Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988 17 Miðstýringarpína sj ávarútvegsráðherra Um dynti í stjómun sjávarútvegs, mismunun og þvergirðingshátt eftirÁrna Johnsen Miðstýringarpína framsóknar- manna hefur verið dýrkeypt íslenskri þjóð um langan aldur, en verst er þó að framsóknarmönnum virðist fyrirmunað að læra af reynslunni og ætla því aldrei að komast upp úr hjólfari stöðnunar- innar. Miðstýringunni fylgir ævin- lega mismunun og mismunun fylg- ir tortryggni og óánægja sem eðli- legt er, því það er vilji flestra Ís- lendinga að sitja við sama borð. Valdbeiting gegn Suðurlandsmiðum Með fiskveiðistjómun síðustu ára var stigið skref sem kallaði frá óhug í mörgum þótt nokkuð breið samstaða næðist um nauðsynlega en slæma ákvörðun. Undanfarin ár hefur slagurinn síðan staðið um túlkun og framkvæmd þeirrar stefnu sem mörkuð hefur verið og því miður er nú svo komið að í raun og veru er þessi stefna ónýt miðað við það annars vegar hvem- ig farið er í kring um hana með gífurlegu smáfiskadrápi og hins vegar með mismunun og valdbeit- ingu sem býr til aðstöðumun eftir dyntum sjávarútvegsráðherra. í stuttu máli er miðstýringarárátta sjávarútvegsráðherra að fara eins með marga útgerðarmenn landsins og framsóknarblindan hefur farið með stóran hluta íslensku bænda- stéttarinnar sem býr við þá hrika- legu aðstöðu að hafa allt óklárt framundan, fátækt og jafnvel hok- ur. Valdbeiting sjávarútvegsráð- herra kemur mest niður á þeim sem stunda fiskveiðar á Suðurlandsmið- um í náinni framtíð en bitnar á allri þjóðinni þegar til lengdar læt- ur og má í þeim efnum fýrst nefna hið ótrúlega sinnuleysi í eftirliti á smáfiskadrápi. Sú staðreynd þýðir einfaldlega að engir eða mjög fáir árgangar í ársafla landsmanna eru sterkir og það veldur því um leið að mati allra fiskifræðinga að of lítið magn af fiski gengur á Suður- landsmið til hrygningar. Hér er um að ræða heildarþátt þar sem ekki er hugsað né framkvæmt til enda miðað við áframhaldandi þróun. Hvernig ætli f iskist i kjördæmi Halldórs? Sjávarútvegsráðherra hefur mis- farið með vald sitt með því að hlaða undir einn á kostnað annars. Það er ekki nóg með það að hann hafi Suðurlandsmið eins og almenning fyrir landsflotann, heldur hefur hann gert breytingar í stóru og smáu sem ganga að þeim sem búa á þessu svæði og hafa nýtt hefð- bundið sín mið um langt árabil. Sjávarplássin, Vestmannaeyjar, Stokkseyri, Eyrarbakki, Þorláks- höfn, Grindavík, Sandgerði, Keflavík og fleiri meijast nú undir þessum hæl sjávarútvegsráðherra án þess að hafa til unnið. í fréttum fyrir skömmu var sagt frá því að sjávarútvegsráðuneytið hefði lengt humarveiðitímabilið vegna þess að Homfirðingum hefði gengið svo illa framan af að veiða upp í kvóta. Það er í raun með ólíkindum að veiðitímabilið skuli miðast við það hvernig fiskast í kjördæmi Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra. En í fram- haldi af því getum við skoðað fyrstu vitleysuna og mismununina í fram- kvæmd fiskveiðistjómar ráðher- rans. Hornfirðingar eiga allt gott skilið, en ekki umfram aðra í mikl- um mæli. Þegar aflamarkið var ákveðið á humri var miðað við mjög góð ár Hornafjarðarbáta en slæm humarveiðiár hjá öðmm byggðarlögum, en allt frá upphafi humarveiðanna hafa skipst á skin og skúrir í þeim efnum. Með kerfí ráðherrans var pláss í hans kjör- dæmi gulltryggt og nú hafa Homa- fjarðarbátar meginhlutann af íslenska humarkvótanum. Síðan sú stefna var fest á bæði borð hafa margir þessir bátar hins vegar ver- ið bæði lengdir og búnir mun kraft- meiri vélum þannig að í raun og vem em þeir út úr þeirri mynd sem humarflotinn hefur verið miðaður við. Að segja nei og já á sömu forsendum Þar sem ljóst er að humarkvótinn verður ekki fylltur í ár var farið fram á það við sjávarútvegsráð- herra, frá mörgum