með sanni, að þau lægju á útjaðri lífheims jarðar okkar, því þau eru á mörkum hins byggilega heims. En hvernig er staða jarðarinnar sem heildar gagnvart lífínu í al- heimi? Eg hygg, að þar verði hið sama uppi á teningnum og að segja megi með réttu, að líf jarðarinnar sem heildar, og einkum þó líf mann- kynsins, sé á útjaðri lífheims og vitheims. Dr. Helgi Pjeturss hefur í Nýals- bókum sínum borið fram þessa skoðun og stutt hana rökum: Aðeins á útjöðrum lífheims er þjáðst og dáið, svo sem hér á sér stað, og aðeins á útjöðrum vitheims eru dýrustu framkvæmdir þjóða manndráp. Hér stefnir því til illrar áttar. En Helgi Pjeturss bendir á leið til úrbóta: Taka verður upp nánari og betri lífsambönd við þá sem lengra eru komnir og heima eiga á öðrum hnöttum, mannkyn, sem að öllu standa okkur jarðarbúum fram- ar, að góðvild, mætti og visku. Og möguleikar á bættum sam- böndum við hina lengra komnu eru fyrir hendi. Leið þekkingarinnar að því marki hefur verið rudd. Okkar er að þiggja þá fræðslu og þá leið, sem fundin hefur verið. Öflug samtök til undirbúnings stjörnusambanda, er sú leið sem fara verður, en til þess að aðstreymi æðri orku nái hér að koma fram, verður hver og einn að leitast við að bæta eigið líferni: Góðvild til allra, manna og dýra; óeigingirni, fómfysi eru meðal þeirra eiginleika, sem hver einn þyrfti að ástunda. Ingvar Agnarsson Yíkverji skrifar að er mikið skrafað og skrifað um kvilla sem hijá mannfólkið og leiðir til bata. Víkveiji skal hvor- ugt lasta: skrafið né skrifið. Athöfn er hinsvegar betri en orð. Heilsubót- in er oftar í hendi okkar en við gerum okkur grein fyrir. Hún getur legið í mataræði. Hún felst á stund- um í hugsunarhætti, viðhorfi okk- ar. Og ekki sízt í útiveru og hreyf- ingu. Höfuðborgin á mörg græn svæði sem bjóða upp á notalega útiveru. Nefna má Hljómskálagarðinn og Tjörnina með stómm staf. Tjörnin hefur tekið miklum stakkaskiptum til hins betra: bakkar hlaðnir, nýjar gangstéttir og fögur tré. Sennilega hefur ráðhúsið, þó enn sé óbyggt og umdeilt, flýtt fyrir fegmn um- hverfís Tjarnarinnar. Máske á það eftir að tryggja þá umhirðu hennar í framtíðinni sem hún verðskuldar. Nefna má Miklatún, Öskjuhlíð og flóm-paradtsina í Laugardalnum. Og síðast en ekki sízt Fossvogs- dalinn. Að ógleymdum öllum sund- stöðunum og íþróttasvæðunum. Og eigum við ekki flest óskoðuð ýmis gömul og ný borgarhverfi? Það þarf ekki að leita langt yfír skammt að unaðsreitum á góðviðrisdögum. Þá státa fáir staðir af fleiri eða fegurri öku- og gönguleiðum í næsta nágrenni en Reykjavík. En Víkveiji spyr: skortir ekki á kynningu á öllum þessum herleg- heitum? Hversvegna liggur hið já- kvæða í þagnargildi? Eiga nöldur- kórar hins neikvæða viðhorfs einka- rétt á umræðunni í íslenzku sam- félagi? Víkveiji veit það vel að víðar er guð en í Görðum; raunar stát- ar hvert byggt ból í landinu af fögm umhverfi. Og hálendið hefur berg- numið marga. Það er því engin goðgá að eyða orlofí í flakk um landið eða afmörkuð svæði þess. Þeim Víkveija, sem hér situr við skjá, líður bezt þar sem vötn falla í norður. „Römm er sú taug sem rekka dregur föðurtúna til.“ Nauð- synlegt er hinsvegar að fara utan af til. En höfuðkostur utanferðar er heimkoman. Þeir sem aka um landið ættu ekki að gleyma hinum gömlu höfuð- stöðvum íslenzks samfélags, Hólum í Hjaltadal og Skálholti. Það er reisn yfír þessum fomu höfuðbýlum. Þau em gluggi inn í fortíðina - þar sem rætumar liggja. - með sögu í hverju fótmáli. Það er gaman að vera Is- lendingur, hvort heldur skroppið er heim til Hóla eða til Skálholts. Vaxandi fjöldi ferðamanna heim- sækir og Strandarkirkju í Selvogi, sem er rík af áheitum. Hún er for- vitnileg erlendum ferðamönnum, ekki sízt eftir „að guðsþjónustu sem dr. Sigurbjöm Einarsson biskup og sr. Tómas Guðmundsson prófastur sungu var sjónvarpað um öll Norð- urlönd", eins og segir í nýjum Víðförla. XXX Skoðanakannanir em í tízku um þessar mundir. Fólk fær upp- hringingar frá hinum og þessum miðstöðvum forvitninnar í landinu. Spurt er í þaula um afstöðu fólks til flests milli himins og jarðar. Það er eins með skoðanakannan- ir og sitthvað annað, sem við tökum okkur fyrir hendur, „það er annað- hvort í ökkla eða eyra". Millivegur þekkist ekki. Sitthvað kemur þó fróðlegt og gagnlegt fram. Guðfræðistofnun Háskóla ís- lands sendi í fyrra eða árið þar áður út 80 spumingar til 1000 manna á aldrinum 18-75 ára. 75% svömðu. Dr. Björn Bjömsson segir í Víðförla: „Já, þar kom fram að 78% Islend- inga töldu að Guð væri til... Könn- un okkar staðfesti þá trúhneigð sem kom fram hjá Hagvangi. Um 80% segjast trúaðir. Meirihluti þeirra, 42%, lýsti trúarafstöðu sinni með því að setja merki við_ fullyrðingu sem var svohljóðandi: Ég er trúað- ur/trúuð á minn eigin persónulega hátt. En aðrir trúaðir; 37%, merktu við fullyrðinguna: Ég er trúað- ur/trúuð og játa kristna trú.“ Dr. Bjöm segir að þessar tölur segi næsta lítið um stöðu kristinnar trúar í landinu. Það sé „algerlega út í hött að draga af þeim víðtækar ályktanir eins og gerðist, þegar haft var við mig viðtal í dagblaði og því slegið upp á forsíðu, að kristnitakan árið 1000 hafi reynst árangurslítil. Það sjá nú flestir í gegnum slíka uppsláttar- eða æsi- fréttamennsku". Hér kemur dr. Bjöm að mikils- verðu atriði, túlkun á niðurstöðum skoðanakannana. Þær verður að meta faglega og rétt. Annars hafa þær takmarkað gildi. Jafnvel þær sem verða efni í „sölufyrirsagnir".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.