Morgunblaðið - 10.08.1988, Side 19

Morgunblaðið - 10.08.1988, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988 19 Olía er langmest að magni af þeim hættulegu efnum sem losuð eru hér, og er eftirlit með losun hennar töluvert hér á landi. í lögum um vamir gegn mengun sjávar, er einstaklingum og fyrirtækjum er annast dreifíngu og sölu á olíu gert skylt að taka við olíuúrgangi frá skipum og frá starfsemi í landi og Siglingamálastofnun fylgist með að svo sé gert. Að öðru leyti fer Hollustuvemd ríkisins með mengun í landi og eftir- lit með henni. Þess má geta að Hollustuvemd hefur í samvinnu við aðrar ríkis- stofnanir, m.a. Siglingamálastofn- un, unnið að setningu mengunar- vamareglugerðar. Látið eftirlit er með losun hættu- legra efna í dag. Hins vegar hefur Hollustuvemd ríkisins reynt að leið- beina hlutaðeigandi aðilum um rétta losun og förgun. í mengunar- vamareglugerð sem áður er nefnd, em tillögur um hvemig taka skuli á þessu máli og í lögum um eitur- efni og hættuleg efni sem lagt var fram á Alþingi fyrir skömmu, em lagðar til breytingar á þeim ákvæð- um er gilda um förgun eiturefna. Spurt er: Hvað miðar aukningu endurvinnslu úrgangs? Svar: Iðnaðarráðherra hefur skipað sérstaka endurvinnslunefnd 7 manna. Nefndin gerði tillögu til iðnaðarráðherra um verksvið sitt og starfshætti, sem hann féllst á, og er að því stefnt að vinna verk- efnið í áföngum. í störfum sínum hefur nefndin lagt höfuðáherslu á skipulagningu á söfnun og endurvinnslu brotajáms í því formi, sem athuganir sýna að hagkvæmust geti orðið. Er þar einkum átt við bflaflök. Iðnaðarráðherra hefur þegar ver- ið látið í té uppkast að fmmvarpi um meðferð brotajáms og skila- gjald af bifreiðum. Það uppkast er nú í lokameðferð nefndarmanna. Greinargerð hefur þegar verið sam- in að hluta. Þegar nefndin hefur skilað af sér þessum þætti, mun hún taka til við aðra þætti hins flókna viðfangsefn- is, sem nefndin hefur fengið. Spurt er: Er skipulegt eftirlit hérlendis með framleiðslu og inn- flutningi á matvælum? Er það rétt að hægt sé að senda á markað hérlendis ýmis matvæli, sem ekki má selja nágrannalöndunum, þar eð hér sé eftirlit of lítið? Svar: Hvað snertir heilbrigðiseft- irlit með matvælaframleiðslu, er eftirlit með innlendri framleiðslu í höndum heilbrigðiseftirlits sveitar- félaga, sem hefur verið stórbætt á undanfömum ámm. Innflutnings- eftirliti á matvælum er hins vegar ábótavant. í lögum um hollustu- hætti og heilbrigðiseftirlit er lagt til að þessu eftirliti verði komið fyrir innan Hollustuvemdar ríkisins sem sérhæfðu eftirliti. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið bendir þó á að frumeftir- lit hlýtur að vera í höndum tollayfír- valda, en vemlega virðist skorta á þekkingu þess á þessu sviði svo að meðan ekki kemur til öflugt eftirlit frá kunnáttuaðilum, t.d. sérstofn- unum, er viðbúið að margt misjafnt geti borist inn í landið, þótt reynt sé að hafa eftirlit með því á vegum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga, þegar varan er komin til dreifenda. Spúrt er: Hvað hafa stjómvöld gert til að auka fræðslu um náttúm- vemd og umhverfísmál? Svar: Umhverfisfræðsla í skól- um — yfirlit. í gmnnskólum er umhverfís- fræðsla einkum í námsgreinunum samfélagsfræði, myndmennt og líffræði, einnig í ýmsum ógreina- bundnum verkefnum í sumum skól- um. Sumt námsefni, einkanlega í áðumefndum greinum, fjallar um vissa þætti náttúmlegs og mann- legs umhverfís. T.d. er „maður og