Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988 20 B Spánarrispur r * * Ein af frægari plötum jassög- unnar er plata Miles Davis Scetches of Spain. Sú plata kom út 1959 og nafn hennar má þýða sem Spánarrissur. Á síðasta ári kom út í Bret- landi platan Scratches of Spain, eða Spánarrispur, og gítarleikarinn Billy Jenkins tók upp með sam- vinnufélaginu Rödd guðs. Plötu- umslagið vísar rækilega til plötu Miles Davis, nema þá að maðurinn utaná heldur á gítar en ekki tromp- et. Þar lýkur líka samlíkingunni, því tónlistin er allt önnur og á lítið skylt við jass. Á plötunni, sem er sjötta plata Billys og sú þriðja sem hann vinn- ur með samvinnufélaginu Rödd guðs, er fariö frjálslega með flest tónlistarlögmál og útkoman ertón- listarlegur hrærigrautur sem verð- ur trauðla lýst. Á köflum minnir hún á plötu lans Carrs, Bella- donna, en áður en varir bregður fyrir hálfklassískum frösum í bland við frasa frá Sergio Leone, eða frá Lúðrasveit verkalýðsins, eða bara i. v ; -ý'- ■ * flest það sem hægt er að ímynda sér. Billy Jenkins, sem leikur á gítar og fiðlu, sýnir að hann er snjall gítarleikari, þó ekki virðist hann bera mikla virð- ingu fyrir hinu hefðbundna hlutverki gítar- stjörnunnar og með sér hefur hann tónlistarmenn úr öllum átt- um. Þar má fyrsta telja trompet- leikarann snjalla Chris Batchelor og kollega hans John Eacott og bassaleikarann Tim Matthewman. Einnig bregður fyrir á plötunni hlut- um af bresku sveitinni Three Mu- staphas Three og fleiri sveita. Á plötunni má heyra í saxófónum, klarinetti, trombónum, túbum, hljómborðum ýmiskonar, sellói, víbrafóni, kassagítar, kontrabassa, trommum og hinum ýmsu ásláttar- hljóðfærum. Eins og áður sagði er harla er- fitt að lýsa þeirri tónlist sem á plöt- unni er, en það er víst að hún er hið besta móteitur við poppfroðu og tilgerðarlegum nútímajass, þar sem formið hefur iðulega borið innihaldiö ofurliði. Popp með stórum staf The Primftives, ásamt hljóm- sveitum eins og Flatmates og Darl- ing Buds, eru nú að uppgötva Popp með stórum staf, hlut sem maður hélt að hefði gleymst þegar Blondie hætti störfum. Primitives hefur reyndar verið kölluð hin nýja Blondie og er háralitur og engla- rödd söngkonunnar Tracey ekki eina ástæðan. Frumraun sveitarinnar, árið 1985, vað hið yndislega Tru the Flowers, fáránlega einfalt, þriggja hljóma und- ur, en siöan fylgdu Really Stupid, Stop Killing Me og Crash, allt klassísk popplög. Þessi mínímalísku meistaraverk eiga það sameiginlegt að vera einföld, grípandi, kraftmikil og hávaðasöm, eins og Popp á að vera. En í rauninni ætti að banna hljóm- sveitum eins og Primitives að gefa út stórar plötu. Hið sígilda smáskí- fuform er eins og skapað fyrir þau, en þau virðast ekki geta h'aldið uppi dampinum á heilli breiðskífu. Lovely, sem er þeirra fyrsta LP, er í heild frekar óspennandi, fyrir utan fyrr- nefnd lög og kannski l’ll Stick With You (sem gæti reyndar verið á Eat to the Beat). I hin lögin vantar ein- hvern neista. Kaupið endilega allar Primitives smáskífur sem þið sjáið, en gleymið Lovely. AG Ég er orðlaus Þungarokk er fyrirbrigði sem skýt- ur upp kollinum alltaf öðru hverju og í hvert einasta skipti sem það gerist er talað um nýtt blómaskeið f sögu þess. Fyrir skömmu gerðist það að svonefnt „thrash“-rokk varð vinsælt og var þá talað um að þungarokk væri orðið fullorðið listform, þar sem allt væri tekið til umfjöllunar, hvort sem það var kjarnorkubál eða kynsjúkdómar. Eftir að hafa hlustað á plötu Megadeth, So Far, So Good, So What?, get ég huggað tónlista- runnendur með því að þungarokk er bara orðið fimm ára og búið að læra að blóta. Aðalmaðurinn í Megadeth er Dave Mustaine. Hann semur fletst- öll lög og texta hljómsveitarinnar, spilar á gítar og syngur og gerir þetta allt frekar illa. Upphaflag plötunnar gefur tóninn með afar klisjukenndum leiðinlegur gítarsólóum og lagið sem fylgir á eftir því, Set the World Afire, tekur af allan vafa