Morgunblaðið - 17.08.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988
Grindavík:
Tveir bátar kærð-
ir fyrir brot á fríi
Grindavík.
STJÓRN Sjómanna- og vélsljóra-
félags Grindavíkur samþykkti á
fundi sínum í gærkvöldi að fela
lögfræðingi félagsins að kæra
tvo humarbáta vegna meints
brots á samningum um helgarfrí.
Að sögn Sævars Gunnarssonar
formanns félagsins fóru bátamir,
Þorsteinn Gíslason GK og Þorbjöm
GK, til veiða síðast liðinn laugar-
dagseftirmiðdag eftir að hafa legið
í landi undanfama daga, þrátt fyrir
að fast helgarfrí skyldi vera frá
klukkan 16.00 á föstudegi til hádeg-
is á mánudegi.
„Þama er að mínu mati um ský-
laust brot á samningum LÍÚ og SSÍ
að ræða og ekki hægt að láta slíkt
KEA:
Viðræður við
Magnús Gauta
STJÓRN Kaupfélags Eyfirðinga
samþykkti á fundi sinum í gær
að taka upp viðræður við Magnús
Gauta Gautason, fjármálasljóra
KEA, um kaupfélagsstjórastöð-
una, sem Valur Amþórsson lætur
af um áramót. Jóhannes Sig-
valdason, stjómarformaður
KEA, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gærkveldi að viðræður
hefðu að undanfömu átt sér stað
milii KEA og Axels Gíslasonar,
en hann hefði ákveðið að taka
ekki við stöðunni.
Á fundinum sem stóð í tæpa sex
tíma var eftirfarandi bókun sam-
þykkt: „Eins og kunnugt er hafa
formaður og varaformaður félags-
ins átt viðræður við Axel Gíslason
aðstoðarforstjóra SÍS um að hann
hugsanlega taki við stöðu kaup-
félagsstjóra á Akureyri. Þær við-
ræður hafa nú leitt í ljós að Axel
hefur ákveðið að taka ekki við þess-
ari stöðu. Formaður lagði síðan
fram tillögu um að stjómin beini
því til kaupfélagsstjóra að ráða
Magnús Gauta Gautason í stöðu
aðstoðarkaupfélagsstjóra hjá félag-
inu. Jafnframt verði teknar upp við-
ræður við hann um að taka við stöðu
kaupfélagsstjóra er Valur Amþórs-
son lætur af störfum".
óátalið. Við emm ekki að eltast við
háar §ársektir heldir hitt að samn-
ingamir séu haldnir", sagði Sævar
og bætti við að hægt væri að sækja
um undanþágur frá föstum helgar-
fríum vegna ytri aðstæðna en slíkt
þyrfti að koma frá félögum sjó-
manna eða útvegsmanna á staðn-
um.
„Ósk um slíka undanþágu hefur
ekki komið til okkar og það er mik-
ill misskilningur sem virðist vera á
kreiki að hægt sé að semja um
þessar undanþágur um borð í ein-
stökum bátum milli útgerðar og
skipshafnar," bætti Sævar við.
í vetur gekk dómur í slíku máli
fyrir félagsdómi eftir að Hópsnes
GK var kært fyrir að fara í netaróð-
ur laugardag og sunnudag á vertíð-
inni 1987 og bijóta þannig grein
3.08 í kjarasamningi frá 15. janúar
1987 með því að virða ekki ákvæði
samningsins um helgarfrí áhafnar.
Útgerð Hópsnes GK. var fundin sek
og gert að greiða sekt og máls-
kostnað.
Kr.Ben.
Morgunblaðið/E.Pá.
Hrynur úr íshelli Kverkfjalla
Fjártap af
mannavöldum
Mývatnssveit.
TVEIR menn hér í Mývatnssveit
fundu fyrir nokkrum dögum
hauskúpu af kind allfjarri byggð
með skotgat í hnakka. Líklegt
er talið að þessi hauskúpa sé
ekki eldri en fimm ára. Margt
bendir til að þetta hafi verið af
ungri skepnu.
