Morgunblaðið - 10.08.1988, Síða 3

Morgunblaðið - 10.08.1988, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988 3 Helgi Kristjánsson, skipstjóri, í brúnni. Áhöfnin á Haraldi Kristjánssyni við komuna til Hafnarfjarðar í gær. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Met Haraldar Kristjánssonar HF 2: Aflaverðmæti 46,3 millj- ónir eftir 29 daga túr Grindavík. ÁHÖFNIN á frystitogaranum Haraidi Kristjánssyni HF 2 frá Hafnarfirði sló verðmætamet Akureyrarinnar EA þegar togar- inn kom í gær til hafnar með 313 tonn af frystum fiskafurðum að verðmæti 46,3 miiyónir króna. Skipveijar voru þreyttir en ánægðir eftir veiðiferðina sem tók alls 29 daga. Að sögn Helga Kristjánssonar skipstjóra skiptist aflinn þannig að þorskflök, sem mest eru unnin fyrir Bretlandsmarkað, eru 240 tonn, ufsaflök 32 tonn og ýsuflök 2,6 tonn. Allur undirmálsfiskur er heil- frystur en karfí, alls 4,6 tonn, er heilfrystur á Japansmarkað. „Þetta er fímmta veiðiferð togar- ans og miðaðist við þorskfískirí, en aflinn fékkst aðallega á Kögur- grunni, Strandagrunni austur í Þverál og á Halamiðum, alls 680 tonn upp úr sjó,“ sagði Helgi. „Tog- arinn, sem var smíðaður í Noregi fyrir Sjólastöðina í Hafnarfírði, kom til landsins í byijun apríl og fór strax í æfíngaveiðiferð suður á Reykjanesgrunn og Selvogsbanka í þorsk, ufsa og karfa. Á átta dögum fengum við 60 tonn af frosnum físki alls að verðmæti 8 milljónir króna. Næstu tvær veiðiferðir voru á grálúðu og fengum við 574 tonn að verðmæti 56 milljónir króna. í fjórðu ferðinni fengum við 192 tonn af blönduðu hráefni fyrir 23,5 millj- ónir króna, svo óhætt er að segja að skipið hafí reynst vel,“ sagði Helgi og bætti við að á bak við þessar tölur lægi gífurleg vinna hjá áhöfninni. „Hugarfarið hér um borð er eins og hjá öllum í þessari framleiðslu; að ná sem mestum gæðum og auka verðmæti þessara titta eins og hægt er enda setur kvótinn okkur skorður í magni. Ég ætlast til að áhöfnin skili góðum vinnubrögðum enda er mik- il umræða um borð varðandi gæða- mál. Við höfum okkar eigið skoðun- arkerfí sem við útfærðum sjálfír til að vita nákvæmlega hvemig fram- Ferðaskrifstofa ríkisins: Stofnfundur nýs hlutafélags 25. ágúst STOFNFUNDUR hlutafélags um rekstur Ferðaskrifstofu ríkisins verður haldinn 25. ágúst næst- komandi að sögn Hreins Lofts- sonar, aðstoðarmanns sam- gönguráðherra. Starfsfólk Ferðaskrifstofunnar mun hafa forkaupsrétt á hlutum í hinu nýja fyrirtæki, en gert er ráð fyrir að Ferðaskrifstofa íslands hf. taki til starfa 1. september n.k. Viðræður hafa staðið í sumar á milli starfsmanna Ferðaskrifstofu ríkisins og samgönguráðuneytisins um tilhögun hlutafjársölunnar og yfirtökunnar. Starfsfólki á skrif- stofu, sem telur um 20 manns, og hótelstjórum Edduhótelanna, sem eru 18, gefst kostur á að skrifa sig fyrir hlutum til 18. ágúst næstkom- andi. Eignir Ferðaskrifstofu ríkisins eru metnar á rúmar 30 milljónir króna og ganga þær inn í hið nýja fyrirtæki. Ríkið mun lögum sam- kvæmt halda eftir þriðjungseignar- hluta í hinu nýja félagi. Frakkar grunaðir um að skera hjólbarða TVEIR skipveijar á frönsku skipi voru handteknir á mánu- dagskvöld grunaðir um að hafa stungið göt á hjólbarða 12-15 bíla í miðborg Reykjavíkur. Vitni sáu til mannanna stinga gat á hjólbarða eins bílanna og voru þeir handteknir eftir ábend- ingu vitnanna og færðir á lögreglu- stöðina. Þeir neituðu eindregið að vera við málið riðnir og voru látnir leiðslan stendur ef eitthvað verður kvartað að utan. Þessi skoðun okk- ar er alveg utan við úttekt sem framkvæmd er af útflytjandanum þegar komið er til hafnar. Með því að haga vinnslunni á þennan hátt tel ég að halda megi sterkri stöðu á markaðnum," sagði Helgi að lok- um. Kr.Ben. Unnið í frystihúsinu um borð að snyrtingu flaka fyrir Bretlandsmark- að. Forsætisráðherra svarar fyrirspurnum um umhverf ismál: Ráðamenn gera sér grein fyr- ir mikilvægi umhverfisvemdar - segir Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags íslands Forsætisráðherra hefur skilað svörum við spurningum fjögurra skorti á þekkingu tollvarða og því náttúruvemdarfélaga sem beint var til ríkisstjómarinnar 18. apríl viðbúið að margt misjafnt berist inn síðastliðinn. Félögin vitnuðu í