Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDÁGUR 12. JUNI 1988 Fyrsti hópur sumarsins við Bláa lónið. Frá vinstri Joseph Sorrentino, Arnbjörn Barbatto, Jeffrey Hunter, Jerome Vidal, Irene og Irving Pastarnack, Jenni Bidner og fremstur er Richee Richman. Við Mývatn. í Landmannalaugum. Þessa mynd af Goðafossi tók Jeffrey í ágúst 1984. Imínutn huga er ísland áttunda undur veraldar - segír Jeffrey Hunter ljósmyndari Eg bjó á íslandi í nokkra mánuði og saknaði lands- ins mjög mikið eftir að ég fór aftur heim til Bandaríkjanna. Með því að skipulegga ferðir hingað gefst mér kostur á að koma hingað aftur og aftur. í mínum huga er ísland áttunda undur veraldar," segir Jef- frey. Ahugi hans leynir sér ekki og hann segist vilja miðla honum til annarra með því að fá fólk til að ferðast hingað. Hann rekur ásamt félaga sínum ferðaskrifstofuna Photo Adventure Tours sem býður einnig upp á ævintýraferðir til Ind- lands og óvenjulegra staða í vestan- verðum Bandaríkjunum. En markað- urinn er nokkuð þröngur og erfítt reynist að ná til fólks sem hefur áhuga á óvenjulegum ferðalögum. Því hafa farið miklir fjármunir í aug- lýsingar auk þess sem Jeffrey skrifar greinar um ísland í blöð og tímarit. „Margir Bandaríkjamenn skilja ekki að_ það er fleira en ís, snjór og kuldi á íslandi," segir hann. „Stærsta vandamálið er þó að þeir gera miklar kröfur og gera sér ekki grein fyrir að til þess að geta notið þess falleg- asta sem landið hefur upp á að bjóða verður að fóma ýmsu. Stundum verð- ur maður að skilja þægindin eftir heima. Það er því svolítið erfitt að sannfæra Bandaríkjamenn að ferðir hingað séu þess virði þótt þeir þurfi að aka eftir malarvegum og sofa í svefnpokaplássi. Sem betur fer er til fólk innan um sem er tilbúið til að leggja svona nokkuð á sig.“ I för með Jeffrey vom að þessu sinni nokkrir blaðamenn, bæði frá dagblöðum og sérstökum ferðatíma- ritum. Virtust allir vera ánægðir með ferðina og sagðist Jeffrey vona að væntanleg skrif þessa fólks um ís- land ættu eftir að hafa mikil áhrif á bandaríska ferðamenn. í hópnum var Jenni Bidner ritstjóri tímaritsins Outdoor & Travel Photography. Hún var frá sér numin af íslandi og ætlar að skrifa grein um landið og ljós- myndaferðirnar í tímaritið. „Ég kem hingað aftur," sagði hún. „Þá ætla ég að vera í fríi og dvelja lengur." Jeffrey og Richard Libby, félagi hans á ferðaskrifstofunni, höfðu ný- lega farið í viðtal hjá bandarískri kapalsjónvarpsstöð sem fjallar um ferðamál. Þar ræddu þeir um ísland og ljósmyndaferðimar þangað og sagðist Jeffrey binda miklar vonir við að sá þáttur vekti áhuga almenn- ings á Islandi. Um 13 milljónir manna horfa á þessa stöð. En það tók hann nokkur ár að átta sig á hvemig best væri að haga þessum ferðum þannig að þær frei- stuðu ljósmyndara. „Þeir geta stund- um átt það til að búast við of miklu og hver og einn hefur ákveðnar hug- myndir um hvemig hann vill haga myndatöku, hve miklum tíma hann vill veija á hverjum stað og svo fram- vegis. Menn hafa áhuga á mismun- andi hlutum og þess vegna vildi ég reyna að skipuleggja ferðimar svo flestir fengju myndefni við sitt hæfi.“ Jeffrey nefnir að starfsfólk hjá Guðmundi Jónassyni hafi verið mjög hjálplegt, nánast eins og fjölskylda sín. Hann hefur ráðfært sig við þetta fólk um hvemig best væri að haga ferðunum, svo og landverði víða um landið. Þar að auki hefur hann spurt ljósmyndara, sem hafa verið hér á JEFFFREY Hunter er banda rískur Ijósmynd- ari og einmitt dœmi um utlending sem kemur til íslands og verður yfir sig hrifinn. Hann kom hingaö fyrst áriö 1984 en hefur skipulagt œvin- týraferöir fyrir fólk sem hefur áhuga á aÖ taka Ijósmyndir á íslandi síÖastliÖin tvö sumur. Hann segist hafa byrjaÖ á þessu til þess að kom- ast sjálfur sem oftast til íslands. ViÖ hittum Jeffrey þar sem hann var meÖ fyrsta hópnum á þessu sumri viÖ myndatökur í Bláa lón- inu á sólbjörtum góÖ- viÖrisdegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.