Eins og komið hefur fram áður
í fréttum fannst önnur hauskúpa
fyrr í sumar í Sellöndum nokkru
sunnan við Grænavatn, hún var
einnig með skotgat í hnakka og
ekki talin eldri en tíu ára. Bændur
í Mývatnssveit telja að á undanföm-
um ári hafi þess orðið vart að sauð-
fé hafí hreinlega horfið á óskiljan-
legan hátt og kunna engar skýring-
ar á þeim málum. Þeir hafa ekki
viljað trúa því að óreyndu að hér
hafi menn verið að verki. Með fundi
þessara hauskúpna styrkist sá
grunur að mun að fjártap bænda
hér í sveitinni sé af mannavöldum.
- Krislján
í Kverkfjöllum í norðutjaðri
Vatnajökuls er eitt af mestu jarð-
hitasvæðum iandsins. Jarðhitinn
bræðir jökulinn neðan frá, svo und-
an honum rennur einn stærsti
hveralækur landsins. Hafa jarðhit-
inn og þessi heiti lækur grafið fal-
legan helli langt inn undir jökulinn.
íshvelfingar jökulsins hafa haft
mikið aðdráttarafl og ferðafólki
þótt ævintýri að fara þar inn. En
nú f sumar hefur íshettan yfír hell-
inum framanverðum verið að brotna
og hafa hrunið niður úr þekjunni
stór jakastykki, svo ekki er hægt
að komast þar inn og jafnvel hættu-
legt að standa nærri munnanum.
Meðan blaðamaður Morgunblaðsins
staldraði þama við á laugardags-
morgun hrundu stöðugt stór stykki
úr lofti og hliðum hellisins með
miklum skruðningum. Eins og sjá
má á myndinni hefur berast veggur
við að munninn stfflaðist og vatnið
braust svo fram. Þeir sem komið
hafa í hellinn muna eflaust eftir að
gat í lofti hans, sem birta barst inn
um, var all langt inni í hellinum,
en nú má sjá merki um leifamar
af því fremst á myndinni. Hefur
hellisopið hörfað um 70 metra inn
í jökulinn síðan í fyrra og ekkert
lát á. Á meðan er stórhættulegt að
koma þar nærri. Væri sjónarsviptir
að íshvelfíngunum, ef þær hyrfu
nú sjónum ferðafólks fyrir fullt og
allt.
íslenska hugbúnaðarsamsteypan:
Könnunarviðræður við
Lockheed vegna IADS
Samskonar viðræður við Boeing á næstunni
ÍSLENSKA hugbúnaðarsam-
steypan mun í dag eiga könnun-
arviðræður við talsmenn banda-
ríska fyrirtækisins Lockheed
vegna IADS eða íslenska loft-
vamakerfisins. Lockheed er einn
af 6-8 hugsanlegum aðalverktök-
um IADS sem Mannvirkjasjóður
Atlantshafsbandalagsins byggir
hér og komast á í gagnið 1994.
Burger King-veitingahúsakeðjan í Bandaríkjunum:
Hyggjast draga úr kaupum
á íslenskum fiski um 20%
Sendu utanríkisráðherra bréf og lýstu áhyggjum vegna hvalveiða
Bandarfska veitingahúsakeðjan Burger King hefur leitað til
nýs söluaðila, freðfisksölufyrirtækisinsFWonor í Noregi um kaup
á hráefni f fiskrétti á veitingastöðum sínum. Keðjan hefur keypt
fisk af Iceland Seafood Corp., sölufyrirtæki Sambandsins vestra.
Að sögn talsmanna beggja fyrirtækjanna nemur samdrátturinn
f viðskiptum þeirra um 20%. Fyrr í mánuðinum sendi Burger
King Steingrfmi Hermannssyni utanrfkisráðherra bréf, þar sem
fyrirtækið lét f Ijós áhyggjur af hvalveiðum íslendinga. Þá segir
talsmaður Greenpeace-samtakanna f Bandaríkjunum að samtök-
unum hafi borist bréf frá veitingahúsakeðjunni, þar sem greint
er frá ákvörðun um að minnka viðskipti við íslendinga.
Soug Timberlake, talsmaður
Burger King, sagði í samtali við
Morgunblaðið að stjóm fyrirtæk-
isins hefði ævinlega talið mikil-
vægt að geta keypt hráefni frá
nokkrum fyrirtækjum. Fyrirtækið
gerði hins vegar strangar gæða-
kröfur og tæki allt að 18 mánuði
að ganga úr skugga um að hrá-
efnið stæðist þær. Fyrir tæpum
tveimur mánuðum hóf fyrirtækið
að halda uppi gæðaeftirliti með
framleiðslu Frionor. „Það er mik-
ilvægt að fram komi að þetta var
á engan hátt tengt mótmælum
Greenpeace," sagði Timberlake
og lagði áherslu á að stjóm Burg-
er King væri ekki sammála sjón-
armiðum samtakanna. Þann 1.
júlí ákvað stjóm Burger King að
samþykkja þorskflök Frionor, sem
verður þriðja fyrirtækið sem aflar
veitingahúsakeðjunni hráefnis.
