Morgunblaðið - 10.08.1988, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988
24
pliorjpmMifcfritfr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst IngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Samskípti Islands
og Bandaríkjanna
Opinber heimsókn Þor-
steins Pálssonar, forsæt-
isráðherra, til Washington,
hófst í gær og í dag mun hann
eiga viðræður við Ronald Re-
agan, forseta Bandaríkjanna.
Þessi ferð forsætisráðherra er
mikilvæg fyrir margra hluta
sakir.
Við íslendingar höfum átt
vinsamleg og árangursrík sam-
skipti við Bandaríkin frá lýð-
veldisstofnun. Viðurkenning
Bandarílg'astjómar á lýðveld-
inu íslandi átti ríkan þátt í, að
aðrar þjóðir viðurkenndu einn-
ig stofnun lýðveldis okkar.
Samningur við Bandaríkin um
hervemd í heimsstyrjöldinni
síðari veitti okkur skjól í þeim
hildarleik og um leið var her-
námi Breta aflétt. Frá stofnun
Atlantshafsbandalagsins höf-
um við verið fámennasta þjóð
þessa vamarbandalags ftjálsra
þjóða en Bandaríkjamenn sú
fjölmennasta. Þrátt fyrir það
hafa samskipti okkar og þeirra
byggt á jafnræði. Vamarsamn-
ingurinn við Bandaríkin, sem
gerður var 1951 hefur verið
einn af homsteinum utanríkis-
stefnu okkar.
Barátta okkar íslendinga
fyrir fullum yfirráðum yfir
fiskimiðum okkar stóð í ára-
tugi. Enginn vafi leikur á því,
að stjómir Bandaríkjanna
veittu okkur öflugan stuðning
að tjaldabaki á þeim átakatím-
um og áttu verulegan þátt í
að knýja Breta og aðra and-
stæðinga okkar til þess að falla
frá ofbeldisaðgerðum gegn
okkur og viðurkenna yfirráð
okkar jrfir auðlindum hafsins í
kringum ísland.
Bandaríkin hafa í áratugi
verið sterkasti útflutnings-
markaður okkar fyrir sjávaraf-
urðir. Þótt nokkuð hafi dregið
úr mikilvægi þess markaðar
fyrir okkur íslendinga er þó
Ijóst, að hann gegnir enn lykil-
hlutverki í útflutningsstarf-
semi okkar.
Afstaðan til hvalveiða hefur
varpað skugga á samskipti
þessara tveggja þjóða á sl.
þremur ámm en með þeim
samningum, sem gerðir vom
fyrr í sumar um hvalveiðamar
verður að telja, að þær deilur
séu að mestu leyti úr sögunni.
Sú ákvörðun Ronalds Reag-
ans, Bandaríkjaforseta að
bjóða forsætisráðherra íslands
í opinbera heimsókn til Wash-
ington sýnir, að Bandaríkin líta
á Island sem eitt mikilvægasta
bandalagsríki sitt. Þótt
íslenzkir ráðamenn hafi fyrr
heimsótt Washington og rætt
við bandaríska forseta, er þetta
í fyrsta sinn frá lýðveldisstofn-
un, sem forsætisráðherra ís-
lands er boðið í opinbera heim-
sókn til Washington. Sú stað-
reynd er til marks um, að
Bandaríkjamenn vilja rækta
vinsamleg samskipti við okkur
íslendinga um leið og Þorsteini
Pálssyni formanni Sjálfstæðis-
flokksins er sýnd sérstök virð-
ing með þessu heimboði, en
forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa jafnan verið í
fararbroddi við mörkun þeirrar
utanríkisstefnu, sem við ís-
lendingar höfum fylgt frá
stríðslokum.
Forsætisráðherra mun í dag
eiga viðræður við Reagan
Bandaríkjaforseta. Vafalaust
verður þar rætt um samskipti
ríkjanna tveggja svo og horfiir
á alþjóðavettvangi, sem skipta
okkur íslendinga miklu máli.
Nú orðið er ljóst, að á hinum
fræga Reykjavíkurfundi leið-
toga Bandarílg'anna og Sov-
étríkjanna var lagður grund-
völlur að þeim bættu samskipt-
um, sem einkennt hafa sam-
starf risaveldanna síðustu
misseri. Friður á milli austurs
og vesturs getur haft úrslita-
þýðingu fyrir stefnumörkun
okkar í utanríkismálum á
næstu árum. Þá mun forsætis-
ráðherra eiga viðræður við
vamarmálaráðherra Banda-
rílg'anna en umfangsmestu
samskipti ríkjanna eru á sviði
öryggismála.
