Morgunblaðið - 17.08.1988, Blaðsíða 41
skömmu síðar og nú hefur þessi
iðjusami sómamaður kvatt hið
jarðneska líf. Blessuð veri minning
hans.
Utför Magnúsar fer fram frá
Fossvogskapellu miðvikudaginn 17.
ágúst kl. 15.00.
Kjartan S. Júlíusson
í dag fer fram útför Magnúsar
Óskars Magnússonar, bókbands-
meistara. En hann andaðist í Borg-
arspítalanum 23. júlí sl. eftir þriggja
mánaða sjúkdómsstríð í þolinmæði
og æðruleysi, eins og hans var von
og vísa, enda setti hann allt sitt
traust á frelsara sinn og Drottin
Jesúm Krist, sem hafði verið honum
athvarf í blíðu og stríðu.
Magnús fæddist í Galtarholti í
Skilmannahreppi, Borgarfirði, son-
ur hjónanna Óddrúnar Jónsdótur
og Magnúsar Guðjóns Magnússon-
ar, bónda og sjómanns á Akranesi.
Hann hóf bókbandsnám hjá hinum
kunna bókbandsmeistara Ársæli
Ámasyni árið 1920, tók sveinspróf
1925 og fékk meistararéttindi
1937. Hann sótti námskeið í Kaup-
mannahöfn hjá Fagskolen for Bog-
hándsværk. Starfaði hann hjá
Prentsmiðjunni Acta hf. í Reykjavík
á árunum 1924-’33. Árin 1933 til
1937 rak hann umboðs- og heild-
verslunina S. Ámason & Co., sem
hann ásamt tveim öðmm hafði
stofnað árið 1933. Þetta fyrirtæki
ferskt...
ÞÓRSC/IFÉ
tilbreyting
ÞCRSC/JFÉ
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988
var sem sé stofnað á þeim tíma,
sem ný fyrirtæki vom nærri því
dæmd til að deyja í fæðingu, sökum
þeirra innflutningshafta og kreppu-
ástands, sem þá fór í hönd. Magn-
úsi tókst þó ásamt félögum sínum
að fleyta þessu fyrirtæki gegnum
brim og boða þessa erfíðu tíma og
skila því í henudr þeirra, sem þá
tóku við því 1937, þannig að nú
er þetta traust fyrirtæki eftir 55
ára tilveru.
Kaupsýslan átti ekki allskostar
vel við Magnús, svo að hann sneri
sér alfarið að iðn sinni, bókbandinu.
Hann varð verkstjóri í Félagsprent-
smiðjunni frá 1937 til 1946. En þá
fór hann til Svíþjóðar og starfaði
um skeið hjá Nordisk Bokhandelns
Bokbinderi í Stokkhólmi. Er hann
kom heim frá Svíþjóð hóf hann störf
hjá Prentsmiðjunni Eddu. Þar var
hann verkstjóri árin 1948 til 1960.
Síðustu ár ævinnar rak hann svo
eigið bókbandsverkstæði.
Magnús var talinn vera einn
færasti bókbandsmeistari hér á
landi, enda listfengur mjög, auk
þess smekkvís og vandvirkur og lip-
ur í öllum viðskiptum. Hann var
vinsæll meðal samstarfsfólks síns,
ekki síst þeirra, sem unnu undir
hans stjóm, enda skilningsríkur og
prúðmenni mikið.
Magnús var greindur vel og
víðlesinn. Hann var söngvinn og lék
um eitt skeið á trompet og túbu í
Lúðrasveit Reykjavíkur og sat í
stjóm Lúðrasveitarinnar frá 1935
til 1942. Síðar var hann gerður að
heiðursfélaga hennar.
Magnús var alla tíð trúfastur
meðlimur KFUM og var einn af
þeim, sem stofnuðu Skógarmanna-
flokkinn 1929 og sat um skeið í
stjóm Skógarmanna, og var gjald-
keri flokksins fyrstu þijú árin.
Magnús gegndi ennfremur ýmsum
störfum fyrir Bókbindarafélag ís-
lands. Af öllu þessu má ráða, að
þótt hann væri yfírlætislaus og virt-
ist fremur hlédrægur maður, hefur
hann síst af öllu setið auðum hönd-
um um ævina, enda eftirsóttur,
vegna sinna margvíslegu hæfíleika
og mannkosta.
Árið 1945 kvæntist Magnús
Sigríði Friðfínnsdóttur, trésmiðs og
hreppstjóra á Blönduósi. Þau skildu.
Dætur þeirra eru tvær: Þómnn,
gift Jóhanni bónda á Auðólfsstöð-
um, Húnavatnssýslu, og eiga þau
þijú böm, Hrafnkel, Þorstein og
Brynhildi. Ásdís er meinatæknir á
Borgarspítalanum. Hennar sonur
heitir Nökkvi.
