Morgunblaðið - 10.08.1988, Síða 32

Morgunblaðið - 10.08.1988, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁSDÍSI INGÓLFSDÓTTUR Sjávarmengun: Brýn þörf aðgerða áð- ur en í óefni er komið Stokkhólmi, Bastad, New York. Reuter. LÖNGUM hefur verið litið á úthöfin sem risastóran rusladall þar sem hægt er að koma fyrir öllum þeim úrgangi sem losna þarf við. í ljósi atburða síðustu ára hallast sífellt fleiri að því að brýnt sé að skera upp herör gegn sjávarmengun. Visindamenn víða um heim telja að grípa verði til aðgerða nú þegar ella verði það of seint. Röskun á vistkerfum sjávar hefur valdið því að plágur og sjúkdómar hetja á strandsvæði víða um heim. Mengun hefur valdið óbætanlegu Ijóni í fiskeldisstöðvum i Noregi og Japan. I Svíþjóð fljóta dauðir selir innan um baðstrandargesti í Skeijagarð- inum og í New York er notuðum sprautum frá sjúkrahúsum og tilraunastofum varpað beint í hafið. Gleggsta dæmið um ranga mynd mannsins af stærð og þoli sjávar er ef til vill umræða sem varð fyrir nokkrum árum um hvað gera ætti við geislavirkan úrgang. Töldu menn að um nokkra möguleika væri að ræða til að losna við þessa vá. Einn þeirra kosta sem talinn var væn- legur var að koma upp „rusla- haug“ í óravíddum himingeimsins. Annar kostur var að demba „rusl- inu“ í sjóinn. Sú hugmynd að henda í sjó eða senda út í geim sýnir að. sjónarmiðið um að lengi taki sjórinn við er enn við lýði og að menn gera sér rangar hug- myndir um stærð sjávar. Að auki sýnir þetta ljóslega skammsýni manna þegar um er að ræða þá náttúruauðlind sem hefur til þessa verið talin undirstaða alls lífs á jörðinni. Undirstaða mannlífs Djúphafssvæðin virðast að mestu vera ómenguð þrátt fyrir að áætlað sé að 20 milljörðum tonna af úrgangi, allt frá gos- dósum til geislavirks úrgangs, hafi verið dælt í hafið. Sú stað- reynd að djúpsævið er enn ómeng- að þarf þó ekki að þýða að óhætt sé að halda skolpaustrinum í sjó- inn áfram. Þeir þættir sem. hafa áhrif á vistkerfi djúpsjávar eru engan veginn fullkannaðir. Clifton Curtis, yfirmaður hafrannsóknar- stofnunarinnar í Bandaríkjunum, segir það aðeins spurningu um hvenær vistkerfin á djúpsævi bregðast við röskuninni. Segja má að strandsvæði jarðar séu undirstaða mannlífs. Fram- leiðni strandsvæða er mikil og stór hluti mannkyns býr við strendur og byggir afkomu sína á sjónum. Yfirvöld í Bandaríkjun- um hafa áætlað að árið 1990 muni 75% þjóðarinnar búa í innan við 80 kílómetra íjarlægð frá ströndum landsins. Eystrasalts- löndin og Japan hafa nánast þak- ið strandlengjur með iðnaðarfyrir- tækjum og hafsvæðin líða vegna mengunarinnar frá þeim. Sjávarlífverur breg-ðast við röskuninni Að undanförnu hefur hver plág- an á fætur annarri heijað á strandsvæðum í vestrænum iðn- ríkjum. Mengun strandsvæða er nokkuð sem mönnum hefur verið fullkunnugt um lengi. Nú virðist svo komið að lengra sé ekki hægt að ganga. Vistkerfl sjávar hafa raskast svo að sumar tegundir lífvera hafa dáið út. Það gerir öðrum kleift að blómstra þannig að afleiðingar Qölgunarinnar valda óbætanlegu tjóni á öðru lífi í sjónum. Plágur sem gengið hafa yfir að undanförnu hafa margar haft svo alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að þeim hefur verið jafnað við náttúruhamfarir eða stórslys. Norðursjór er eitt þeirra inn- hafa sem er í mikilli hættu sökum mengunar. Stórámar þijár sem renna til sjávar í Norðursjó, Rín, Maas og Saxelfur, bera á ári