Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988 JEPPAR Á FJALLI . ífárviðriá imðjum Langjökli — aðra hönd á ónýtum bíl Önnur grein Þegar tríllukarlarnir í Ólafsvík komu f land og sáu torkennílegan bUaflotann á bryggjunni með eitt stykki flugvél á þakinu var ekki óeðlilegt, að þeir spyrðu hvert förinni vœrí heitið. „Áttatíu og átta gráður réttvfsandi í austur.“ Svörín sem þeir fengu voru skýr. „Með öðrum orðum, þvert yf ir landið ... langsum." „Er öll þjóðin farín að leika sér,“ voru skiljanleg viðbrögð þeirra, sem sjá henni farborða. „Þið komist þetta aldrei, sjáið bara hvernig færðin er orðin.“ Niðurstaða sjómannanna f Ólafsvík var einróma. Við ætluðum að aka yfir landið enda á milli frá vestrí til austurs, frá Öndverðanesi til Dalatanga. Við ætluðum að baða okkur f haustlitunum f september, en daginn, sem við lögðum af stað skall veturinn á. Á hálendinu mokaði niður snjó. Lfkurnar á að Ólsararnir hefðu á réttu að standa jukust eftir þvf sem ofar dró á Kaldadal. Landslagið var hulið þoku og næsti áfangi, sjálfur Langjökull, var vafalaust á kafi í ófærum snjó. Og ekki fór ástandið batnandi. Þegar við vorum rétt að komast upp úr byggð missti leiðangursstjórinn forystujeppann út af veginum og velti honum. Höfuðáverki? Ég starði á bflflakið í urðinni. „Þessi ferð okkar verður sennilega ekki lengri," sagði ég við Hafþór, sem brotið hafði á sér öxlina, þegar hann velti bflnum fyrir sér. Hann átti greinilega erfítt með að viður- kenna, að allri undirbúnings- vinnunni hefði þannig verið kastað á glæ í einu vetfangi. Ingvar, viðgerðarmaðurinn okk- ar, var skríðandi í kringum bflinn að skoða skemmdimar. „Við verð- um að reyna að koma honum á hjólin til að meta ástandið," var niðurstaða hans. Við festum spilvír úr einum bflanna í Landkrúserinn. Við yrðum að velta honum yfír á einu óskemmdu hliðina til að ná honum á hjólin. Annar jeppi úr flot- anum hélt f til að auka skemmdim- ar sem minnst. Fjandlnn hafi það, við hljótum að geta fjakkað hann til f hvelli. sprungubelti. Langjökull „straujaður' Þótt toppurinn væri fallinn sam- an og húddið í bylgjum taldi Ingvar sig til bráðabirgða geta tjakkað bflinn nógu mikið til að loka mætti hurðum og koma fyrir nýjum rúð- um. Lórantæki og talstöðvar vom óvirkar, það yrði að fá ný loftnet í stað þeirra, sem lágu í flísum á jörðinni. Hafþór hlustaði ekki á uppgjafa- tóninn í mér. „Fjandinn hafí það, við hljótum að geta bjargað nýjum rúðum og loftnetum," sagði spítala- maðurinn og gretti sig af sársauka. Ingvar barðist við að koma bflnum í gang. Skyndilega stóð olíu- strókur upp úr vélarsalnum og málaði Ama ljósmyndara svartan frá hvirfli til iljar. „Djöfull," hróp- aði hann og reyndi að stijúka það mesta frá augunum um leið og jepp- inn hrökk í gang. Vélarhljóðið var ekki traustvekjandi. „Ég legg til, að við Ingvar reyn- um að koma jeppanum til byggða í bráðabirgðaviðgerð á meðan þið leggið í jökulinn," sagði Hafþór og benti á ónýtan bflinn. Þetta stað- festi þann grun, sem hafði vaxið með mér síðustu mínútumar. Haf- þór hafði líka hlotið höfuðáverka í veltunni. „Sko, sjáiði bara,“ hélt hann áfram og vakti athygli okkar á fyrstu góðu fréttunum í túmum. Langjökull hafði lyft af sér þokunni og ögraði okkur nú í skæru sól- skini. Það var ekki hægt að hafna þessari sameinuðu áskomn Hafþórs og jökulsins. Ingvar og Hafþór héldu til byggða til að smíða einn bfl og eina öxl, við hin lögðum til atlögu við jökulinn á fjórum bflum. „Við náum ykkur eftir tvo sólar- hringa," voru kveðjuorð leiðangurs- stjórans. Flug’völlurinn á Langjökli í Þjófakrók sendum við tvo bfla upp á jökulröndina. Þeir hverfa fljótlega úr augsýn, færið virðist gott. Fyrstu kílómetramir eru lagð- ir að baki án teljandi erfíðleika en í um 1.100 metra hæð verður færið sífellt þyngra. Kúplingamir hvína, þrýstingurinn í dekkjunum er kom- inn niður í þijú pund, aftur og fram, aftur og fram, okkur miðar aðeins kflómetra á klukkutíma. Viðlendum í sprungubelti. Bfllinn sem Ámi ekur lendir ofan í einni, Guðmundur fer stuttu síðar að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.