Við ■ Gídeonfélagar stöndum í
mikilli þakkarskuld við Magnús og
munum ætíð minnast hve ötull og
virkur hann ávallt var í þágu Gíde-
onfélagsins. Þegar Gídeonfélagið
hóf að dreifa Biblíum og Nýja-
testamentum hér á landi, þurfti að
líma inn í hvert eintak leiðbeining-
arformála. Þetta vandasama verk
tók Magnús að sér endurgjalds-
laust, og var þá ekki orðinn Gídeon-
félagi, sem hann síðar varð. Að vísu
fékk hann til liðs við sig ýmsa lag-
henta velunnara félagsins, sem
einnig unnu að þessu endurgjalds-
laust. Þegar svo Magnús síðar gerð-
ist Gídeonfélagi sótti hann fundi
félagsins reglulega og uppbyggðist
þar í því blessaða orði Guðs, sem
hann svo ötullega hafði unnið að
til dreifíngar hinni íslensku þjóð til
ævarandi blessunar, enda trúði
hann því að „Guðs Orð, sem er
beittara hveiju tvíeggjuðu sverði,"
eins og ritað er í Hebreabréfínu,
það orð, eins og stendur hjá Jes.
55,11, „hverfur ekki við svo búið
til mín, segir Drottinn, fyrr en það
hefur komið því til vegar, sem ég
fól því að framkvæma."
Segja má að Magnús hafí unnið
ómetanlegt verk, sem fólgið var í
því að stuðla þannig að dreifíngu á
annað hundrað þúsund eintökum
af Heilagri ritningu meðal íslensku
þjóðarinnar. Reyndar hefur nú að
undanfömu formálinn fengist inn-
bundinn með bókunum.
Magnús hafði um hálfrar aldar
skeið átt heima í Skólavörðuholtinu,
þ.e. Freyjugötunni í nálægð Lista-
safns Einars Jónssonar og sjálfsagt
notið þess að vera svo nærri því
merka listasafni, því Magnús var
drátthagur, þótt hann hefði ekki
lagt stund á þá list. Þama var og
hin fagra og mikilfenglega Hall-
grímskirkja, sem verið hafði hans
sókriarkirkja frá því hún var tekin
í notkun og þar sótti hann að jafn-
aði messu.
Nu var Magnús nýlega fluttur á
Dalbraut, að því er virtist í litla
vinalega íbúð. En þessi vistaskipti,
______________________________41
eftir öll þessi ár, urðu honum samt
fremur til ama en unaðar og hefur
hnignandi heilsa hans að líkindum
átt sinn þátt í því.
Eins og að framan greinir var
Magnús mjög félagslyndur og naut
þess að vera á meðal vina og kunn-
ingja, einkum í KFUM og Gídeonfé-
laginu. Þegar síðasti fundur Gíde-
onfélagsins á liðnu starfsári var
haldinn sl. vor, þráði hann að vera
á þeim fundi, þrátt fyrir dvínandi
krafta og varð það að samkomu-
lagi, að ég ásamt öðmm bróður
tæki hann með í bíl mínum. Þegar
fór að líða á fundinn leið yfír Magn-
ús. Þegar hann hafði jafnað sig
nokkuð óskaði hann að farið yrði
með sig heim frekar en á sjúkra-
hús. En daginn eftir varð að flytja
hann á sjúkrahús, þaðan sem hann
átti ekki afturkvæmt.
Nú hefur hann, ef að líkum læt-
ur, hlotið þau vistaskipti, þá arf-
leifð, sem samarfar Krists eiga í
vændum, að fá „að ganga inn til
fagnaðar herra síns“ fyrir trúna á
Hann, sem sagði um sjálfan sig:
„Ég er upprisan og lífið. Sá sem
trúir á mig mun lifa þótt hann
deyi.“ Jóh. 11,25.
Við sem áttum Magnús að vini
og áttum trúarsamfélag við hann
blessum minningu hans og biðjum
ástvinum hans allrar blessunar og
huggunar Guðs.
Með kærri kveðju og þakklæti
frá Gídeonbræðrum, félagsdeild I í
Reykjavík.
Þorkell G. Sigurbjörnsson
TEYGJUR OG ÞREK 22. ÁGÚST
3 vikna námskeið í teygjum og þreki hefjast
22. ágúst n.k. Þá verða sérstakir tíma fyrir
16 ára og eldri, byrjunar og framhalds hópa.
30 ára og eldri, byrjunar og framhalds hópa.
40 ára og eldrl, byrjunar og framhalds hópa.
Kennari verður Bjargey Aðalsteinsdóttir
Vertu í góðu formi tímanlega.
FLOTT FORM
7 bekkja œfingakerfið slœr f gegn.
Hringið og pantið tíma í sfma 680677
; V
^ V
SÓLEYJAIÍ
Engjateigi 1, símar 687701 og 687801
VEGG JATENNIS
Þann 22. ágúst n.k. opnum við fyrir
Veggjatennis, enn eru lausir tíma í petta
skemmtilega sport sem allir geta spilað.