Það er sérstakt fagnaðar-
efni, að Þorsteini Pálssjmi, for-
sætisráðherra, hefur verið boð-
ið í opinbera heimsókn til
Bandaríkjanna. Sú heimsókn
mun treysta samstarf þessara
bandalagsþjóða. Þeir sem unn-
ið hafa að undirbúningi þessar-
ar heimsóknar, svo sem Nic-
holas Ruwe, sendiherra Banda-
ríkjanna á íslandi, hafa með
því lagt sitt af mörkum til þess
að samskipti íslendinga og
Bandaríkjamanna verði jafn
farsæl á næstu árum eins og
þau hafa verið á undanfömum
áratugum.
MORGUNBLAÐIÐ, “MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988
a
25
Stytting’ vinnutíma
Skynsamleg kjarastefna fyrir alla
eftirStefán
*
Olafsson
Vinnumarkaður á
villigötum
Við íslendingar stærum okkur
oft af því að hafa ýmis einkenni sem
skapa okkur sérstöðu í samfélagi
þjóðanna á Vesturlöndum. Það er
vel og ber vott um þjóðarstoít og
styrkleika sem er þjóðinni þýðingar-
mikill. Þannig nefnum við, til dæm-
is, að við höfum varðveitt tungu
og menningu forfeðra okkar betur
en marga aðrar þjóðir, við lifum
lengur og séum heilbrigðari en aðr-
ir menn, eigum fleiri bíla og stærra
íbúðarhúsnæði, trúum á stokka og
steina, höfum aðra drykkjusiði en
nágrannaþjóðimar o.m.fl. Sumt af
þessu er af hinu góða og annað
hefur einkum skemmtigildi.
En hjá því fer þó ekki að við
höfum önnur sérkenni sem engin
eða lítil ástæða er til stæra sig af,
því þau eru lítt til fyrirmyndar og
stundum beinlínis óskynsamleg og
hættuleg. Það sem ég vildi gera í
grein þessari er að koma orðum að
nokkrum atriðum í skipan atvinnu-
mála þjóðarinnar sem ég tel að séu
á villigötum og vil hvetja til að á
verði tekið, því völ er á skynsam-
legri og heilladrýgri leiðum.
Við Islendingar búum við meiri
átök og óánægju á vinnumarkaði
en aðrar vestrænar þjóðir. Við vinn-
um einnig miklu lengri vinnutíma
og skilum mun minni afköstum á
vinnustund en nágrannaþjóðir. Við
búum við lægra grunnkaup en álíka
ríkar þjóðir þó heildarlaun okkar
(fyrir dagvinnu og yfirvinnu saman-
lagt) séu ekki fjarri því sem þar
tíðkast. Þessar aðstæður á fslenska
vinnumarkaðinum kalla á kjara-
stefnu sem sameinar styttingu
vinnutíma, hækkun grunnlauna og
aukningu afkasta á vinnustund.
Það er sú leið sem nágrannaþjóðirn-
ar á Vesturlöndum hafa farið, hægt
og sígandi allt frá síðustu aldamót-
um. Þetta er sú leið sem styrkir
fjölskylduna, dregur úr vinnuslys-
um og vinnusliti, bætir hag þeirra
lægst launuðu umfram aðra, ög
eykur jöfnuðinn milli stétta og
kynja.
Til að ná þessum markmiðum
mun þurfa mismunandi útfærslu í
ólíkum greinum atvinnulífsins og
að nokkru leyti mismunandi útkom-
ur í ólíkum stéttum. Æskilegast
væri að reglubundið samstarf
myndaðist milli stjórnvalda og aðila
vinnumarkaðarins um að hrinda í
framkvæmd nokkurra ára áætlun
um þessar úrbætur, því þær fela í
sér ávinning fyrir alla. Með slíkri
samstarfsáætlun ættu stjórnvöld að
fá langþráðan frið á vinnumarkaði
og stöðugleika í þjóðfélaginu, laun-
þegar fengju stærstu lífskjarabót-
ina sem hugsanleg er við núverandi
aðstæður þjóðarinnar og atvinnu-
rekendur fengju aukin afköst á
vinnustund og aukna hagræðingu
í rekstri. Með þessu væri lagður
grundvöllur að varanlegum stöðug-
leika og framförum á Islandi.
