Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.08.1988, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988 Afmæliskveðja: Aldís Guðmundsdóttir frá Vestmannaeyjum Bátatrygging Breiðafjarð- ar 50 ára Stykkishólmi. ÞESS ER minnst hér á Snæfellsnesi um þessar mundir að Bátatrygg- ing Breiðafjarðar hefir starfað í 50 ár. 22. júlí, sem talinn er stofnda- gur, var haldinn aðalfundur hér á hótelinu, sem jafnframt var hátí- ðarfundur. Formaður Bátatryggingarinnar, Soffanías Cecilsson útgerð- armaður í Grundarfirði, setti fundinn og bauð menn velkomna en sér- staklega voru þar komnir Sveinn Hjörtur Hjartarson sljórnarformaður Samábyrgðar Islands, Páll Sigurðsson forstjóri og Finnur Stephensen skrifstofustjóri, allir frá Samábyrgð. Einnig var mættur Ásgeir Ágústs- son sem var framkvæmdastjóri Bátatryggingar Breiðafjarðar í tæp Ég hef ekki lagt það í vana minn að skrifa afmælisgreinar um einn eða neinn um ævina, en ég get nú varla komist hjá því að skrifa fáein- ar línur um ástkæra tengdamóður mína. Þessa mætu og merku konu, kosti hennar og manngildi. Ásdís er yngst af tólf systkinum frá Sólheimum í Hrunamanna- hreppi. Hún giftist Gísla Gíslasyni, skipasmið, ættuðum frá Stekkum í Flóa. Þau eignuðust fimmtán böm, og aldrei hef ég heyrt hana tala um að það hafi verið erfitt. Hún tekur öllu með jafnaðargeði og er alltaf kát og glöð og er það enn í dag. Hún er stolt af þessum stóra hópi sem hún eignaðist og allt mannvænleg böm. Ef einhver var að vorkenna henni hvað hún hefði það erfitt, sagði Ásdís ævinlega: „Ætli einhver hafi það ekki erfiðara en eg.“ Ég hef ekki haft mikla möguléika á að umgangast tengdamóður mína, enda hún í Vestmannaeyjum en ég á Akureyri. Hún er góð heim að sækja og ekki vantar hlýjuna frá Rækjuveiði hefir verið talsvert t sumar en yfirleitt hefur þurft að leita á mið norður fyrir land og skipa upp á Skagaströnd en þaðan hefír rækjunni svo verið ekið suður í Hólm til vinnslu. Tvær rækju- vinnslur hafa svo unnið úr aflanum, þ.e. Rækjunes og Þórsnes. Þá hafa handfæraveiðar verið með meira móti en vanalega og fleiri gert út á slíkar veiðar. Aflinn hefír verið unninn í fískverkunar- stöð Sæborgar hf., sem fyrir nokkr- um ámm keypti hraðfrystihús kaupfélagsins og rekur þar salt- fískverkun og vinnur þar umtals- verður hópur fólks. Hefír Sæborg hf. haft fískverkun allt þetta ár nema um verslunarmannahelgina, þá var tekin hvíld í eina viku. Rækjunes—Björgvin hf. sem hef- henni enda notalegt að vera í ná- vist hennar. Hún er alltaf jafn róleg og tekur öllu með jafnaðargeði og á sámstu stundum heldur hún ró sinni. Hún hefur misst eiginmann og fímm böm, en alltaf segir Ásdís ef einhver er að vorkenna henni: „Ætli einhver hafí það ekki verra en ég.“ Þessi gæðakona hefur reynt að halda utan um bamahópinn sinn og þegar sum bömin hennar fluttu til Vestmannaeyja eftir gos, þá fór hún með þeim þangað til að halda hópnum saman. „Eg hlýt að geta komið að einhveiju gagni fyrir ykk- ur“ og hún stóð við sitt. Hún á stór- an hóp af bamabömum og bama- bamabömum, sem öll dá ömmu sína og virða. Nú í dag á þessum tímamótum, þá fínnst mér þetta sama Ásdísin og þegar ég sá hana fyrst fyrir 35 árum, nema hvað heilsan er aðeins farin að gefa sig. Margur hefur verri heilsu en hún þó