Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988 4 TÆKNINÝJUNGAR IJM LEYSIDISKA, MYNDDISKA OG STAFRÆN SEGULBOND Fyrstu geislaspilararnir voru í fyrirferðamesta lagi, en þó minni en plötuspiiarar eins og sjá má a' myndinni. Nú eru til spilarar, sem eru minni um sig en hylkið, sem diskurinn er seldur í! UND ANFARIN ár hafa verið gífurlegar framfarir i rafeindatækni allri — jafnvel svoað dægurlagatextahöfundar leggja út frá þvi að við lifum „á gervihnattaöld". Ekki er það fjarri sanni, enda er svo málum komið að það má teljast á færi nær hvers sem er, að taka á móti gervihnattasendingum frá erlendum sjónvarpsstöðvum. En hvað sem þeim málum líður má það vera öldungis glögglega augljóst að íslendingar eru að færa sér tæknina meira og meira í nyt. Myndbandstæki og vasatölvur þykja nú jafn sjálfsögð heimilistæki og sími og uppþvottavélar voru áður, rokkur og lýsislampi þar á undan. Nú nægir ekki lengur að vera með fullkomin hljómflutningstæki í stofunni — unglingarnir fá sínar stæður í fermingargjöf; gamli L.M. Ericson-síminn stendur ekki lengur fyrir sinu — í hans stað er kominn sími með minni, sjálfvirku endurvali og innbyggðum símsvara; ritvélar eru fyrir löngu komnar á tækniminjasafn — Macintosh-tölvan gerir allt nema að fara út í sjoppu og maður hefur á tilf inningunni að það vígi standi ekki lengi. Sumum finnst ef til vill nóg komið af tækjum inn á heimilið, en greinarhöfundur er sannfærður um að enn sem komið sé hafi menn rétt fundið smjörþefinn af því sem koma skal. Að visu má teljast ólíklegt að vélmenni hefji hreingemingar á íslenskum heimilum í bráð, en gífurlegar framfarir í tölvutækni hafa nú þegar breytt tækjum eins og saumavélinni í hreinustu tækniundur og svo mætti áfram telja. Þær öm tæknibreytingar, sem almenningur verður þó helst var við á heimilum, tengjast flestar tómstundaiðkun og í þessari grein verður leitast við að útskýra það sem við blasir og hverju búast má við á næstunni. Það er ekki ýkjalangt síðan hljómtækjaeign varð al- menn hér á landi. Útvarp- ið náði að vísu fljótt fótfestu hér og ávallt var eitthvað flutt inn af grammófónum, en þeir voru lengst af dýr munaðarvara og á tímum hafta og gjaldeyris- skömmtunar þótti skömmtunar- stjórunum víst flestur annar vamingur þarfari. Ekki hjálpaði til að hljómburður var ekki í fullkomn- asta lagi og hljómplötur af skomum skammti. Segja má að hagur Strympu hafi fyrst farið að vænkast eftir að bítlið byijaði, en þá var þjóðin jafnframt að rétta úr kútnum í samræmi við aukna velmegun hins fijálsa heims. Undir lok sjötta áratugarins fóm svo að streyma á markaðinn hljóm- tæki í líkingu við það, sem nú þekkist og hefur kaupunum ekki linnt síðan. Stafræn kasettutæki (DAT) hafa valdið nokkru þjarki um hvernig vernda megi höfundarrétt og þar fram eftir götum, en likast til verða þau fágæt á einkaheimilum enn um sinn. Þrátt fyrir að fullkomin hljóm- tæki hafi um þetta leyti farið að komast í almenningseigu höfðu tæknibreytingar í raun verið sára- litlar. Að vísu breytti uppfinning smáranna (transistora) talsverðu og steríóið sömuleiðis, en eigi að síður var tæknin, sem til grundvall- ar lá, hin sama. Tónlistin var skorin í plastplötu, en þegar platan snerist nam nál viðnámið og titringurinn var magnaður upp. Öflugri og full- komnari magnarar, steríóið og betri hátalarar breyttu engu um þau grundvallarlögmál, sem að baki lágu. Men höfðu reyndar lengi gert sér grein fyrir annmörkum hljómplöt- unnar. Plötur eru viðkvæmar fyrir hnjaski, skurður þeirra er misjafn að gæðum, hljóðdósir plötuspilar- anna eru misgóðar og eftir að stafræn (digital) tækni fór að ryðja sér rúms fóru menn að gera sér grein fyrir takmörkunum hlið- stæðutækni (analogue). Þegar Philips kynnti kasettuna til sögunnar spáðu margir hljóm- plötunni dauða, en fljótlega kom þó í ljós að þær hrakspár voru ekki á rökum