Lítum nánar á það sem miður fer
á íslenska vinnumarkaðinum og
leiðirnar til úrbóta.
Ný vinnumarkaðspólitík
Engum blöðum er um það að
fletta, að íslenski vinnumarkaður-
inn er óstöðugasti vinnumarkaður-
inn á Vesturlöndum, þ.e. ef borið
er saman við hin þróuðu og nútíma-
legu þjóðfélög sem við eigum mesta
samleið með. Þetta kemur einkum
fram í óvenjulega miklum kjara-
átökum og verkföllum, miklum
sviftingum og launaþróun og gífur-
.legri óánægju meðal íslensks launa-
fólks.
Ekki þarf að segja íslendingum
að samskipti aðilanna á vinnumark-
aði hér á landi séu erfið. Síendurtek-
in verkföll, endalausar þrætur um
kjarasamninga sem gera þarf
minnst einu sinni á ári, jafnvel við
aragrúa af stéttarfélögum eins og
var á síðastliðnum vetri. Þegar
skoðaðar eru tölur um vinnutap
vegna verkfalla kemur í ljós að
hvergi á Vesturlöndum (OECD-
löndunum) er meira vinnutap af
þessum sökum en hér á landi. Þetta
gildir um síðasta aldarfjórðunginn,
ef ekki lengur. í tengslum við þessi
miklu átök hafa kjarabreytingar oft
verið meiri en sést í nágrannalönd-
unum. Þannig hafa lengi skipst á
miklar kjaraskerðingar og kjara-
sprengingar á íslenska vinnumark-
aðinum, sem hvort tveggja felur í
sér meiri óróleika en nokkur lýð-
ræðisleg stjórnvöld fá við ráðið.
Énda hefur reynslan á eftirstríðsár-
unum sýnt að hér hefur flest það
farið úr böndunum sem nágrannar
okkar hafa yfirleitt náð þokkalega
að hemja, t.d. verðbólga, fjárfesting
og gengis- og vaxtamál.
ítrekað höfum við horft upp á
að efnahagsaðgerðir stjórnvalda
hafa reynst haldlausar og runnið
út í sandinn á örstuttum tíma vegna
þess að þær hafa ekki verið ásætt-
anlegar á vinnumarkaðinum.
Reyndar má líta svo á að vinnu-
markaðurinn hafi oft verið afgangs-
stærðin í hagstjórnaraðgerðunum.
Menn hafa vonað að úrræði stjóm-
valda í gengis-, verðlags- eða pen-
ingamálum féllu á góðan jarðveg á
vinnumarkaðinum og heimilunum,
en oftar en ekki hefur það farið á
hinn veginn. Látið hefur verið
skeika að sköpuðu um afleiðingar
úrræðanna fyrir lífskjör heimilanna
og því hafa ekki orðið forsendur
fyrir friði um slíkar aðgerðir. Enn
í dag virðast menn aðallega vera
að leita að galdralausnum fyrir
hagstjómina í einangmðum úrræð-
um á sviði peningamála einna, t.d.
fastgengisstefnu, fijálsræði á pen-
ingamarkaði eða fasttengingu
krónunnar við erlenda gjaldmiðla.
Lítið er hugað að úrræðum sem
sameina lausnir í kjaramálum og á
öðrum sviðum efnahagsmála.
Ég hygg að rætur mörgu stærstu
vandamálanna sem glíma þarf við
í íslenskum stjórnmálum liggi ein-
mitt á vinnumarkaðinum. Þess
vegna þyrfti að taka upp nýja stefnu
í vinnumarkaðsmálum sem gæti
dregið úr kjaraóánægjunni og átök-
unum, og skapað forsendur fyrir
meiri stöðugleika í íslensku þjóð-
félagi almennt. Vinnmarkaðspólitík
þarf að tengja betur við aðra þætti
hagstjómarinnar ef hefðbundin úr-
ræði eiga að hafa möguleika á að
skila árangri. Hugmynd mín er sú
að stytting vinnutíma geti verið
lykilinn að víðtækri endursköpun
stjómarhátta og samskipta á vinnu-
markaði á næstu ámm sem miðaði
að því að leysa betur nokkur af
okkar helstu vandamálum. Með
þeirri leið ætti einnig að vera hægt
að grafa undan forsendum þess
suður-ameríska verðbólguástands
sem hér hefur ríkt á síðustu áratug-
um.