umhverfí" grandvallarhugtak í námi um samfélagsfræði. Það er mjög undir einstökum skólum og kennumm komið hvemig til tekst, einkum hvað varðar að flétta umhverfísfræðslu inn í allt skólastarf. Stuttar og langar vett- vangsferðir og ýmiss konar þema- vinna em heppileg form umhverfis- fræðslu, en þannig vinnubrögð virð- ast enn eiga erfítt uppdráttar sem eðljlegur liður í skólastarfi. í framhaldsskólum virðist lítið vera um markvissa umhverfís- fræðslu og lítið um útinám, nema þá helst í búnaðarskólum. Þó felst dálítil vistfræði í líffræðinámi og innan við fímmtungur nemenda tek- ur séráfanga í vistfræði með einni til tveimur vattvangsferðum. Sum verkefni nemenda á þeim vikum skólanna geta talist umhverfis- fræðsla. í Tækniskóla íslands er bókleg umhverfísfræði kennd 4 vikustundir í eina önn þeim sem nema véla- og raftnagnstæknifræði, svo og þeim sem em á lagnasviði í bygginga- deild skólans. í Háskóla íslands hefur öllum líffræðistúdentum verið kennd vist- fræði í 2 áratugi. í áratug hafa verkfræðinemar fengið 20 fyrir- lestra námskeið um umhverfís- fræði. Fyrir nokkmm ámm hófst kennsla í umhverfísfræði sem líffræðinemar o.fl. geta valið. í Kennaraháskóla íslands fá allir nemar stutt námskeið í umhverfís- fræðslu, sem ólkíkar skorir skólans halda í sameiningu, og er megin- áherslan á fræðslu 6—12 ára bama. Auk þess geta þeir valið stutt nám- skeið í náttúmvemd. U.þ.b. 20% nemenda taka líffræði sem valgrein og hefur áhersla á vistfræði og umhverfisfræðslu aukist. Umhverfisfræðsla er þáttur í sumum námskeiðum fyrir starfandi kennara. Þeim hefur einnig verið boðið upp á sérstök námskeið í umhverfisfræðslu, en eftirspum hefur ekki verið mikil. Þó talsvert hafí miðað síðustu ár, vantar enn námsefni um mikil- væg svið umhverfísfræða, svo sem meðhöndlun úrgangs (m.a. endur- vinnslu), mengun, tijárækt o.fl. Miklu skiptir hvemig námsum- hverfi skólanema er, bæði innan djn-a og umhverfis skólann. Á fyrstu námsámm í gmnnskóla er lögð tals- verð áhersla á það, einkum um- hverfið innandyra. Fjölskrúðugur gróður og dýralíf á skólalóð eða í nágrenni skóla hefur mikið uppeld- islegt gildi og auðveldar mjög nátt- úmskoðun og líffræðikennslu Umhverfisfræðsla annars staðar en í skólum — yfirlit. Umhverfísfræðsla þarf að tengj- ast störfum og tómstundaiðju fólks á öllum aldri. Fjölmiðlar gegna þýð- ingarmiklu hlutverki við að fræða fólk um umhverfísmál, vekja at- hygli þess og hvetja það til að sinna umhverfísmálum. Umfjöllun þeirra gæti orðið markvissari, ef þeir hefðu starfsmenn sem sérhæfðu sig í umhverfisfræðslu. Náttúmvemdarráð hefur undan- farin ár haldið námskeið fyrir land- verði sem nýta þá þekkingu til að fræða gesti í þjóðgörðum og víðar, og stuðla þannig að betri umgengni um náttúm landsins. Einnig hefur ráðið haldið námskeið fyrir um- hverfísmálanefndir sveitarfélaga og gefíð út náttúmminjaskrá og fræðslubæklinga. Frjáls félagasamtök sinna mikil- vægri umhverfísfræðslu. Land- vemd og Líf og land hafa haldið ráðstefnur um ýmsa þætti um- hverfismála og gefíð út fræðslurit sem nýtast mjög hér í skólum. Landvemd rekur, ásamt Ámes- sýslu, umhverfísfræðslusetur í Al- viðm, sem skólar og almenningur geta nýtt. Náttúmskoðunarferðir náttúmvemdarfélaga og Hins íslenska náttúmfræðifélags og margar ferðir Ferðafélags íslands og Utivistar em ágæt umhverfís- fræðsla fyrir almenning. Síðustu ár hefur Náttúruvemdarfélag Suð- vesturlands skipulagt fræðsluferðir um öll sveitarfélög umdæmisins, bæði