reistar, þrátt fyrir að ka- settumar hefðu ýmsilegt til brunns að bera. Hljómtækjaframleiðendur gerðu sér grein fyrir því að eitthvað yrði að gerast, ætti markaðurinn ekki að staðna. Það var þó með blöndnum huga, því enginn þeirra hafði gleymt quadro-tækninni, sem beið algert skipbrot. Þegar vasa- diskóin slógu hins vegar ærlega í gegn varð þeim loks ljóst að mark- aðurinn var meira en lítið þyrstur eftir nýjungum og tæknisnillingam- ir, sem höfðu til þessa ekki verið hvattir neitt sérlega til dáða, voru látnir leggja höfuðið í bleyti. Geislaspilararnir Frá byijun var stefnan sett á þróun stafrænna hljómtækja. Minn- ugir þeirra væringa, sem framleið- endur myndbandstækja höfðu átt í vegna hinna ólíku kerfa (VHS, Beta og V2000), urðu menn ásáttir um að staðla hina nýju tækni og innan tíðar var framleiðsla á geislaspilur- um hafin. Tæknin byggist á því að leysi- geisli „les“ stafrænar upplýsingam- ar af diskinum. Líkt og í tölvum em upplýsingamar einungis tvenns konar, 0 eða 1. Aukahljóð, bjögun eða mistök í skurði em því úr sög- unni — annað hvort em upplýsing- amar til staðar eða ekki. Það er hins vegar algengur misskilning- ur að geisladiskar séu ónæmir fyrir hnjaski eða óhreinindum. Diskamir em vissulega mun end- ingarbetri en hljómplötur, en samt ættu menn að fara jafnvarlega með þá og plötumar. Diskarnir geta rispast og óhreinindi trufla af- spilun og fara illa með spilarann. Sjá nánari umfjöllun í ramma. Vegna þess að diskamir em allir eins (ef undan er skilinn stöku galli) og hins að spilaramir em staðlaðir með það fyrir augum að lesa með sama hætti úr hinum staf- rænu upplýsingum halda margir — jafnvel sumir afgreiðslumenn í hljómtækjaverslunum — að hljóip- gæði hinna ýmsu spilara séu ávallt hin sömu; munurinn sé í því fólginn hversu mikið af alls konar auka- möguleikum (sjálfvirkt lagaval, fjarstýring o.s.frv.) Þetta er rangt. Hljómgæði hinna ýmsu tegunda geislaspilara eru ekki hin sömu, sama hvað hver segir. Vitaskuld er rétt að góður diskur hljómar betur í ófullkomnum spilara en hljómplata á vönduðum plötuspilara. Spilaram- ir era hins vegar jafnmismunandi og þeir era margir. I þessum efn- um, sem mörgum öðram, borgar sig yfirleitt að kaupa þekkt merki — þau hafa yfírleitt einhvem orðstír að veija. Einnig ættu menn að hafa hugf- ast að hljómgæðin era háð fleiri þáttum en spilaranum einum. Magnarinn þarf að vera í stakk búinr. að skila sínu, en frá geisla- spiluram berst meiri kraftur á flestum tíðnum og mun stærra tón- svið en gamlir magnarar vora hannaðir fyrir. Þá þurfa þeir einnig að vera í öflugra lagi (þó svo menn keyri þá ekkert sérstaklega) til þess að forðast bjögun. Hátalaramir þurfa líka að vera vandaðir og greinarhöfundur mælir með því að menn fái sér sérstaklega vandaða kapla (t.a.m. Monster) — ekki bara úr magnara í hátalara, heldur líka úr spilara í magnara. Verða geisladiskar brátt úreltir? Skiljanlegt er að ofanrituð spum- ing brenni mönnum í huga. Hver kannast ekki við að hafa keypt sjón- varp eða tölvu af fullkomnustu tegund, en daginn eftir birtist aug- lýsing um að enn nýrri og fullkomn- ari tegund væri komin á markað. Og hver á ekki Gústa frænda, sem hefur ekki enn þorað að kaupa sér myndbandstæki af því að hann vill alltaf bíða eftir næstu kynslóð? Þetta er eðlilegt áhyggjuefni því tækin era ekki gefín. Hér verður spumingunni þó svarað afdráttar- laust neitandi. Geisladiskamir verða ekki úreltir í bráð. Nokkra öðra máli gegnir hins vegar um sjálfa spilarana. Nú þegar er önnur kynslóð þeirra komin á markaðinn, Eitt mesta undrið við leysidiska eru þau ógrynni upplýsinga, sem fyrir komast á þeim. Hér til samanburðar eru 20 binda alfræðiorðabók og einn leysidiskur. Væri alfræðiorða- bókin skráð á diskinn væri samt rúmlega þriðjungur geymslurýmis hans ónotaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.