Morgunblaðið - 17.08.1988, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988
FRJALSIÞROTTIR / LJOSMYNDIR
Mynd Einars
Fals valin sú
besta úrbik-
arkeppni FRÍ
á dögunum
EINAR Falur Ingólfsson, Ijós-
myndari á Morgunblaðinu,
varð hlutskarpastur í Ijósmyn-
dasamkeppni, sem Frjáls-
íþróttasambandið efndi til á
dögunum.
FRÍ efndi til samkeppni um bestu
blaðaljósmyndina úr bikar-
keppni sambandsins. Mynd Einars
Fals úr 1.000 metra boðhlaupi karla
var einróma valin bezta myndin af
sérstakri dómnefnd, sem stjórn FRÍ
skipaði. Formaður nefndarinnar var
Örn Eiðsson, heiðursformaður FRÍ.
Myndina tók Einar Falur á því
augnabliki er Oddur Sigurðsson
náði forystu fyrir sveit FH í hlaup-
inu og tryggði þar með félaginu
sigur í bikarkeppninni.
Að launum hlýtur Einar Falur
ferð með fijálsíþróttalandsliðinu,
i_ sem keppir við landslið Lúxemborg-
ar ytra 3.-4. september nk.
HANDKIMATTLEIKUR / 1. DEILD
Liðsstyrkurtil nýliðanna:
Júgóslavi
með ÍBV
ívetur
VESTMANNAEYINGAR sem
sigruðu í 2. deildinni á síðasta
keppnistímabili hafa nú feng-
ið góðan liðsstyrk. Um helg-
ina gekk júgóslavneskur
leikamaður, Zubac Zoran, til
liðs við þá og mun leika með
þeim í 1. deildinni í vetur.
Zoran sem er 28 ára gamall
læknir að mennt er að sögn
góð skytta og mjög öflugur vam-
armaður, en hann er tæpir tveir
metrar á hæð. Hann hefur góða
reynslu úr júgóslavnesku 1. og .2
deildinni og hefur staðið sig vel
þar.
Það var dr. Slavko Bambir
kvennalandsliðsþjálfari sem benti
forráðamönnum IBV á Zoran, en
þeir félagar eru landar. Að sögn
Bambir er mikill fengur fyrir ÍBV
að fá Zoran í sínar raðir. Zoran
kom til Eyja fyrir helgi og skoð-
aði aðstæður. Hann skrifaði síðan
undir samning á sunnudag.
Þess má geta að Gústaf Stein-
dórsson, unglingalandsliðsmaður
frá Selfossi er genginn til liðs við
ÍBV.
ÍHénR
FOLK
■ SVO skemmtilega vildi til í
leik Fram og ÍBK á mánudag, að
alnafnamir Jón Sveinsson Fram
og Jón Sveinsson ÍBK komu inn
á sem varamenn á sama tíma. Vakti
þetta mikla kátínu meðal áhorfenda
enda sennilega einsdæmi.
■ VINNY Jones, miðvallarleik-
maður hjá Wimbledon, var í gær
dæmdur í þriggja leikja bann í
ensku 1. deildinni vegna mddalegs
brots í vináttuleik gegn utandeilda-
liðinu Shanklin fyrir skömmu. Jo-
nes gaf þá einum leikmanna liðsins
greinilega viljandi olnbogaskot í
andlitið, svo að bera þurfti hann
af leikvelli. Bobby Gould, fram-
kvæmdastjóri Wimbledon, setti
sjálfur Jones samstundis út úr lið-
inu, sem mæta á Liverpool í keppni
liðanna um góðgerðarskjöldinnum
næstu helgi.
■ MIKE Tyson, heimsmeistari í
hnefaleikum og brezki hnefaleikar-
inn Frank Bruno munu mætast í
hringnum í London í október. Þeir
skrifuðu undir samning þess efnis
í gær. Það þarf hugaðan mann til
þess að leggja í Tyson, sem venju-
lega er ekki nema nokkrar mínútur
að rota andstæðinga sína eftir að
hafa barið þá sundur og saman.
En Bruno er hvergi banginn og
hann er efstur á áskorendalistum
allra þriggja heimssambandanna í
hnefaleikum.
■ VIRTUR austur-þýzkur
íþróttafréttamaður segir að hætta
sé á hnignun sundíþróttarinar, ef
allir sundmenn tækju upp á því að
synda eins og Bandaríkjamaður-
inn David Berkoff byrjar sína
sundspretti í 100 m baksundi. Ber-
koff setti um helgina heimsmet í
greininni og synti fyrstu 35 metr-
ana undir vatnsyfirborðinu. Aust-
ur-Þjóðverjinn segir hættu á því,
að íþróttin verði ekki lengur fyrir
áhorfendur syndi menn undir yfir-
borðinu. Ljóst er, að Austur-Þjóð-
veijar óttast mjög Berkoff á ÓL.
