Morgunblaðið - 17.08.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988
51 -
Söfnum gulli í Seðlabankahúsið
Adamson var fræg teiknimynda-
persóna í gamla vikublaðinu Fálk-
anum. Ein skrýtlan er mér enn
minnisstæð, þótt kominn sé um
fimmtugt. Þar sýnir höfundurinn
Adamson vera að jafna fætur undir
stól. Adamson bytjar að saga undan
einum fætinum, en sagar of mikið
svo stóllinn verður haltari en áður.
Nú, hann sagar þá undan hinum
þrem til að bjarga málinu. Nú þarf
ekki að orðlengja það meira, þegar
upp er staðið, þá er aumingja karl-
inn búinn að jafna svo rækilega um
stólinn, að engir fætur sjást lengur.
Á síðustu árum, þegar stjórnvöld
hafa verið að gera svo kallaðar
efnahagsráðstafanir, hefur mér
stundum dottið þessi gamla skrýtla,
sem höfundur kallaði: „Adamson
dittar sjálfur að ýmsu smávegis“, í
hug. Það á að bjarga þjóðarskút-
unni með gengisfellingu. Nú þá er
Lofsvert
framtak í
Hafnarfirði
Velvakandi!
Þegar læknar handlæknisdeildar
St. Jósefsspítala í Hafnarfirði fara
í sumarleyfi, er ekki slegið fyrir
slagbröndum, heldur hafist handa
og stofnað nýtt heimili til orlofs-
dvalar fyrir aldrað og lasburða fólk,
sem dvelur í heimahúsum.
Tvær ágætar konur, Gunnhildur
Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri
spítalans og Guðrún Emilsdóttir
hjúkrunarkona í Hafnarfirði báru
gæfu til að sameinast um þessa
ágætu hugmynd og hrinda henni í
framkvæmd, auðvitað með sam-
þykki húsráðenda spítalans. Starf-
andi læknar lyfjadeildar spítalans
láta sig ekki muna um að bæta því
við sig, að fylgjast með heilsufari
fólksins á heimilinu og sinna þörf-
um hvers og eins, eftir því sem
hægt er.
Þetta mun vera áttunda sumarið,
sem orlofsheimilið hefur verið starf-
rækt, en í fyrsta sinn, sem ég undir-
rituð nýt þess að dveljast þarna í
þrjár vikur. Allur aðbúnaður fannst
mér með ágætum. Starfsfólkið allt
glaðlegt og með útréttar hendur til
að hjálpa þeim, sem þess þurftu. Í
sólskini og sumarblíðu var fólkið
flutt út í gróðurlund að baki húss-
ins, þar sem boðið var upp á grillað-
an mat og í annað sinn kaffi. Hin
ágæta Gunnhildur hjúkrunarfor-
stjóri sá um starfsemi heimilisins
og vann þarna mikið starf.
Með þessum fáu línum vil ég tjá
þakklæti mitt fyrir dvölina og óska
þeim blessunar í framtíðinni með
þetta lofsverða framtak.
Soffá Sigurðardóttir
. Skúlaskeiði 2,
Hafnarfirði.
sagað smávegis af gömlu, aumu
krónunni okkar til þess að rétta við
atvinnuvegina, en nota bene, þá
hallast allt á hitt borðið og er ver
af stað farið en heima setið. Þessi
leikur með krónuna okkar hefur
farið fram í marga áratugi.
Stjórnmálamenn! Er nú ekki mál
að þessari skemmdarstarfsemi
gagnvart íslensku krónunni linni
og við hefjum hana aftur til vegs
og virðingar. í allri velmegunarvím-
unni höfum við byggt okkar „Fort
Knox“, eins og Bandaríkjamenn.
Okkur vantar aðeins gullstengurnar
í Seðlabankahúsið. Það á nú að
vera verkefni næstu 10 ára að safna
gulli, svo þetta stóra virki, Seðla-
bankahúsið, komi að góðum notum
og við getum staðið á eigin fótum.
íslandi allt!
Axel Sigurbjörnsson
Þessir hringdu . . .
Hjálpsömum stúlkum
þakkað
Kona hringdi:
„Á fimmtudaginn í síðustu viku
var ég að koma úr fatahreinsun
og gekk upp Hofsvallagötuna.
Þegar ég var komin að gatnamót-
um Einimels og Hofsvallagötu
datt ég og skarst í andliti. Þar
sem ég lá þarna hjálparlaus komu
til mín tvær bláókunnugar stúlk-
ur. Þær höfðu verið hinumegin
götunnar en komu yfir þegar þær
sáu mig detta og keyrðu mig
heim. Mig langar til að þakka
þeim kærlega fyrir aðstoðina.“
Mengunin fælir burt fugl-
ana
Sigríður Kristjánsdóttir
hringdi:
„Eg vil mótmæla þessum kon-
um, sem hafa hringt í Velvakanda
að undanförnu til að kvarta undan
fjölda katta í borginni. Ég vil biðja
þær að hugleiða, hvort aðrir þætt-
ir geti ekki valdið því, að spörfugl-
um hefur fækkað. Til dæmis er
orðið mjög mikið af ökutækjum
hérna og fuglarnir þola illa meng-
un frá bílum. En fyrst og fremst
vil ég biðja þessar konur að hætta
að veitast að dýrunum."
