Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988 ÍClK í fréttum Stéttarkrot Moigunblaðið/ÓLK.M. Þessa mynd tók ljósmyndari Morgunblaðsins á sólríkum sumardegi fyrir nokkrum árum. Stúlkan sem situr fyrir miðri mynd og teikn- ar á gangstéttina í Austurstræti, er Björk Guðmundsdóttir, söngkona Sykurmolanna, áður en frægðin kallaði. í dag heldur Björk til tiandaríkjanna í viðtöl við stórblöðin Wash- ington Post og New York Times, útvarpsstöðvar, tímarit og sjón- varpsstöðvar. Stefnir á háskólanám í haust BLIND STÚLKA LÝKUR STÚDENTSPRÓFI Ragna Kristín Guðmundsdóttir lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð á þessu vori af náttúrufræðibraut. Ragna er alblind og gengur auk þess við hækjur. Hún lamaðist 12 ára gömul eftir slys og missti sjónina á fyrstu önn sinni í skólanum árið 1981 og sér aðeins mun dags og nætur. Ragna lauk stúdentsprófinu á 8 önnum, sem er eðlileg námsfram- vinda, en hún var oft frá vegna veikinda sinna og þurfti því að sleppa nokkrum önnum. Hún er annar alblindi íslendingurinn, sem lýkur þessum áfanga. Ragna viðurkennir að þetta hafi verið erfitt en leggur áherslu á vel- vilja rektors, kennara og annars starfsliðs skólans. „Ömólfur Thorlacius, rektor, og Sigríður The- odórsdóttir, sem kenndi mér alla efnafræði, vom mér ótrúlega hjálp- leg og allir aðrir kennarar vom boðnir og búnir að rétta mér hjálp- arhönd. Án hjálpar þeirra hefði þetta ekki tekist." Ragna hefur mikinn áhuga á stærðfræði, enda fékk hún einkunn- ina 10 í tveimur stærðfræðiáföng- um í vor. Við stærðfræðinámið naut hún aðstoðar Jömndar Þórðarson- ar, kennara við Armúlaskólann, sem lærði að lesa blindratáknin í stærðfræðinni. Hyggst Ragna stunda háskólanám á því sviði. „Ég er búin að innrita mig í tölfiæði við Háskóla íslands næsta vetur, sem er þriggja ára nám, og svo ætla ég að taka einhveija ensku með,“ sagði Ragna. Eftir að hún missti sjónina varð hún að byggja mikið á hlustun við lærdóminn, sem er mun erfiðara og tímafrekara en þegar sjón- minnisins nýtur við. En hvemig er aðstaða til náms fyrir blinda? „Hún hefur breyst mikið frá því sem áður var, ekki síst eftir að Blindrabókasafnið fékk nýja tölvu á síðasta ári, sem gerir því kleyft að prenta út bækur á blindraletri á örfáum klukkustundum. Áður gat sú vinna tekið mánuði. Auk þess býr safiiið yfir nokkmm ijölda hljóðbóka. Utvegun námsgagna tekur því styttri tíma núna en áð- ur. Þó skortir enn mikið á að menntaskólanámsefnið sé aðgengi- legt og þvf þurfti ég oft að fá ein- hvem til að lesa fyrir mig námsef- nið. Það hefur líka orðið viðhorfs- breyting í þjóðfélaginu til blindra og annarra fatlaðra, sem rekja má til þess, að samtök þeirra em orðin miklu öflugri en áður. Fólk er farið að skilja að við emm engir eftirbát- ar annarra," sagði Ragna. Ragna á sér mörg áhugamál. Hún segist hlusta mikið á bækur og ferðast eins og kostur er. „Ég man enn liti og ef lýst er fyrir mér landslagi get ég vel ímyndað mér það. Svo er ég næmari á lykt en áður og fínn því gróðurilminn úti í náttúranni betur en áður.“ í lokin var Ragna spurð að því hvort vænta megi þess að fleiri blindir feti í fótspor hennar. „Það er ein blind stúlka í Menntaskólan- um við Hamrahlíð og sjónskertur strákur og ég vona að þetta verði hvatning fyrir fleiri. Við getum þetta alveg." Foreldrar Rögnu em Guðmundur Elínusson, matsveinn, og Hulda Jónasdóttir, starfsmaður heimilis- hjálparinnar í Kópavogi. Morgunblaðið/Þorkell Ragna Kristín Guðmundsdóttir missti sjónina á fyrstu önn sinni í menntaskóla, en með þraut- seigju og dugnaði lauk hún stúd- entsprófinu og stefnir nú á há- skólanám i haust. Hér hafa makar bæst i hópinn og allir virðast skemmta sér vel. Morgunblaðið/Bjáhii Morgunblaðið/Bjami Þessi föngulegi hópur hittíst í hófi sem haldið var í tilefni stúdenta- afmælisins heima hjá Ingileifu Bryndísi Hallgrimsdóttur að Lyng- haga 13. Þau heita: Hinrik Guðmundsson, Margrét Sigurðardóttir, Guðrún Vilmundardóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Sigfríður Níeljó- hníusdóttir, Ólöf Bjarnadóttir, Guðmundur Pétursson, Gunnar Tóm- asson, Ingiíeif Bryndís Hallgrímsdóttir, Marfa Pétursdóttir, Þórdís Claessen-Hofdal, Rósa Gestsdóttir, Helgi þorláksson, Þór Guðjóns- son, Guðrún Steingrímsdóttir, Þorgeir Gestsson, Ragnheiður Haf- stein, Jónas Haralz, Gerður Magnúsdóttir, Helgi Bergs, Agnar Tryggvason og Kristján Símonarson. STÚDENTAAFMÆLI Stúdentar í 50 ár Arið 1938 útskrifuðust 46 manns úr Menntaskólanum í Reykjavík en nú em 14 þeirra látn- ir. Þessi árgangur hafði vissa sér- stöðu, því að frá árinu 1915 höfðu aldrei útskrifast fleiri en 8 stúlkur í einu, en þetta ár vom þær 21 talsins. Vakti þetta umtal og jafn- vel hrifningu, en sumir gerðu grín að og fannst nóg um. Deildimar í skólanum vom aðeins tvær á þessum tíma, stærðfræði- deild og máladeild. Á ámnum fyrir stríð var erfitt ástand í landinu og atvinna stopul og áttu því alls ekki allir kost á áframhaldandi menntun, en það þykir sjálfsagður hlutur í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.