um að þetta sé eitthvað nýtt; þetta er bara gamall skarni í nýjum umbúðum. Anarchy in the UK er þarna líka og mega Megadeth eiga það að jafn fullkomin nauðgun á bæði lagi og texta er á fárra færi (vonandi). Afgangur plötunnar fer í hefð- bundna þungarokkvitleysu: ein ball- aða, tólf gítarsóló, textar eins og: pabbi þinn er róni, mamma þín er brjáluö og fleira í þeim dúr. Væntanlegum kaupendum vil ég ráðieggja að taka bara gömlu Kiss- plöturnar sínar og spila þær á tvö- földum hraða, frekar en að eyöa peningum í svona rusl. Ari Andfætlingarokk Andfætlingar vorir í Ástralíu hafa si'num rokksveitum á að skipa, sem vonleg er, þó ekki hafi nema stöku sveit heyrst á norðurhveli. Það stendur þó allt til bóta og á þessu ári ætlar CBS að gera mikið átak í að kynna ástral- skar rokksveitir á snærum fyrirtækisins og líkast verður það einnig til að glæða áhuga á áströlskum sveitum al- mennt. Fyrir skemmstu kom út platan Australian Rocks 1988, sem er hin aðgengilegasta safnplata með mörgu af því helsta sem er á seyði á Ástralíumarkaði, þó varla sé hægt að rúma rokktónlistarsköpun tíu milljón manna þjóðar á einni plötu. Sveitirnar sem lög eiga á plötunni eru Midnight Oil, Party Boys, Dave Dobbyn, Noiseworks, Flash and the Pan, Men- tal as Anything og Wa Wa Nee. Af þeim er Mightnight Oil kunnust hér á landi, enda er lagið Beds are Burning vin- sælt um þessar mundir. Aðrar sveitir sem margir kannast við eru Mental as Anything og Wa Wa Nee, en ekki er úr vegi að reyna að gefa stutt yfirlit yfir sveitirnar. Wa Wa Nee Wa Wa Nee státar af því að vera sú sveit áströisk sem hefur vakið hvað mesta athygli þegar í upphafi. Fyrsta og annað lag sveit- arinnar náðu gullsölu þegar og þau komu út og fyrsta LP-plata hennar náði einnig gullsölu á fáeinum vik- um (gull í Ástralíu er 35.000 ein- taka sala). Wa Wa Nee er ekki nema tveggja ára eða þar um bil, en hefur þegar skipað sér í fremstu röð ástralskra rokksveita. Mental as Anything Mental as Anything vakti at- hygli í Bandaríkjunum og Bretlandi á árunum 1982 til 1983 fyrir tón- list sem var ögrandi og skemmti- leg, en ekki síður fyrir kímni sveit- arinnar sem skilaði sér ekki síður í tónlist hennar, en í blaðaviðtölum og sviðsframkomu. Sveitin ferðað- ist um Bandaríkin 1982 með Men at Work, og sneri aftur 1983. Meg- inhluta ársins 1986 eyddi sveitin í Bretlandi og Bandaríkjunum og lagði grunninn að velgengni henn- ar þar á síðasta ári, sem viröist ætla að verða enn meiri á þessu. Midnight Oil Midnight Oil var farin að skapa sér nafn fyrir harða rokktónlist og innihaldsríka texta þegar árið 1978. 1979 sneri sveitin sér að því að hjálpa nýjum sveitum að koma undir sig fótunum og tók að berjast fyrir rétti rokksveita al- mennt í Ástralíu, auk þess sem textar hennar fjölluðu gjarnan um umhverfisvernd og atvinnuleysi og stöðu frumbyggja Ástralíu. Nýj- asta plata sveitarinnar, Diesel and Dust, náði gullsölu á sautján klukk- utímum og fór í piatínu á þremur dögum. Af þeirri plötu er komið lagið Beds are Burning, sem allf- lestir kannast við, en það felur í sér viðvörun til Ástrala vegna með- ferðar þeirra á frumbyggjum lands- ins og landinu sjálfu. Party Boys Rokksveitin Party Boys var sett saman 1982 til þess eins að fara í þriggja vikna tónleikaferð, en hefur haldið hópinn upp frá því. Það má segja að sveitin starfi á jaðri ástralska rokkheimsins, þó tónlistin sé lík flestu því sem þar gerist, því hún hefur ekki starfað með umboðsskrifstofu og haldið samskiptum sveitarinnar við tón- leikastaði og fjölmiðla pesónuleg- um, þar til að fyrir skemmstu réði sveitin sér umba. Mannaskipti hafa verið tíð og alls hafa starfað í sveitinni, sem sent hefur frá sér fjórar plötur, um tuttugu manns. Flash and the Pan Flash and the Pan er dúó þeirra Harry Vanda og George Young (stóra bróður Angus Young úr AC/DC) og hafa þeir starfað sam- an síðan 1967. Lög eftir þá hafa tekið upp popparar eins og Rod Stewart, Grace Jones og David Bowie, en einnig hafa þeir unnið að útsetningum og upptökustjórn hjá ýmsum, s.s. AC/DC auk eigin tónlistasköpunar og plötugerðar. 