Lengsti vinnutími á
Vesturlöndum
Stytting vinnutíma er vænleg
leið vegna þess að þar er ærin verk-
efni að leysa á íslandi og sú leið
sameinar mörg tímabær markmið,
t.d. kjarabætur fyrir launþega,
aukna framleiðni og hagræðingu
fyrir fyrirtækin, eflingu fjölskyldu-
lífs og aukinn jöfnuð. í reynd er
sérstaklega brýnt að tekið verði á
vinnutímastyttingu því við Islend-
ingar búum nú við langlengsta
vinnutíma á Vesturlöndum. Vinnu-
tíminn hér er álíka langur og var
í nágrannalöndunum á fyrri hluta
þessarar aldar. Alls staðar á Vest-
urlöndum hefur þróunin verið á einn
veg á þessari öld, vinnutími hefur
styst jafnt og þétt, framleiðsla á
vinnustund hefur aukist og grunn-
kaup hefur hækkað. Meðfylgjandi
línurit (mynd 1) sýnir, til dæmis,
þróun heildarvinnutíma hjá full-
vinnandi verkafólki í iðnaði í Banda-
ríkjunum frá aldamótunum 1900 til
nútímans.
Um aldamótin 1900 voru banda-
rískir verkamenn að jafnaði með
um 55 stundir á viku í vinnu sinni.
Árið 1910 var vinnutími fullvinn-
andi verkafólks þar kominn niður í
um 52 stundir á viku. Síðan hefur
vinnutími þeirra styst markvisst og
er nú undir 40 stundum að jafnaði.
(Heimild: D.S. Hamermesh og A.
Rees, 1984, bls. 30.) Þar og í Evr-
ópu eru menn nú að tala um að
stytta heildarvinnutíma niður í 35
stundir á viku og framtíðarfræðing-
ar spá því að vinnutími muni stytt-
ast enn frekar eftir að því er náð.
Fullvinnandi verkafólk (karlar og
konur samanlagt) á íslandi er í dag
að jafnaði með um 53 stundir á
viku í vinnu sinni, eða álíka mikið
og stéttarsystkinin bandarísku voru
með á fyrstu tveimur áratugum
þessarar aldar. Hér munar því
miklu. íslendingar eru eins og nátt-
tröll í hópi hinna nútímalegu þjóða
hvað þetta atriði snertir.
Nýlegar tölur frá OECD, Efna-
hags- og framfarastofnuninni í
París, sýna hreinan vinnutíma laun-
þega í aðildarríkjunum 1983—4 (sjá
töflu 1). Tölur þessar eru fengnar
úr vinnumarkaðs- og lífskjarakönn-
unum sem eru þokkalega sambæri-
legar milli landa. Fyrir ísland er
meðalvinnutími sýndur bæði fyrir
virka (þá sem stunda einhveija
vinnu) og fullvinnandi. Þessi að-
greining breytir litlu fyrir meðal-
vinnutíma karla því þeir eru flestir
í fullum störfum, en hjá konum er
hins vegar misjafnlega mikið um
hlutastörf í þessum löndum og hef-
ur það áhrif á samanburðinn.
íslenskir karlar vinna mun lengri
vinnuviku en karlar í öllum hinum
löndunum. Japanskir karlar vinna
einnig allanga vinnuviku, en í öðr-
um OECD-löndum er vinnutíminn
miklu styttri, eða yfirleitt í kringum
40 stundir á viku. Yfirvinna er því
yfirleitt fremur lítil á Vesturlönd-
um. Islenskar konur vinna einnig
frekar langa vinnuviku að jafnaði,
en tiltölulega stór hluti þeirra er í
hlutastörfum og dregur það meðal-
talið niður. Fullvinnandi konur eru
með nærri 46 stundir á viku að
jafnaði. í síðasta dálki töflunnar er
einnig sýnt hlutfall verkakarla sem
vinna einhvetja yfirvinnu. Það er
því ljóst að yfirvinna er bæði al-
menn og umfangsmikil meðal
verkakarla á Islandi, sem og í öðr-
um stéttum.