starfsáætlun ríkissljómarinnar, til í landið. Heilbrigðiseftirlit með mat- þeirra fyrirheita sem gefin eru um aðgerðir í umhverfisverndarmál- vælaframleiðslu innanlands hefur um. Að sögn Huldu Valtýsdóttur formanns Skógræktarfélags ís- verið stórbætt að mati forsætisráð- lands bera svörin þess vott að ráðamenn hér á landi geri sér grein fyrir vaxandi mikilvægi umhverfisvemdar ekki síður en hjá ná- grannaþjóðum okkar. olía sé algengust hættulegra efna lausir. Eftir það barst lögreglunni hver tilkynningin af annarri um svipaðar skemmdir á bflum í ná- grenninu og voru mennimir þá enn á ný handteknir og hafðir í vörslu lögreglu um nóttina. Að morgni voru þeir teknir til yfírheyrslu að nýju en neituðu að kannast við verknaðinn enn sem fyrr. Þeir voru látnir lausir um hádegisbilið á þriðjudag enda hafði þá brottför skips þeirra tafíst vegna málsins. Félögin sem sendu spumingamar voru Skógræktarfélag íslands, Líf og land, Landvemd og Samband íslenskra náttúravemdarfélaga. Að sögn stjómarráðsins hefur dregist að svara spumingunum þar sem þessi málaflokkur heyrir undir fjöl- mörg ráðuneyti. Framvarp um sam- ræmda yfírstjóm umhverfismála var kynnt þingflokkunum skömmu fyrir þingslit. Þriggja manna ráð- herranefnd var skipuð til þess að undirbúa stjómarframvarp um sama efni í þingbyijun í haust. í henni eiga sæti Matthías á Mathie- sen, Jóhanna Sigurðardóttir og Guðmundur Bjamason. Að sögn forsætisráðherra hefur Alþingi hvorki sinnt beiðni Land- græðslu ríkisins né Skógræktar ríkisins um fjármagn. Stofnanimar hafí unnið að því að nýta fjármagn- ið sem best með samstarfi og sam- nýtingu mannafla. „Ég hlýt að hafa hug á að ræða betur við stjómvöld þetta svar,“ sagði Hulda þegar þetta var borið undir hana. í svari við spumingu um könnun á umhverfisáhrifum atvinnufyrir- tækja og þá sérstaklega fískeld- isstöðva kemur fram að engin sér- stök könnun hefur verið gerð á þessu sviði. Fiskeldisstöðvar þurfa starfsleyfi sem fylgja skilyrði um mengunarvamir. Unnið er að mengunarvamarreglugerð í sam- ræmi við lög um hollustuhætti frá árinu 1984. Fram kemur að lítið eftirlit er með losun hættulegra efna á sjó og landi. Hermt er að sem losuð era hér á landi en eftir- lit virkt. Eftirliti með innflutningi á mat- vælum er ábótavant að mati ráða- manna. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið bendir í svöranum á að frameftirlit hljóti að vera í höndum tollayfirvalda. Veralega herra. Iðnaðarráðuneytið hefur skipað sjö manna nefnd um endurvinnslu. I störfum sínum hefur hún lagt höfuðáherslu á skipulagningu á söfnun og endurvinnslu brotajáms. Þegar þeim þætti verður lokið mun nefndin snúa sér að öðram þáttum viðfangsefnisins að sögn forsætis- ráðherra. Svör forsætisráðherra eru birt í heild á bls. 18-19. íslenskt tal verður sett á Nonnaþættina ÍSLENSKT tal verður sett á sjón- varpsþættina um Nonna sem m.a. voru teknir upp hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem sjónvarpið setur íslenskt tal á þætti af þessu tagi. Tvær útgáfur verða gerðar af þáttunum fyrir alþjóðamark- að, önnur með ensku tali og hin með þýsku. Hinrik Bjamason dagskrárstjóri lista-og skemmtideildar sjónvarps- ins segir að það sé alveg ijóst að forráðamenn sjónvarpsins vilja gera meira af því að setja íslenskt tal inn á erlent efni sem sent er út hérlend- is. Hinsvegar er það mjög dýrt og hefur hingað til strandað á skorti á fjármagni. Kostnaðurinn við að setja íslenskt tal á Nonnaþættina nemur þannig milljónum króna. „Sem stendur setjum við íslenskt tal á allt myndefni fyrir forskóla- böm en það væri æskilegt að geta verið sem mest með erlent efni með íslensku tali,“ segir Hinrik. Hann er hinsvegar ekki sammála þeim skoðunum að allt erlent efni eigi að vera með íslensku tali og bendir á að svo sé ekki hjá ná- grannaþjóðum okkar. Kemur þar tvennt til, annarsvegar sá mikli kostnaður sem þessu er samfara og hinsvegar að nágrannaþjóðir okkar telja menningu sína það sterka að hún þoli vel að sjónvarps- efni sé sent út á erlendu tungumáli. Áformað er að Nonnaþættimir, sex að tölu, verði sýndir í sjón- varpinu fyrir þessi jól. Er ætlunin að sýna einn þeirra dag hvem í fyrstu viku jóla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.