plássum, að humarbátar sem em með sóknar- mark á bolfiski en aflamark á humri fengju að kaupa sér humar- kvóta eða leggja þorsk- eða ýsu- gildi á móti humaraflanum. Farið var fram á þetta til þess að styrkja útgerðina, vinnu í þessum plássum og afkomu á dauðum tima, í raun á nákvæmlega sömu forsendum og humarveiðitímabil „Hornfírðinga" er lengt. Þessu hefur verið hafnað. Öll þessi vinnubrögð minna óneit- anlega á það þegar framsóknar- menn fengu því ráðið að kvóti bænda landsins í mjólkurfram- leiðslu miðaðist við góð ár á Norð- urlandi en slæmt árferði á Suðurl- andi. Það hefur þýtt margra millj- óna lítra skerðingu á mjólkurfra- meiðslu sunnlenskra bænda. Nú hefur sjávarútvegsráðherra gengið eins að útgerðarmönnum á Suður- og Suðvesturlandi að ekki sé talað um miðstýringarákvörðun hans í gámaflutningi, sem hefur þau ein rök framsóknarstefnunnar að leyfa uppbyggingu og fjárfestingu, en ekki öflun fjár upp í fjárfestingar- Arni Johnsen kostnað. Stór hluti bænda situr uppi með gífurlega fjárfestingu sem þeir urðu að sækja um leyfi fyrir og fengu, en síðan fengu þeir ekki svigrúm til þess að reyna að standa við skuldbindingar sínar og lýsir sér best í því að 2.000 sauð- §'árbú landsins af alls 2.500 búum eru undir 300 ærgildum að stærð og rétti og það þýðir í raun það sem fyrr er sagt, fátækt og hokur. Það er að verða all dýrt fyrir þjóð- félagið og framtíð þess hvemig framsóknarmennskan hefur komist upp með að hlaða undir sambands- veldið á kostnað almennra og sjálf- stæðra þegna þessa lands. Að vera „Framsóknar- gæðingur" á kostnað annarra Þá er það forkastanlegt hvemig sjávarútvegsráðherra hefur hleypt „framsóknargæðingum" inn á ákveðin veiðisvæði með veiðarfæri af þeirri stærð sem allir vita að er öllum þeim smærri til mikils tjóns og eyðileggur mörg veiðisvæði til lengdar. Dragnótaveiðar með stór- um bátum, eins og til dæmis Júpít- er og Öm KE, á gmnnslóð Suður- landsmiða er slíkur dónaskapur við sjómenn þessa landsvæðis og framtíð fískveiða á svæðinu að engu tali tekur. En það var ekki nóg með það að sjávarútvegsráð- herra hleypti þessum stóru ryk- suguskipum inn á viðkvæm og vandmeðfarin mið smærri báta, heldur skerti hann á einstæðan hátt afkomu- og framtíðarmögu- leika smærri bátanna sem hafa verið á langlúmveiðum í tilrauna- skyni. Í reglugerð um leyfi til langl- úmveiða í dragnót segir að hver veidd lest af langlúm skerði fram- salsheimild í þorskígildum reiknað með 750 kg og það á að koma hlut- fallslega á fisktegundir miðað við aflakvóta skipsins. Þó er það viður- kennt í veiðileyfí að um tilrauna- veiði sé að ræða, en samt er ætl- ast til að menn brenni brýr að baki 'sér og fómi rétti sínum sem þó er búið að traðka á meira og minna. Það er vonandi að þvergirðings- hættinum í æðstu stjóm íslensks sjávarútvegs fari að linna og Hall- dór Ásgrímsson yrði maður að meiri ef hann tæki þannig á málum að allir sjómenn og fiskvinnslufólk á landinu fengju að sitja við sama borð. Slíkt á ekki að fara eftir þeirri tilviljun að vera ráðherra ákveðins kjördæmis og það ætti í ljósi þess að vera auðvelt mál fyrir ráðherrann að gefa öllum humar- veiðibátum kost á að veiða upp í þann heildarkvóta sem miðað er við á þessu ári. Það væri eitt spor í rétta átt. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Suður- landskjördæmi. SUMARGJALDDAGI HÚSNÆÐISLÁNAVAR1.ÁGÚST SL. FORÐIST OÞARFA AUKAKOSTNAÐ VEGNA DRÁTTARVAXTA c>a<] I IúsnæÖisstofnun ríkisins LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK S: 69 69 00 fyrir konur á öllum aldri. Flokkar sem hæfa öllum gja - þrek - jazz. Eldfjörugirtímar með léttri jazz- sveiflu. NRITUNARSÍMIÁ BÁÐA STAÐI83730 Suðurveri, sími 83730 Hraunbergi, sími 79988 KERFI FYRIR UNGAR OG HRESSAR l' L GYLMIR/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.