Morgunblaðið - 10.08.1988, Page 4

Morgunblaðið - 10.08.1988, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988 Morgunblaðið/KGA ÚTFÖR Ólafs Jóhanns Sigurðssonar rithöf- undar fór fram frá Dómkirkjunni i gær. Myndin er tekin er líkfylgdin kemur úr kirkju. Kistuna bera þeir Jóhannes Steinsson, Jón Dan, Gísli Halldórsson, Vésteinn Ólason, Þorsteinn Gunnarsson, Helgi Hálfdanarson, Hörður Ágústsson og Hannes Pétursson. Fyr- ir aftan þá er ekkja Ólafs, Anna Jónsdóttir og synir þeirra hjóna, þeir Ólafur Jóhann og Jón. VEÐURHORFUR í DAG, 10.ÁGÚST1988 YFIRLIT í GÆR: Um 500 km suðvestur af Vestmannaeyjum er hægfara 983ja mb. lægð sem grynnist, en milli Jan Mayen og N- Noregs er 1025 mb. hæð. Hiti breytist fremur lítiö. SPÁ: Austlæg eða suðaustlæg átt, víðast kaldi. Skúrir um sunnan- vert landið og líklega rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum þegar líður á daginn, en þurrt og jafnvel bjart veður á Noröurlandi og Vestfjörðum. Hiti 12—16 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Fremur hæg austlæg átt. Skúrir sunnanlands og dálítil súld á Austurlandi en þurrt að mestu og sumstaöar bjart veður á Norður- og Vesturlandi. Hiti 10—16 stig. TÁKN: Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað / Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / *. / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir '* V Él = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur fT Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavik hM 16 13 vaAur skýjað skýjað Bergen 14 léttskýjað Helsinki 15 rígning Kaupmannah. 16 þoka Narssarssuaq 8 skýjað Nuuk 8 skýjað Ósló 16 hétfskýjað Stokkhólmur 17 léttskýjað Þórshöfn 11 hrímþoka Algarve 21 heiðsklrt Amsterdam 16 lágþoka Barcelona 21 heiðskirt Chicago 23 skúr Feneyjar 20 léttskýjað Frankfurt 17 léttskýjað Glasgow 11 léttskýjað Hamborg 15 léttskýjað Las Palmas 25 léttskýjað London 17 súld Los Angeles 18 skýjað Lúxemborg 18 þokumóða Madríd 16 heiðskírt Malaga 21 þokumóða Mallorca 20 heiðskirt Montreal 24 alskýjað New York 26 heiðskirt París 18 þokumóða Róm 20 þokumóða San Diego 10 léttskýjað Winnlpeg 18 alskýjað Reykjavík: Norrænir geðlæknar þinga um þunglyndi TUTTUGASTA og annað þing norrænna geðlækna verður sett í Reykjavík í dag. Aðal umfjöllunarefni þingsins verður þunglyndi og kvíði, en víða verður komið við f fjölda fyrirlestra sem haldnir verða. Þátttakendur verða tæplega 700 talsins, en auk þeirra koma hingað til lands á þriðja hundrað förunauta þeirra, makar og börn. Þetta er fjölmennasta læknaþing, sem haldið hefur verið á íslandi, og stærsta norræna geðlæknaþingið frá upphafi, að sögn forráðamanna þess. Þingið, sem haldið er á þriggja ára fresti, kom í fyrsta sinn saman fyrir 75 árum. Þetta er f annað sinn, sem það er haldið hér á landi, í fyrra sinnið árið 1973. Þinginu lýkur á laugardag. Að sögn Tómasar Helgasönar geðlæknis, forseta þingsins, var þemað valið með það í huga að hafa það víðtækt. Auk þess væri kvíði og þunglyndi einkenni flestra geð- sjúkdóma auk margra annarra sjúk- dóma og snerti því störf geðlækna mjög verulega. Högni Oskarsson geðlæknir, framkvæmdastjóri þings- ins, bætti því við að miklar fram- farir hefðu átt sér stað við með- höndlun kvíða og þunglyndis á und- anfömum árum og því væri fróðlegt að skoða stöðuna f dag. Dagskrá þingsins er byggð upp þannig, að tveir sameiginlegir fundir allra þátttakenda verða að morgni fimmtudags og föstudags í Há- skólabíói, þar sem fjallað verður í yfirlitserindum um aðalefni þess, þunglyndi og kvíða. Eftir hádegi sömu daga og á laugardagsmorgun verða minnni fundir, þar sem fjallað verður ítarlegar um sérhæfðari málaflokka. Má þar nefna