„Þetta mun að líkindum verða til
þess að hráefniskaup frá Iceland
Seafood dragast saman en þessi
ákvörðun er viðskiptalegs eðlis og
ekki tekin vegna starfsemi Gre-
enpeace að undanförnu," sagði
Timberlake. Hann sagði flest
benda til að hráefniskaup frá ís-
landi drægjust saman um 20%.
Martin Finkelstein, sölustjóri
Iceland Seafood, sagði þessa tölu
nærri lagi. Hins vegar væri það
ljóst, að samþykkt hefði verið að
kaupa fisk af norska fyrirtækinu
einungis vegna þess að það hefði
boðið lágt verð, en ekki vegna
þrýstings frá Greenpeace, enda
veiddu Norðmenn hvali líka. „Það
er trú mín að Burger King muni
halda sig við gæðin og kaupa
íslenskt," sagði Finkelstein og
sagði að stefnt væri að því að ná
þessum viðskiptum aftur.
Dean Wilkinson, talsmaður
grænfriðunga í Washington, sagði
í samtali við blaðið í gær að sam-
tökunum hefði nýlega borist bréf
frá Burger King\>ar sem fyrirtæk-
ið hefði tilkynnt að það hefði fund-
ið viðskiptaaðila, sem ekki seldi
fslenskan fisk, ogþað myndi skera
viðskipti sín við Islendinga niður
um 20%.
Steingrímur Hermannsson ut-
anríkisráðherra staðfesti að hon-
um hefði borist bréf frá banda-
rísku veitingahúsakeðjunni, þar
sem áhyggjur af hvalveiðum
hefðu komið fram. „í bréfinu voru
bomar fram málefnalegar spum-
ingar um hvalveiðar okkar og það
er nú unnið að því í utanríkisráðu-
neytinu að svara þeirn," sagði
Steingrímur.
Samskonar viðræður eru áform-
aðar við talsmenn Boeing á næst-
nnni.
Talsmenn Lockheed eru staddir
hérlendis á vegum Félags íslenskra
iðnrekenda að kynna sér aðstæður
vegna hugsanlegrar þátttöku sinnar
í LADS og hafa þeir m.a. rætt við
forráðamenn Rafhönnunar og Ör-
tölvutækni sem hafa áhuga á að
taka þátt í uppsetningu og prófun-
um á vélbúnaði IADS. Þeir hafa
einnig kynnt sér starfsemi Ratsjár-
stofnunar. Talsmenn Lockheed em
þeir Frank Reuter og Don Bohart
en með þeim í för er Wolfgang
Klein frá vestur-þýska fyrirtækinu
SEL sem er samstarfsfyrirtæki
Lockheed í Þýskalandi.
Sem kunnugt er af fréttum
Morgunblaðsins em það fyrirtækin
Artek, Tölvumyndir hf. og VKS sem
mynda íslensku hugbúnaðarsam-
steypuna eða Icelandic Software
Consortium (ISC). Friðrik Sigurðs-
son einn af eigendum Tölvumynda
segir, að þeir séu að kynna sér
starfsemi ISC en það hefur áhuga
á að gerast undirverktaki við hug-
búnaðarþátt IADS. Friðrik segir að
svipaðar viðræður séu áformaðar
við Boeing fyrirtækið á næstunni
sem einnig er í hópi þeirra 6-8 fjöl-
þjóðafyrirtækja sem hugsanlega
verða aðalverktakar við IADS.
Morgunblaðið greindi nýlega frá
því að gert hefði verið sérstakt sam-
komulag milli íslendinga og Banda-
ríkjamanna sem gerir það að verk-
um að íslenskum aðilum verður fal-
ið að vinna að IADS sem undirverk-
takar. Allt verkið mun kosta um
13 milljarða króna, en hér er um
tölvukerfi að ræða sem ætlað er
að taka við upplýsingum frá ratsjár-
stöðvum þeim sem verið er að reisa
hér.