Morgunblaðið - 17.08.1988, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988
Opnunarhátíð í
Viðey á morgun
Viðeyjarkirkja og Viðeyjarstofa, sem ríkisstjórn Islands færði
Reykjavíkurborg að gjöf á 200 ára afmæli hennar, verða teknar I
notkun á ný á morgun, fimmtudaginn 18. ágúst kl. 14. Opnunarhátí-
ðin hefst með messu i kirkjunni en Stofan verður opnuð klukkutima
siðar. Vegna þess hve takmarkaður fjöldi kemst í húsin er sjálf
opnunarhátíðin bundin við boðsgesti.
Hátíðin hefst með því að biskup
íslands, herra Pétur Sigurgeirsson,
vígir nýtt pípuorgel og blessar þær
viðgerðir sem gerðar hafa verið. í
messunni predikar s'éra Þórir
Stephensen og þjónar fyrir altari
ásamt dómkirkjuprestunum séra
Hjalta Guðmundssyni og séra Lár-
usi Halldórssyni. Marteinn H. Frið-
riksson dómorganisti leikur á org-
elið og Dómkórinn syngur. _Með-
hjálpari verður séra Andrés Ólafs-
son.
Lúðrasveit Reykjavíkur ieikur
fyrir messu og áður en Viðeyjar-
stofa verður opnuð, kl. 15. Þar af-
hendir Hjörleifur B. Kvaran, form-
aður Viðeyjamefndar, Davíð Odds-
sjmi borgarstjóra, mannvirkin.
Borgarstjóri mun síðan fljrtja ávarp.
Herdís Þorvaldsdóttir leikkona,
flytur ljóð eftir Matthías Johannes-
VEÐUR
sen og einnig fljrtja stutt ávörp
Birgir Isleifur Gunnarsson mennta-
málaráðherra og Sverrir Her-
mannsson, fyrrverandi mennta-
málaráðherra, sem afhenti gjöfína
fyrir 2 ámm.
í frétt frá skrifstofu borgarstjóra
segir að í Viðeyjarstofu verði rekinn
veitinga- og ráðstefnustaður og þar
verði opið frá mánudegi til fimmtu-
dags, kl. 14 til 18 en til kl. 23.30
föstudaga. laugardaga og sunnu-
daga. Nokkuð verði um ráðstefnur
og einkasamkvæmi í Stofunni á
næstunni, t.d. brúðkaup en annrs
sé hún opin almenningi og rejmt
verði að hafa þar leiðsögn.
Kirkjan er opin alla daga, nema
þegar þar fara fram einkaathafnir,
giftingar og skímir. Fýrsta almenna
guðsþjónustan þar verður sunnu-
daginn 21. ágúst og hefst kl. 14.
Ægir er eftir Þóri Barðdal myndhöggvara.
Morgunblaðið/BAR
Seglagerðin Ægir 75 ára:
Listaverkið Ægir afhjúpað
SEGLAGERÐIN Ægir er 75 ára
um þessar mtmdir og af þvi til-
/ DAG kí. 12.00:
/ / / / / y
Heimild: Veðurslofa Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 I gær)
VEÐURHORFUR I DA G, 17.AGUST1988
YFIRLIT í GÆR: Gert er ráð fyrir stormi á Suðvestur-djúpi. Við
norðaustan Grænland er 1023 mb hæð en 959 mb djúp og víðáttu-
mikil lægð um 1200 km suövestan af Reykjanesi þokast austur.
Hiti breytist lítið.
SPÁ: Allhvöss austan-átt við suður-ströndina en annars gola eða
kaldi. Rigning sunnanlands síðdegis, mild við norður- og austur-
ströndina en þurrt vestanlands og í innsveitum fyrir norðan. Hiti
8—15 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á FIMMTUDAG Austan-átt, nokkuð stíf við suður-strönd-
ina með rigningu eöa súld á Suður- og Austurlandi og á annesjum
fyrir norðan, en þurrt og bjart veður á Vesturlandi og Vestfjörðum.
HORFUR Á FÖSTUDAGÞað litur út fyrir norðaustan-átt með rign-
ingu eða dumbungs veðri á Norður- og Austuriandi, líklega skúrir
sunnanlands en þurrt og bjart veður á vestanlands. Hiti 8—15 stig
báða dagana, hlýjast vestanlands.
TAKN:
x Norðan, 4 vindstig:
" Vindörin sýnir vind-
■j g Hitastig:
10 gráður á Celsius
Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir
er 2 vindstig. * V Él
Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka
/ / / — Þokumóða
Hálfskýjað * / * •) Súld
Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur
* * * 4 Skafrenningur
Alskýjað * * .* * Snjókoma * * * .4 Þrumuveður
w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 10 skýjað Revkiavfk 16 léttskýjað
Bergen 16 skúr
Helsinki 17 skýjað
Kaupmannah. 19 skýjað
Narssarssuaq 16 skýjað
Nuuk 6 þoka
Ósló 19 skýjað
Stokkhólmur 17 skýjað
Þórshðfn 14 skýjað
Algarve 30 heíðskírt
Amsterdam 20 léttskýjað
Barcelona 28 heiðskírt
Chicago 24 mistur
Feneyjar 30 þokumóða
Frankfurt 23 skýjað
Glasgow 16 skýjað
Hamborg 18 skýjað
Las Palmas 28 heiðskfrt
London 21 léttskýjað
Los Angeles 17 heiöskfrt
Luxemborg 21 hélfskýjað
Madrfd 33 hefðskfrt
Malaga 28 mlstur
Mallorca 31 léttskýjað
Montreal 18 skýjað
New York 24 léttskýjað
Paris 25 léttskýjað
Róm 30 heiðskfrt
San Diego 18 skýjað
Winnipeg 23 lelftur
efni var listverkið „Ægir“ eftir
Þóri Barðdal afhjúpað í gær,
þriðjudaginn 16. ágúst.
