Morgunblaðið - 10.08.1988, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988
Noregur:
Strokufangi hæð-
ist að lögreglunni
Treholt fer fram á að vera fluttur
Ósló, frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins.
NJÓSNARINN Arne Treholt
verður liklega fluttur frá Ull-
ersmo-fangelsinu til Ila-fangels-
ins utan við Ósló. Fyrir tveim
árum Iagði Treholt á ráðin um
flótta úr Ila-fangelsinu og þegar
upp komst var hann fluttur til
UUersmo. Jonas Wold, sem slapp
úr fangelsi fyrir tveim vikum,
Kína:
92 farast
í fellibyl
Peking, Reuter.
92 MANNS fórust í fellibyl í
Zhejiang-héraði i Austur-Kina á
mánudag. 468 slösuðust alvar-
lega og 71 er enn saknað, að þvi
er kínverska rikisútvarpið skýrði
frá i gœr.
Allar samgönguleiðir lokuðust í
héraðinu, rafmagnslínur eyðilögð-
ust og verksmiðjur skemmdust.
Ennfremur eyðilögðust þúsundir
íbúðahúsa.
í Wuhan í Mið-Kína hafa 38
manns látist vegna mikillar hita-
bylgju sem hefur neytt þúsundir
manna til að sofa utandyra, að því
er fréttastofan Kína skýrði frá í
gær.
hefur sent norsku lögreglunni
bréf þar sem hann gagnrýnir
aðbúnað i norskum fangelsum.
Ame Treholt var dæmdur í 20
ára fangelsi fyrir njósnir fyrir Sov-
étmenn. Hann hafði lagt á ráðin
um að flýja úr Ila-fangelsinu til
Gambíu í Afríku og var af þeim
sökum fluttur í Ullersmo-fangelsi
sem á að vera öruggasta fangelsi
Noregs. Hann hefur nú beðið um
að verða fluttur til Ua-fangelsins
og það hefur verið samþykkt þrátt
fyrir mótmæli öryggislögreglunnar.
Strokufanginn Jonas Wold slapp
úr greipum fangavarðar þegar hann
fékk lejrfi til að fara á veitingastað
til að halda upp á 33 ára afmæli
sitt. Hann hefiir nú verið á flótta
í tvær vikur. Wold sendi lögfræðing
sínum bréf þar sem hann gerir grín
að norsku lögreglunni. I bréfinu
gagnrýnir hann aðbúnað í norskum
fangelsum. Segir hann flóttann
vera mótmælaaðgerð vegna að-
'búnaðar og að hann muni innan
tíðar gefa sig fram við lögreglu af
fúsum og frjálsum vilja.
Telur lögregla að með því að
segjast ætla að gefa sig fram sé
hann að draga dár að henni. Wold
sem var sekur fundinn um að
smygla 112 kílógrömmum af hassi
og amfetamíni til Noregs er talinn
vera á leið til Sviss þar sem hann
hafí komið undan fé og ætli þaðan
til Suður-Ameríku.
Reuter
Sóknarritarinn Walter Balmer lítur í brenndar bækur sínar, en hópur kaþólikka kveikti í kirkju hans.
Norður-Irland:
42 lýðveldissinnar hand-
teknir í miklum óeirðum
Belfast, Reuter.
MIKLAR óeirðir geysuðu í Belfast
í gær, en þá minntust kaþólikkar
þess að 17 ár eru liðin frá þvi að
yfirvöldum var gert kleift að
hneppa menn i gæsluvarðhald án
dómsúrskurðs. Þessu var aftur
breytt til fyrri vegar árið 1975.
Hermenn og lögregluþjónar sættu
Prinsessan af Jórvík:
Ákveðin og gæfusöm
- segja stjörnu-
spekingar
London. Reuter.
BRETAR fögnuðu fæðingu
dóttur Andrésar Bretaprins og
Söru Ferguson ákaflega i gær
og fyrrinótt, en ekki þótti spilla
fyrir i gær, að breskir stjömu-
spekingar spáðu þvi að sú stutta
myndi reynast ákveðin og gæfu-
söm.
Russells Grant, forseti breska
stjömuspekifélagsins, heldur því
fram að staðsetning plánetnanna
Mars og Plútó á stjömukorti prins-
essunnar muni hafa þau áhrif að
stúlkan erfí ákveðni móður sinnar
og hugrekki föður sfns. „Þegar hún
hefur ákveðið að framkvæma eitt-
hvað mun ekkert geta stöðvað
hana,“ er haft eftir Russell.
En þar með er ekki öll sagan
sögð, því samkvæmt kínverskri hjá-
trú hefur baminu hlotnast sú gæfa
að fæðast á happadrýgsta degi
þessarar aldar þ.e. þann 8. ágúst
Hér má sjá ættartró bresku konungsfjölskyldunar og hver erföaröóin til
krúnunnar er. Dóttir Andrésar prins er hin fimmta I rööinni.
Viktorfadrottning
1819-1901
JátvaröurVII.
1841-1910
Georg V.
1865-1936
Georg VI.
1895-1952
kvæntist laföi Elizabeth
Bowes-Lyon
(Elisabet drottningarmóöir)
atöt
Elfsabet II.
fædd 1926
giftist Filíppusi, Edinborgarhertoga
Margrót prinsessa ©
fædd 1930
giftist Antony jarli af Snowdon
þau skildu 1978
Karl 0
prins af Wales
fæddur 1948
Andrés 0 Játvaröur (S)
prlns og hertogl prins
af Jói.............
kvæntist lafói Dlönu fæddur 1960
Spencer kvæntist
Söru Ferguson,
Jórvlk fæddur1964
Anna 0
prinsessa
fædd 1950
kvænt Mark Philips
höfuöusmannl
Vilhjálmur (|) Hlnrik 0
krónprins af Wales
Prinsessa©
af Jórvfk
fædd 8.