í leiðara í Morgunblaðinu um
verslunarmannahelgina voru settar
fram nokkrar athyglisverðar spurn-
ingar í tilefni af þeirri umræðu um
vinnutíma sem fram hefur farið
undanfarið. Þar var m.a. tekið und-
ir það að vinnutími hér á landi
gæti verið almennt lengri en á hin-
um Norðurlöndunum en jafnframt
spurt hvort hið sama væri uppi á
teningnum varðandi önnur lönd eins
og Bandaríkin, þar sem leiðarahöf-
undur taldi yfirvinnu vera mikið
stundaða. í töflu 1 má sjá meðal-
vinnutíma hjá launþegum í Banda-
ríkjunum í samanburði við önnur
OECD-lönd. Tafla 2 sýnir hins veg-
ar dreifingu vinnutímans, þ.m.t.
umfang yfirvinnu, í Bandaríkjunum
árið 1961 og 1982 og á Islandi
árið 1987. Þessar tölur eru ágæt-
lega sambærilegar.
styttingu vinnutíma á íslandi á
síðustu árum og áratugum og á
árinu 1987 var vinnutími almennt
lengri en á árinu 1986.
I leiðara Morgunblaðsins, sem
áður var vitnað til, var einnig nefnt
að frídagar væru fleiri á íslandi en
í nágrannalöndunum og því gæti
heildarfjöldi vinnutíma á ári verið
jafnari en ætla mætti út frá saman-
burði á tilteknum könnunartímabil-
um. Þær tölur um þetta sem fyrir
liggja styðja ekki þessa tilgátu.
Fjöldi launaðra frídaga (orlofsdagar
og opinberir frídagar) er í efri kant-
inum á íslandi miðað við Evrópu-
löndin en þó ekki sá mesti. Árlegur
fiöldi vinnustunda (að teknu tilliti
til frídaga) en oftast um það bil 30%
lengri á íslapdi en í hinum Evrópu-
löndunum. Árið 1983—4 var heild-
arfiöldi vinnutíma allt árið til dæm-
Tafla 2
Dreifing vinnutíma á íslandi 1987 og í Bandaríkjunum 1961 og 1982.
Hlutfall vinnandi einstaklinga sem hafa tiltekinn fjölda vinnustunda á viku.
Dr. Stefán Ólafsson
„Stytting vinnutíma er
tímabært markmið í
íslensku þjóðfélagi. Það
er skynsamleg leið fyr-
ir atvinnulífið jafnt sem
fjölskyldulífið. Stytting
vinnutíma með hækkun
grunnlauna og aukn-
ingu af kasta á vinnu-
stund sameinar mörg
markmið sem launþeg-
ar jafnt sem atvinnu-
rekendur og sljórnvöld
hafa lengi haft á
stefnuskrá sinni. Oll
nágrannalöndin fóru
þessa leið fyrir löngu.“
1—34 stundir
35—40 stundir
41—59 stundir
60 stundir og yfir
USA 1961
19.1
50.2
22,5
8,0
USA 1982
25.2
52.3
16,9
5,7
fsland 1987
24,3
32.1
32,8
23.2
Heimildir: Hamermesh og Rees (1984, bls. 31) og þjóðmálakönnun Félapsvísindastofnunar
nóvember 1987.
Litlu munar á umfángi hluta-
starfa (1—34 stundir á viku) í
Bandaríkjunum og á íslandi. Hins
vegar er mun stærri hluti Banda-
ríkjamanna en íslendinga með á
bilinu 35—40 stundir á viku, og
yfindnna er stunduð af miklu stærri
hluta vinnandi fólks á íslandi en í
Bandaríkjunum. Um 56% íslend-
inga af báðum kynjum samanlagt
stunda einhvetja yfirvinnu (41
stund eða meira) en um 23% Banda-
ríkjamanna. Fjórum sinnum fleiri
íslendingar vinna 60 stundir eða
meira á viku.
Hér er einnig athyglisvert að
umtalsvert hefur dregið úr yfír-
vinnu í Bandaríkjunum á tímabilinu
frá 1961 til 1982, um leið og fjölg-
að hefur fólki í hlutastörfum þar.