Blaðrið í Steingrími mesti
ef nahagsvandinn
Kjósandi hringdi:
„Það er hárrétt hjá Matthíasi
Á. Mathiesen að yfirlýsingagleði
Steingríms Hermannssonar er
orðin mikið vandamál, eins og
nýjasta árás hans á forsætisráð-
herra sannar. Reyndar hafði nú
Ólafur Ragnar Grímsson orð á því
sama fyrir nokkrum árum, þegar
Steingrímur var sjávarútvegsráð-
herra og Ólafur formaður þing-
flokks eins stuðningsflokka
stjórnarinnar. Þá sagði Ólafur að
mesti efnahagsvandi íslendinga
væri blaðrið í Steingrími.“
Veski týndist í miðbænum
Dökkblátt seðlaveski, merkt
Sparisjóði Hafnarfjarðar, týndist
í miðbæ Reykjavíkur um mið-
nætti föstudaginn 12. ágúst. í
veskinu eru meðal annars skilríki.
Finnandi hringi í síma 51104.
Grá barnaúlpa fannst á
Laugarvatni
Nýleg grá bamaúlpa fannst á
tjaldstæðinu á Laugarvatni eftir
verslunarmannahelgina. Úlpan er
af stærðinni 130, græn að innan
og að því er virðist merkt Mar-
teini. Upplýsingar í síma 42065.
Há gjöld á heyrnartækjum
Kona hringdi:
„Ég vil taka undir með konu,
sem skrifaði Velvakanda um dag-
inn vegna hárra gjalda á heyrnar-
tækjum. Ég þurfti nýlega að
kaupa mér heyrnartæki sem kost-
uðu 16.000 kr. Áður en undan-
þágan frá söluskatti var afnumin
kostuðu sams konar tæki 12.000
kr. Það munar um minna en þess-
ar 4.000 kr., einkum í ljósi þess
að fólkið sem þarf á þeim að halda
getur yfirleitt ekki stundað fulla
vinnu.“
Sóðaskapur á Miklatúni
íbúi í nágrenninu hringdi:
„Á Miklatúni er bamaleikvöll-
ur, sem ekki hefur verið sinnt
ámm saman. Þar hefur allt verið
í órækt lengi, en nú í sumar keyr-
ir þó alveg um þverbak. Ég skora
á ráðamenn að fara inn fyrir girð-
inguna þarna og skoða hvernig
þarna er umhorfs."
Síamslæða týndist á
sunnudag
Ómerkt síamslæða týndist
sunnudaginn 14. ágúst frá Goð-
heimum 2. Sá sem getur gefið
upplýsingar um ferðir hennar er
vinsamlegast beðinn að hringja í
síma 689561 á morgnana eða
kvöldin.
STÓRKOSTLEG NÝJUNG
fyrir eigendur örbylgjuofna
í töfrapottinum geturðu steikt iæri, svínakjöt
og kjúkling og fengið fallega brúningaráferð á
kjötið. Tvær stærðir. Passa í flesta ofna.
Kynningarverð kr. 1.530,- og 1.960,-.
íslenskar leiðbeiningarfylgja. Sendum í póstkröfu.
Einar Farestveit&Co.hf.
BORGARTÚN 28, SÍMAR: (81) 16995 OG 622900 - NÆO BÍLASTÆOI
ÁTT ÞÚ HLUTABRÉF?
Hlutafélag Kaup- gengi Sölu- gengi
Alrúennar Tryggingar hf. 1.09 1,15
Eimskipafélag íslands hf. 2,66 2,80
Flugleiðir hf. 2,30 2,42
Hampiðjan hf. 1,10 1.16
Hlutabréfasjóðurinn hf. 1.18 1,24
Iðnaðarbankinn hf. 1,61 1,69
Verzlunarbankinn hf. 1,19 1,25
Útvegsbankinn hf. 1,19 1,25
Skagstrendingur hf. 1,50 1,58
Tollvörugeymslan hf. 0,95 1,00
Veistu hvers virði
þau eru?
Taflan að ofan birtistannan hvern íimmtudagíviðskiptablaði
Morgunblaðsins og sýnir gengi þeirra hlutabréfa sem
HMARK kaupir og selur gegn staðgreiðslu. Ef þú átt
hiutabréf geturðu margfaldað nafnvirðið með kaupgengi
þeirra í auglýsingu HMARKs og útkoman er það verð se'm
HMARK greiðir þér fyrir bréfin.
&
♦
Verzlunarbanki íslands hf.
Ef þú átt hlutabrát í
Verzlunabankanum að nafnvirði
100.000 kr.: Kaupgengið
er 1,19 og MMARK greiöir þér því
119.000 kr. fyrir þau.
Kaupgengið er 2,30 og HMARK
greiðir þér því 230.000 kr. fyrir þau.
Verið velkomin í HMARK, Skólavörðustig 12, og
\flB, Ármúla 7, til að kaupa og selja hlutabréf.
FLUGLEIÐIR
Ef þú átt hlutabréf í Flugleiðum
að natnvirði 100 nnn kr -
Hlutabréfamarkaóurinn hl.
Skólavördusfíg 12, 3.h. Keykjavík. Sími 21677
VIB
VERÐBREFAMARKADUR IÐNAÐARBANKANS HF.
Armula 7. 108 Reykjavik. Simi68 15 30
Vestur-þýskir
vörulyftarar