ágúst, 1988
Peter (8) Zara 0
Phillips Philllps
fæddur 1977 fædd1981
KRGN / Morgunblaöiö / AM
Andrés Bretaprins og hertogi af Jórvík tekur við hamingjuóskum
samlanda sinna.
1988 (8.8.’88). Kantonskir Kfnvetj-
ar trúa því að þessum degi fylgi,
ekki einungis umtalsverð gæfa,
heldur líka auður, völd og velvild í
garð náunga sfns. Það fylgir einnig
spádómnum að þeir sem fæddir em
þennan dag, stúlkur jafnt sem
drengir, muni helga sig þvf að kom-
ast til hæstu metorða. Varla þarf
prinsessan þó að hafa áhyggjur af
því.
Samkvæmt venju var fæðingu
prinsessunar fagnað í gær með
ljörtíu og einu fallbyssuskoti sem
hleypt var af í Hyde Park garðinum
í London.
Enn hefur ekki verið tilkynnt um
nafn á baminu en í Bretlandi veðja
menn helst á nöfnin Viktoría og
Elfsabet.
árásum í gæmótt og var benzfn-
sprengjum, handsprengjum og gijót-
hnullungum óspart beitt gegn þeim.
Alls vom 42 menn handteknir, en
átta lögregluþjónar slösuðust nokkuð
í óeirðunum.
Bílum var rænt, kveikt í þeim og
þeir notaðir til þess að hlaða götu-
virki; brennuvargar kveiktu f kirkju
mótmælenda; og hópur ungra kaþó-
likka gekk berserksgang í strætis-
vagnamiðstöð. Lögreglan notaði
gúmmíkúlur til þess að dreifa óeirða-
seggjum, en kvaðst þó hafa svarað
skothríð með alvöru kúlum.
Tveir menn létust f vélbyssuárás
f Belfast á mánudag og írskir kaþó-’
likkar segja að öfgamenn úr röðum
mótmælenda hafi staðið að árásinni.
Á mánudag lést einnig breskur
hermaður eftir að hafa legið á sjúkra-
húsi í þijár vikur vegna sára sem
hann hlaut í árás skæmliða úr írska
lýðveldishemum og hafa nú 58 iátist
f átökunum í Norður-írlandi á þessu
ári.
Friðarsamningar í Angóla:
Suður-Afríka hefur
brottflutning herliðs
Jóhannesarborg. Reuter.
SUÐUR-afrískar hersveitir hófu í gær að safna saman vígtólum sínum
og fjarlægja brak er safnast hefur saman þjá helstu herbækistöð þeirra
nálægt borginni Cuito Cuanavale f suðurliluta Angólu. Herliðið á um
300 km ferð framundan til stærstu bækistöðvar Suður-Af ríkumanna í
Namibfu, Oshakati. Talið er að alls séu rúmlega 2000 manns f liði
Suður-Afríkumanna f Angólu.
Cuito Cuanavale hefur orðið að
þola stórskotaliðsárásir Suður-
Afríkumanna í átta mánuði og var
oft talið að hún væri að falla, en
angólskum stjómarhermönnum og
kúbverskum hersveitum tókst að
koma í veg fyrir það. Borgin er mikil-
væg stjómstöð og var orðin tákn
baráttu stjómarinnar gegn skæru-
liðahreyfingunni UNITA og Suður-
Afríkönum, sem aðstoðað hafa UN-
ITA.
Samkvæmt friðarsamningi
stríðsaðila í Angólu, sem gerður var
opinber á mánudag, á brottflutningi
suður-afríska liðsins að vera lokið
1. september. Embættismaður í Pret-
oríu, höfuðborg Suður-Afríku, sagði
að brottflutningurinn myndi hefjast
í dag, miðvikudag.
UNITA-skæmliðahreyfingin, sem
barist hefur gegn kommúnistastjóm
Angólu í Luanda-borg og kúbversku
styrktarliði hennar ámm saman með
stuðningi Suður-Afríkumanna og
Bandaríkjamanna, var ekki með í
ráðum er friðarsamningamir voru
gerðir. Hreyfingin ræður lögum og
lofum á stómm svæðum í landinu.
Talsmaður UNITA sagði í Lissabon
í Portúgal í gær að skæruliðamir
myndu halda áfram að beijast þar
til Luanda-stjómin samþykkti að
hefla viðræður um þátttöku UNITA
í stjóm landsins.
Indland:
Að mínnsta kosti 300
taldir hafa drukknað
Nýju Delhf, Reuter.
ÓTTAST var um líf 300 manna
þegar ferja sökk f helga fljjótinu
Ganges í Indlandi á laugardag.
Aðeins tíu lfk höfðu fundist á
sunnudag eftir viðamikla leit.
Embættismaður í Patna, höfuð-
borg Bihar-ríkis í Norður-Indlandi
þar sem slysið átti sér stað, sagði
að allt að 400 manns gætu hafa
dmkknað, en nákvæmar tölur væm
ekki enn fyrir hendi. Aðrir embætt-
ismenn sögðu að a.m.k. 300 hefðu'
drukknað.
Farþegar feijunnar vom flestir
pílagrfmar á leið til foms helgistað-
ar hindúa. Embættismenn segja að
um hundrað manns hafi synt í land
eða verið bjargað.
Embættismenn telja að of marg-
ir farþegar hafí verið í feijunni, sem
einnig flutti nokkra bíla.