Stytting vinnutíma þar er því meiri
en ætla mætti út frá heildarmeðal-
talinu á mynd 1. Lítil merki eru um
Taflal
Hreinn vinnutími launþega í OECD-löndum 1983—4 og hlutfall
verkakarla sem vinna meira en 40 stundir á viku
is 31% meiri á íslandi en í Bret-
landi. Því fer þannig fjarri að Is-
lendingum sé bættur hinn langi
vinnutími með fleiri launuðum
frídögum.
I ljósi þessara staðreynda hlýtur
það að teljast brýnt viðfangsefni
að stytta vinnutíma á íslandi. Þegar
þess er enn fremur gætt að langur
vinnutími er óskynsamlegur bæði
af hagrænum og félagslegum
ástæðum bæði fyrir atvinnulífíð og
heimilin, ætti það enn fremur að
ýta undir úrbætur á þessu sviði.
Nu verður vikið nánar að því hvern-
ig langur vinnutími er óhagkvæmur
fyrir atvinnulífið og fjölskyldulífið.
Lítil framleiðni í vinnunni
Hinn langi vinnutími tengist litl-
um afköstum, miklum vinnuslysum,
og lélegum stjórnarháttum. I yfir-
vinnubanninu árið 1977 kom í ljós
í könnun VSÍ að í 85% fyrirtækja
í framleiðsluiðnaði tókst að halda
sömu eða meiri afköstum en var
fyrir yfirvinnubannið (sjá Vinnu-
Meðalvinnutími á viku oir röð: % verkam. m/meira en 40 veitandinn, 1977, nr. 2). í könnun sem Félagsvísindastofnun háskól-
AUir Röð Karlar Röð Konur Röð klst. ans gerði nýlega fyrir nokkra aðila
ísland a) 45,4 — 54,0 — 35,3 - — 71 var fólk sem reynslu hefur af yfir-
ísland b) 52,0 1 55,4 1 45,5 1 vinnu spurt að því, hvort það teldi
Japan Kanada 47,5 42,8 2 3 50,7 2 41,6 2 — að hægt væri að ná sömu afköstum á vinnustað sínum í dagvinnu einni
Grikkland 40,1 4 41,3 4/5 37,4 3 70 og nú fæst með dagvinnu og yfir-
Finnland c) 39,0 5 40,0 11/12 37,0 4 11 vinnu samanlagðri. Um 40% þeirra
írland 38,9 6 40,7 7 35,0 10 30 sem vinna að jafnaði 45—54 stund-
Lúxemborg 38,8 7 40,3 9 35,7 7 9 ir á viku sögðu já við því, og um
Ítalía 38,7 8 39,9 13/14 36,2 5 20 29% þeirra sem vinna 55 stundir
Austurríki 38,6 9 40,4 8 35,8 6 eða meira á viku. Um 47% verka-
Bandaríkin 38,4 10 41,3 4/5 34,9 11 — karla og 39% stjómenda og sér-
V-Þýskaland 38,4 11 40,9 6 34,3 12 18 fræðinga telja að hægt sé að ná
Frakkland 38,1 12 40,1 10 35,5 8 39 fullum afköstum í dagvinnu einni
Spánn 37,5 13 38,5 18 35,1 9 — (sjá Stefán Ólafsson, Vinnutími og
Bretland 37,3 14 43,0 3 29,9 16/17 23 viðhorf, júní, 1988).
Belgía 37,2 15 38,8 17 33,8 13 4 Fullvinnandi karlar sem telja að
Holland 36,1 16 39,9 13/14 28,6 19 17 hægt sé að ná sömu afköstum í
Svíþjóð 35,8 17 39,7 15 31,4 14/15 14 dagvinnu einni og nú fæst með
Danmörk 35,4 18 39,2 16 31,4 14/15 11 dagvinnu og yfirvinnu samanlagðri
Noregur 35,0 19 40,0 11/12 28,8 18 20 á vinnustað þeirra vinna að jafnaði
Ástralía 35,0 a) Virkir b) Fullvinnandi c) 1978 20 38,3 19 29,9 16/17 — um 58 stundir á viku. Þeir eru m.ö.o. að segja að hægt væri að
Heimildir: OECD (1986): A. Evans og S. Palmer (1985) og þjóðmálakannanir Félagsvísinda-
stofnunar.
Klst.
á viku
60.