hveiju með sér yfir 38 milljón tonn af zinki, 13.500 tonn af blýi, 5.600 tonn af kopar auk mikils magns af arseni, kadmíum, kvika- silfri og geislavirkum efnum. Skip dæla árlega 145 milljón tonnum af úrgangi í Norðursjó. Auk þess eru á hafsvæðinu 150 olíuborpall- ar sem allir eru tengdir megin- landinu með leiðslum sem eru samanlagt 8.000 kílómetrar að lengd. Talið er að frá þessum leiðslum leki um 30.000 tonn af hráolíu í sjóinn árlega. Áhrifin láta ekki á sér standa hvarvetna hefur vistkerfi strand- svæða umtumast. Árlegar þörungaplágur í Japan Á hverju sumri litast sjórinn Sjófuglar við strendur Norðursjávar deyja í hundraðavís vegna olíumengunar. við strendur Japan rauður vegna þömnga sem um hábjargræðis- tímann fjölga sér í svo miklum mæli að þeir kæfa allar lífverur sem verða fyrir torfunum sem fljóta að ströndinni. Við Japans- strendur er fjöldi lítilla fiskeld- isstöðva, sem talið er að framleiði sjávarafurðir fyrir um fjóra millj- arða dollara (um 180 milljarða ísl. kr.) á ári. Á síðasta ári dráp- ust allir fiskar í á þriðja tug fisk- eldisstöðva. Fjölgun þörunganna er að hluta til af náttúrulegum Notaðar sprautur sem rak á strendur við New York. orsökum, þeim fjölgar síðsumars vegna hækkandi hitastigs sjávar á sumrin. Þörungagróskan síðast- liðin ár hefur þó engan veginn verið í samræmi við það sem telj- ast má eðlilegt. Ástæðan er talin vera að árlega skolar í hafið frá iðnfyrirtækjum og landbúnaðar- svæðum miklu magni af efnum sem þörungamir nærast á. Það er þó ekki eingöngu iðnaður og landbúnaður sem veldur aukinni næringu fyrir þörungana, fískeld- isstöðvarnar bera einnig ábyrgð á því. Japanir byggja fiskeldi að mestu á hafbeit, það þýðir að daglega er fæðu mokað í kvíamar þar sem hluti hennar er étinn af fískinum en afgangurinn berst burt og talið er að stór hluti fiska- fóðursins falli til botns. Þörung- amir njóta góðs af þessu næring- arríka fóðri. Tilraunir standa nú yfir í Japan til að kanna hvort ekki sé hægt að gera fiskifóðrið þannig úr garði að það fljóti leng- ur og nýtist því betur. Önnur ráð sem gripið hefur verið til er að reyna að hreinsa strendumar, Dauðir selir hreinsaðir upp við strendur Svíþjóðar. Reuter moka sandi yfír þörungana og draga kvíar lengra út á sjó til að veijast, en allt kemur fyrir ekki. Þömngaplágan er orðin árviss viðburður við Japansstrendur. Seladauði í Eystrasalti Norðmenn urðu fyrir miklu tjóni af völdum þömnga í vor og plága heijar nú á selastofninn í Eystrasalti. Fundist hafa yfir eitt þúsund dauðir selir við strendur Svíþjóðar. Óttast er að stofninn, sem telur um 6.000 dýr, sé í hættu. Talið er að selimir deyi vegna veimsjúkdóms sem líkist alnæmi. Veiran ræðst á ónæmis- kerfi selanna sem flestir deyja vegna lungnasjúkdóma. Þegar selina rekur að ströndinni em þeir útblásnir þar sem öndunar- færi þeirra hætta að starfa eðli- lega og þeir virðast ekki geta andað frá sér og fylla lungun lofti þar til þeir kafna. Deilt hefur verið um hvort mengun hafí nokkuð með sela- dauðann að gera, hér sé aðeins um sýkingu að ræða. Víst er þó að mengun gerir selina ekki betur undir það búna að mæta faraldrin- um heldur þvert á móti. Óhugnanlegnr reki í New York New York-búar hafa byggt upp mikið þol gegn mengun. Bæði menn og skepnur þola orðið ótrú- legt magn af hættulegum efnum sem alla jafna em í umhverfinu. Fyrir skömmu gekk þó fram af mengunarþolnum borgarbúum þegar úrgang frá