göngu- og bflferðir, og tekið fyrir jafnt náttúmfar sem byggða- sögu. Áhugahópur um byggingu náttúmfræðihúss hefur reynt fyrir sér með ýmiss konar fræðslu- og kynningarstarf og vill veg slíkrar starfsemi sem mestan í náttúm- fræðihúsi sem hann berst fyrir að verði reist. Mörg sveitarfélög reka vinnu- skóla fyrir unglinga og skólagarða fyrir böm. Þar gefast ákjósanleg tækifæri til umhverfísfræðslu sem em nýtt að einhveiju marki. Þessa fræðslu þyrfti að tengja gmnnskól- unum. Aukning umhverfisfræðslu í tíð núverandi ríkisstjómar — Grunnskólastig. Nemendum í 5.-9. bekk gmnn- skóla gefst í fyrsta sinn á hausti komanda kostur á vikudvöl í ný- stofnuðum skólabúðum i Reykja- skóla í Hrútafirði. Undirbúningur þeirra skólabúða fór fram í tíð síðustu ríkisstjómar. Fullbókað er í skólabúðimar í haust. Þá munu 60—70 nemendur geta dvalið þar samtímis og jafnvel enn fleiri síðar. Flestir nemendur em úr 5. og 6. bekk og koma þeir hvaðanæva af landinu, þó flestir af höfuðborgar- svæðinu. Að sögn skólastjóra búð- anna er ekki gert ráð fyrir sérstöku fé til að væða skólann fyrir þetta nýja hlutverk, hann fær u.þ.b. millj- ón til viðhalds á fjárhagsárinu og e.t.v. eitthvað frá hótelrekstrinum til viðbótar. Hjá Námsgagnastofnun er að hefjast endurskoðun á námsefni í líffræði og eðlis- og efnafræði fyrir 4.-6. bekk, og má vænta þess að það verði til að styrkja umhverfis- fræðslu, m.a. um trjárækt. Einnig er verið að semja og prófa náttúm- fræðiverkefni fyrir forskóla og fyrstu bekki gmnnskóla sem taka m.a. til umhverfisins. Horfur em á að árangurs af þessum verkum fari ekki að gæta að ráði fyrr en eftir 2-4 ár. Nú í byijun maí sendi ráðuneytið bréf í alla gmnnskóla þar sem hvatt var til.umhverfisfræðslu með sér- stöku tilliti til umgengni og vom gefnar nokkrar ábendingar um til- högun. Til greina kemur að nýstofn- að fræðsluvarp geri þátt um sama efni sem verði sýndur í byijun næsta skólaárs. Framhaldsskólastig. Við Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði hefur nú nýlega verið auglýst ný námsbraut í umhverfis- fræðum, þar sem ætlunin er að mennta fólk til starfa við land- vörslu, ferðaþjónustu og land- græðslustörf. Hins vegar mun nátt- úravemdarráð ekki halda land- varðanámskeið í ár eins og undan- farin ár. í ráði er að auka áherslu á vist- fræði og þar með umhverfísfræði í gmnnáfanga í líffræði (sem allflest- ir framhaldsskólanemar taka) og kæmi það til framkvæmda við end- urskoðun námskrár og með útkomu nýrrar kennslubókar. Háskólastig. Nýsett lög um Kennaraháskóla íslands veita skólanum aukið svig- rúm til að breyta námsframboði og tilhögun kennslu. Samkvæmt lög- unum á að lengja kennaranámið úr 3 ámm í 4 innan næstu 6 ára og ætti þá að skapast aukinn tími tfl umhverfisfræðslu. Af framansögðu er ljóst að nokk- uð horfir til framfara um umhverf- isfræðslu, en það er erfítt að meta hvað af þessu sé núverandi ríkis- stjóm að þakka. Spurt er: Hvað hefur verið gert til að auka skógrækt, landgræðslu og gróðurvemd? Svar: Fjármagn er afgerandi um hvort aukning nær að verða í skóg- rækt og landgræðslu. Hvorki Landgræðsla ríkisins né Skógrækt ríkisins hafa fengið fjár- magn undanfarin ár, eins og farið hefur verið fram á við Alþingi af forsvarsmönnum stofnananna og landbúnaðarráðuneytinu. í gróðurvemd hafa stofnanimar unnið að því að efla samstarf sitt þannig að fjármagn og mannafli nýtist sem best skv. markmiðssetn- ingum sem stofnanimar standa sameiginlega að. Varðandi