■ ST. GALLEN í Sviss hefur
rekið þjálfara sinn Markus Frei.
Liðinu hefur gengið illa það sem
af er og ósigur liðsins gegn Ser-
vette 7:1 gerði útslagið.
I BEN Johnson og Carl Lewis
mætast í dag í 100 m hlaupi á stór-
móti í ftjálsum íþróttum í Zurich
í Sviss.
ÍÞRÓTTIR / PENINGAR
Til sölu: Ólymp-
íuleikamir
HEIMUR íþrótta breytist ört
og fjárhagsstuðningur einka-
fyrirtækja ræður orðið miklu
um gengi stórmóta á alþjóða-
vettvangi. Þetta á ekki síst
við um Olympíuleikana, sem
eru stærstir þessara móta.
egar Alþjóða olympíunefndin
hafði samband við banda-
ríska hraðflutningsfyrirtækið
Federal Express (en það flytur
pakka og vörur heimshoma á
miili) á síðasta ári og fór þess á
leit við fyrirtækið að það yrði
opinbert stuðningsfyrirtæki á
Ólympíuleikunum 1988 vissu for-
ráðamenn fyrirtækisins ekki al-
mennilega hvernig bregðast' ætti
við. Þeim fannst þó að slík al-
þjóðleg auglýsing borgaði sig, þó
að mestur hluti viðskipta fyrir-
tækisins sé í Norður-Ameríku. En
verðið var hátt; tvær milljónir
dala (um 92 milljónir króna) í
peningum og þjónustu. Samt sem
áður ákvað Federal Express að
slá til. „Þetta virtist kjörinn vett-
vangur fyrir okkur," sagði for-
stjóri auglýsingadeildar fyrirtæk-
isins. „Þetta var besta leiðin að
ná til nýrra alþjóðlegra markaða
og hafa þar með tækifæri á að
verða stærsta hraðflutningsfyrir-
tæki í heiminum." Federal Ex-
press borgaði upphæðina og
tryggði þar með sinn hlut í að
fjármagna — og gera þar með að
söluvöru — mesta íþróttaviðburð
í heiminum.
Hagnaður
Hagnaður af Ólympíuleikunum
í Los Angeles 1984 varð 215 millj-
Önir dala (1,76 milljarður króna)
með mikilli aðstoð stuðningsfyrir-
tækja. Síðan þá hafa stórfyrirtæki
og alþjóðamót í íþróttum verið í
hamingjusömu hjónabandi. En
það er ekki bara ást á íþróttum
sem gerir alla svo ánægða. Leik-
arnir í Los Angeles sýndu fyrir-
tækjum hvemig þau gætu grætt
peninga — mikla peninga — á
Ólympíuleikunum. Eftir að Fuji-
filmuframleiðendumir yfirbuðu
Kodak-fyrirtækið í því að eiga
rétt á „opinberri filmu“ leikanna
árið 1984 jókst markaðshlutdeild
fyrirtækisins á filmumarkaðnum
úr fimm í tíu prósent. Þetta er
verulegur gróði í iðnaði þar sem
eins af hundraði aukning í söiu
þýðir tíu milljón dollara (um 460
millj. kr.) aukningu á tekjum. Nú
eru nokkurs konar Ólympíuleikar
fyrirtækja hafnir og harkan í
handboltalandsleik er litlaus í
samanburði við þá baráttu.
Á fyrri hluta sl. árs hóf Visa-
greiðslukortafyrirtækið, en kort
þess eru „opinber" kort leikanna
í ár, auglýsingaherferð í banda-
rísku sjónvarpi þar sem gefíð var
í skyn að kort frá American Ex-
press væri ekki hægt að nota á
vetrarólympíuleikunum {Calgary.
American Express svaraði með
því að biðja sjónvarpsstöðvamar
að stöðva birtingu auglýsinganna
og hóf síðan sjálft auglýsingaher-
ferð í bandarískum stórblöðum
þar sem skráð vom öll þau fyrir-
tæki í Calgary sem tækju við
kortum fyrirtækisins (á mótsstað
var hinsvegar einungis hægt að
nota kort frá Visa).
