Morgunblaðið - 17.08.1988, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988
„Ég- vona að stjórn LÍN
og menntamálaráð-
herra sjái sóma sinn í
að breytaþessu. Að
öðrum kosti óska ég
eftir upplýsingnm um
menntastefnuna í
framtíðinni. A nám í
góðum skólum erlendis
aðeins að vera á færi
barna efnafólks? Er
kannski tilgangurinn sá
að aliir mennti sig á
Islandi eða á Norður-
löndunum?“
meðalskólagjöld í ríkisháskólum í
Bandaríkjunum nú $6.100 og í
einkaskólum að meðaltali $9.000.
Sú upphæð sem er hámark hjá LÍN
nú nægir því aðeins fyrir skólagjöld-
um í ódýrustu ríkisháskólunum.
Skólagjaldaupphæðin hjá LÍN
hefur ekkert hækkað árum saman.
Á meðan sýna tölur að skólagjöld
í Bandaríkjunum hafa hækkað
langt umfram verðbólgu. Meðal-
hækkunin á skólagjöldum nú á milli
ára er þannig ríflega 10%.
Því er spurningin sú hvort stjórn-
völd telji rétt að kosta framfærslu-
Iánum árum saman á fólk í ódýr-
ustu skólunum (og oft um leið þeim
sl. Héðan verður haldið til Þórs-
hafnar og síðan til Óslóar, Hels-
ingfors og Stokkhólms. Þá mun
það gerast, í fýsta sinn í danskri
leikhússögu, að þarlendir leikarar
standi á sviði Listaleikhússins í
Moskvu, þar sem leikrit Tjekhov
eru leikin og túlki viðhorf vest-
rænna manna á tilfinningalífi
Tjekhov, Til allrar hamingju verð-
ur verkið þýtt jafnharðan á þann
hátt, að hver áhorfandi hefur sitt
hlustunartæki. Upphaflega var
áformað, að aðeins yrði ein sýn-
ing, en aðgöngumiðamir vom
bókstaflega rifnir út um leið og
sala hófst, og því hefur verið
bætt við tveim sýningum. Verður
leikið í Moskvu 19., 20. og 21.
september. Því næst verður haldið
til Parísar, Bmssel og víðar, og
loks endað í Danmörku skömmu
fyrir jól.
Stórbrotin örlög, ekki síst í ást-
um, hafa verið vinsælt viðfangs-
efni að undanförnu, hvort sem er
í bókmenntum, leikritum eða
kvikmyndum. í dönskum flölmiðl-
um er ástarsögu Tjekhov og Olgu
Knipper líkt við það, sem gert var
við minningar Karenar Blixen í
kvikmyndinni „Jörð í Afríku", og
vissulega er stórkostlegt, þegar
vel tekst til með túlkun á slíku
efni, þ.e. hvernig öllu er fórnað
fyrir ástina — eins og er í raun
og vem í þessu tilviki. Mer segir
þó svo hugur um, að þörfin fyrir
að kynnast hömlulausum ástríð-
um í skáldskap beri frekar vitni
um þörf okkar kynslóðar fyrir ást
en löngun til að kynnast örlögum
listamannanna, sem fjallað er um.
Ég held a.m.k. að sú sé raunin,
þegar svo langt er gengið sem
nú er, en einmitt um þessar mund-
ir er í Danmörku hafin vinna við
kvikmynd, sem lýsa á hinu „stór-
kostlega ástarævintýri" Sörens
Kierkegaard og Regine Olsen. Því
er nú eitt sinn þannig varið, að
það er ekki öllum lsitamönnum
ætlað að fá útrás fyrir tilfinningar
sínar í ástarsambandi, og þetta á
einmitt við um Kierkegaard. Hafi
kvikmyndin það hins vegar í för
með sér, að menn fari að sökkva
sér niður í verk Kierkegaard, þar
á meðal „In Vino Veritas", þar
sem hann gerir snilldarlega grín
að því „að vera ástfanginn", má
þó segja, að hún sé þess virði.
Hvað sem öllu öðru líður, nú á
föstudaginn 19. ágúst gefst tæki-
færi til að kynnast fallegri,
hrífandi lýsingu á þeirri þrákelkn-
islegu ást, sem allt sigrar — og
túlkuð er af tveim bestu leikurum
Dana um þessar mundir.
Höfundur er danskur sendi-
kennari við Háskóla íslands.
lélegustu) vestanhafs? Er ekki rétt-
ara að hækka lánin þannig að fólk
geti valið skólana eftir gæðum en
ekki eftir upphæð skólagjalda?
í læri hjá Calvin Klein
Til að skýra aðeins fyrir lesend-
um hvernig þetta kemur út fyrir
námsmenn, ætla ég aðeins að lýsa
mínum aðstæðum sem geta verið
lýsandi fyrir marga aðra námsmenn
í skólagjaldalöndunum.
Ég hafði áhuga á að fara í nám
í fatahönnun og því var ekki um
annað að ræða en að fara í nám
til útlanda. Ég vildi fara til lands
þar sem „líf væri í tuskunum" í
greininni. Frakkland, Ítalía og Jap-
an komu eiginlega ekki til greina
vegna tungumálanna.