Mynd 1
Meðalvinnutími í Bandaríkjunum 1900-1969
og á íslandi 1987
I ■
1900
1910
1920
1930
1940
1950
1960
1969
Island
1987
skila sömu afköstum á 40 stundum
og nú nást á 58 stundum. Niður-
stöður könnunarinnar almennt
benda til að hjá þriðjungi fullvinn-
andi launþega sé allt að 13 stundum
á hverri vinnuviku sóað án afkasta.
Ef niðurstöðurnar eru færðar yfir
á alla vinnandi menn má ætla að á
bilinu 5—10 stundir á viku séu
vinnustundir án afkasta í íslensku
atvinnulífi.
Reynslan í nágrannalöndunum
sýnir einnig að stytting vinnutíma
hefur yfirleitt fylgt umtalsverð
aukning afkasta, þeim mun meiri
sem vinnutíminn var lengri við upp-
haf styttingarinnar. Þar er því
margt sem bendir til að afar miklir
möguleikar ættu að vera á að auka
framleiðni á Islandi.
Lágt grunnkaup og
ójöfnuður
Ein af veigameiri ástæðunum
fyrir hinum langa vinnutíma er
hversu lágt grunnkaupið er hér á
landi, samfara því að mikil eftir-
spum hefur verið eftir vinnuafli. í
könnun Félagsvísindastofnunar á
lengd vinnuvikunnar og viðhorfum
til vinnutíma kom fram að efna-
hagsleg sjónarmið ráða miklu um
lengt vinnutímans. Um 70% vinn-
andi manna tengja yfirvinnu við
kaupið og þeir sem vinna langan
vinnutíma . vilja almennt styttri
vinnutíma. Yfirgnæfandi meirihluti
þeirra sem vilja styttri vinnutíma
segjast myndu stytta vinnutíma
sinn ef grunnkaupið hækkaði veru-
lega.
Með hinum langa vinnutíma ná
íslendingar þokkalegum heildar-
launum, sem ekki er svo fjarri því
sem tíðkast í nágrannalöndunum.
Munurinn er aðeins sá að við vetjum
25—30% lengri vinnutíma til að ná
þessum tekjum og gerum það með
minni afköstum og meiri tilkostn-
aði. Þegar hlutur heildarlauna í
þjóðartekjum er kominn vel yfir
70%, og helst á því stigi, geta
íslensk launþegafélög vart búist við
að hækka raunkaupið mikið til við-
bótar í bráð. Styttri vinnutími og
aukinn jöfnuður verða þá skynsam-
legir valkostir í kjarabaráttunni.
Vinnutímanefnd félagsmálaráð-
herra hefur nýlega skilað tillögum
um leiðir til að stytta vinnutíma án
skerðingar tekna. Það er samhljóða
niðurstaða nefndarmanna að hækk-
un grunnlauna eigi að vera vejga-
mikill þáttur í að ná því marki,
ásamt með skerðingu á möguleikum
til að sækja í yfirvinnu í sama
mæli áfram. í nefndinni sátu full-
trúar ASÍ, VSÍ og fiármálaráðu-
neytisins. Það hlýtur að teljast afar
merkilegt að þessir aðilar skuli hafa
náð samkomulagi um meginleiðir
til styttingar vinnutíma, þó alls
ekki sé ljóst að þeirra leiðir séu þær
einu sem færar eru, né endanlega
þær bestu.
Stytting vinnutíma, aukinn
jöfnuður, bætt heilsufar og
efling fjölskyldulífs
Ef vinnutími er styttur samhliða
því að grunnkaup hækkar, þannig
að meðalmaðurinn megi ná núver-
andi heildarlaunum sínum með dag-
vinnu einni (eða því sem næst) og
auknum afköstum, þá fylgir aukinn
jöfnuður tekna sjálfkrafa í kjölfarið.
Þegar umtalsverður hluti yfirvinnu-
tekna hefur verið færður inn í
grunntaxtana er taxtaþjóðin, sem
oft hefur verið skilin eftir í hefð-
bundnum kjarasamningum, færð
nær þeim hópum sem hafa meðal-
tekjurnar. Sá tekjumunur sem hlot-
ist hefur áf mismunandi aðgangi
að yfirvinnu minnkar verulega.
Konur munu sérstaklega njóta þess.
Öryrkjar, heilsuveilir og aðrir þeir
sem ekki hafa getað leyst kjaramál
sín með mikilli yfirvinnu eða
ástundum tveggja eða fleiri starfa
fá raunhæfari kjarastöðu en þeir
nú hafa.