Málaferli
Eftir að General Motors-bif-
reiðaframleiðendurnir voru út-
nefndir sem hið opinbera bifreiða-
fyrirtæki vetrarleikanna keypti
Chrysler-fyrirtækið alla þá aug-
lýsingatíma sem það hafði tök á
hjá ABC-sjónvarpsstöðinni, en
hún sjónvarpaði frá leikunum í
Calgary um Bandaríkin.
Þegar kanadíska fréttatímarit-
ið McLean’s tilkynnti að það ætl-
aði að gefa út sérútgáfu um vetr-
arólympíuleikana fóru skipuleggj-
endur leikanna í mál við tímaritið.
Time-fréttatímaritið er hið opin-
bera tímarit Ólympíuleikanna og
skipuleggjendumir töldu að út-
gáfa McLean’s myndi „iíta of
mikið út eins og opinber útgáfa“,
eins og einn talsmaður leikanna
orðaði það. „Stuðningsfyrirtækin
borga miklar fjárhæðir," sagði
hann. „Við erum aðeins að reyna
1988
að tryggja rétt þeirra."
Barátta um peninga hefur
stundum tekið óvænta stefnu. Til
dæmis voru tveir „opinberir” bjór-
ar á leikunum í Calgary: Bud-
weiser í Bandaríkjunum og La-
batt’s í Kanada. Labatt’s sem
seldur er í Kanada hafði leyfi til
að setja olympíumerkið á auglýs-
ingar og vörur í Kanada, en ekki
í Bandaríkjunum; gagnstætt
þessu hafði Budweiser leyfi til að
setja olympíumerkið á vörur og
auglýsingar í Bandaríkjunum, en
ekki í Kanada. Þegar General
Motors borgaði upp í samning
sinn við forráðamenn leikanna
spurðist það út að bílar frá verk-
smiðjum þeirra fengju forgang að
bifreiðastæðum á mótsstað. Þetta
leiddi til þess að margar bílaleigur
í Calgary ruku til og keyptu bíla
frá General Motors en seldu i stað-
inn bíla frá öðrum framleiðendum,
þar á meðal frá Ford-verksmiðj-
unum. „Hvað átti ég að gera,“
sagði einn eigandi bílaleigu einnar
í Calgary. „Allir sem hringdu í
okkur vildu bíla frá General Mot-
ors.“
Yfirboð
Sölutölur gefa til kynna að það
borgi sig að fá að setja olympíu-
hringina á vörur. Visa jók sölu
sína um 17% á þriðja ársfjórðungi
1987, að hluta til vegna olympíu-
merkisins að sögn eins varafor-
stjóra Visa. Kodak-fyrirtækinu
fannst nóg um velgengni Fuji-
filmuframleiðendanna á Ólympíu-
leikunum 1984, og yfirbauð það
því Fuji fyrir leikana i Calgary.
Fyrir leikana í Calgary borguðu
ýmis stuðningsfyrirtæki móts-
höldurunum 58,2 milljónir dala
(um 2,7 milljarða króna), sem
tryggði í raun að hagnaður varð
á leikunum.
Hvort sem um íþrótta- eða fyr-
irtækjaleika er að ræða, þá sýnist
öruggt að leikamir haldi áfram á
þessari braut um ókomna framtíð.
Þýtt og endursagt:
Gunnar Valgeirsson
Atli Eðvaldsson.
Atli aftur
á leiðinni
í atvinnu-
mennsku?
ATLI Eðvaldsson hefur ekki í
hyggju að sleppa hendinni al-
veg af atvinnumennskunni í
bráð, því þegar þessu keppn-
istímabili lýkur með Val ætlar
hann að þreifa fyrir sér á meg-
inlandinu.
Deildirnar í Frakklandi og V-
Þýskalandi eru að byrja um
þetta leyti, og í samtali við Morgun-
blaðið sagði Atli að þegar komið
væri fram í lok september, sæju
mörg lið fram á að þau vantaði leik-
menn í ákveðnar stöður.
„Það er oft á þessum tíma, þegar
nokkrar vikur eru liðnar af keppn-
istímabilinu ytra, að liðin eru á
höttunum eftir nýum leikmönnum
til dæmis vegna meiðsla, eða þá að
það vantar öðruvísi leikmenn,”
sagði Atli. „Það er því gott að
þreifa fyrir sér hjá liðum á þessum
tíma og góðir möguleikar á því að
komast að hjá þeim. Ég er hins
vegar staðráðinn í að klára keppn-
istímabilið hér hjá Val áður en ég
fer á stúfana," sagði landsliðsfyrir-
liðinn.
/