áfengis- sýki, sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir, sveftitruflanir, öldrunargeðlækning- ar, skipulag geðheilbrigðisþjónustu, kjmnt nýleg geðlyf svo nokkuð sé upp talið. Þá munu konur í geð- læknastétt funda sérstaklega um sérstöðu sína innan stéttarinnar. Flutt verða um 230 erindi og munu íslenskir geðlæknar flytja 30-40 þeirra. Kjmntar verða niðurstöður flölmargra rannsóknarverkefna fslenskra sem erlendra. Tómas sagði að ekki væri nokkur vafi á því, að sá fróðleikur sem fram kæmi á þinginu nýttist til þess að bæta geðheilbrigðisþjónustuna á ís- landi og gera hana skilvirkari. Hann sagði það einnig vera mjög örvandi fyrir íslenska geðlækna að fá erlenda starfsbræður sína hingað. Auk þess fróðleiks, sem þeir flyttu með fyrir- lestrum sínum, bæru menn saman bækur sínar í fundarhléum og leit- uðu ráða hveijir hjá öðrum. Þinginu lýkur á laugardag, eins og áður segir, og verður slitið með viðhöfn f skeifunni neðan háskólans ef veður leyfir klukkan 12.30. Hagfræðideild Seðlabankans: Verðbólgan er áætluð 27% SEÐLABANKINN spáir þvf að framfærsluvísitala hækki um 27% að meðaltali milli áranna 1987 og 1988 en um 25% frá upphafi til loka árs 1988. Bygg- ingarvfsitalan er talin hnpkka um rúmlega 21% á þessu ári og verða að jafnaði 19% hærri en á sfðasta ári. í spá hagdeildar Seðlabankans, sem birt er f Hagtölum mánaðars- ins, júlíhefti, er miðað við að inn- flutningsveið f erlendri mynt hækki um 3% ftá fyrra ári og að ekki komi til frekari brejrtingar á gengi krónunnar. Þá er gert ráð fyrir 3% launaskriði á síðari hluta ársins, sem viðhaldi meðalkaupmætti launa á sama stigi og 1987 en að öðru leyti hækki laun til samræmis við kjarasamninga aðildarfélaga ASÍ. Samkvæmt spánni mælir láns- kjaravísitala 26,7% verðbólgu f september, ef miðað er við sfðustu 12 mánuði, f október verður verð- bólga 27,6%, í nóvember 26,3%, í desember 24,7% og í janúar 1989 er spáð 24,9% verðbólgu og þá verði 1 ánskjaravísitalan 2390 stig. Láns- kjaravísitalan fyrir ágúst er 2217 stig. Evrópumót yngri spilara í brids: Tveir sigurleikir íslendinga í röð EFTIR tvo sigurleiki f röð var tsland f 15. sæti með 132 stig eftir 10 umferðir á Evrópumóti yngri spilara f brids, sem nú fer fram í borginni Plodiv f Búlg- aríu. Svíar og Norðmenn voru f tveimur efstu sætunum, með 196 og 195 stig, en næstir komu ítalir með 192 stig og Grikkir með 180 stig. Mótið hófst sl. föstudag og eru að jafnaði spilaðir þrír 20 spila leikir á dag7 en 21 þjóð tekur þátt í mótinu. I fyrstu umferð vann fsland Sviss, 19-11, en í annari umferð töpuðu íslendingar 14-16 fyrir Þýskalandi. í 3. umferð fengu þeir 18 stig fyrir yfírsetu en í þeirri 4. töpuðu þeir 5-25 fyrir ít- alíu. í 5. umferð fékk liðið 14 stig gegn írlandi og tapaði 4-25 fyrir Hollendingum í þeirri 6. í 7. um- ferð tapaði ísland 11-19 fyrir Grikkjum og 13-17 fyrir Pólverj- um, en vann síðan Dani 16-14 f 9. umferð og Austurríkismenn 18-12 í þeirri 10. f 11. umferðinni f gærkvöldi spilaði ísland við Nor- eg. Að sögn Jóns Páls Siguijónsson- ar fyrirliða liðsins hafa allir íslensku spilaramir staðið sig þokkalega þótt þeir hefðu mátt vanda sig meira. Þá hefði heppnin ekki leikið við þá. Einn tapaði til dæmis alslemmu þar sem tromplit- urinn var KG107532 á móti A86. Liturinn lá 3-0 úti og spilarinn hitti ekki á að taka rétt háspil fyrst svo slemman tapaðist en and- stæðingamir létu hálfslemmu duga. Evrópumót jmgri spilara eru miðuð við 25 ára aldurstakmark og eru haldin annað hvert ár. Núverandi Evrópumeistarar eru Hollendingar en Danir, Norðmenn og Svíar hafa allir unnið mótið frá því það hófst árið 1968.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.