Þannig er ljóst að stytting vinnu-
tíma samhliða hækkun grunnlauna
felur í sér aukinn jöfnuð á vinnu-
markaði. Líklega er þetta mun
raunhæfari leið til að bæta kjör
þeirra sem lægstu launin hafa en
þær leiðir sem reyndar hafa verið
síðustu 25 árin með litlum árangri.
Landlæknir hefur nýlega bent á
neikvæðar afleiðingar hins langa
vinnutíma fyrir heilsufar og fjöl-
skyldulíf (sjá Mannvernd í velferð-
arþjóðfélagi, 1988). Niðurstöður
hans eru í samræmi við það sem
rannsóknir erlendis hafa sýnt.
íslendingar vilja
styttri vinnutíma
Stytting vinnutíma er tímabært
markmið í íslensku þjóðfélagi. Það
er skynsamleg leið fyrir atvinnulífið
jafnt sem fjölskyldulífið. Stytting
vinnutíma með hækkun grunnlauna
og aukningu afkasta á vinnustund
sameinar mörg markmið sem laun-
þegar jafnt sem atvinnurekendur
og stjórnvöld hafa lengi haft á
stefnuskrá sinni. Öll nágrannalönd-
in fóru þessa leið fyrir löngu. íslend-
ingar ættu að nota tækifærið til
að vinna að þessu mikla framfarar-
máli í sameiningu og nota það til
að skapa meiri stöðugleika og
styrkari stoðir í íslenska velferð-
arríkinu.
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Verkamannasambands
Islands, hefur nýlega talað háðug-
lega og í hálfkæringi um tillögur
vinnutímanefndar um styttingu
vinnutíma. Hann hefur m.a. líkt til-
lögum nefndarinnar við óskir barna
um jólagjafir. Nú er það svo að
mörg börn fá einhveijar óskir sína
uppfylltar á jólum. Verkafólk á
Vesturlöndum setti fram við upphaf *
þessarar aldar þá ósk, sem stefnu-
mál verkalýðshreyfingar, að hægt
væri að lifa þokkalega af dagvinnu
einni. I öllum þjóðfélögum Vestur-
landa, nema á Islandi, hefur þessu
markmiði að verulegu leyti verið
náð. Þetta mikla hagsmunamál
heimila og fyrirtækja hlýtur því að
verðskulda þá meðferð hér á landi
sem það hefur fengið í nágranna-
löndunum. Hví skyldum við annars
þurfa að vera nátttröll til frambúð-
ar?
Höfundur er forstöðumaður Fé-
lagsvísindastofnunar Hóskóla ís
lands.
Flugslysið við Reykjavíkurflugvöll:
Hreyflarnir rann-
sakaðir í Kanada
HREYFLAR kanadísku CASA 212 flugvélarinnar sem
fórst við Reykjavíkurflugvöll 2. ágúst síðastliðinn hafa
verið sendir til Ottawa í Kanada til rannsóknar. Vett-
vangsrannsókn vegna slyssins lauk um helgina. Ekki
er búist við endanlegum niðurstöðum um orsakir slyss-
ins fjnrr en að nokkrum vikum liðnum.
Hreyflar flugvélarinnar, loft-
skrúfur og ýmsir aðrir smærri
hlutir voru sendir til rannsóknar
í rannsóknarstofnun Flugslysa-
nefndar Kanada, Canadian
Aviation Safety Board. Vett-
vangsrannsókn hér á landi er þar
með lokið. Auk flugslysanefndar
og loftferðaeftirlits Flugmála-
stjómar unnu við rannsóknina
og komu hingað til lands alls 13
erlendir sérfræðingar. Fimm
þeirra voru frá Flugslysanefnd
Kanada, fiórir frá framleiðanda
flugvélarinnar, CASA, tveir frá
framleiðanda hreyflanna, Garr-
et, yfirflugvirki eiganda flugvél-
arinnar og einn fulltrúi Flug-
málastjómar Spánar, en flugvél-
in var framleidd á Spáni. Þessir
menn luku störfum og fóm utan
á laugardag.
Ekki er búist við niðurstöðum
af ofangreindum rannsóknum né
lokaniðurstöðum um orsakir
flugslyssins fyrr en að nokkrum
vikum liðnum samkvæmt upplýs-
ingum frá Flugmálastjóm.