1982 komu félagaranir lagi á topp tíu í Bretlandi, en tóku sér tveggja ára hvíld í kjölfar þess. Þeir gáfu síðan út plötu seint á síðasta ári. Dave Dobbyn Dave Dobbyn starfaði með sveitinni DD Smash, sem upprunn- in er á Nýja-Sjálandi. Þegar að því kom eftir fimm ára spilamennsku á Nýja-Sjálandi að taka upp fyrstu plötuna flutti sveitin til Ástralíu og starfaði þar við miklar vinsældir, allt til þess að Dave ákvað að reyna fyrir sér á eigin spýtur. Ekki verður annað sagt en að það hafi gengið að óskum, því allt það sem hann hefur sent frá sér hefur selst í tug- þúsundatali. Dave semur öll sín lög sjálfur og sér að auki um útsetn- ingar og upptökustjórn á nýjustu plötu hans, sem heitir Loyal. Noiseworks Noiseworks er yngsta sveitin sem á safnplötunni er, en hún hefur aðeins gefið út eina LP- plötu. Það breytir því ekki að sveit- in hefur vakið mikla athygli fyrir tónlist sína og þykir með kraft- meiri rokksveitum á suðuhveli. Rokk aðsunnan Eins og áður sagði er platan Australian Rocks aðgengileg fyrir þá sem hafa hug á,að kynna sér andfætlingarokk og ekki er úr vegi að benda mönnum einnig á fyrir- taks sveitir eins og The Triffids, Crime and the City Solution o.fl. o.fl., þá þegar þeir eru komnir á bragðið. Prinsinn ástleit- inn og kynæsandi ★ ★ ★ ★ 3/4 ÞAÐ eru ávallt tfðindi þegar Prince sendir frá sér plötu og e.t.v. er eftir- væntingin of mikil. Að minnsta kosti þreytti það undirritaðan mjög þegar gagnrýnendur fóru ham- förum við útgáfu hverrar einustu plötu eftir Purple Rain og fjargviðr- uðust yfir því að þar væri ekki á ferð- inni „Meistarastykkið”, sem þeir höfðu fyrir satt að Prince ætlaði fyrr eöa síðar að senda frá sér — platan sem enda átti allar plötur, svo meit- luöu orðtaki og íslenskri tungu sé misþyrmt í senn. Allar skífur Prince eru meistara- stykki og þessi er engin undan- tekning. Það sem mér finnst mest um vert í tónlist Prince er hin barns- lega (ef ekki naíva) sköpunargleði, sem hann virðist enga stjórn hafa á, en bindur í tónlistarform með því að krydda hana hverskonar erótík. Sú erótík hneykslar hins vegar engan því hún er greinilega svo ótvírætt samofin fölskvalausri ást — hverjum sem hún nú annars beinist að. Hér áður fyrr einblíndi Prince nokkuö á hinar holdlegu nautnir og hélt sig alfarið á yfirráöasvæði Erosar. Þegar kom að Around The World In a Day uppgötvaði hann hins vegar Agape og kvað upp úr með það að ástin (sú platónska) skipti meiru en kynlífið. Nú virðist hann hins vegar kominn með það á hreint að Eros og Agape eru jafn- mikilvægir þættir ástarinnar enda er titillinn á plötunni Lovesexy. Platan er að sumu leyti líkari Parade en síðustu plötu hans Sign of The Times, en hann leggur meira upp úr að halda þræði gegn um plötuna en oft áður. Yfir henni er eitt yfirbragð, þrátt fyrir að lögin séu auðaðgreind. Prince virðist leggja upp úr því að flækja málin ekki- um of með flóknum útsendingum — helst ber á miklum (og ekki of skipulögðum) röddunum og hljómborðum, en gítarinn er allt að því í aukahlut- verki; helst notaður til þess að væla sóló, sem höfð eru í bak- grunni. Lagið „Alphabet St.“ er þegar rokið upp vinsældalista, en það má eitthvað meira en lítið vera að ef lagið „Dance On" fer ekki sömu leið og lengra. Pottþétt danslag. Platan hefur eitt stef, sem e.t.v segir allt um þá Ijóðrænu, sem Prince er sokkinn í: Rain is wet, sugar is sweet Clap your hands and stomp your feet Everybody ... Everybody knows • that when Love calls you’ve got to go Hvað þessi hræringur rokk- slangurs og lýríkar á að þýða veit ég ekki, en hitt er víst að á eyrum lætur það unaðslega og dæmigert fyrir þann sælgætishrærigraut sem Prince ber á borð fyrir hlust- endur. Þessi plata ætti að vera til á betri heimilum. Andrés Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.