Eg sótti því um í nokkrum vel
völdum skólum í Bandaríkjunum.
Eftir mikla skriffinnsku og viðtöl
úti komst ég inn í mjög þekktan
skóla í fatahönnun sem heitir Par-
sons School of Design. Þessi skóli
þykir með þeim bestu í fatahönnun
í heiminum og því er mikil sam-
keppni að komast inn í hann.
Sem dæmi um kennara skólans
má geta þess að meðal fastra leið-
beinenda við skólann eru hönnuð-
irnir Calvin Klein, Donna Karan og
Ralph Lauren. Það er alveg ein-
stakt tækifæri að fá að fylgjast
með þeim og vinna með þeim.
Hins vegar er alls óvíst hvort ég
get haldið áfram námi í haust.
Ástæðan er sú að skólagjöldin
hækkuðu upp í $9.400 fyrir vetur-
inn 1988—89 (voru $8.640 veturinn
1987—88). Vegna hinna úreltu
reglna Lánasjóðsins fæ ég aðeins
að hámarki $5.000 upp í skólagjöld-
in. Þetta þýðir að ég þarf að borga
$4.400 úr eigin vasa, sem þýðir að
ég þarf að borga rúmlega kr.
200.000 sjálfur. Foreldrar mínir eru
ekki aflögufærir um þessa upphæð
og ég einfaldlega næ ekki að vinna
mér hana inn í sumar. Ég vinn nú
til kl. 18.30 í starfi sem tengist
fagi mínu og síðan aukavinnu á
kvöldin til að afla mér sem mestra
tekna. Samt fæ ég ekki útborgaðar
nema um kr. 50.000 á mánuði og
get aðeins unnið í þijá mánuði. Ég
get heldur ekki lifað á loftinu í
sumar.
Það er því vonlaust fyrir mig að
afla mér kr. 200.000 í sumar, þar
sem ég ákvað að fara í sumarvinnu
sem tengdist mínu fagi. Auk þess
koma gengisfellingar hér inn í
myndina, því nú er ég miklu lengur
að vinna mér inn fyrir skólagjalda-
viðbótinni en ég bjóst við.
Fyrir gengisfellinguna í maí sl.
var útlit fyrir að ég þyrfti sjálfur
að greiða kr. 160.000 af skólagjöld-
um næsta vetrar. Núna hins vegar
út af gengisfellingunni þarf ég að
greiða kr. 208.000. Það munar um
minna og bara tímaspursmál hve-
nær næsta gengisfelling kemur sem
gerir ennþá minna úr peningunum
hjá mér.
Skólagjaldalánin verða
að hækka
Nú er ríkjandi algjört vandræða-
ástand hjá námsmönnum í fyrri-
hlutanámi ’í skólagjaldalöndum.
Stór hluti þeirra hefur einfaldlega
ekki möguleika á að halda áfram
námi nema hámarksupphæð lán-
anna verði hækkuð.
Við endurskoðun úthlutunar-
reglna LÍN sl. vor Iögðu fulltrúar
námsmanna í stjóm LIN til að upp-
hæðin yrði hækkuð í $6.000, sem
var mjög hófleg krafa. Mér skilst
að fulltrúar ríkisstjómarinnar hafi
almennt verið jákvæðir á hækkun-
ina. Hins vegar í hita leiksins, þeg-
ar úthlutunarreglurnar voru af-
greiddar á færibandi, var þessi mik-
ilvæga tillaga felld.
Það gæti gert gæfumuninn þótt
skólagjaldalánin yrðu aðeins hækk-
uð upp i $6.000. Það er hægt að
breyta þessu ákvæði fyrir haustið.
Það gerðist með samþykki stjórnar
LIN og staðfestingu hæstvirts
menntamálaráðherra.
Ég vona að stjórn LÍN og
menntamálaráðherra sjái sóma sinn
í að breyta þessu. Að öðmm kosti
óska ég eftir upplýsingum um
menntastefnuna í framtíðinni. Á
nám í góðum skólum erlendis aðeins
að vera á færi bama efnafólks? Er
kannski tilgangurinn sá að allir
mennti sig á íslandi eða á Norður-
löndunum? Hvernig verður ísland í
framtíðinni ef allir mennta sig á
sama staðnum eða fari í lélega skóla
af efnahagsástæðum? Höfum við
virkilega efni á að senda fólk í lé-
lega skóla?
Höfundur stundar nám í fatahönn■
un við Parsons School of Design
íNew York.
KLIPPIÐ
Ég undirrituö/aöur óska eftir aö fá sendan nýja FREEMANS
pöntunarlistann í póstkröfu.
SENDIST TIL :
feWKÖIW
Greiðir
póstburöargjaldiö
Má setja
ófrimerkt ípóst
Nafn
Heimilisfang Póstnúmer
Nafn.nr.
PÓSTVERSLUN BÆJARHRAUNI 14, 220 HAFNARFJÖRÐUR
Pöntunarlistinn kostar 160 kr. + póstburöargjald SÍmÍ 53900
4
Augnoblik/LP