sjúkrahúsum, rannsóknarstofum og lyfjafyrir- tækjum rak að ströndum borgar- innar. Loka varð stómm svæðum við strendumar vegna þess að til- raunaglös með blóðsýnum og sprautum í hundraðatali skolaði á land. Áhyggjur manna jukust þegar í ljós kom að sum þeirra blóðsýna sem rekið hafði á land reyndust innihalda blóðsýni alnæ- missjúklinga. Strandsvæðunum þar sem þessum óhugnanlega úrgangi skolaði á land var lokað en þetta atvik varð ekki víti til varnaðar. Fáum dögum eftir lokunina var á fjórða milljón lítra af óhreinsuðum úrgangi dælt beint í höfnina í New York frá verksmiðju. Skolpi hefur löngum verið dælt í sjóinn og lítt hefur verið gert í því að koma því burt af strand- svæðum. I New York er hreinsuðu skolpi dælt um borð í pramma sem frá og með áramótum hafa orðið að sigla 170 kílómetra á haf út áður en skolpinu er dælt í sjóinn. Þessi ráðstöfun átti að verða til þess að skolpið lenti utan land- grunnssvæða og rynni niður land- grunnshallann þaðan sem það bærist á djúpsævi. Skömmu eftir að reglugerðin, um að sigla skyldi með skolpið svo langt út, tók gildi fóru að berast kvartanir frá fískimönnum sem sögðu að afli hefði minnkað og fiskur væri sýktur. Enn er ekki fullvíst hvort tengsl eru á milli skolpdælingarinnar við land- grunnsbrúnina og minnkandi afla. Hvað er til ráða? Ógæfan skall ekki yfir á einum degi. Það gera endurbæturnar ekki heldur. Þó hætt væri að henda úrgangi í sjó strax í dag myndi það taka aldir áður en plastið sem þegar er þar að fínna næði að brotna niður. Hingað til hefur vandamálum vegna sjáv- armengunar aðallega verið svarað með því að hætta að dæla úr- gangi í sjóinn. Árið 1976 tóku sautján ríki við Miðjarðarhaf sig saman um að hreinsa innhafið sem þá var talið mengaðasta hafsvæði jarðar. í dag státa upphafsmenn þessa verkefnis, sem stjórnað er af Sam- einuðu þjóðunum, af því að þróun- inni hafi verið snúið við og Mið- jarðarhaf muni ná sér. Vissulega hafa verið gerðar úrbætur. I nóv- ember á síðasta ári var tekin í notkun í Marseilles fyrsta skolp- hreinsistöðin þar í borg, önnur hefur verið tekin í notkun í Barce- lona og yfírvöld í Grikklandi ráð- gera að hefja rekstur slíkrar stöðvar í Aþenu. Enn er þó langt í land og þeir fiskistofnar sem hafa verið nær þurrkaðir út í haf- inu verða lengi að ná sér, ef þeir nokkum tíma gera það. Það er kaldhæðnislegt að að- ferðir til að koma í veg fyrir sjáv- armengun eru vel þekktar. Hreinsibúnaður hefur verið þróað- ur og öllum sem það vilja er kleift að nýta þessa tækni. Hér, sem víða annars staðar, er það kostn- aður sem kemur í veg fyrir að þessari tækni er beitt. Það er lang auðveldast og ódýrast að dæla úrgangi óhreinsuðum beint í sjó- inn. Ljóst er að þessi stefna mun fyrr eða síðar koma manninum í koll ef ekkert verður gert til að stöðva frekari mengun sjávar. Umhverfisfræðingar í Banda- ríkjunum og víðar óttast að ríkis- stjómir um heim allan muni draga það í lengstu lög að veita fé til að koma í veg fyrir frekari meng- un sjávar. „Það verður að grípa til aðgerða nú þegar,“ segir Gary Burris umhverfisfræðingur í Washington, „ef við bíðum í tíu til fímmtán ár gæti orðið of seint að stöðva eyðilegginguna," bætir hann við. „Ég sé ekki að það sé önnur leið en að grípa þegar til aðgerða ef við viljum viðhalda lífinu í sjónum," segir Edna Gran- eli, sjávarlíffræðingur við háskól- ann í Lundi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.