Seglagerðin Ægir lét gera mynd-
verkið úr segli og stáli á 75 ára
afmæli sínu til minningar um Óla
Barðdal, eiganda fyrirtækisins, er
lést árið 1983.
Þórir Barðdal, myndhöggvari, er
yngsti sonur Óla Barðdals, mennt-
aður í Stuttgart f Vestur-Þýska-
landi og Houston í Texas. Verkið,
sem er staðsett á norðurströnd Örf-
irseyjar, er 25 fermetrar að stærð
á 3ja metra stalli. Það er hugsað
sem einskonar vemdartákn skip-
veija er framhjá fara og þaðan
kemur nafn verksins, Ægir.
Þegar Seglagerðin Ægir hóf
starfsemi sína var hún eingöngu
fólgin í seglasaumi. Nú em þar
einnig framleidd tjöld og annar við-
leguútbúnaður.
Samdráttur í sölu ali-
fugla- og hrossakjöts
Aukning 1 sölu nauta- og svínakjöts
MIKILL samdráttur hefur orðið
í sölu alifuglakjöts á þessu verð-
lagsári, þ.e. frá 1. september
sl., og nemur hann 41%. Sala á
hrossakjöti hefur einnig dregist
verulega saman, en hún er nú
rúmlega 40% minni en á sama
tíma í fyrra. Rúmlega 14% aukn-
ing hefur orðið á sölu svfna-
kjöts, og sala á nautakjöti er
tæplega 20% meiri en á sama
tíma í fyrra. Þá hefur sala
kindakjöts aukist um tæplega
4% frá því á sfðasta ári, en frá
þvi í mars á þessu ári hefur
salan þó dregist saman um rúm-
lega 11%.
Samkvæmt upplýsingum frá
Framleiðsluráði landbúnaðarins
var innlagt kindakjöt fyrstu tíu
mánuði þessa verðlagsárs 12.600
tonn, og er það 1,2% minna en á
Siglufjörður:
Nýr knatt-
spymuvöll-
ur vígður
Knattspyrnu-
banni á KS aflétt
Siglufirði.
NÝR grasvöllur var vígður á
Siglufirði í gær. Runólfur Birgis-
son, formaður íþróttabandalags
Siglufjarðar, og Ellert B.
Shcram, formaður KSÍ, fluttu
ávörp við athöfnina.
í ávarpi sínu tilkynnti Ellert að
KSÍ hefði ákveðið að aflétta knatt-
spymubanni því er það setti KS í
fyrir skömmu. Lið meistaraflokks
Vals í knattspymu lék i gærköldi
vígsluleik við 2. deildar lið Knatt-
spymufélags Siglufjarðar.
— Matthías
sama tíma í fyrra. Sala á kinda-
kjöti á þessu tímabili var 5.325
tonn, en það er 182,6 tonnum eða
um 3,6%_meiri sala en á sama tíma
í fyrra. Útflutt kindakjöt fyrstu tíu
mánuði verðlagsársins var tæplega
1.864 tonn, en það er rúmlega 84
tonnum eða 4,3% minna en á sama
tíma í fyrra. Birgðir kindakjöts 30.
júní voru 4.247 tonn og er það
rúmlega 1.321 tonni eða 23,8%
minna en á sama tíma í fyrra.
Innlagt nautakjöt fyrstu 10
mánuði verðlagsársins var 2.590
tonn, sem er um 107,3 tonnum eða
4,0% minna en á sama tíma í fyrra.
Sala á nautakjöti var á sama tíma-
bili rúmlega 3.000 tonn sem er 500
tonnum eða 19,8% meiri sala en á
sama tíma í fyrra. 30. júní síðast-
liðinn voru birgðir af nautakjöti
tæplega 280 tonn, en það er um
það bil 1.000 tonnum eða 78,2%
minna en á sama tíma í fyrra.
Fyrstu tíu mánuði þessa verð-
lagsárs var innlagt svínakjöt um
1.887 tonn, en það er 275 tonnum
eða 17% meira en á sama tíma í
fyrra. Sala svínakjöts var á þessu
tímabili 14,3% meiri en á sama
tíma í fyrra eða alls nálægt 1.880
tonn. Birgðir af svínakjöti 30. júní
voru tæplega 33 tonn, sem er ná-
lægt 10% minna en á sama tíma
í fyrra.
Innlagt hrossakjöt fyrstu tíu
mánuði verðlagsársins var tæplega
619 tonn, en það er 8,8% minna en
í fyrra. Sala hrossakjöts á þessu
tímabili var rúmlega 17 tonn, sem
er 40,7% minni sala en á sama tíma
í fyrra, og birgðir 30. júní voru
rúmlega 212 tonn, sem er nálægt
54% meira en á sama tíma í fyrra.
Innlagt alifuglakjöt var fyrstu
sex mánuði þessa árs 528,5 tonn,
en það er 55% minna en á sama
tímabili í fyrra. Sala alifuglakjöts
nam tæplega 671 tonni á þessu
tímabili, en það er 41% minna en
á sama tíma í fyrra. Birgðir ali-
fuglakjöts þann 1. júli síðastliðinn
voru 163,6 tonn.