yngri séu og ekki hafa lagt sitt að mörkum eins og hún. ir um árabil rekið hér rækju- og skelfískvinnslu hefír nú sagt upp öllu starfsfólki eða um 80 manns, sem þá verður atvinnulaust og verð- ur að leita annað eftir atvinnu sem vonandi tekst. Áður gerði Rækjunes út sex til sjö báta, en í vetur aðeins þijá, hinir vora við bryggju og var rekstur því minni í ár en endranær. Hvemig framhaldið verður er algerlega óvíst, það er kennt um lækkandi verði á skelfíski, sem mun rétt vera, en fleira mun koma inn í dæmið og líklegt að mörgu þurfí að huga ef um áframhaldandi rekst- ur á að geta orðið að ræða. Sig. Ágústsson hf. hefur undan- farið haft hlé í starfrækslu enda hefur þar aðallega farið fram skel- fískvinnsla og lítilsháttar físk- vinnsla. Hefír hléið verið notað til í dag er hún enn með eitt bama sinna hjá sér, sem er næstyngsta dóttir hennar Halldóra og dóttir hennar. Halldóra hefur séð um móður sína nú síðustu árin og hefur reynst henni vel, vona ég að svo verði áfram. í dag 10. ágúst þegar hún er 75 ára óska ég henni hins besta um leið og ég þakka henni fyrir liðnu árin og bið hana að fyrir- gefa mér þessi fátæklegu orð, sem ég hef sett á prent. Haukur Berg að gera klárt fyrir vertíðina sem nú er að fara af stað. Margir skel- róðrabátar hafa lagt þar upp. Þórsnes hf. hefir komið hér upp myndarlegri rækjuvinnslu og þar með aukið fjölbreytni vinnslunnar, en aðallega hefir þar verið unninn fískur í salt. Einn bátur hefir síðan í vor fiskað í botnvörpu og aflað vel af góðum fiski. Sá afli hefír verið unninn í Sæborgu hf. og eins hefír einn bát- ur verið með dragnót, en ekki mik- ið reynt á og aflinn einnig verið lagður upp hjá Sæborgu hf. í mb. Sif er nú verið að koma fyrir nýrri aflvél. Einn bátur í viðbót mun nú heíja veiðar með dragnót héðan og era þá tveir bátar sem stunda slíkar veiðar í ágúst og ef til vill lengur ef þær gefa góða raun. Én grásleppuveiði var miklu minni en í fyrra og munar það dijúgt því þá var hér metveiði. - Árni 10 ar. Gissur Tryggvason framkvæmda- stjóri flutti skýrslu stjómar og skýrði reikninga félagsins. Á þeim kom meðal annars fram að reksturinn hafði gengið vel. Heildartekjur 1987 voru 31,5 milljónir og hagnaður 795 þúsund. Niðurstöðutölur efnahags- reiknings voru 47 milljónir, þar af eigið fé 17,5 milljónir. Voru reikning- ar samþykktir samhljóða. Soffanías Cesilsson átti að ganga úr stjóm en var einróma endurkjörinn. Gissur Tryggvason framkvæmda- stjóri rakti í stórum dráttum sögu félagsins og undirbúning að þessum afmælisfundi. Sagði Gissur m.a.: „Það hefír komið í minn hlut að fara örfáum orðum um sögu Báta- tryggingar Breiðaflarðar. Hún hefir haft góðu hlutverki að gegna. Það var fyrir réttum 50 áram, eða 22. júlí 1938, að stofnfundur þessa fé- lags var haldinn í samkomuhúsinu í Stykkishólmi. Þar skýrði Sigurður Ágústsson fv. alþingismaður tilgang- inn og frumvörp að lögum fyrir félag- ið, en starfssvið þess skyldi að stofna bátaábyrgðarfélag við innanverðan Breiðafjörð, á svæðinu frá Búlands- höfða um innanverðan Breiðafjörð til Bijánslækjar. Heimili þess og vamarþing skyldi í Stykkishólmi. Voru á þessum fundi samþykkt lög fyrir félagið og kosin stjóm þess til eins ár. Kosnir vora Sigurður Ágústsson útgerðarmaður, Sigurður Steinþórsson