Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 16
.16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988 höfnuðum á girðingunni. Flugferð- imar urðu því ekki fleiri þann dag- inn og um kvöldið og nóttina var Bruce bókaður í saumaskap við kertaljós á skálaloftinu. Við hin lögðumst í heitu hvera- laugina og biðum frétta af Ingvari og Hafþóri. En talstöðin var áfram þögul, þeir létu ekkert á sér kræla. Mánudaginn 21. september mæl- ast 11 vindstig og eins stigs hiti á veðurathugunarstöðinni á Hvera- völlum. Það snjóar lárétt sam- kvæmt íslenskri tísku. Veðurathug- unarhjónin og nafnamir Kristinn og Kristín taka í notkun öryggis- tæki vetrarins. Þar á meðal er vekj- araklukka, sem hringir og vekur þann, sem sofandi er, ef sá, sem W;tendur mælavaktina, er ekki kom- inn inn að 10 mínútum liðnum, og líflína, sem hann getur fíkrað sig eftir út í mælana. Heimilishundurinn, hvolpur að aldri, á sér enga líflínu. hann fykur út í hver og það er ekið með hann skaðbrenndan yfír hálft landið á móts við dýralækni frá Blönduósi. Það tekst ekki að bjarga honum. Við náum loks talstöðvarsam- bandi við Hafþór. Við fyllumst skelfíngu þegar við komumst að því að hann er ekki staddur á verk- stæði að gera við bílinn sinn heldur í fárviðri 25 kílómetra inni á Lang- jökli. „Við emm stopp. Vindurinn ' rykkir svo fast í bílinn, að við þorum ekki að hreyfa okkur af ótta við að hann fjúki. Og það snjóar inn í hann. Skipti." „Hafþór, ertu orðinn stjömuvit- laus, maður! Einhentur á ónýtum bíl í fárviðri inni á miðjum Lang- jökli. Hvað kom eiginlega fyrir koll- inn á þér? Skipti." Þrátt fyrir allt er Hafþór á best útbúna bilnum á 40 tommu dekkj- um og með fullkomin fjarskipta- og siglingatæki. Hann er vanur að ‘ þvælast einn um jökla og hálendi um hávetur. Seint um eftirmiðdag næsta dag skríða þeir félagar Ingv- ar og Hafþór því á síðustu olíudrop- unum að Ferðafélagsskálanum á Hveravöllum. Það er ótrúlegt, hvað Ingvari hefur tekist að lappa upp á bílinn á tveim sólarhringum. Hann hefur jafnvel haft fyrir því að klína á hann blárri málningu og allar skrautfjaðrirnar eru komnar á sinn stað á þakinu. Öxlin hans Hafþórs er hins vegar enn til lítils gagns. Læknamir sögðu, að það yrði að reka í hana nagla, en Hafþór mátti ekki vera að því. Þeir félagamir em örmagna af ' þreytu eftir stanslausar vökur og röfla tómt malbik þar til okkur tekst loks að fá þá til að fleygja sér. Þeir sofa óslitið í 10 tíma. Að brjóta bæði ísinn og annað A þriðjudagsmorgni byijum við að raða flugvélinni saman á ný. Hún hafði verið tekin í sundur og Ásbjarnarvötn. Með hraða og afli riður „ísbrjóturinn" frá sér ísnum. Áð í Ingólfsskála við Ásbjamarvötn norðan Hofsjökuls. Endalaus Sprengisandurinn blasir við. bundin niður í veðurofsanum og virðist ekki hafa orðið fyrir frekari skemmdum. Veður er enn tvísýnt og um 25 hnúta vindur. Eftir yfirvegun hverfur Bmce frá því að reyna að fylgja okkur eftir í þessu veðri. Hann ætlar að sæta færis um leið og veðurútlit batnar. Við leggjum af stað án hans eftir að hafa brynnt bílunum í olíubirgða- stöðinni okkar á Hveravöllum. Blanda, aðalfarartálminn á leið- inni norður fyrir Hofsjökul, reynist álíka þung yfírferðar og lækurinn í Lækjargötu. Náttúran er að hálfu þakin hvítri vetrarkápu. Kuldinn fer vaxandi. Ámar em vatnslitlar en þær búa yfír annarri hindmn. Þær em í klakaböndum. ísinn er ekki orðinn nægilega sterkur til að bera tveggja og hálfs tonna bíla en hann er nógu þykkur til að gera okkur erfítt fyrir. Það þarf hraða og kraft til að komast í gegn og þetta reynir á bílana og allt það sem í þeim er. Við svífum í loftinu fremur en að sitja í sætunum. Ef það getur brotn- að þá brotnar það, úr, kaffíbrúsar, gleraugu og í einni óvæntri flug- ferðinni brotnar jafnvel linsan á aðalkvikmyndatökuvélinni í mola. Sem betur fer emm við með varavél. Hafþór sópar luktunum framan af sínum bíl í krapanum og afturöx- -ull á Hælúxinum hans Guðmundar gengur hálfur út úr hásingunni með dekki og öllu saman. Það er feiki- nóg af verkefnum fyrir Ingvar og logsuðutækin. Við gistum í Ingólfsskála við Ásbjamarvötn í miðri auðninni norðan Hofsjökuls. Við höfum ekki hitt neina aðra ferðalanga frá því við lögðum upp frá Borgarfirði og hvergi er bflför að sjá. Fimmtudaginn 24. september eftir hverabað í kuldalegu umhverfí ■undir Laugarfelli blasir Sprengi- sandurinn loks við, svartur og enda- laus. Þótt við náum í Nýjadal fyrir myrkur tekur það á annan klukku- tíma að bijótast síðustu tvö hundmð metrana að skálanum. Nýjadalsáin er undir ís. Með ítmstu mýkt og hraða snigilsins reynir hver bílstjórinn af öðmm að læðast yfír ána á ísnum en bílamir falla allir í gegn. Þegar þeir hafa dregið hver annan upp tekur Land- krúserinn hans Hafþórs að sér hlut- verk ísbijótsins. Með hraða og afli tyður hann ísnum frá sér. Skyndi- lega rekst bfllinn á bjarg undir ísnum og tekst á loft. Eitt augna- blik sýnist okkur sem bíllinn ætli að vippa sér aftur í mellustelling- una, en Hafþóri tekst að lenda hon- um á fjórum hjólum. Að þessu sinni hafði drengurinn vit á því að láta það bláa snúa upp. Við höldum upp á afmælið hans Gunnars þama í auðninni. Við leit höfðu hinar undarlegustu flöskur og jafnvel marmarakökur fundist í sjúkrakassanum. Með hliðsjón af því, sem eftir verður, er eins gott að enginn slasi sig héðan í frá. „Fram í heiðanna ró, fann ég flösku og dó.“ CAPON OG HREINSUM CHICAGO! mx ÞESSAVEGNA LESA SVO MARGIR BLAÐIÐ AISLENSKU!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.