Morgunblaðið - 10.08.1988, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 10.08.1988, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988 fclk í fréttum Bruce og Patd eiga von á barni. Húsið sem olli deilu í konungsfjölskyldunni likist South Fork óneitanlega. Mannfjölgun Bruce Springsteen á von á erfingja ðsta ósk rokkstjömunnar Bmce Springsteens rætist eftir nokkra mánuði. Þetta opin- beraðist í Moskvuborg ekki alls fyr- ir löngu, þegar stjaman var þar á ferð. Hann var giftur í þijú ár, Jú- líönnu Philips ljósmyndafyrirsætu, en það hjónaband var bamlaust.Á- staeða skilnaðar var ekki sú að kon- an hafí ekki viljað þyngjast. Varð söngvarinn óður þegar því var klfnt á hann, og lét vita að frægð hennar skipti hana öllu máli. Hann hafí hinsvegar lengi langað í erfingja. Goðið hafði ekki mörg orð um samband hans við Patti Scialfa, kæmstuna sem ber bam hans. Samband þeirra er ekki eldra en ^ögurra mánaða, svo ekki verður hann pabbi á morgun. Skilnaðurinn mun kosta hann einhver ósköp, en hann er heldur enginn kotkari. HÚSNÆÐISMAL HÁBORINNA Sue Ellen hefði elskað þetta hús Loksins hefur Fergie ákveðið hvemig húsi hún vilji búa í. Ekki virðist það vera ólíkt South Fork í „Dallas", sem hún Sue Ellen býr stundum í. En þetta hús er fyrir Prins Andrew og Fergie og verður staðsett milli Ascot bæjar og Windsor kastala. Húsið er teiknað nákvæmlega að óskum Fergie, og er 20 herbergja stórt. Það hefur hneykslað marga og þá prins Charles að arkitektinn er ekki enskur, og heldur ekki inn- anhúsarkitektinn sem Fergie hafði valið. Hann var amerískur og ekki með smekk að mati konunga. Því hefur verið valið enskt fyrirtæki fyrir Fergie sem sér um innan- hússkipulag. Húsið verður tilbúið eftir eitt ár og kostar 700 milljónir íslenskar krónur. Horfir Fergie á „Dallas“? Éfií Bræðurnir Bjarni Rúnar og Svavar Hörður Heimissynir. Sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundaráðs slitið Sumamámskeiðum sem íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur hefur staðið fyrir í sumar fyrir börn í Reykjavík, lauk með pompi og prakt á fimmtudag. Sumamámskeiðin starfa í kringum hverfamið- stöðvar I borginni og var alls tíu hópar, um tvöhundmð böra, sem tóku þátt í námskeiðunum i sum- ar. Krakkarnir gengu fylktu liði niður Laugaveg í úrhellisrign- ingu og við Hljómskálagarðinn beið þeirra strætisvagn. Ætlunin var að hóparnir hittust í Tónabæ en vegna veðurs varð að fresta þvi og fór hver hópur i sína hverfamiðstöð þar sem boðið var upp á veitingar og börnin fóra í leiki. Morgunblaðsmenn brugðu sér í Tónabæ og ræddu við Krökkunum i Tónabæ var boðið upp á poppkorn og ávaxtasafa sem þau kunnu vel að meta. Morgunblaðið/Ámi Sæborg Anna Rakel Róbertsdóttir. nokkra krakka sem tóku þátt í sumarnámskeiðunum. Anna Rakel Róbertsdóttir er 9 ára gömul og var hún nýkomin frá Laugarvatni þar sem hennar hópur gisti í einn dag. Hún er í Hlíðar- skóla og á heima í Stigahlíð. „Við fórum í leiki og út á vatnið í bát. Við fórum líka í gufubaðið þar. í sumar höfum við lært ýmsa útileiki og það hefur verið mjög gaman." — Ætlarðu að taka þátt í þessu næsta sumar? „Já, ef ég get það. Það getur verið að ég fari til Finnlands og Danmerkur næsta sumar með ömmu minni." Bjami Rúnar Heimisson 6 ára og bróðir hans Svavar Hörður Heimisson 10 ára tóku báðir þátt í sumamámskeiðunum. Bjami Rúnar sagði að hann hefði lært að föndra og mála í sumar og svo hefði hann líka ferðast talsvert. „Við fóram til Akraness út á strönd að grilla. Við sigldum með Akra- borginni fram og til baka. Svo fór- um við heim og lékum okkur héma í bænum. Það er búið að vera gam- an í sumar og ég ætla aftur næsta sumar," sagði Bjami Rúnar. „Ég byijaði á fyrsta námskeiðinu í sumar," sagði Svavar Höiður. „Við höfum farið í gönguferðir, sund og fótbolta og margt fleira hefur verið gert. Við ferðuðumst líka með rútu og sáum kindur. Þetta hefur verið skemmtilegt sumar,“ sagði Svavar Hörður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.