kaupfélagsstjóri og Guðmundur Jónsson framkvæmda- stjóri. í varastjóm voru kosnir Óskar Níelsson í Svefneyjum, Kristmann Jóhannsson og Oddur Valentínusson úr Stykkishólmi. Endurskoðendur voru ísleifur Jónsson og Ólafur Stur- laugsson. Fyrstu fundir stjómar fara svo í að móta starf og stefnu félagsins og þannig er 1. október 1938 undirritað- ur samningur við Samábyrgð íslands um endurtryggingar og 15. desember er Kristmann Jóhannsson ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri félagsins. Starfsemi félagsins hefir frá upp- hafí mótast af því sama, þ.e. ákvörð- un um iðgjöld, virðingar báta, þó nú í seinni tíð sé það allt tölvukeyrt, tjónauppgjöri og öðru slíku sem fýlg- ir þessari starfsemi. Fyrst í stað var starfsemin bundin við opna vélbáta og þilfarsbáta, en í dag era allir dekkaðir bátar, 100 lestir og minna, skyldutryggðir hjá félaginu. Eigend- ur stærri báta og trilla geta ráðið hvar þeir tryggja. Fljótlega var starfsemi félagsins færð út nesið og að Amarstapa í stað Búlandshöfða eins og í fyrstu og hafa þau mörk haldist. Arið 1967 voru sett lög um bátaábyrgðarfélög nr. 41, starfsemin var að mestu óbreytt en gerðar vora sérstakar kröfur um reikningsskil, uppsetningu reikninga og ársskýrslu stjómar. Árið 1978 var hluti af efri hæð húseignarinnar við Smiðjustíg 3 í Stykkishólmi keyptur af Kristjáni Guðmundssyni og þar rekur félagið alla starfsemi í dag.“ Gissur sagði ennfremur: „Á þess- um 50 árum hafa aðeins þrír verið stjómarformenn í félaginu, Sigurður Ágústsson í 36 ár, Víglundur Jónsson í Ölafsvík í 7 ár og Soffanías Cecils- son frá Grundarfírði í 7 ár. I stjóm eiga lengsta setu Sigurður Ágústs- son, 36 ár, Víglundur í 26 ár og Soffanías í 21 ár. Fjórir framkvæmdastjórar hafa verið fyrir félagið frá upphafi, Krist- mann Jóhannsson í rúm 25 ár, Ás- geir Ágústsson í tæp 12 ár, Víkingur Jóhannsson í 4 mánuði og Gissur Tryggvason í tæp 13 ár. Á þessu tímabili má geta þess að aðeins 17 manns hafa verið í stjóminni, þrátt fyrir að stjómin hefði um tíma verið skipuð 6 mönnum. Benedikt Lárus- son hefir verið lengst endurskoðandi eða í 25 ár en Ámi Helgason hefir ritað flestar fundargerðir eða yfír tuttugu. Skoðunarmaður hefir verið Kristján Guðmundsson í 40 ár.“ Þá fluttu gestir ávörp og ámaðar- óskir og framkvæmdastjóri flutti Kristjáni Lárentsínussyni skipstjóra þakkir fyrir góð stiómarstörf, en hann hætti í stjóminni. Við tekur Svanborg Siggeirsdóttir, sem er fyrsta konan sem skipar slikan sess, bæði hér og á landinu öllu. Umsvif Bátatryggingar Breiða- íjarðar hafa aukist með árunum og það er ekki vafí á að það spor sem stigið var í stofnun hennar árið 1938 hefir orðið farsælt. - Árni Skelfiskveiði frá Stykk- ishólmi að hefjast á ný Stykkishólmi. Skelfiskveiðin frá Stykkishólmi er nú að hefjast á ný eftir vana- lega hvíld. Útgerðarmenn hafa verið að búa báta sína til veiða og notað tímann til að gera allt klárt fyrir vertíðina. Það munu eitt- hvað færri bátar róa héðan til skelfiskveiða en áður. Einhveijir hafa helst úr lestinni, en þá er meira fyrir hina. HAGKAUP Á SELTJARNARNESI Á morgun kl. 9 opnar Hagkaup MATVÖRUMARKAÐ við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. HAGKAUP Seltjarnarnesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.