umhverfismál má að lokum geta þess, að búið er að skipa nefnd til að kanna notkun á óso- neyðandi efnum og efnasambönd- um, gera tillögur um á hvem hátt sé hægt að draga úr notkun efna og efnasambanda sem eyða óson- laginu og meta kostnað sem því fylgir. Þetta var gert í samræmi við samþykkt ríkisstjómarinnar frá 28. apríl 1988. Vegagerð ríkisins: Tilboð opn- uð í vega- framkvæmdir VEGAGERÐ ríkisins hafa borist tilboð í þrjú verk sem boðin voru út í júli. Tilboðin voru opnuð mánudaginn 8. ágúst. Um er að ræða endurbyggingu gatnamóta Reykjanesbrautar og Lækjargötu, lagningu vegarkafla á Svartár- dalsvegi um Fjósaklif og í Súg- andafirði. Tvö tilboð bámst í endurlagningu gatnamóta Reykjanesbrautar og Lækjargötu í Hafnarfirði, bæði tals- vert hærri en kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar, sem hljóðaði upp á 10,377 milljónir. Lægra tilboðið, kr. 14.911.900, frá Hlaðbæ hf. er 43,7% yfír kostnaðaráætlun. Hitt tilboðið, frá Hagvirki hf., nam 15,643 milljón- um. Tvö tilboð bámst í lagningu 1,4 km vegarkafla um Fjósaklif en kostnaðaráætlun vegna verksins hljóðaði upp á 4.745.100 krónur. Tilboðsupphæðir vom báðar undir kostnaðaráætlun. Hvítserkur hf. bauð 4.649.246 krónur og Stefán Guðjónsson bauð 3.480.050 krónur í verkið. Síðara tilboðið nemur 73% af kostnaðaráætlun. Að lokum var boðin út lagning 2,7 km vegarkafla um Súgandafjörð. Tvö tilboð bámst og vom bæði hærri en kostnaðaráætlun Vegagerðarinn- ar. Tilboðsupphæð Vinnuvéla hf. var 3.960.380 krónur og tilboðsupphæð Strandaverks á Hólmavík var 5.211.400 krónur, 42,5% hærri en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Ekki hefur verið ákveðið hvaða tilboðum verður tekið en fram- kvæmdum við öll verkin skal lokið í október á þessu ári. Kæliskápar fyrir minni heimili frá Bgomberg Meira en 20 gerðir Verð við allra haefi Einar Farestveit&Co.hf. •OMOAMTVM xa. Mu» (•„ 1NM OO UiNt - HM9 HUITAN Leið 4 stoppar við dymar TOLVUNAMSKEIÐ Sækið námskeið hjá traustum aðila gegn vægu gjaldi Grunnnámskeið: Einkatölvur og DOS stýrikerfið...8.-11. ágúst Ritvinnsla: WordPerfec (Orðsnilld)..........13.-14. ágúst Word IV (frá Microsoft)..........15.-18. ágúst Word IV-framhald (frá Microsoft).......22.-25. ágúst Gagnagrunnur: dBase IV........................15,-17. ágúst dBase IV forritun...............29.-31. ágúst Töflureiknar: Lotus 1-2-3....................tími ekki ákveðinn Multiplan.............................27.-28. ágúst Multiplan -framhald.....................3.-4. sept. Tölvubókhald: Laun - launaforrit..7...................5.-7. sept. Ópus - fjárhagsbókhald..........10.-11. sept. Ópus-viðskiptamannabókhald............17.-18. sept. Ópus - birgða- og sölukerfi...........24.-25. sept. Frá Tölvuháskóla: Forritahönnun....................8.-11. ágúst Assembly mál á PC tölvur...............22.-24. ágúst Turbo Pascal fyrir byrjendur......27. ág., 3., 10., .....................17., 24. sept., 1., 8. og 15. okt. Turbo Pascal fyrirforritara og þá sem kenna á tölvur .................22., 24., 26., 29., 31. ág. og 2. sept. Tölvusamskipti og tenging við gagnabanka.....29. ág. - 1. sept. Kerfisgreining fyrir forritara og kerfisfræðinga................26.-30. sept. BHM, BSRB, VR og fleiri stéttarfélög styrkja sína félaga til þátttöku. Frekari upplýsingar fást í síma 688400. -Innritun fer fram á skrifstofu skólans - VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS l

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.